Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 6
6 Ví O1.GUNBLAÐIÐ Laug.arclagur 15. júlí 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsii-gar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasöiu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Sala togara og andleg örbirgð EIGENDASKIFTI að togurum hjer á landi er enginn einstakur viðburður, hvorki fyrr nje síðar. Þannig hefir það verið hin síðari árin, að af og til hafa togarar gengið kaupum og sölum hjer innanlands, milli fjelaga eða ein- stakra manna. Mönnum hefir skilist, að um engin stór- tíðindi var að ræða. En það lítur nú helst út fyrir, að um þetta sem annað, gildi öðru máli að dómi vissra pólitískra spekulanta, þegar eitt ákveðið útgerðarfjelag á í hlut. Frjettir hafa borist af því undanfarið, að Kveldúlfur hafi selt þrjá af togurum fjelagsins. Og í gær leysir Al- þýðublaðið frá skjóðunni, — getur nú ekki orða bundist „eftir slíka aðvörun11 sem þessar togarasölur eiga að vera þjóðinni, að dómi blaðsins. Hvers vegna er nú sala Kveldúlfstogaranna þjóðinni „aðvörUn“, en annara togara ekki? Eru afturgöngur gamalla óhappa farnar að ásækja ritstjóra Alþýðublaðs- ins? Hann rámar sennilega í, að eitt sinn vildi Alþýðufl. lögleiða sjerstök gjaldþrotalög fyrir þetta eina útgerðar- fjelag í landinu. Tilgangurinn með þessum sjersjónar- miðum varðandi þetta eina fyrirtæki hefir vafalaust verið álíka óeigingjarn þá og nú. En af fenginni reynslu hefði þó fremur mátt ætlaf að hið brenda barn forðaðist eldinn. Það kennir margra grasa í forystugrein Alþýðubl. í gær varðandi togarasölur Kveldúlfs. En í engu atriði, er máli skiptir, er rjett með farið, eða frómt frá sagt. Blaðið grætur krókódílatárum yfir því, að með sölu hinna þriggja togara hafi „stórfje verið dregið út úr út- gerðinni“. Hvaða fje hefir verið út úr útgerðinni dregið? Ekki eyrir! Þvert á móti hafa hinir nýju eigendur tog- aranna lagt stórfje til útgerðarinnar, en á hinn bóginn hefir seljandi meira handbært fje með andvirði togar- anna. Nú vita allir, að framtíð togaraútgerðarinnar bygg- ist á því, að hinir gömlu togarar verði hið bráðasta endur- nýjaðir með nýtísku skipum. Og þrátt fyrir góða afkomu munu útgerðarfjelögin þurfa á öllu að taka er að því kemur, ef endurnýjunin á að fara svo skjótt og myndar- lega fram sem nauðsyn krefur. Þá gefur blaðið í skyn, að með sölu þessara togara sieu útgerðarfjelaginu orðnir lausir til ráðstöfunar varasjóðir og nýbyggingarsjóðir, er safnast hafi við rekstur tog- aranna. Sýni það sig þá m. a. hversu haldlaust hafi verið alt tal Mbl. um nauðsyn þess að heimila útgerðarfjelögun- um að safna varasjóðum og nýbyggingarsjóðum til trygg- ingar rekstrinum í framtíðinni, með því að veita í því skyni vissar skattaívilnanir. Allar þessar bollaleggingar ritstjóra Alþ.bl. eru tómt bull og vitleysa og fram settar í einskæru blekkingar- skyni. Sala togara hefir að sjálfsögðu engin áhrif á ráð- stöfunarheimild fyrirtækis yfir varasjóðum þess, nema e. t. v. að því leyti sem þær gætu spornað við því, að á þá þyrfti að ganga til þess að greiða skatta og skyldur eða standa undir rekstrinum að öðru leyti. Það mætti í þessu sambandi minna ritstjóra Alþ.bl. á orð Eysteins Jónssonar, sem ekki er þektur að því að vilja fegra málstað útgerðarinnar, þegar verið var að af- greiða á Alþingi þau skattalög, er útgerðin nú býr við. Hann taldi, að með þeim væri „trygt, að langsamlega meiri hluíi stíðsgróðans rinni til opinberra þarfa, og að mestur hluti þess fjár, sem eftir er skilinn, væri bundinn í varasjóðum og nýbyggingarsjóðum“, og „að skattaíviln- uninni vegna varasjóðshlunninda fylgdi svo mikil íhlutun af hálfu ríkisvaldsins, að nærri stappaði, að sjóðirnir væru sarneign hlutafjelagsins og hins opinbera“. Það hefir að vísu ekki þótt gæta mikillar frjósemi í 1 skrifum ritstjóra Alþýðubl., allra síst eftir öll ósköpin í sjálfstæðismálinu á síðasta ári. En að um slíka andlegc örbirgð væri að ræða, sem raun ber vitni, hefir sennileg; færri grunað. I IVIorgunblaðinu fyrir 25 árum Við setningu Alþingis 1. júlí 1919, barst eftirfarandi kveðja frá Kristjáni konungi X: 2. júlí. „Við setningu Alþingis ósk- um Vjer alþingismönnum flutta konunglega kveðju Vora: Þegar Vjer í fyrsta sinn, eft- ir ríkisstjórnartöku Vora, send um Alþingi kveðju Vora, ljet- um Vjer í ljós þá öruggu von, að trúnaðarsambandið miili kon- ungs og þjóðar mætti veita Oss krafta og þrek í Vorri ábyrgð- arþungu konungsstöðu. Er Vjer nú sendum Alþingi, kjörnum fulltrúum fullvalda ríkis kveðju Vora, viljum Vjer láta í ljós þakklæti Vort fyrir það, að trúnaðarsamband það, sem Vjer höfum óskað að starf Vort bygðist á, hefir borið svo góðan ávöxt, og Vjer lítum fram á ókomna tímann í ör- uggu trausti þess, að rikisskip- un sú, sem íslenska þjóðin með frjálsri atkvæðagreiðslu hefir samþykt að byggja framtíð sína á, megFverða Islandi til hamingju og tryggja trúnaðar- traustið milli konungs og þjóð- ar. ★ Mikið er nú rætt um bifreiða stæði hjer í Reykjavík. Það vandamál var einnig á döfinni fyrir 25 árum. Það er gaman að athuga, hvernig það var þá leyst. 3. júlí. „Borgarstjóri hefir nú aug- lýst, hvar bifreiðar eiga að halda kyrru fyrir, er þær bíða eftir akstri, og ýmsar nánari reglur um atvinnu af bifreiða- akstri en verið hafa. Flestir munu fyrst reka aug- un í það, að eigi er ætlað stæði ‘nema 20 bifreiðum .... Þá mun því einnig veitt eftirtekt, að nálega öllum bifreiðunum er ætlað stæði í Miðbænum. — Á Lækjartorgi mega 10 bifreið- ar standa, í Veltusundi tvær, í Templarasundi tvær. Tvær eiga að standa í Miðstræti, ein á Laugavegi nálægt Klappar- stíg og þrjár inn á Vitatorgi. Og þar með eru upptalin bif- reiðastæðin“. ★ Bílar voru þá ekki daglegt brauð hjer á landi. Frá Isa- firði er símað: 4. júlí. Meðal bæjarnýjunga má telja, að bifreið er tekin að renna um göturnar. Vegurinn til Hnífsdals hefir spilst svo af aur og skriðurensli, að eigi er mögulegt að komast á bifreið nema spölkorn út fyrir bæinn“. ★ Járnbraut austur yfir fjall þótti þá lífsnauðsyn til þess að Þyggja bæjarbúum næga mjólk. Um þetta. segir m.a.: 5. júlí. „Á þingmálafundi um dag- inn, gaf Jón Magnússon for- sætisráherra þess, að Reykja- vík væri lífsnauðsyn að fá járn braut austur í sýslur, tíl þess að fá bætt úr hinum tilfinnan- lega og hættulega mjólkur- skorti, sem hjer er í bænum“. Góðar undirtektir. ÞAÐ ER gott málefni að berj- ast fyrir þrifnaði í umgengni manna úti og inni. Það er líka svo einstaklega þægilegt mál, vegna þess að allir, hver og einn einasti maður er sammála í þess um_ efnum. Jeg hefi enn ekki hitt fyrir mann, sem hefir t.d. sagt: „Hvað ætlið þið að halda áfram þessu bannsetta rugli um þrifnað og góða umgengni?“ Nei, það er ekkert annað en ein- skært lofið fyrir framtakssem- ina. Mann nokkurn hitti jeg á göt- unni í gærmorgun. Hann sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Góði haltu áfram að minna menn á að vera þrifnir og kasta ekki frá sjer alskonar rusli hing- að og þangað á almannafæri. — Þær eru ágætar' greinarnar þín- ar um þetta. Þær bera árangur, ef þú heldur nógu lengi áfram“. Og um leið og hann hafði lok- ið máli sínu tók hann upp síga- rettupakka úr vasa sínum. Það var aðeins ein sígaretta eftir í pakkanum. Maðurinn stakk henni upp í sig og fleygði tóm- um pakkanum á rennusteininn í Austurstræti, rjett við eina rusla körfuna. Ekki hafði jeg skap til að benda honum á hvernig orðin og athafnirnar stönguðust á hjá hon um, því það er svona um marga fleiri. En svo eru aðrir .... EN ÞAÐ væri til lítils að 'brýna fyrir fólki góða umgengni, ef allir væru eins og þessi ná- ungi, en sem betur fer er það ekki svo slæmt. Jeg hitti annan mann í gærmorgun í Austur- stræti. Hann fór líka að tala um þrifnaðarmálin og sagði mjer þessa sögu. Hjer á dögunuín fórum við nokkur saman í skemtiferð upp í sveit. Við höfðum með okkur mat og dálítið tár á flösku, svona upp á gamla móðinn. Við settumst á fagran stað og nutum veðurblíðunnar og nestis- ins í ríkum mæli. Þegar við hjeld um af stað aftur var pappírsrusl og matarleyfar í kringum okkur og við hefðum vafalaust skilið þetta eftir þarná af gömlum vana, ef ein stúlkan, sdm var með i för okkar, hefði" ekki sagt: „Það er alveg rjett, sem hann Víkverji var að skrifa í Morgun- blaðið á dögunum. Við skulum ekki skilja þetta eftir okkur svona“. Síðan var alt hreinsað, og er því var lokið, var ekki hægt að sjá, að þarna hefði borð- að stór hópur fólks. Er við komum upp í bílana, var drepið á góðgætinu á flösk- unum. Þegar ein var orðin tóm, ætlaði sá, sem drukkið hafði síð- asta dropann, að fleyja flöskunni út um gluggann. En áður en hann gerði það hrópaði einhver: „Nei, heyrðu laxi, við skulum hafa hana í bílnum, þó tóm sje“. Óþörf afsökun. MENN VIRÐAST í alvöru vera farnir að hugsa um þessi mál og er það vel. Það er að minsta kosti byrjunin. Maðurinn, sem kastaði frá sjer sígarettupakkan- um í rennuáteininn, skilur, að það er sóðaskapur og hapn mun brátt átta sig og taka unp aðra venju og það verða fleiri og fleiri meðal skemtiferðafólks, sem taka að sjer að sjá um, að menn skilji ekki eftir sig rusl á áfangastöðum. „Ferðalangur“, sem jeg birti brjefið frá í gærmorgun skrifar rjettilega mjög á þessa leið: „Eitt sinn afsökuðu þjer ofur- lítið í blaði yðar sóðaskap manna á Þingvöllum í sambandi við há- tíðahöldin 17. júní, en slík af- sökun var óþörf. Ef fólk getur farið með matföng og ýmislegt í pappírsumbúðum til Þingvalla þá getur það sannarlega eins far- ið með tóman pappírinn heim með sjer, og einum er ekki meiri vorkun en öðrum. Þeir munu hafa verið margir , sem engu rusli köstuðu'frá sjer á Þingvöll- um þenna dag, en ljót þótti mjer umgengnin í skógarrjóðrinu og má slíkt ekki koma fyrir oft- ar. Það var til skammar öllum hlutaðeigendum“. Ein saklaus fyrirspurn. ÚR BRJEFI til Víkverja: — „Hjer fyrir utan húsið hjá mjer, var verið að gera við símalögn eða eitthvað þessháttar fyrir um þremur vikum. Verkinu er nú fyrir löngu lokið og verkamenn- irnir farnir. En samt liggja enn- þá grjóthrúgur, bæði á gang- stjettinni og víðar á götunni. Hve lengi skyldu þær eiga að vera þarna fyrir gangandi fólki ...... Þetta er ósköp saklaus fyrir- spurn og mjer finst ekki nema eðlilegt að maðurinn spyrji. Það er oft einkennilega illa gengið frá, þegar götur eru rifnar upp, til að leggja í þær allskonar leiðslur. Venjulega er það mjög lítið verk, sem eftir er. Þyrfti ekki annað en benda viðkomandi verkstjórum á þetta og ætti það þá að lagast. Duglegir innheimtumenn. ÞAÐ hlýtur að vera lýjandi starf, að vera innheimtumaður reikninga þessa dagana. Helm- ingur þeirra manna, sem hitta þarf, eru í sumarfrii og óregla kemst á innheimtuna. í fyrra lýsti jeg að nokkru, í samtali við innheimtumann, erfiðleikum þessarar stjettar á „eðlilegum tímum“. En ekki eru þeir minni um hásumarið. En menn eru misjafnlega dug- legir í sínu starfi og einum tekst það, sem öðrum dettur ekki í hug að reyna. Það er t.d. sagan um innheimtumann þess opin- bera, sem var með 15 krónu reikning á starfsmann eins fyr- irtækis hjer í bænum. Reikning- urinn var ekki nema örlítið brot af því, sem þessi maður greiðir árlega til viðkomandi stofnunar. En nú var skuldunauturinn í sumarfríi og rukkarinn náði ekki til hans. Góð ráð voru dýr, að ná inn þessum krónum serh fyrst. Og hinum duglega inn- heimtumanni tókst að fá pening- ana. Hann æddi um vinnustað- inn með nöldri og jafnvel skömm um, þar til einn starfsrriaður fyr- irtækisins, sem á hlustaði mist^ þolinmæðina fyrir hönd hins fjarstadda starfsbróður síns, og greiddi fyrir hann reikninginn. Með frekjunni hefst það. En vinsældir innheimtumannsins og og fyrirtækis hans váxa varla í hlutfalli við ávinninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.