Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 10
10 MORQUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. júlí 1944’ 1ÁJ JJomeróet WjaufL iam: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju — 44. dagui — Þið hafið gott af að fá ykkur flösku af góðu víni“. ★ Hann var auðsjáanlega góð- vildin sjálf. Við gengum ti4 lík- hússins með lögreglumannin- um. Líkgæslumaðurinn tók um búðir frá höfði líksins. Það var ekki skemtileg sjón. Sjórinn hafði sljett liðina úr hári henn- ar, og það lá, litað silfurgrátt, klesst niður með höfðinu. Lit- urinn hafði skolast af mögru andlitinu og það var. hræði- lega útlítandi, en það var eng- inn efi á því, að þetta var So- phie. Við fórum aftur til lögreglu- stöðvarinnar. Lögreglustjórinn var önnum kafinn, en við sögð- um fulltrúanum það, sem við þurftum. Hann skrapp frá augnablik, en kom svo aftur með nauðsynleg skjöl. Við fór- um með þau til mannsins, sem átti að sjá um jarðarförina. „Jæja, fáum okkur nú einn lítinn“, sagði jeg. Larry hafði ekki sagt orð, síð- an við hjeldum frá lögreglustöð- inni til líkhússins. Jeg fór með hann niður að höfninni, og við fórum inn í veitingahúsið, þar sem jeg hafði setið með Sophie. Jeg drakk koníak og sóda, en Larry snerti ekki við því, sem jeg hafði pantað handa honum. Hann þagði og var hugsi, og jeg vildi ekki trufla hann. ★ Svo varð mjer litið á úrið mitt. „Við ættum að fara og fá okkur eitthvað að borða“, sagð> jeg. „Við eigum að vera komn- ir til líkhússins kl. tvö“. „Jeg er svangur. Jeg hefi ekki borðað neinn morgunverð“. Eftir útliti lögreglustjórans að dæma, var trúlegt, að hann vissi, hvar hægt var að fá góðan mat. Við Larry fórum til veitinga- hússins, sem hann hafði bent okkur á. Þar sem jeg vissi, að Larry borðaði sjaldan kjöt, pant aði jeg eggjaköku og humar og flösku af víni, þegar jeg hafði litið á vínskrána. Jeg helti í glas ið hjá Larry. „Svona, skeltu þessu nú í þig“, sagði jeg. „Það getur -verið, að það losi eitthvað um tunguhaft- ið í þjer“. Hann gerði eins og jeg sagði. „Jeg -er hræddur uin, að þú verðir að borga jarðarförina einn“, sagði hann. „Jeg er ekki með neina peninga“. „Það skal jeg gera“, sagði jeg. Svo hrökk jeg við. „Þú hefir þó ekki gert þetta sem þú varst að tala um einu sinni?“ Hann svaraði ekki strax. Það kom einhver stríðnisglampi í aug un á honum. „Þú hefir þó ekki afsalað þjer peningunum þínum?“ „Hverjum einasta eyri, nema því, sem jeg þarf, þangað til skip ið kemur“. „Hvaða skip?“ „Maður, sem býr rjett hjá mjer við Sanary, er umboðsmað- ur skips, sem siglir milli Alex- andríu og New York. Hann hefir fengið símskeyti frá Alexandríu, þess, efnis, að skipið verði að f koma við í Marseilles til þess að láta í land menn, sem hafa veikst um borð í skipinu. Hann er kunn ingi minn og hefir lofað að sjá um, að jeg komist með skipinu til New York. Jeg ætla að gefa honum gamla bílinn minn að skilnaði. Þegar jeg legg af stað, ætla jeg ekki að hafa neitt ann- að meðferðis en fötin, sem jeg stend í og smádót". „Já, þú ert fjár þíns ráðandi og frjáls“. „Frjáls er rjetta orðið. Jeg hefi aldrei á æfi minni verið eins ánægður eða fundist jeg vera eins sjálfstæður. Þegar jeg kem til New York, fer jeg að vinna fyrir mjer“. „Hvernig gengur þjer með bókina þína?“ „Hún er komin út. Jeg samdi skrá yfir þá sem jeg vildi láta senda bókina, og þjer ætti að berast eintak einhvern næstu daga“. „Þakka þjer fyrir“. Við höfðum ekki meira að tala um, og við snæddum þegj- andi. Jeg pantaði kaffi. Larry kveikti sjer í pípu, en jeg í vindli. Jeg horfði hugsandi á hann. Hann fann, að jeg horfði á hann og leit á mig. ,,Ef þig langar til að segja, að jeg sje bölvaður asni, þá hikaðu ekki við að gera það. Mjer væri alveg sama“. „Nei, mig langar ekki svo mikið til þess. Jeg var aðeins að hugsa um það, hvort líf þitt myndi ekki vera meira til fyr- irmyndar, ef þú kvæntist og eignaðist börn eins og flestir aðrir“. Hann brosti. „Það er of seint að hugsa um það. Aðeins einni konu, sem jeg hefi hitt, hefði jeg getað hugsað mjer áð kvæn ast, og sú kona var veslings Sophie“. Jeg leit undrandi á hann. „Geturðu sagt þetta eftir alt, sem á undan er gengið?“ „Húft átti yndislega sál, eld- heita og göfuga. Hugsjónir hennar voru háleitar. Það var jafnvel einhver tign yfir hinum hörmulegu æfilokum hennar“. Jeg þagði. Jeg skildi ekki al- mennilega það, sem hann var að segja. „Hversvegna kvæntist þú henni þá ekki?“ spurði jeg. „Hún var barn. Satt að segja datt mjer aldrei í hug, þeggx jeg kom til afa hennar og við lásum saman kvsðði undir stóra álmtrjenu í garðinum, að í þess um horaða krakka byggi and- leg fegurð“. Mjer fanst það skrítið, að hann skyldi ekki minnast neitt á Isabel í þessu sambandi. — Varla hafði hann gleymt því, að þau höfðu eitt sinn. verið trúlofuð, og jeg býst við því, að hann hafi litið á trúlofunina sem æskuglöp tveggja ung- menna, sem ekki voru nógu þroskuð til að vita hug sinn. Jeg get vel trúað því, að honum hefði aldrei svo mikið sem komið til hugar, að hún hefði unnað honúm ávalt síðan.* Það var tími kominn fyrir okkur að fara. Við gengum að bílastæðinu, þar sem Larry hafði skilið bílinn sinn eftir og ókum til líkhússins. Alt var til- búið. — Veðrið var ömurlegt. Vindurinn hvein í krónum trjánna í kirkjug'arðinum. — Þetta var lokaþátturinn í þess- um hörmulega atburði. Þegar við vorum að ganga út úr kirkjugarðinum, spurði Larry mig, hvort jeg vildi, að hann gerði eitthvað fleira. „Nei“. „Þá vil jeg komast heim sem fyrst“. „Viltu aka mjer að gistihús- inu mínu?“ Við sögðum hvorugur orð í bílnum. Þegar við komum að gistihúsinu, steig jeg út úr bíln um. Við tókumst í hendur, og hann ók burt. Jeg greiddi reikn inginn minn, náði í töskuna mína og fjekk mjer bíl á járn- brautarstöðina. Jeg vildi líka komast burt. Nokkrum dögum síðar lagði jeg af stað til Englands. Jeg hafði ætlað mjer að fara beina leið, en eftir það, sem gerst hafði, langaði mig til að finna Isabel. svo að jeg ákvað að koma við í París og dveljast þar einn sólarhring. Jeg sendi henni skeyti og spurði, hvort jeg mætti koma seint um eftir- miðdaginn og borða með þeim miðdegisverð, en þegar jeg kom aftur til gistihúss míns, barst mjer skeyti frá henni. Kvað hún þau hjónin ætla að snæða miðd'egisverð á veitinga húsi, en henni þætti gaman að sjá mig, ef jeg vildi koma ekki fyrr en klukkan hálf sex. Það var kuldi og rigning svo að jeg gerði ráð fyrir því, að Gray myndi ekki hafa farið til Mortefontaine að leika golf. Mjer fanst þetta ekki gott, því að jeg vildi tala við Isabel eijjs- lega, en þegar jeg kom he;m til þeirra, var það fyrsta, sen hún sagði mjer, að Gray væri í í Travellers að spila bridge. „Jeg bað hann um að koma ekkhof seint, ef hann vildi hitta þig, en við ætluríi ekki að borða fyrr en klukkan níu, og það þýðir, að við Jaorðum ekki fyrr en klukkan hálf tíu, svo að við höfum góðan tíma til að tala saman. Það er svo margt, sem jeg þarf að segja þjer“. Þau höfðu leigt íbúðina, og eftir hálfan mánuð átti að selja safn Elliotts. Þau vildu vera viðstödd söluna, svo-að þau ætl uðu að flytja í Ritz-gistihúsið. Síðan ætluðu þau af landi burt. ★ Gray var að Ijúka verslunar- störfum sínum, og síðan átti hann, með tilstyrk fjár, sem jtsabel hafði útvegað, að verða varaforseti í arðvænlegu fyrir- tæki. Þau ætluðu að dveljast í lítilli borg í Suðurríkjunum. Isabel sagði: Leikaraútgáfan i Björninn og refurinn Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2 „Sleptu grenirót og taktu í refafót“. Og þá slepti björninn löppinni á honum. En um leið skautst refurinn niður í holuna og tók til að skellihlægja þar niðri og sagði svo: „Heldur ljek jeg laglega á þig núna, bangsi sæll“. „Geymt er ekki gleymt“, sagði bangsi. Um morguninn daginn eftir, kom bangsi vagandi yf- ir mýrina með feitt svín, sem hann hafði veitt og sat þá refurinn á steini við mýrarjaðarinn. „Góðan daginn, gamli minn“, sagði refurinn, „hvaða lostæti ertu með þarna, karlinn?“ „Flesk“, sagði björninn. „Jeg á nú líka dálítið, sem er bragðgott“, sagði refur- inn. „Hvað er það?“ spurði björninn. „Það er stærsta býflugnabú, sem jeg hefi sjeð“, sagði rebbi. „Einmitt það“, sagði björninn og sleikti út um, því ekkert þótti honum eins gott og hunang. „Eigum við að skipta?“ surði hann. „Nei, þgið geri jeg ekki“, sagði refurinn. En svo veðj- uðu þeir og samdist um það, að þeir. skyldu nefna þrjár trjátegundir. Gæti refurinn sagt þessi þrjú trjáaheiti fljótar en björninn, þá átti hann að fá vænan bita af svínakjötinu, en ef björninn yrði fyrri til, þá átti hann að fá hunang úr býflugnabúinu. Og bangsi hugsaði sjer, að ef hann fengi að sjúga úr búinu, skyldi ekki verða mikið hunang eftir í því. ' * „Jæja“, sdgði refurinn, „þetta er nú ágætt'altsaman,. en eitt skal jeg segja þjer, að vinni jeg, þá ert þú skyld- ugur til þess að rífa burstana af svínintí', þar sem jeg á að bíta“. „Já, ætli jeg verði ekki að hjálpa þjer, fyrst þú getur það ekki sjálfur“, sagði björninn. Svo áttu þeir að nefna trjen. „Þollur, fura, greni“, urraði björninn, dimmraddaður var hann. En þetta voru bara tvö trje, því Þollur er ekk- ert annað en fura. „Askur, beiki, eik“, skrækti refurinn, svo að bergmál- aði í skóginum. Þá var hann búinn að vinna og þaut nið ur og reif hjartað úr svíninu í einu vettfangi og ætlaðl að stökkva á brott. En þá reiddist bangsi, af því refurinn tók það besta af öllu svíninu, náði í skottið á refnmu og hjelt honum föstum. „Nei, bíddu örlítið“, urraði bansgi og var reiður. Mjer er sagt að hann Jón sje orðinn drykkfeldur. Skyldi það vera satt? — Nei, langt frá þvi. En væri jeg koníakflaska, þá kærði jeg mig ekki um að vera ein með honum. ★ Þegar átthagalögin voru ný- gengin í gildi í Bandaríkjunum, kom bóndi nokkur að máli við vin sinn, lögfræðing í þorginni, og bað hann um að skýra fyrir sjer hvernig þau væru. „Jeg get nú ekki sagt þjer al- veg, hvernig þau hljóða“, svar- aði lögfræðingurinn, „en jeg get sagt þjer aðalkjarnann í þeim. Stjórnin vill gjarnan veðja við þig 160 ekrum á móti 14 dollur- um um að þú getir ekki dvalið á því landi í fimm ár án þess að verða hungurmorða". ★ „Viltu ekki fá þjer eina köku í \ iðbót, góði minn“, sagði frú- in, þegar Tommi var í boði hjá kunningja sínum. „Hvað hefirðu boðið mjer oft af fatinu?“ spurði Tommi. „Þetta er í þriðja skiptið, minnir mig, en hvers vegna spyrðu?“ „Ja, mamma sagði, að jeg mætti aldrei þiggja köku af sama fatinu í annað skiptið, sem mjer væri boðið, en hún sagði ekkert um það að jeg mætti það ekki í þriðja skipt- ið“. ★ Tommi litii kom heim úr skólanum alveg forviða. „Mamma“, hrópaði hann, -„Ja, kennarinn okkar, sá er vitlaus. Hann sagði í gær að 4 og 1 væru 5, en í dag sagði hann að 2 og 3 væru 5“. ★ Kaupmaðurinn: ,;Jeg álít að nú sje heppilegur tími til þess að selja Jónsen-fjölskyldunni bíl. Sölumaðurinn: „Hversvegna heldurðu það?“ Kaupmaðurinn: „Jú, ná- grannar þeirra eru nýbúnir að kaupa bíl.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.