Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. júlí 1944 HJER ERU FYRSTU myndirnar, sem birtar eru hjer á Iandi af innrásarvarnarvirkjum Þjóðverja á Atlantshafs- ströndinni. Efst til hægri eru þýskir hermenn í neðanjarðarvirkjum. Neðri myndin er af skriðdrekavörnum og myndin til hægri er af fallbyssum Þjóðverja á ströndinni. FRÁ RÚMENÍU, OLÍULANDINU POLANDj (llOSLo [HUNGARY BUCHAREST YUGOSLAVIA BLACK — SEA— BULGARIA GREECE' TURKEY . . ... Bandamenn gera stöðugar árásir á rúmenskar olíustöðvar úr lofti, en rússneskir herir eru komnir inn í landið. Efst til vinstri sjást Rússar sækja fram í Bessarabíu, en til hægri að ofan er kort af landinu. Til vinstri að neðan er Antonescu, leiðtogi Rúm- ena, en til hægri sjest hin skrautlega aðalgata höfuðborgarinnar, Búkarest. Máske eru hinar fögru byggingar nú í rústum. — Frjeflir frá í. S. í. ÞESSI ungmenna- og íþrótta sambönd hafa gengið í I.S.I.: U.M.S. Borgarfjarðar gekk end anlega í sambandið í júnímán- uði, en í því eru þessi 6 ung- mennafjejpg: Baula, fjelagatala 40, Björn Hítdælakappi, fje- lagatala 40, Borg, fjelagatala 30, Brúin fjelagatala .45, Dag- renning, fjelagat. 54, og fegill Skallagrímsson, fjelagat. 47. Áður voru í Í.S.Í. fjelög í Borg- arfirði, en alls eru fjelögin 11 með 624 fjelagsmenn. Formað- ur sambandsins er Jón Björns- son frá Deildartungu. U.M.S. Skagafjarðar' hefir gengið í sambandið. I því eru 8 fjelög með 311 fjelagsmenn. Formað- ur er Guðjón Ingimundarson. Göngulag I.S.I.: Sambandinu hefir borist göngulag frá Árna Björnssyni tónskáldi, sem til— einkað er sambandinu. Glímubók: Stjórn Í.S.Í. hef- ir ákveðið að gefa út Glímubók I.S.I. Hennar er orðin mjög þörf með hinum vaxandi glímu áhuga um land alt. Handknattleiksmót kvenna: Landsmót I.S.I. í handknattleik kvenna úti fer fram í Hafnar- firði og hefst 23. júlí. íþrótta- fjelögin' í Hafnarfirði sjá um mótið. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Staðfest Islandsmet: Stjórn í. S. í. hefir 3. júlí staðfest eftirfarandi íslandsmet: 1. Há- istökk án atrennu. Árangur: 1.51 m. Sett af Skúla Guð- mundssyni (KR) 3. júní 1944. 2. Hástökk með atrennu. Árang ur: 1.93 m. Sett af Skúla Guð- mundssyni (KR) 19. júní 1944. 3. Kúluvarpi betri hendi. — Árangur: 15.32 m. Sett af Gunnari Huseby (KR) 19. júní 1944. Hálíðarblað „Refkjaness" BLAÐIÐ Reykjanes kom út í sjerstakri viðhafnarútgáfu í tilefni af stofnun lýðveldisins 17. júní. Er það mjög vandað að efni og frágangi öllum. Þessar greinar eru í blaðinu: Eining, eftir Ólaf Thors, Aukiðs frelsi — auknar fram- farir, eftir Ólaf E. Einarsson, Seytjándi júní 1944, eftir Benedikt Sveinsson, Jón Sig- urðsson, eftir Þórhall Þorgils- son, Samstarf, eftir Sverri Júlíusson, Vjer fögnum, eftir Sigurð Eggerz, Skín þú fáni, eftir Helga S. Jónsson, og Hvalsnesprestur fyrir 300 ár- um, eftir Einar Ólafsson. — Þá eru í blaðinu hátíðarljóð Huldu og Jóhannesar úr Kötlum, Frjálsa ísland, ljóð eftir Krist- in Pjetursson og Annáll Suður- nesja. — Á titilblaðinu er stór mynd af Jóni Sigurðssyni. — Kápumyrid er sjerstaklega smekklega gerð af Helga S. Jónssyni, Keflavík. Erfið biskupskosniii'í. London: — Nýlega átti að kjósa biskupinn af Bangor, og gekk kosningin mjög erfiðlega. Ræddu kjörmennirnir fram og aftur um kjörið og greiddu at- kvæði í samfleytt 12 klukku- stundir. Að lokum var prestur cinn frá Swansea kosinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.