Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 2
MORGCNBL / 'IÐ Laugardagur 15. júlí 1944 2 „Eðlilegt styrjaliiarástand“ Eftir Sigríði EiríksdóttuiL DAGBLÖÐ þessa bæjar eru nú öll farin að birta þætti, sera sjerstaka samvinnu er ætl að að hafa við almenning um gagnrýni á daglegum viðburð um bæjarlífsins og ýmsum opinberum málum. Sjerstökum starfsmönnum er falin umsjón þessara nistla. Þeir eiga allir sammerkt í því, að vera lipur- lega ritaðir. góðlátlegt rabb uw daginn og veginn, qg þeír hafa náð svo góðum tökum á almenningi, að líklega hafa engir þættir blaðanna aðrir en neðanmálssagan, jafn trúfasta lesendur. Blaðamennirnir, sem hjer eiga hlut, að máli. hafa þvf sjerstakan aðgang að al- menningi og geta haft geysi- ]eg áhrif á almenningsálitið, ef þeir leggja áherslu á það. Áþeim hvílir svo mikil ábyrgð og hlutverk þeirra er vanda- sarnt, ef því er ætlað að vera þjóðfjelaginu til góðs. Aldrei í sögu okkar hefir okkur riðið eins mikið á því og nú á þess- uœ tímum, að almenningur hefði augun opin og að hver einstaklingur stæði vel á' verði til þess að gæta eigin sóma og þjöðarinnar. Einn slíkur pistill birtist í •Vísi í gær, eftir .,Scrutator<J og fjallar um þjóðrækni. Til- efrii hans nuin m. a. vera mjog atiív-glisvert útvarpserindi Gunnars Benediktssoonar, rit- höfuudai-, um daginn og veg- inn, Iialdið síðastl. mánudags- kvöld. þar sem vikið var að því, hversu illa erlend ættar- nöfi: færu í íslensku máli. En eins og nú standa sakir, er hætt við, að h.jer komi fram mikið af erlendum ættarnöfn- um, sem svo festast í málinu. ef ekki verður eitthvað gert. Scrutator telur slíka þjóð- rækui hótfyndni og í grein hans koma að mínum dómi frarn furðulegar hugmyndir. Þa.ð sje t. d. einkennilegt, að. ■utn leið og lögð sje áhersla á kennslu í erlendum tungum í skóium vorum, og unglingar jafnvel feldir árlega á próf- utr, vegna kunnáttuleysis í þeim greinum, sje það talinn stór háski, ef ,,börn eða kon- ur“ geti sagt nokkrar setn- ingar óbráiaðar á erlendum tungum. Hjer hlýtur að vera átt við það, að kunningsskap- Ur barna og kvenna við her- menn leiði til aukinnar þekk- ingar á enskri tungu og virð- isfc greinarhöfundur ekki sjá Tieirifc annmarka á þessari námsaðferð. Jeg er ein í tölu þeirra Isiendinga, seni ..Scrutator1' beinir orðurn sínum til. Það ær ekki verið að amast við tungumálakunnáttunni, en það se veldur áhyggjum, eru þe.^sar spurningar: ITvað kost- ar Iiessi lærdómur stúlkurnar og livað kost hann þjúðina ? Eín hlið þessarar kennslu, sem oft blasir við Revkvík- ingum er sú, að maður t. d. t?jgx koruungar stúlkur vera að flækjast á götunum utan við hæinn með sjóiiðum, sem vit- o,ð er að koma h.jer aðeins eins og farfuglar. Ekki virð- isfc greinarhöf neit athyglis- vert, þótt þessi samskifti sjeu eftirlitslaus með öllu, jafnvel þótt uin börn og komungar stúlkur sje að ræða, en það veit hann eins vel og jeg. að í fjölmörgum tilfelluni er eft- irlitið bókstaflega ekkert, og ])\-í fer sem fer. Greinarhöfundur telur það I bera vott um mikinn væskils- hátt, ef forustumenn þjóðar- innar óttnðust óholl erlend áhrif af stundardvöl erlends setuliðs í landinu, — jafnvel þótt nýjir heiinsborgarar bæt- ist lítið eitt í hópinn. Telur hann rúma 4 ára dvöl her_ liðs aðeins stundardvöl ? Og hverni-,” veit hann hversu löng sú dvöl#á eftir að verá? Veit hann hvenær stríðinu lýkur? Ekki getur haim um ólíka að- stöðu í þessum samskiftum, annarsvegar karlmenn á besta aldri, sem á tímabilum liafa sennilega skift hundruðum þú^unda, en hinsvegar fámenn þjóð, ekki fólksfleiri en meðal gata í stórborog. Með þessu .gerir hann ekki iítið úr við- námSþrótti íslendinga, einkum þegar ]^ss er gætt, að ,,her- nám“ og „hervernd" undan- genginna ára hefir farið fram með mjög vinsamlegum hætti, og því erfiðara að spyrna við fæti en elia. Það er fjarri mjer að amast við sönnum menningaráhrif- um frá erlendum þjóðum. Jeg er sammála greinarhöfundi um það, að hinni íslensku þjóð, er full nauðsyn á að hagnýta sjer, eftir föngum, alla þá heilbrigðu, gæsilegu menningu sem aðrar þjóðir hafa skap- að sjer. En ef losaralegur stundarkunningsskapur er- lends setuliðs við börn og ung- ar stúlkur, með þeim afleið- ingum, að hjer fæðast fleiri hundruð börn utan hjóna- bands, er menningaratriði, ]>á höfum við „Scrutator" kynnst erlendri menningu á ólíkan hátt. Jeg tel það því mikið ábyrgðarleysi, þegar þessi blaðamaður kemst svo að orði um barneignir ísl. stúlkna með hermönnum, að þær sjeu sprottnar af „eðlilegum styrj- aldar ástæðum". Á að skilja .þessi orð svo, að þessi mað- Ur sætti sig við þá eyðilegg- ingu, sem öllu skynbæru fólki er. i.jóst, að þegar er orðin meðal ungra stúlkna hjer og telur harin engra breytinga þörf í þeim efnum? Og er hann ekkert hræddur um íslenskt Jijóðerni í samliandi við þessi viðkvæmu vanda- mál? Á Englandi hefir undanfar- in styrjaldarár dvalið mikið heriið frá ýmsum iöndum heinis. Vitað er, að áhrif Jiau, sem þetta „eðlilega styrjaldar ástand“, eins og Serutator orð ar það í grein sinni, hefir haft á æsku Englands, er orðið fullkomið áhyggjuefni ]>ar í iandi. Þar eru'samskiftin ekki .áiitin menningaratriði, enda á alla lund reynt að koina í veg fyrh’ hin iausu sambönd er- lendra hermanna og innlendra stúlkna, sem hjer er afsakað í ræðu og rití, Jeg fatin mig knúða til að gera athugasemdir við hina stórháskalegu grein, sem hjer er gerð -að umtalsefni, ekki síst vegna ])ess, að í styrjaldar löndunum eru þessi atriði eitt af aðaláhyggjuefnum forráða manna þjóðanna, en hjer er flotið sofandi að feigðarósi með |>essi alvörumál eins og svo mörg önnur. 1.4. júlí 1944 SigríSur Eiríksdóttir. Þýskir iögreglu- menn rjettdræpir London í gærkveldi. ER RÆTT var um aftöku breskra flugmanna í Þýska- landi áf lávarðadeild breska þingsins í dag, lagði Vansittart lávarður það til, að allir menn, sem störfuðu í þýsku leynilög- reglunni (Gestapo) skyldu rjett dræpir af hverjum sem vildj eftir stríð; með því móti myndi ganga betur að ná sjer niðri á þeim. — Fjekk tillaga þessi hinar bestu undirtektir. — í ummræddri lögreglu munu vera um eða yfir 200.000 manns. — Reuter. Tveir íslenskir bræður í innrásinni VITAÐ ER um að minsta kosti tvo íslendinga, sem eru með liði bandamanna í bar- dögunum í Frakklandi. Eru það bræðurnir Þorsteinn E. Jónsson flugmaður og Bogi bróðir hans. Þeir eru synir Snæbjarnar Jóns sonar bóksala hjer í bænum. Flytur fyrilestur um Island. I brjefi frá Þorsteini. flug- manni, sem skrifað er 7. júli, segir hann m. a.: „í Cranwell var farið fram á að jeg flytti fyrirlestur utn ísland fyrir um 200 áhugasöm- um yfirmönnum. Jeg tók til- lögunni þakksamlega, og eftir hæfilegan undirbúning flutti jeg fyrirlesturinn. og er mjer óhætt að segja, að jeg fjekk góða áheyrn“. í Cranwell er fremsti skóli breska flugliðsins fyrir flugliðs foringja, sem verið er að búa undir hærri stig. Þorsteinn var þar maímánuð í vor. en þegar innrásin hófst, var honum feng ið starf, sem hann segist af ör- yggisástæðum ekki mega segja í hverju sje fólgið. Svo mikið er víst, að hann var með í eldhríðinni frá byrj-> un, og hann segist gera ráð fyr- ir at5 bróðir sinn, Bogi, hafi einnig verið með, á sjónum, þótt ekki hafi hann náð sam- bandi við hann til þess að vita það með vissu. Bogi hafði boðið sig fram til hvers sem væri í sambandi við innrásina. Stofnun lýðveldisins I Hmerískum Miimi - ÚrkSippur hafa borist úr rúmlega 1000 bSöðum STOFNUN LÝÐVELDIS- INS á íslapdi vakti .mikla athygli víða um heim, þrátt' fyrir innrásarfregnir og aðr- ar fregnir af styrjöldinni, sem nú fylla flest blöð heims ins, var lýðveldisstofnunar- innar getið í frjettagreinum og ritstjórnargreinum í Am- eríku, Bretlandi, Svíþjóð.og víðar. Nú þegar hefir frjettadeild utanríkisráðuneytisins borist rúmlega 1000 úrklippur úr amerískum blöðum eingöngu, og er þó vitað, að ekki eru komnar úrklippur frá öllum ríkjum Bandaríkjanna. Auk þess hefir borist fjöldi úrklippa úr enskum blöðum og vitað er, að fregnir voiu birtar af lýð- veldisstofnuninni í blöðum í Kanada og víðar um heim. Islenskir blaðamenn sendu fregnirnar. Það voru eingöngu íslenskir blaðamenn, sem þnnuðust frjettasendingu hjeðan af lýð- veldishátíðinni, bæði fyrir og eftir, til frjettastofa og biaða úti um heim. Erlendar frjetta- stofur og blöð sáu sjer ekki fært að senda hingað frjetta- ritara á hátíðina vegna innrás- arinnar og skorts á blaðamönn um vegna styrjaldarinnar. En af þeim úrklippum, sem hingað hafa borist, hafa ís- lensku blaðamennirnir unnið sitt starf vel. Langsamlega meiri hluta frjetta hjeðan var dreift út til blaða af hinum miklu frjetta- stofum Associated Press og United Press. Hafa borist úr- kiippur úr sænskum og bresk- um blöðum, sem fengið iiöíðu frjettir sínar frá AP, auk þe.irra úrklippna úr hundruðum AP- blaða í Ameríku. Frjettastof- urnar Reuter, AP og UP senda írjettir til blaða í öllum heims- álfum og má gera ráð fyrir, að helstu fregnirnar af lýðveldis- stofnuninni hafi verið sendar um allan heim frá þessum stærstu frjettastofum heimsins. Ur ræðu Valdimars Björnsonar. í ræðu, sem Valdimar Björn- son sjóliðsforingi flutti á skemt un Hringsins í Tripoli-léikhús- inu s.l. sunnudagskvöld, gerði hann frjettaþjónustuna hjeðan af^lýðveldishátíðinni m. a. að umræðuefni. Valdimar veit hvað hann er að segja í þessum efnum, því hann hefir um langt skeið stundað blaðamensku vestan hafs og fylgst vel með í starfi íslenskra blaðamanna. Valdimar sagði í ræðu sinni: „... . Jeg hefi daglega sam- band við blöðin og' blaðamenn- ina. Jeg skal ekki skjalla þá neitt, en það er eitt, sem jeg hefi gaman af að benda á, sem íslendingar yfirleitt hugsa kannske minna um. Þegar setu liðið kom hingað fyrst til lands ins, þá komu erlendir blaða- menn skömmu á eftir. Sumir voru hjer lengi, en þeir eru all- ir farnir nú. Islendingar tóku við af þeim“. „Associated Press, stærsta frjettastofa heimsins, hefir sem sinn frjettaritara á Islandi Iv- ar Guðmundsson, frjettarit- stjóra Morgunblaðsins. United Press, næst stærsta frjettastofa í heimi, hefir hjer Herstein Pálsson, meðritstjóra Vísis. Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins er fyrir Reuter í London og Ritzau í Stokk- hólmi. Bjarni Guðmundsson, nú blaðafulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu, er frjettaritari London Times. Vilhjálmur Sv Vilhjálmsson símar frjettir til London Daily Herald. Arnald- ur Jónsson sendir við og við skeyti til INS og Skúli Skúla- son, nestor blaðamanna í Reykjavík, ritstjóri Fálkans, hefir lengi gegnt slíkum störf- um fyrir blöð og frjettastofur í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. Heppilegt að það skyldu vera Islendingar. „En það var eitt, sem mjer fanst athyglisvert — og við Dóri Hjálmarsson majór, sem skoðar öll frjettaskeyti, sem send eru til útlanda, vorum ein mitt að tala um það eftir 17. júní. — íslendingar vita ekki fyllilega, hvað þeir eru hepnir, að þeirra eigin samlandar hafa þessi störf fyrir frjettastofur erlendis. Jeg vann með þess- um blaðamönnum hjer austur á Þingvöllum 17. júní. Við höfð um herbergi í Valhöll, hótelinu fyrir ,,pressuna“ — þar var hver með sína ritvjel og þaðan var beint símasamband frá Þingvöllum til London. Mörg rkeyti voru send á þeim degi.“ „Það voru íslendingar, sem fjöll uðu um þessar skeytasendingar, eins og að undanförnu. Þeir skildu land sitt og þjóð. Þeir gátu lýst þessu öllu fyrir um- heiminum á þann hátt, að með alt var farið á besta veg, ef Ýokkuð gat orkað tvímælis". „Erlendir blaðamenn, sem koma hingað og eru hjer nokkr mánuði, skilja ekki málið, fýlgjast með því, sem er að ger ast innanlands að hálfu leyti og senda svo frýettaskeyti út og geta rangfært margt“. „Maður gæti nærri því gert ráð fyrir, að útlendir blaða- menn hefðu bætt ýmsu við, til þess að gera það „spennandi“, eins og tíðkast meðal þeirra. —• Þeir hefðu kannske samið skeyti um það, að þing heillar þjóðar þurfti að samþykkja sjerstök lög, til þess að taka veitingahús eignarnámi, svo að hægt væri að hafa eitthvað ann að en hljómplötumúsik í veisl- Franihald á hls. 11!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.