Morgunblaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 13. .júlí 1944 MORGUN B L & t) 1 Ð J Islensk stúíka ritar: JEG GIFTIST ANDARlKJAMANNI * ÞEGAR jeg kom til Banda- ríkjanna, eftir að hafa gifst á íslandi, sagði fyrsti vinur mannsins míns, er jeg hitti þar, með undrunarsvip: ,,En jeg hjelt, að þú værir Eskimói“. Jeg varð því að skýra út fyr- ir honum, að jeg væri frá ís- landi, en ekki Grænlandi. Eski- móarnir væru í Grænlandi. Þeg ar jeg hafði lokið útskýringum mínum, leit hann aftur á mig, og jeg held enn, að hann hafi ekki fyllilega trúað mjer. Ef jeg væri Bandaríkja- stúlka, gæti það verið auðveld- ara fyrir mig — jeg á við það að búa með fjölskyldu eigin- manns míns og ala upp barn. Aðalástæðan til þess, að jeg kom til Bandaríkjanna, var sú, að jeg vildi ala barn mitt þar, því að faðirinn vildi að það yrði alið upp sem Bandaríkjamaður. Þar sem jeg hefí. dvalið á ís- landi alla mína æfi, hafði jeg enga hugmynd um það, hvernig umhorfs væri í Bandaríkjun- um. Jeg vissi það eitt um Amer- íku, sem jeg hafðí sjeð í kvik- mvndum og maðurinn minn hafði sagt mjer. Áður en Banda ríkjaherinn kom til Reykjavík- ur, hafði jeg reyndar aldrei sjeð Bandaríkjamann, og jeg dæmdi þá því algerlega eftir kvik- myndunum. Þá sjaldan mjer varð hugsað til Bandaríkja- manna, stóðu þeir mjer fyrir hugskotssjónum sem laglegir karlmenn og fagrar konur, sem áttu heima í miklu landi, þar sem allir bjuggu í risastórum íbúðum og höfðu fjölda þjóna. Konurnar virtust mjer sjer- staklega fagrar. Bandaríkjahermenn og Island. ÍSLAND er lítið land og stærsta borgin okkar telur að- eins 45.000 íbúa. Þegar jeg því sá myndir af New York á kvik- myndatjaldinu, varð hún ætíð einkennileg fyrir sjónum mín- um, og vissulega hafði mjer aldrei til hugar komið að fara þangað. í mínum huga var Ameríka undraland, sem vel gat verið að ekki væri til. Þá var það dag nokkurn í ágústmánuði 1942, að Ameríka skyndilega færðist nær okkur. Bretar höfðu hemumið eyna okkar, og fám vikum síðar komu Bandaríkjahermenn til þess að leysa breska setuliðið af hólmi. Okkur hafði geðjast vel að Englendingunum. Við höfðum reyndar sjeð marga Englendinga áður. Islendingar selja Bretum bæði smjör, egg og fisk, og ensk skip liggja að staðaldri í íslenskum höfnum. En öðru máli gegndi um Banda ríkjamenn. Þeim svipaði að engu leyti til fólksins í kvikmyndunum. Sumir þeirra voru ljóshærðir, en aðrir dökkhærðir, og mjei virtust þeir alls ekki eins stórir og þeir virtust vera í kvikmynd unum. I fyrstu hjeldu þeir sig út af fyrir sig, en síðan lóku þeir að koma niður í bæinn til þess að EFTIR DRIFU HODDU Eftirfarandi grein birtist fyrir skömmu í ameríska blaðinu ,,The American“. Er höfundurinn ístensk stúlka, sem gekk að eiga Bandaríkjahermann hjer heima cg fór síðan til móður hans í Ameríku. Þau hjónin eiga nú son, sem er næstum tveggja ára gamail. Að öðru leyti þarf greinin ekki skýringar við. Höfundur þessarar greinar og sonur hennar. svipast um. Þeir höfðu gaman af steinhúsunum okkar, voru undrandi yfir því. að hjer voru engin trje og forviða yfir hinu milda loftslagi. Jeg vann hjá myndasmið, sem tók myndir af hermönn- unum. Allir virtust Ameríku- mennirnir vilja láta strax taka af sjer myndir, og það var nú búið með hinn stutta vinnutíma okkar. Bandaríkjamenn voru mjög ólíkir Bretum. Þeir voru ekki eins hljedrægir og voru strax alúðlegir. Þegar jeg afgreiddi þá, vildu þeir samstundis fá að kalla mig fornafni mínu. Kvöld nokkurt, þegar jeg var að laga til, áður en lokað yrði, kom inn grannvaxinn, c'ókk- hærður piltur. Hann hafði láí- ið taka af sjer nokkrar myndir og langaði til þess að fá ,,copi- urnar“. Alt í einu sagði hann: „Heyrðu, hvernig væri að við færifm saman í bíó?“ Fyrstu kynnin. Jeg stirðnaði upp. Enginn hafði áður talað þannig við mig. Á Islandi býður enginn maður stúlku út með sjer, án þess að hafa þekt hana í langan ííma. Auðvitaö sagði jeg þvi nei. Jeg bjóst ekki við að sjá hann aftur eftir þelta, en Banda- ríkjamenn virðast ekki kippa sjer upp við það, þott þeim sje neitað í fyrsta skifti. Hann hjelt komum sínum áfram, og jeg varð sífelt gramari við hann. ! Svo var þaö kvöid nokkurt. 1 að vinur minn bauð m]er i af- mælisveislu. Jeg fór, og ]afn- skjótt og jeg kom inn fyrir dyrnar. sá jeg d.ökkhærða pilt- inn. Eitt andartak hjelt jeg, að hann hefði elt mig, en vinur minn kom þá og kynti okkur. Kom þá í ljós, að hann var kunn ingi eins af karlmönnunum,. sem boðið hafði verið, og hafði hann komið með honum. Samstundis og við höfðum verið kynt, bað hann mig að kalla sig ,,Lew“, sem er stytt- ine; á ,,Lewis“, og siðan spurði hann mig, hvort jeg hefði ekk- ert gælunafn. Síðan íók hann að segja mjer frá Bandaríkjun- um. Mjer finst Bandaríkjamenn ætíð vera reioubúnir að tala um sitt eigið land, en fáir þeirra virðast láta sig önnur lönd nokkru varða. Jeg er dóttir miðstjettar- foreldra. Stjúpi minn er prent- ari og móðir mín er prestsdótt- ir. Þott jeg hafi lítið vitað um Bandaríkin, hlýt jeg þó að hafa vitað meira um þau en Banda- ríkjahermennirnir vissu um ís- land. Lewis sagði mjer frá því, að hann ynni í stórri verksmioju í Niagara Falls, fæðingarborg sinni. Jeg hafði heyrt getið um Niagarafossana, en jeg vissi ekki, að þar væri borg. Jeg hjelt að þetta væri aðeins fag- ur staður, þangað sem fólk færi í brúðkaupsferðir. Lewis hló og sagði mjer, að Niagara Falls væri helmingi stærri en Reykja vík, en þó lítil á amerískan mælikvarca. 1 Jeg er hrædd um, að jeg hafi FACKAS ekki sýnt eins mikinn áhuga á rafmagnskæliskápum þeim og stóru útvarpstækjum, sem Lewis sagði vera til í Ameríku, og fólkinu. Jeg geri ráð fyrir, að fólkið verði manni hugstæð- ara, þegar búið er í litíu landi, þar sem fólk hefir ekkí eins mik il þægindi og í stóru landi. Hjúskaparbandið. VIÐ trúlofuðumst eftir nokkr ar vikur •— en þá hafði mjer ekki doftið í hug ao fara til Ameríku fytr en stríðið væri úli. Eftir skamma stund á- kváðum við giftingardaginn fórum til prestsins til þess að láta gefa okkur saman. Á íslandi er aðeins Iútersk kirkja. Þegar við komum til litlu kirkjunnar, sem jeg hafði farið í á hverjum sunnúdegi, síðan jeg var lítil telpa, kom presturinn á móti okkur og kvað sjer þykja það leitt, en skipun hafði verið útgefin, sem legði bann við hjúskap amerískra hermanna og ís- lenskra stúlkna. Þetta var voðalegt áfall. Alla æfi hafði mig dreymt um að giftast — og svo að lokum upp gölvaði jeg, að jeg mátti það ekki, þegar jeg kom til kirkj- unnar. , Frænda mínum, sem er þing maður, kom ráð í hug. í Reykja vík er önnur kirkja, sem er kostuð af ríkinu handa systr- um þeim, sem hjúkra í sjúkra húsum okkar. (Hjer er senni- lega átt við kaþólsku kirkj- una, þótl dálítið sje rangt með farið — aths. þýð.). Frændi minn hjelt, að ef til vill gætum við fengið okkur gefin sam- an af prestinum þar, því að hugsanlegt væri að gleymst hefði að tilkynna honum þessi fyrirmæli. Jeg fór nú í kaþólsku kirkj- una, cg njartað . barðist í brjósti mjer af eftirvæntingu. Jeg hafði aldrei komið inn í hana áður. Mjer fanst hún mjög falleg og ólík með öllu hinni viohafnarlausu kirkju okkar. Prestinum hafði ekki borist nein fyrirskipun, og kvaðst fúslega gifta okkur, ef við gengjum með honum inn til hans. Það gerðum við, og við vorum gefin saman. , Þegar hershöfðinginn spurði það, að Lewis hefoi óhlýðnast fyrirskipun hans, var hann lok aður inni í herbúðunum og lækkaður í tign. Var hann áð ur undirforingi, en var nú gerð ur að liðþjálía. Dag nokkurn kom hann inn í myndastofuna, og kvaðst nú vera laus. Varð jeg innilega glöð. Um vorið komst jeg að raun um það, að jeg var með barni, og ákvað Lewis þá, að jeg skyldi fara íil Bandaríkjanna. Hann sagði, að stríðinu myndi verða lokið eftri sex mánuði, og þá myndi hann koma heim. Þangað til gæti jeg dval ið hjá móður hans í Niagara Falls. Ef til vill hefði jeg haldið kyrru fyrir á íslandi, ef jeg hefði vitað, að stríðið myndi dragast svo mjög á langinn, en fjellst jeg á að fara til Banda ríkjanna. Svo kom að brottfarardegin um, og fjekk jeg aðeins klukkustundar fyrirvara til þess að ganga frá farangri minum. Skipalestin var hæg- fara og jeg hafði aldrei áður komið á sjó. en ver’st var þó það, að jeg var dálítið hrædd við Ameríku. Hún virtist vera síio stór. Fólkið virtist einnig einkennilegt. Það talaði annað mál og það hafði vanist að gera meiri kröfur til lífsins en við. , Eftir næstum því mánaðar- siglingu lentum við í New York. Ferðalagið hafði næst- um gert út af við mig. Jeg hafði Ijettst um tutíugu og þrjú pund og kvíðinn. hafði gert mig hrædda við að stíga á land. Mig hafði langað til þess að sjá Ameríku en nú þráði jeg það eitt að vera komin aft ur heim til íslands. Koman íil Bandaríkjanna. I stað þess að ganga i gegn- um innflyfjendaeftirlitið eins og aðrir farþegar, fór jeg beint í sjúkrahús. Tengdamóðir mín kom til þess að heilsa upp á mig, meðan jeg lá í sjúkra- húsinu. Það var í fyrsta skipti, sem við sáumst. Hún var stærri en Lewis, og bar gler- augu. I kápu sinni bar hún merki, sem þýddi það, að hún ætti son í hernum. Hún hafði ekki einu sinni sjeð mynd af mjer, en hún var alúðleg við mig og sagðist myndi koma og sækja mig, þegar jeg væri orð in nægilega hress. , Sá dagur ránn upp, og við ókum í leigubifreið til stöðv- arinnar. Á leiðinni benti tengdamóðir mín mjer á stór- byggingarnar og reyndi að vekja áhuga minn á þeim. — Húsin voru stærri en nokkur hús, sem jeg áður hafði sjeð, en þau litu út eins og húsin í kvikmyndunum, og fólkið, sem hraðaði sjer eftir götunum, virtist alveg eins óeðlilegt. Jeg þráði ao komast burt úr öllum þessunT hávaða. Jeg hafði áldrei áður ferð- ast með járnbraut og jeg von- ast til að eiga aldrei eftir að gera það. Mjer var ilt alla leið ina til Nigara Falls — það var hræðileg ferð. Að lokum náðum við heim, og tengdamóður mína langaði til þess að halda mjer veislu, en mjer fanst jeg vera einmana og mig langaði til þess- eins að fela mig í herbergi mínu og gráta. Jeg saknaði Lewús og jeg saknaði Islands. Jeg gat ekki skilið Ameríku og Amer- íkumenn. Þegar þá fýsti að hjálpa mjer, þá gerðu þeir það, en allan tímann virtust þeic, á- líta að jeg kæmi frá stað sem tíminn hefði gleyml. Ulvarpstækið, sem Lewis Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.