Morgunblaðið - 19.07.1944, Qupperneq 5
Miðvikudagur 19. júlí 1944
MOEÖUNBLAÐIfl
5
í* -*1 -*T t*T T*~ t#t 1*11*1 t*l 1*11*11*11*11*11*1 l*« I*, |*i ■*, *■ I*. ■•i .»■ ■«..«■ ■*■ ■«■ .«■ ■».■«■ «..♦..«..«..«..«■■« «..«. ■«■ ■«■ ■»■ ■♦■ .«■ ■«. ■». ■«. .«■ .». .»■ .«. .«. .«. .». _«. .». «. « .«. .4. .». .«. • AAA
| •”»'*»"«**»,%"»'V%'*»***m.m***«**«***,*»,V*\*%*\*V**v«,«««««4“*«‘,««,*«,««*1 ♦,««,'«,«V’»*****.M.*,»*VV,-#V,.M.*,.H.M«M.M.M*,'*M*M.M4«‘»M«*«,,*t* '**«H»M«M»M/‘.**.*VVVVVVV*.**.M**4»‘,«**«**»M»**«M.M.M«,*.M.**»M«M»H.**.*4.*4«M«M«**.**.M.*V .*,«*,.**.*,«f‘«**«M«M.**«M»**.,W,«**,VV f
' ' i
I
'-tyJ> róttaóíÁu W*
ot'f
un
blci Íjí’
nó
GLÆSILEG ÍÞRÖTTAAFREK Á ALLSHERJARM. Í.S.Í.
Fjögur Islandsmet og tvö drengjamet
Eftir Þorbjörn Guðmundsson.
j
V V V
Huseby. Skúli Guðm. Oliver Steinn. Kjartan Jóh. Óskar Jónss.
ALLSHERJARMOT I. S. I. í
frjálsum íþróttum hefir ætíð
þótt mikill íþróttaviðburður
hjer í höfuðstaðnum. Það. eru
nú einu mótin í frjálsum íþrótt
um, þar sem fram fer stiga-
kepni milli fjelaga. Þar leiða,
að öllum jafnaði, bestu íþrótta-
fjelög landsins saman hesta sína
og reyna með sjer. Mót þetta
fer fram annað hvert ár.
Nú er Allsherjarmóti í. S. í.
1944 nýlokið og skal því hj«r
í stórum dráttum gert nokkur
skil.
Knattspyrnufjelag Reykjavík
ur sigraði á mótinu í 9. sinn í
röð frá því 1928 og má það telj
ast vel að verið. Hlaut fjelagið
137 stig. íþróttafjelag Revkja-
víkur reyndist KR-ingunum að
þessu sinni hættulegasti keppi-
nauturinn. Hlaut það fjelag 90
stig. Þá komu næst, mjög jöfn
að stigatölu, Glímufjelagið Ár-
mann með 43 stig og Fimleika-
fielag Hafnarfjarðar með 42
stig.
Yfirleitt var íþróttaárangur-
inn á mótinu ágætur á okkar
mælikvarða og á heimsmæli-
kvarða í sumum greinum. Fjög
ur Islandsmet „fuku“ á mótinu
og þar á meðal það besta, sem
við áttum. Þetta eitt sýnir það
ótvírætt, að geta íþróttamanna
okkar fer ört vaxandi. Já, fram
þróun á því sviði er það hröð,
að á hverju móti má eiga von á
nýju meti, og það góðu meti. —
Enn stendur mestur ljómi af
Gunnari Huseby (K. R.). Hann
er afreksmaður á alþjóðamæli-
kvarða, Bætti hann met sitt í
kúluvarpi um 18 cm., eða upp
í 15.50 m. Það er besta íslenska
metið. I kúluvarpi beggja
handa bætti hann einnig fyrra
met sitt, kastaði 26.78 m. Þá
kom fram á mótinu ný stjarna,
Kjartan Jóhannsson (í. R.).
Hann gerði sjer lítið fyrir og
bætti met Sveins Ingvarssonar
í 400 m. hlaupinu um 3/10 úr
sek. Hljóp hann á 52.3 sek. —
Hafnfirðingurinn Oliver Steinn
ruddi loks burtu gamla lang-
stökksmetinu með ágætu
stökki, 6.86 m. Þá setti ÍR-
ingurinn Óskar Jónsson tvö
drengjamet, í 800 m. hlaupi og
1500 m hlaupi.
. Verður nú kepnin tekin fyr-
ir í þeirri röð, sem hún fór
fram. —
Mótið hófst mánudaginn 10.
júlí. Forseti íþróttasambands
íslands, Ben. G. Waage, setti
það með stuttri en snjallri
ræðu. Þvínæst hófst kepni.
Byrjað var með 100 m.
hlaupi. Hafði fyrr um daginn
farið fram undanrásir í þeirri
kepni. Var hlaupið í þremur
riðlum og sigruðu þá Oliver
Steinn F. H. (11.3 sek.). Finn-
björn Þorvaldsson ,í. R. (11.8
'sek.) og Sævar Magnússon, F.
H. (11.9 sek.). í milliriðil kom-
ust Árni Kjartansson, Á, Jó-
hann Bernhard, K. R. og Jón
M. Jónsson, K. R. Árni sigraði
hann á 12.0 sek. Úrslit urðu
þessi:
1. Oliver Steinn 11.7 sek.
2. Finnbj. Þorv. 11.8 sek.
3. Árni Kjartanss. 12.0 sek.
4. Sævar Magnúss. ,12.2 sek.
Kepni var afar hörð mílli
Olivers og Finnbjörns. Tókst
Oliver að skjótast fram úr hon-
um rjett í markinu. Finst mjer
mjög hæpið að gera tímamis-
mun þeirra 1/10 úr sek., þar
sem aðeins var á þeim sjónar-
munur. Hefði sami tími átt að
vera hjá báðum. Arangurinn er
annars heldur ljelegur, enda
tnótgola.
Stangarstökk fór næst fram.
Þar urðu úrslit:
1. Þorkell Jóh., F. H. 3.25 m.
2. Sig. Steinss., í. R. 3.00 m.
3. Magnús Gunn., F.H. 2.92m
4. Kjartan Mark. FH 2.92 m.
Stangarstökk er fögur íþrótt,
en skammarlega lítill gaumur
gefinn hjer í Reykjavík og hef-
ir m. a. áhaldaleysi verið kent
um, en slíkt ætti að vera í mann
legu valdi að bæta úr. Þorkell
hafði yfirburði og munaði ekki
miklu að hann færi yfir 3.35, en
hann er aðeins ,,drengur“, ný-
búinn að setja drengjamet, 3.31
m. Þorkell er bróðir Olivers
Steins.
I 800 m. hlaupi var afar hörð
kepni og síst minni harka en
menn höfðu gert ráð fyrir. Hinn
ungi og bráðefnilegi ÍR-ingur,
Kjartan Jóhannsson, kom mönn
um nokkuð á óvart með því að
leiða hlaupið frá byrjun og
sigra glæsilega. Sigurgeir Ár-
sælsson, Á, fylgdi honum fast
eftir lengi vel. Þegar um 100
m. voru að marki fór hann að
gefa sig, en fjelagi hans. Hörð-
ur Hafliðason, sem hafði hing-
að til verið þriðji, sótti á og
komst í annað sætið. Óskar
Jónsson, í. R., hafði verið 4. í
röðinni, en Brynjólfur Ingólfs-
son, K. R., 5. Er um hálfhring-
ur var eftir fór Brynjólfur
fram úr Óskari, sem síðan
'fylgdi honum fast eftir. Sigur-
geir virtist nú hafa tapað öll-
um móði ol tóku þeir hann báð
ir, Brynjólfur og Óskar. Þessi
urðu því úrslitin:
1. Kjartan Jóh. 2:02.2 mín.
2. Hörður Hafl. 2:03.0 mín.
3. Brynj. Ing. 2:05.1 mín.
4. Óskar Jónsson 2:05.6 mín.
Tími Kjartans er sá besti í
800 m., sem náðst hefir hjer-
lendis. Hefir Sigurgeir Ársæls-
son og náð þessum tíma, en
metið, 2:00.2, setti Ólafur Guð-
mundsson, K. R., í Svíþjóð
1939. — Tími Óskars er nýtt
drengjamet. Það gamla, 2:06.7
mín., setti Árni Kjartansson, Á,
1941.
I kringlukasti náðist ekki
neinn sjerstakur árangur. Huse
by og Ólafur Guðmundsson, í.
R.. voru báðir linari en á 17.
júní mótinu, þó einkum Ólaf-
ur. Úrslit urðu þessi:
1. Gunnar Huseby 41.74 m.
2. Ól. Guðm. 38.40 m.
3. Bragi Friðr., KR, 38.32 m.
4. Har. Hákonars., Á, 34.12 m.
Þá hófst langstökkið. Oliver
Steini tókst þar að slá hið sjö
ára gamla met Sigurðar Sig-
urðssonar, K. V., um 4 cm. Náði
hann þessari ágætu stökklengd
í öijru stökki sínu, en Skúli
Guðmundsson, K. R., hafði þá
rjett á undan stokkið 6.70 m.
Kepni var síðan afar hörð á
milli þeirra, en hvorugur hætti
árangur sinn. Úrslit:
1. Oliver Steinn 6.86 m.
2. Skúli Guðm. 6.70 m.
3. Brynj. Jónss., KR, 6.22 m.
4. Magn. Baldv., ÍR, 6.15 m.
Kepni var hörð um þriðja
sætið milli Brynjólfs og Magn-
úsar, sem báðir eiga framtíð
fyrir sjer sem langstökkvarar.
Síðasta kepni fyrsta daginn
var í 1000 m. boðhlaupi. Fimm
sveitir keptu, 2 frá K. R. og 1
frá í. R., Ármanni og F. H. —
Hlaupið var í tveimur riðlum.
Dregið var um, hvaða sveit
skyldi hlaupa á móti B-sveit
K. R. og kom það í hlut A-
sveitar sama fjelags, sem að
sjálfsögðu var afar óheppilegt
fyrir fjelagið. I. R. vann fyrri
riðilinn ljett, en A-sveit K. R.
hinn. Úrslit urðu .svo þessi:
1. ÍR-sveitin 2:08.3 mín.
2. KR (A-sveit) 2:09.7 mín.
3. KR (B-sveit) 2:13.0 min.
4. Ármann 2:13.0 mín.
Ármann og B-sveit KR áttu
að keppa um þriðja sætið dag-
inn eftir, en KR-sveitin mætti
aðeins ein og var henni dæmd-
ur sigurinn.
Eftir fyrsta daginn stóðu stig
in þannig: 1. í. R. 31 st. 2. K. R.
29 st. 3. F. H. 26 st. 4. Ármann
10 stig.
Kepni hjelt áfram á þriðju-
dagskvöldið, en áður en hún
hófst sýndi úrvalsflokkur karla
úr K. R. fimleika undir stjórn
Vignis Andrjessonar.
Þá var það, sem unnið var
besta afrek í frjálsufn íþrótt-
um á íslandi. Var það í kúlu-
varpi. Úrslitin urðu:
1. Huseby 15.50 m.
2. Jóel Sig., ÍR, 13.65 m.
3. Bragi Fr., KR, 12.61 m.
4. Sig. Sig., ÍR, 11.93 m.
Mé'S þessu afreki hefir Gunn
V
ar unnið sig upp í tölu bestu
núlifandi kúluvarpara. Til gam
ans má geta þess, að með þess-
um árangri hefði hann verið
fimti besti kúluvarpari heims-
ins í fyrra og bésti kuluvarp-
ari Evrópu. Megum vrð vel við
það una. Jóel er einnig ágætur
kúluvarpari, sem án efa fer yf-
ir 14 metra áður en langt liður.
200 r.u hlaupið fór á þessa
leið:
1. Finnbj. Þorv. 23,4 sek.
2. Oliver Steinn 23.8
3. Kjartan Jóh. 23,9
4. Brynj. Ing. 24,2 sek.
Brynjólfur hljóp á innstu
braut, þá Finnbjörn, Kjartan
og Oliver á ystu. Timi Finn-
björns er ágætur, aðeins 3/10
úr sek. lakari en met Sveins
Ingvarssonar.
Þá er það hástökkið.
1. Skúli Guðm. 1,92 m.
2. Oliver Steinn 1,75 m.
3. Jón Hjarlar KR, 1,70 m.
4. Brynj. Jónss., KR 1.70 m.
Þetta er glæsilegur árangur
hjá Skúla og aðeins einum cm.
lakara en met hans, sem hann
setti á 17. júní-mótinu. Hann
fór yfir allar hæðir í fyrsta
stökki nema 1,90, þar í öðru.
Yfir 1,92 fór hann ágætlega.
en er hækkað var upp í 1,95
felli hann; þó getur hann stokk
ið þá hæð og jafnvel hærra.
Skúli fer einnig að verða há-
stökkvari á heimsmælikvarða.
1500 m. hlaup eru skemtileg
og þá sjerstaklega, þegar kepni
er eins hörð og hún var að
þessu sinni. Hlaupið er 3%
hringur á vellinum eða rúml.
það. Fyrstu tvo hringina var
röðin þessi: 1. Óskar Jónsson
ÍR, þá Indriði Jónsson FIR, þá
Haraldur Björnsson KR, og
næstir Hörður Haflioason Á,
og Sigurgeir Ársælsson Á. Þeg-
ar einn hringur var eftir: Ósk-
ar *— Hörður — Haraldur pg
Sigurgeir. Sigurgeir tók svo
Harald, þegar um hálfhringur
var eftir og skamt frá marki
varð Óskar að hleypa báðum
Ármenningunum fram fyrir sig.
Úrslitin urðu því:
1. Hörður Hafl. 4:16,6 mín.
2. Sigurgeir 4:16,8 mín.
3. Óskar 4:17,4 mín.
4. Haraldur Bj. 4:25,4 mín.
•Tími Óskars er glæsilegt nýtt
drengjamet. Gamla metið 4:25,6
setti hann í fýrra.
110 m. grindahlaup fór á
þessa leið: ,
1. Skúli Guðm. 17,0 sek.
2. Brynj. Jónss. 18,0 sek.
3. Finnbj. Þorv. 18-3 sek.
4. Oddur Helgas. Á, 18.3 sek.
Tími Skúla er sami og met-
timi Ólafs Guðmundssonar, KR.
Á hann mikla framtíð fyrir sjer
í þessari grein. Vonandi hefst
nú viðreisnai’tímabil grinda-
hlaupsins, en það hefir verið
í mikilli niourlægingu undan-
farið.
Þá er það 10 kni. gangan. —
Þar keptu aðeins tveir, Sverrir
Magnússon Á, og Steingrímur
Atlason, F. H. Sigraði Sverrir
á 61:35,6 mín. Steingrímur gekk
á 64:21,2 min.
Eftir annan daginn stóðu slig
in þannig: 1. KR 64 st„ 2. ÍR
53 st., F H 41 st. og Ármanrv
30 st.
I 4x100 m. hlaupi keptu
tvær sveitir frá KR og tvær
frá ÍR — B-sveit KR hljóp á
instu braut, þá A-sveit ÍR, B-
sveit ÍR og A-sveit KR á ystu
braut. Tvo fyrstu sprettina
voru báðar KR sveitirhar á und
an, en eftir þriðja sprettinn,
sem Kjartan hljóp fyrir A-sveit
IR, var hún í öðru sæti, en við
síðustu skiftingu kom óhapp
fyrir A-sveit KR, svo hið goða
forskot hvarf. — Á síðasta
sprettinum áttust þeir svo
við Sveinn Ingvarsson KR og
Finnbjörn ÍR og á þeim var
aðeins sjónarmunur. Sveinn að
e »rs á undan. Tími A-sveitanna
var því sá sami 46.8 sek. Þriðja
var B-sveit KR á 47,3 sek. og
4. B-sveit ÍR á 50,4 sek.
í spjótkasti tókst Jóel Kr. Sig
urðssvni ÍR að sigra Jón Hjart-
ar í fyrsta sinn og gerði það
glæsilega. Eftir þrjú fyrstu köst
in átti Jón lengsta kast rjett
yfir 50 m„ Finnbjörn var annar
með tæpa 49 m. og Jóel rjett á
eftir. Fyrsta kast sitt í úrslitum
kastaoi Jóel langt yfir 50 :m„
en það var ógilt. Annað kast
hans var svipað og þá gill. Jón
átt þá eitt kast eftir.
Hann lengdi sig en* ekki nóg.
Úrslit:
1. Jóel Kr. Sig. 54,29 m.
2. Jón Hjartar 51,61 m.
3. Finnbjöm Þorv. 48.88 m.
4. Jens Magnúss. KR 46.97 m.
Margir höfðu gert ráð fyrir
harðari kepni í 400 m. ’hlaupi
en þar varð, einkum eftir úr-
slitin í 800 m. hlaupinu. Finn-
björn, sem fór beint úr spjót-
kaslinu í þessa kepni, hljóp á
innstu braut, þá Brynjólfur
Ingólfsson, Jóhann Bernhard
og Kjartan Jóhannsson á yslu
, Framh. á bls. 8,