Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. júlí 1944 8101 GUNBLAÐIÐ EYÐING LEIPZIGBORGAR Um kvöldið þann 3. desem ber var hvasst, kalt og skýjað loft. Það var því ágæt is veður til loftárása. Við vor um því alveg vissar um, að loftárásarmerki myndi verða gefið, en við álitum þó að enn myndi árásinni beint gegn Berlín. Árásarmerkið var gefið um klukkan 3.45 um nótt- ina. Jeg rjett heyrði það í gegnum svefninn og spurði Sybillu, hvort hún ætlaði ekki að fara á fætur. Hún kvað nei við, og sagði, að sennilega væri þetta ekki raunverulegt hættumerki. Til allra hamingju höfðu þær mamma og Barbara farið á fætur. Jeg brást hið versta við, er þær kveiktu Ijós í gangnum svo að jeg neyddist til að fara fram úr rúminu og-draga myrkvunar tjöldin fyrir gluggann. Jeg var rjett í þann veginn að stíga upp í rúmið aftur, er jeg heyrði drxmur í fjarska. Sá jeg nú, að heppilegast mvndi að fara á fætilr. Einmitt í þessu heyrði jeg hvin og síðan sprengingu skamt frá okkur. Jeg þreif kápu mína, inniskó og fata- tösku og hljóp niður í kjall- arann. Sybilla kom þjótandi á eftir mjer, aðeins í kápu utan yfir náttfötin og í inni- skóm. Barbara og mamma höfðu rænu á að taka með sjer gasgrímur sínar og teppi, en jeg gleymdi því al gerlega. Fyrstu sprengjurnar falla. Sybilla: — Sprengjurnar fjellu nú viðstöðulaust og hávaðinn var ægilegur. Sprengjurnar srungu og hristu húsið — í sumum heyrðist blísturshljóð, öðr- um öskur og stöðugt mátti greina kokhljóðið í brenni- steinssprengjunum. Eftir 25 mínútur var alt liðið hjá og sprengjugnýr- inn hætti. Enn logaði ljósið í kjallaranum hjá okkur. Við litum upp. Einhvern- tíma meðan árásin stóð yfir, höfðu kjallardyrnar onast. Gluggarúðumar voru brotn ar, enda þótt múrsteinum væri hlaðið fyrir gluggann að utanverðu. Kjallarinn var fullur af reyk. Þegar sprengjugnýinn Ijetti tókum við að hevra snarkið í eldinum og sáum rauðan bjarma gegnum dyrnar. Þegar jeg gerði mjer ljóst, hvað hafði gerst, varð jeg blátt áfram æðisgengin. Jeg hjelt, að við myndum brenna lifandi þarna niðri. Kristín: — En við kom- umst út. Við Sybilla hlup- um beint út. Uppi brunnu smáeldar, en við gátum brátt slökkt þá. Þá kallaði loftvarnarstarfsmaður nið- ur og bað einhvern að koma upp á þakið, því að eldur væri í þaki næsta húss. Þeg við komum upp á þakið sá- um við sjón, sem í senn var skelfileg og fögur. Hvar- vetna lokuðu eldar. Loftið var þrungið reyk og eldglær Eftir Barböru, Christinu og Sybillu Knauth Morgunblaðið birtir hjer síðari hluta greinar þeirra Knauth-systra um dvöl þeirra í Leipzig og eyðingu Leipzigborgar. Fjallar þessi hluti aðallega um skelfingar loftárásaijna, eftir að gjöreyðingarárásirnar á borgina liófust. -w . . Síðari grein ingum, og öðru hverju fjellu húsaþök niður í eldhafið. Það var kominn ofsastorm- ur, því að vindurinn hafði aukist um allan helming vegna súgsins frá eldunum. Þetta var fyrsta stórárás- in, sem við urðum fyrir, og fvrsta árásin, sem náði til allrar borgarinnar. Líf fólks ins í borginni tók nú á sig alt annan svip. Auðvitað voru stórir hlutar borgarinn ar gersamlega lagðir í rústir. Fólk var nótt og dag að grafa muni sína upp úr rúst unum, gera við skemd hús og hreinsa til. Við gengum allan þenna tíma í skíðaföt um okkar og jafnvel sváfum í þeim. Stærsta árásin gerð. Sybilla: — En mesta árásin var gerð næstum tveimur mánuðum síðar. Það var laugardagsnóttina 19. febr. Eftir kvöldverðinn sátum við, röbbuðum saman, lás- um eða vorum með handa- vinnu okkar og áttum sem sagt skemtilega kvöldstund. Við gengum til rekkju um miðnætti. Árásarmerkið var gefið klukkan tæplega fjög ur um nóttina. Eins og venjulega fórum við á fætur og flýttum okkur niður í kjallarann. Þar niðri sátum við í næstum þrjá stundar- fjórðunga og alt var kvrt. Við hjeldum því að árásinni hefði nú enn verið beint að Berlín og loíuðum guð fyrir að sleppa. Karlmennirnir þrír, sem í húsinu bjuggu, höfðu eins og venjulega farið út til þess að halda vörð. Þeir komu nú inn og sögðu alt vera í lagi. Einn þeirra fór aftur út eft ir nokkrar mínútur, en kom næstum samstundis inn aftur og sagði: ,,Ó, þeir eru farnir að skjóta flugeld um“. Hann var vart kominn inn úr dyrunum, þegar sprengjurnar tóku að falla. Þær komu til jarðar alveg á næstu grösum. Það voru ekki einstakar sprengjur, heldur heilir sprengjufarm ar. í næstum heila klukku stund ringdi sprengjunum látla'ust ntður. Hávaðinum ef ekki auðið að lýsa með orðum. Húsið nötraði og kastaðist til og frá. Við heyrðum sprengju flugvjclasveitirnar aldrei fara yfir borgina, heldur virtust þær halcla þar kyrru fvrir allan tímann. í þetta sinn sátum við, hjeldum fast hver um aðra og vorum með höfuðið niður á bringu. Jeg gat í rauninni als ekki hugs- að, en jeg minnist að hafa hevrt Kristínu eitt sinn hrópa: „Opnið þið munninn, það er að koma sprengja“. í Hún hafði einhversstaðar lesið það, að hermenn opn- uðu munninn, þegar þeir hleyptu af fallbyssu. Aldrei hafði það verið svona svart, en allir þögðu' í kjallaranum, jafnvel börn in. Fólkið bara sat með drjúpandi höfuð og leit út eins og það væri að biðjast fyrir. Alt í einu heyrðum við framdyr hússins opnast og einhver kom þjótandi inn ganginn og niður í kjall arann. Það var vörðurinn. Hann kallaði, að eldur log- aði uppi og skyldum við því fara upp við fyrsta tæki- færi. Eftir stundarfjórðung ljetti árásinni. Við þutum upp. Alt var í lagi á fyrstu og annarri hæð. Á þriðju hæð logaði eldur í matar- skáp í eldhúsinu og eldur var einnig í stiganum upp á þriðju hæð. Við sáum að hann var ekki brunninn í sundur og þutum gegnum eldinn upp á fjórðu hæð. — Þar var alt í báli. Sybilla: — Við tókum nú að berjast við eldinn og gát um að lokum slökkt hann. Það var hræðilegt starf. Allan daginn var hálfgert mvrkur, því að sólin náði ekki að skína gegnum ösk- una og reykinn, sem fyllti loftið. Mann verkjaði í aug- un og sveið í hálsinn, þegar maður andaði. Eitt sinn sá jeg til himins gegnum smá- op í revkskýið Himininn var heiður og blár, en að öðru levti höfðum við enga hugmvnd um, hvernig veðr ið í raun og veru var þenna dag. Dauðabegning lögð við gripdeildum. Kristín: — Seinna um dag inn lögðum við af stað til bess að skoða borgina og at huga, hvort hús þau, er við unnum í, væru enn uppi- standandi. Að minsta kosti tvö hús stóðu í björtu báli við hverja götu, sem við gengum í gegnum — og oft- ast fleiri. Við urðum hvað eftir annað að snúa við vegna rústa á götunum. — Þetta var erfið gönguför. Hvárvetna voru rústir, fólk streymdi fram og aftur um göturnar, margir börðust enn við eldana, aðrir báru einhverja muni og enn aðr ir grófu eftir hinum dánu. Á öllum götum voru hrúg ur alskönar muna, sem fólk hafði borið út úr húsum sín um. Við höfðum ákveðið eftir desembérárásina að reyna aðeins að bjarga rúm fatnaði okkar og fatatösk- um, sem við höfðum í kjall aranum. Dauðarefsing var lögð við stuldi, en ekki tókst að koma í veg fyrir grip- deildir. Með því fyrsta, sem lögreglan gerði eftir hverja loftárás, var að festa upp merkisspjöld, þar sem til- kvnt var, að ránsmenn myndu skotnir. Síðar mátti sjá hvít spjöld með nöfnum þeirra, sem staðnir höfðu verið að þjófnaði. Fólk var einnig hrætt við erlendu verkamennina. Sumir þeirra rændu íbúðir fólks, meðan það var niðri í kjöllurunum í loftárásum. Þetta var auð velt, því að ætíð var mikil ringulreið í sambandi við hverja loftárás. Þegar jeg loksins komst að skrifstofubyggingunni, sem jeg hafði unnið í, sá jeg að hún stóð í björtu báli. Á- kvað jeg því að snúa heim aftur, því að tilgangslaust. var að standa þarna. Hjálparstarfsemin vinnur kraftaverk. Hún er að öllu leyti í höndum flokksins og varð til þess að auka mjög aftur álit flokksins meðal al mennings. Sybilla: — Þegar við aft- ur Jíomum heim, var tekið að dimma. Við vorum hrædd við myrkrið, því að við ótt- uðumst samfeldar árásir eins og á Berlín. Á miðnætti var komið að okkur að halda vörð. Við Kristín fórum upp á loft til þess að aðgæta, hvort aftur hefði kviknað í Svo var ekki og_fórum við þá upp á þakið, þar sem það var ó- brunnið. Þaðan var ægilegt um að litast. Enn loguðu glatt eld. ar i miðhluta borgarinnar og einnig í mörgum ná- grannahúsunum. Við vorum orðnar svo vanar við myrkv unina, að allur þessi bjarmi skelfdi okkur. Við vorum hræddar um að flugvjelarn ar myndu koma aftur og eldarnir leiðbeina þeim. * Áhrif árásanna. Barbara: — Loftárásirnar gerbreyttu borgarlífinu — siðferðilega. Fyrsta brevt- ingin var sú, að fólkið varð nú miklu fjelagslyndara og vingjarnlegra, en það höfðu | Leipzigbúar aldrei áður ver ið. Iíver hjálpaði öðrum — auðvitað varð fólk að gera það, en það var eins og það langaði til þess að komast í nánari kynni við nágranna sína svo að það yrði ekki eins einmana. Sybilla: — Eftir árásina miklu unnu margir breskir og kanadiskir hermenn á götunni fyrir utan húsið okkar. Okkur langaði til þess að tala við þá, en þorð- um það ekki, því að varð- menn voru altaf með þeim. Eitt sinn keyrði jeg þó á reiðhjóli minu framhjá sprengjugýg, þar sem korn ungur Kanada-piltur var við vinnu. Enginn varðmaður var nálægt, svo að jeg hall- aði mjer í áttina til hans og sagði: „Halló, karlinn. — Hvernig líður þjer“. Þið hefðuð átt að sjá svip inn á honum. Hann var svo undrandi, að hann gat ekki sagt annað en: ,,Ida“. Á föstudagsmorguninn fengum við brjef frá pabba gegnum rauða krossinn. — Höfðum við þá ekki fengið ’brjef frá honum í rúmlega eitt ár. Þá um kvöldið kom Gestapomaður heim til okk ar og skýrði okkur frá því, að flutningaferð yrði frá Munchen til Ameríku eftir tvo sólarhringa, og skyldum við vera tilbúnar kvöldið eft ir, ef okkur fýsti að fara með henni. Sybilla: — Alla nóttina vöktum við til þess að búa um farangur okkar. Á laug- ardagskvöldið var farangur okkar tilbúinn og fórum við þá með hann til stöðvarinn ar. Það var kveðjuganga okkar í gegnum Leipzigborg Qg ókum við farangrinum á smávagni gegnum rústirn- ar. Við fórum framhjá hús- um, sem nú voru gersam- lega í rústum. Við fórum gegnum hverfi, þar sem ekki bjó lengur nokkur lifandi sál. Þarna ríkti alger kvrð, en þegar hvasst var, losnuðu oft múrsteinar og fjellu til jarðar. H-rökk maður þá við. Jeg minnist þess, að á ein- um stað, hafði mikið af-kol- um verið geymt í djúpum kjallara. Vikum saman log- aði í kolunum undir múr- steinahrúgunum. Var ein- kennilegt að sjá eldbjarm- ann í myrkrinu. Við Augustusplatz —- hið mikla torg í hjarta borgar- innar — var hvert einasta hús brunnið til kaldra kola, en veggirnir stóðu allir. — Þetta vakti hjá manni ein- kennilegar tilfinningar. Til dæmis virtist manni póst- húsið stóra vera alveg ó- skemt, og litlu myndastvtt urpar meðfram götunni stóðu jafnvel ennþá, en þeg ar komið var inn úr dvrun- um, 36 maður aðeins himin inn, er litið var upp. Kristín: -— Þegar við gengum gegnum borgina í síðasta sinn, sáum við hvar- vetna fólk önnum kafið við endurreisnarstarfið, sem hófst næstum strax eftir á- rásina. Þetta voru regluleg ar vorhreingerningar. Borg Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.