Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 8
8 M O R G U N fiLAÐIt) Laugai'clagut' 15. júlí 1944 — Leipzig ij Framh. af bls. 7. in var í rústum, en íbúarnir voru lifandi og bygðu upp að nýju með þeim efnivið, sem fyrir höndum var. Þeir unnu með gremjufullum huga í garð loftárásanna og í fjelagsanda, sem raunveru lega veitti fólkinu meira síð ferðisþrek en það átti, áður en sprengjum var varpað. Styrjöldin hafði nú skapað þá tilfinningu í brjósti íólks ins, að Þýskaland væri í hættu — vegna loftárás- anna, vegna Rússa og vegna þjóðanna, sem Þjóðverjar höfðu lagt undir sig. Hugar far eldri kynslóðarinnar kann að hafa verið annars eðlis, en flestir Þjóðverjar virtust reiðubúnir til þess að berjast og taka því, sem að höndum bæri. Síðan lögðum við af stað. Við fórum gegnum Regens burg og hafði hún þá ný- lega orðið fyrir loftárás að degi til. Við komum til Munchen, og einnig hún hafði orðið fyrir loftárás. í Munchen sameinuðust við hóp amerískra fanga frá Laufen — fangabúðum þar skamt frá. Það síðasta, sem við sáum af Þýskalandi, var hin brennandi Augsburg. Við ókum gegnum hana rjett eftir að árás hafði ver ið gerð, og það var sem við færum milli eldveggja. Með þessa minningu í huga sofn aði jeg, og daginn eftir vor- um við komin yfir landa- mærin til Frakklands. DE LUXE STOCKINGS The Idol of the Feminine World Gettskálk C. Björnsson trjesmíðameistari MIIMNIIMGARORÐ JEG MINNIST ÞESS; að þeg ar jeg var á barnsaldri, heyrði jeg fyrst getið Gottskálks Björnssonar frá Stóra-Hrauni í Hnappadalssýslu sem eins í allra fremstu röð ungra manna í hjeraðinu , þeirra er þóttu glæsilegastir. En persónuleg viðkynning okkar var lítil eða engin, þar til mörgum árum síðar. Hann andaðist þann 8. þ. m. og verður jarðsungin í dag að Borg á Mýrum. Gottskálk Guðmundur Björns- son var fæddur þann 29. júní 1870 að Kolviðarnesi í Eyja- hreppi í Hnappadalssýslu. For- eldrar hans voru þau, Björn Gottskálksson Gíslasonar bónda í Landbrotum í Kolbeinsstaða- hreppi og kona hans Helga Jó- hansdóttir Guðmundssonar bónda í Hróksholti í Eyja- hreppi. Þegar Gottskálk var fjögurra ára fluttust foreldrar hans frá Kolviðarnesi að Stóra- hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og bjuggu þar síðan í meira en 30 ár. Gottskálk ólst upp í for- eldrahúsum og kom brátt í að ljós að hann var gæddur góðum hæfileikum. Var hann settur til trjesmíðanáms er hann hafði aldur til, hjá Jakobi Sveinssyni trjesmíðameistara í Reykjavík. Lauk hann námi sínu með góð- um vitnisburði og stundaði síð- an þessa iðn af og til frameft- ir æfi, en gerði sjer hana að að- alatvinnu seinni hluta æfinnar, svo sem síðar greinir. Þann 13. júlí 1894 kvæntist Gottskálk Sesselju Þorsteins- dóttur Þórðarsonar bónda á Grenjum í Mýrasýslu, orð- lagðri fríðleiks- og gæðakonu. Bjuggu þau síðan á nokkrum stöðum í Hnappadalssýslu þó lengst af í Görðum í Kolbeins- staðahreppi, Þeim varð sjö barna auðið, sem öll náðu full- orðinsaldri og eru fimm þeirra enn á lífi: Una, Sigrjþur, Agústa og Ragnhildur, allar húsfreyjur í Reykjavík, og Björn útgerðarmaður í Skála- vík á Seltjarnarnesi. Synir þeirra tveir, Þorsteinn og Gott- skálk, dóu ungir fulltíða menn. Gottskálk misti konu sína árið 1 4» * x .1907 og voru ástæður hans þá svo erfiðar á ýmsa lund, að hann sá sig tilneyddan að bregða búi einu eða tveim ár- um síðar. Fjekk hann þá börn- um sínum dvalarstaði meðal vina og vandamanna, en vann sjálfur hjer og þar eftir því sem hentugast, þótti, meðal ann ars við trjesmíði í Reykjavík. En árið 1915 tók hann sjer að- setur í Borgarnesi og stofnaði þar heimili, er hann átti síðan til æfiloka, með ágætri konu, Elínbjörgu Jónasdóttur, ætt- aðri úr Dalasýslu. Var sambúð þeirra hin ástúðlegasta og heimilisbragur allur slíkur, að betri var ekki kosinn. I Borg- arnesi lagði Gottskálk ein- göngu stund á iðngrein sína, einkum sem líkkistusmiður cg útfararstjóri, og við slíka at- höfn var hann, er fráfall hans bar að skyndilega. Ileimili þeirra Gottskálks og Elinbjargar varð brátt víðfrægt fyrir gestrisni og höfðingsskap og þau bæði sömuleiðis fynr hverskonar góðvild. Hús þeirra stóð öllum opið og fór þar sam- an ástúðlegt viðmót húsráðend anna og höfðinglegar veiting- ar. Urðu vinsældir þeirra strax miklar og fóru sífelt vaxandi, Heim til Gottskálks og Elín- bjargar eða heim til Gotta og Ellu voru algeng orðtök hinna ótalmörgu vina þeirra, sem fóru um Borgarnes. Og vissu- lega fann maður sig þar heima í bestu merkingu þess orðs. En minnisstæðastur mun Gottskálk þó ætíð verða fyrir ljúflyndi sitt, fjör og glaðværð, sem ávalt og ófrávíkjanlega voru hans förunautar hvar sem hann var eða fór. Hann var í ríkum mæli gæddur þeim dýr- mæta en fremur sjaldgæfa t.öframætti, sem hreif þannig, að allir hlutu að vera í góðu skapi og kætast# návist hans. Má segja, að þetta ætti við bæði um menn og málleysingja, því hann var mikill dýravinur og hvergi hefi jeg sjeð húsdýr bet ur meðhöndluð eða mannelsk- aií en hjá honum. Þetta, sam- fara því að hann var altaf boð- inn og búinn að leysa hvers manns vandræði, stæði það í hans valdi, hlaut að leiða til þess, að allir kusu návist hans og urðu vinir hans. Er þáð því n jög að vonum, að mörgum mun finnast stórt auða rúmið, sem myndaðist við fráfall hans. Gottskálk var ágætur verk- maður, vel að sjer í sinni iðn- grein, vandvirkur og smekkvís 1 besta lagi, framúrskarandi góður viðskiftis og fjekk því oft meira að starfa en hann gat int af hendi. Fyrir um það bil tveimur árum kendi hann sjúk leika, sem nonum duldist ekki að var alvarlegs eðlis og lækn- ing vafasöm. En hvorki trufl- aði það g'aðlyndi hans nje starfsvilja og gekk hann ó- trauður að störfum eftir sem áður þar til yfir lauk. Það var jafnan glatt og bjart yfir orð- um hans, ktörfum og viðskift- um við aðra. og því mun birta og gleði einnig prýða minningu hane. 15. júlí 1944. G. J. Dauður maður vinnur verðlaau. London: — Verðlaun John Llewellyn Rice fyrir bestu bók ársins 1943, hafa verið veitt látnum manni, Alan Lewife liðs foringja, sem fjell í Indlandi, skömmu eftir að hann sendi nandrit sitt til útgefanda. Nafn bókarinnar er: „The last in- spection“, og hefir bókin inni að halda safn af smásögum. Olíuráðstefna veslra London í gærkveldi. Ráðstefna urn olíumál hefir staðið yfir í Washington síð- an 16. apríl s.l. og er nú lok- ið. Ræddu Bretar og' Banda- ríkjamenn þar um framleiðslit og dreyfingu olíu eftir styrj- öldina. Meðal þeirra mála, sem s.jer staklega voru rædd, voru olíuframleiðslumál Austur- lands. sjerstaklega um hina fyrirhuguðu leiðslu frá Iraq að bot.ni Miðjarðarhafs. nán- ar tiltekið til Haifa. Wam*. þykkt var að skora á stjórn- ir Bretlands og Bandarík.j- anna að sjá svo um', að öll þesgi mál færu sem skipuleg- ast fram. Formaður bresku nefndarinnar var Sir William BroWn, skrifstofustjóri í Or- yggismálaráðuneytinu breska. Bitt af því, sem samþykkt var á ráðstefnu þessari, var það, að allar hinar samein- uðu þjóðir skylchi stofna. til ráðstefnu um þessi mál í fram tíðinni. Bankabygg, heilt Soyabaunir Limabaunir Bostonbaunir Sanka kaffi, coffeinlaust baunakaffi Malt sykur blandaður gerkrafti og járni Púðursykur Maizena Hnetukjarnar blandaðir Bakaðar baunir í.tómatsósu fyrir jurta- ætur Hnetu smjör Hnetur saltaðar Hveitikím í dósum X - 9 v vvv Eftir Roberl Storm T A MOB BUVS THEM FROM ME ' AN' SELLS THEM TO PUNKS WHO WANTMORE GAS THAN THEV'RE ENTITLED TO.. . PilflHi) jí"1^ wr-Oíi 1—2) Einn fjelaginn: — Blákjammi, hver æclar svo að koma þessum bensínskömtunarseðlum á markaðinn. — Blákjammi: — Það er þar, sem jeg er reglulega slunginn ... Það er drengfífl, sem kaupir þá af mjer og selur þá aftur skörfum, sem þurfa á meira bensíni að halda en þeir hafa heim- ild til. — Annar fjelagi: — Þú ert sniðugur, Blá- kjammi. 3—4) Blákjammi: — Það er ekki mín sök. þótt nokkur nagdýr viti ekki að styrjöld hefir brotist út. — Einn fjelaginn: — Eins og liðhlaupar, eða er það ekki, Blákjammi. — Blákjammi: •— Heyrðu, manndjöfull. ef þú segir eitt orð meira í þessum tón, er þjer óhætt að kasta tannburstanum þínum. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.