Morgunblaðið - 19.07.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 19.07.1944, Síða 6
6 MORGUNBLAÐISl Miðvikudagur 19. júlí 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. —- Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. I! En durn ýjun togaraflotans FYRIR STYRJÖLDINA, er nú geysar, áttu íslendingar 38 togara. Nú eiga þeir aðeins 31 togara. Á stríðsárunum hafa íslendingar mist 7 togara, þar af 6 af völdum styrj- aldarinnar, og meðal þeirra togara, er tapast hafa, voru stærstu og bestu skipin í flotanum. Meðalaldur þeirra togara, sem íslendingar eiga nú, er um 2^/2 ár, en hæfilegur aldur togara er talinn 20 ár. Sjá þá allir, hverjar horfur muni vera fyrir þessari at- vinnugrein í náinni framtíð. Gerbreyting varð á rekstri togaranna eftir að stríðið hófst. Fjelögin rifu sig þá úr skuldum og nú virtust blasa við möguleikar til þess að tryggja framtíð þessa atvinnu- rekstrar. Tryggingin hlaut fyrst og fremst að vera fólgin í því, að með hinni bættu afkomu auðnaðist að safna nægjanlega gildum sjóðum til þess að mæta hinni að- kallandi þörf til endurnýjunar öllum togaraflotanum strax að stríði loknu, svo að um samkepnisfær fram- leiðslutæki við aðrar þjóðir sje að ræða. Þessi sjónarmið hljóta að hafa ráðið því að hafist er handa á Alþingi um stofnun nýbyggingarsjóðanna árið 1941, enda virtust þá allir flokkar í orði kveðnu á eitt sáttir um nauðsyn þess. Nú er fengin nokkur reynsla til þesg að geta metið það, hvort aðgjörðir löggjafans í þessum efnum eru lík- legar til þess að ná þeim tilgangi, sem ótvíræður sýnist vera, en það er að endurbyggingarþörfinni sje sjeð fyrir nægjanlegu fjármagni í nýbyggingasjóðunum. í árslok 1943 nema allir nýbyggingarsjóðir togarafje- laganna: kr. 13.486.696,00! Er þá að vísu óinnkomið það, sem greitt verður í sjóðinn af tekjum ársins 1943, en það mun nema nærri 2 milj. kr. Þetta eru nýbyggingarsjóð- irnir! Ætla má, að þeir kynnu að endast til þess að kaupa fyrir 6—7 nýtísku togara að stríðinu loknu. Þörfin er hins vegar fyrir 31 togara, — því að allur flotinn þarfnast endurnýjunar, — og fyrir mörg skip í viðbót til nauð- synlegrar fjölgunar á þessum framleiðslutækjum, sem reynst hafa okkur íslendingum stórvirkust og fengsælust til öflunar þjóðarteknanna. Hvetnig má það svo vera, að meðan reynslan talar þessu máli, skuli hvað eftir annað hafa komið fram raddir um það, og jafnvel verið gerðar tilraunir til þess að gera enn óhæfari hin ófullkomnu lagaboð um nýbygginga- sjóðina? Sennilegt er, að slíku valdi sú mikla villa hinna öfga- kendu manna sósíalistisku flokkanna, að blanda saman við þetta mál því, sem í rauninni er óskylt, þ. e. hvort heldur ríkið eða einstaklingarnir skuli eiga framleiðslu- tækin. Því að meðan einstaklingarnir reka framleiðslu- starfsemina, þá verður líka að gera þeim möguleg umráð hins nauðsynlegasta fjármagns til atvinnurekstursins, og þar til heyrir fyrst og fremst, eins og nú standa sakir hjá togaraútgerðinni, nægjanlegir sjóðir til nýbygginga. Hitt er auðvitað sjálfsagt, um leið og löggjafarvaldið stuðlar að því með sjerstökum lagafyrirmælum, að auð- velda myndun nýbyggingarsjóða, að þá sje til hlýtar tryggt að viðkomandi fjármagni sje varið samkvæmt til- gangi sínum. Um það getur enginn ágreiningur ríkt. Ef hins vegar er stefnt að því með skattalöggjöf, að gera vissum atvinnugreinum ókleift að safna nægjan- legum sjóðum til tryggingar rekstrinum í framtíðinni, þá er augljóst að viðkomandi einstaklingar eða fjelög verða fyrr eða síðar að leggja árar í bát, og löggjöfin hefir þá ekki verkað öðru vísi en meðal til þess að stuðla að því að reksturinn yfirfærist á hendur annara, og sýnist þá augljóst, að viðtakandinn yrði ríkið sjálft, því að naum- ast myndu aðrir einstakling^r hyggja gott til þess að þreyta slíka göngu. Endurnýjuninni er að vísu þar með ! ekki lokið. í Morgunblaðinu fyrir 25 árum Á FRAMHALDSSTOFNFUNDI Alþingis fór fram sá atburður, sem gárungarnir kölluðu „happ- drætti þingmanna“. Er því lýst á þennan hátt: 8. júlí. „Að þessu loknu hófst sú merkilega athöfn, sem sumir nefna happdrætti þingmanna. En hún er í því fólgin, að ein- hver starfsmaður við þingið tek- ur af borði forseta forláta kassa, smíðaðan úr hreinasta mahogny- viði og af listfengi mikilli. Er á gafli hans fall-lok, líkt og á rottu giklru, en þar inni fyrir eru bein kúlur, jafnmargar þingmönnum, og sín talan á hverri. Draga nú þingmenn sína kúluna hver og eiga síðan að hafa það sæti, sem merkt er sömu tölu og upp kem- ur. Þykir þeim flestum mikið undir því komið, hvaða tqluna þeir draga og eru jafn „spentir" og eftirvæntingarfullir og börn, sem fá að draga á hlutaveltu. Svo þegar dregið he*fir verið, hefst annar þáttur þessa merkilega leiks, því að þá fara þingmenn í kúlukaup. Þeir sem eigi eru á- nægðir með sess sinn eða tilvon- andi sesunaut, og fylgja allir þeim kaupum með mesta áhuga og alvöru“. HITINN var þá mikill víða um land. ' 9. júlí. „25.5 stiga hiti var á Seyðis- firði í gær. Á Akureyri 15 stig, Grímsstöðum 13 stig, ísafirði 12 stig, Vestmannaeyjum 11.3 stig, Þórshöfn í Færeyjum 10.3 stig og hjer í Reykjavík aðeins 9 stig“. ★ OG NÚ var póstflutningur orð inn frjáls. 10. júlí. „Eftir hádegi á gær barst póst- meistara tilkynning um það, að nú væri allur póstflutningur hjeð an og hingað gefinn frjáls af Bretum“. Ír STÓRBRUNI á Siglufirði. — Tjónið nam hundruðum þús- unda. 10. júlí. „Siglufirði 8. júlí: — Á sjötta tímanum í gær kom upp eldur í húsum H. Söbstads og brunnu til kaldra kola tunnuverksmiðja hans og íbúðarhús á svo sem klukkutíma. Brann þar inni mik ið af veiðarfærum, meðal ann- ars ný herpinót og 150—200 síld- arnet. Ennfremur talsvert af lýsi, kolum og fl.“. ★ GÓÐ LAXVEIÐI var þá í Ell- iðaánum. 10. júlí. „Þeir Kristinn Sveinsson hús- gagnasmiður og Ásgeir Gunn- laugsson kaupmaður veiddu 62 laxa á eina stöng í Elliðaánum í fyrradag. Mun þetta vera hinn mesti fengur, sem nokkurn tíma hefir verið dreginn úr ánum á einum degi á sömu stöngina. — Þeir veiddu alla laxana á flugu“. 90 sterlingspund fyrir hfeegindastól. LONDON: — Nýlega var seldur á uppboði í London hæg indastóll, af venjulegri gerð, fyrir 90 sterlingspund. XJíLueiji ólri^ar: vir ílcKifc x X «**x-:-:-:**:-»*>*x-:-:**:**:* Gleymum ekki hinum sjúku. ÖLL * SJÚKRAHÚS landsins eru fullskipuð sjúklingum. Sjúkl ingarnir eru á öllum aldri, alt frá ungbörnum upp í háöldruð, gamalmenni. Þeir eru misjafn- lega sjúkir. Sumir finna kannske ekkert til, en verða samt að liggja, aðrir eru þjáðir. Þannig er lífið. Það eru ekki allir sólarmegin á þessari jörð. Nú erum við, sem erum frísk, að hugsa um sumarfrí. Erum að út- búa okkur í frí, eða höfum notið þess þegar í hinni indælu veð- urblíðu, sem gengið hefir yfi,- hjá okkur það sem af er sumri. En sjúklingarnir í sjúkrahúsun um eru eins og fangar, geta sig ekki hreyft. Þeir lesa í blöðun- um og heyra í útvarpinu af því, sem er að gerast meðal þeirra, sem hafa fulla heilsu og einvera þeirra og þrautir verða ennþá þyngii, einmitt þessa sólbjörtu sumardaga. Við, sem erum frísk og getum notið gæða lífsins, eigum ekki að pleyma þeim sjúku. Það er hægt að gera svo margt til að gleðja þá. Með heimsóknum, smá gjöfum, blómasendingum eða sendibrjefum. Það þarf ekki nema örlitla hugulsemi og skiln- ing. Spurningar. ÞÚ, SEM LEST þessar línur! Þekkir þú ekki einhvern, sem liggur sjúkur í sjúkrahúsi, eða í heimahúsum? Er ekki langt síðan þú komst í heimsókn, eða sýndir hinum sjúka kunningja eða ættingja einhverja hugul- semi? Ef svo er, þá láttu verða af því nú þegar að bæta fyrir vanræksluna í þeim efnpm. Gleði virtarins sjúka verður margföld, ef hann sjer, að þú manst eftir honum, einmitt nú. Og sjálfur nvtur þú sumargleðinnar í rík- ari mæli á eftir. • Lýsispollurinn. ÞAÐ VAR dálítið hversdags- legt atvik, sem varð til þess, að framanskráðar hugleiðingar komu mjer í huga í gærdag, er sólin fór að skína á ný, eftir væt- una tvo undanfarna daga. Á göt- unni fyrir framan Landakots- spítala hefir fallið lýsisfat, senni lega af vörubíl. Lýsið hefir far- ið niður á gangstjettina. í hitan- um þránar lýsið og megna fýlu leggur af lýsispollinum. Vegfar- endur hafa gengið í lýsispollinn og borið lýsið með sjer yfir nokk uð stórt svæði. Sjúkrahúsglugg- rrnir standa opnir í góða veðr- inu, til þess að sólin og góða loft ið komist inn í sjúkrastofurnar. Jeg var að hugsa um það hirðu- leysi, sem lýsir sjer í því, að mað urinn, sem misti niður lýsisfatið, skuli ekki hafa gert ; einhverjar ráðstafanir til að þurka upp lýs- ispollinn. Og þá kom mjer í hug sjáklingarnir, sem eru bundnir við sóttarsængina í góða veðr- inu. Fn það má segja, að lýsisfatið hafi ekki til einskis farið niður þarna í Túngötunni, ef það gæti crðið til þess, að fleii’i en jeg hugsuðu til hinna sjúku og reyndu að' Ijetta þeim erfiðleika þeirra. 9 Hættulegt kæruleysi. EN ÞAÐ ER á ýmsum svið- um, sem fólk sýnir kæruleysi og hirðuleysi. Jafnvel þegar um er að ræða þess eigið öryggi, líf og limi. í brjefi, sem „Sl.“ skrifar cic^iecýci Íí^inu mjer, bendir hann á eitt atriði, sem getur verið stórhættulegt. Hann segir: „Sá ósiður tíðkast nokkuð hjer í Reykjavík, að unglingar (og jafnvel fullorðnir menn) teygja sig út um opna glugga á strætis- vögnum og öðrum ámóta farar- tækjum. Annarsstaðar í veröld Yr þetta stranglega bannað, enda slafar af þessu mikil slysahætta. Strætisvagnar fara oft svo ná- lægt öðrum farartækjum, síma- staurum, ljósastaurum og öðru þessháttar, að unglingar, sem íeka höfuð eða handleggi út um glugga, geta meiðst hroðalega, eða jafnvel beðið bana af þessu gálausa háttalagi sínu. En hver á að sjá um, að unglingar (eða íuilorðnir) hagi sjer ekki eins og hjer hefir verið lýst? Auðvitað enginn annar en*wagnstjórinn“. Ekki vagnstjórinn. ÞAÐ ER alveg rjett hjá brjef- ritara og jeg er sammála honum í öllu, sem hann segir, nema því, að það sje skylda vagnstjóranna að gæta að því, að fólk hangi ekki út um glugga á almennings- vögnunum. Vagnstjórinn hefir sannarlega nóg að gera að stjórna bílnum og taka á móti fargjaldi. Umferðin er oftast það mikil, að vagnstjórinn hefir ær- inn starfa að hugsa um bílinn, þó að honum sje ekki ætlað að vera með augun úti um allan vagn til þess að gæta þess, að farþegarnir fari sjer ekki að voða, af bláberum asnaskap. Hitt er svo rjett, að menn eiga sjálfir að hafa vit fyrir sjer í þessum efnum, og þegar fullorðn ir verða varir við, að unglingar eru að fara sjer að voða, er ekki nema sjálfsagt að benda þeim á hættuna. Skyldur vagnstjóra. ÞAÐ ERU hinsvegar aðrar skyldur, sem vagnstjórar almenn ingsvagna hafa við farþega sína og vioskiftavini — það eru al- mennar kurteisisskyldur. Það hefir yfirleitt ekki verið kvart- að undan framkomu vagnstjór- anna hjá Strætisvagnafjelagi Reykjavíkur. Flestir þeirra eru lipurmenni, eins og menn í þeirri stöðu þurfa að vera. Það er sennilega líka af þeim ástæðum, sem strætisvagnafar- þegum bregður við, ef þeir mæta ókurteisi af hendi eins ög eins vagnstjóra hjá þessu fjelagi. Ekki er það nein lipurmenska af strætisvagnastjóra að svara fólki út úr. T. d. þegar farþegi spyr: „Hvenær fer þessi vagn?“ „Hann fer á sínum tíma“, svar- ar þá vagnstjórinn. Eða: „Er þetta Njálsgata og Gunnars- braut?“ Og svarið er: „Það stend ur framan á vagninum!" Skyldur farþeganna. EKKI ER það sanngjarnt, að skella allti skuldinni á vagn- stjórana. — Farþegarnir hafa Jíka sínar skyldur gagnvart þeim. Það er vitað, að farþegar í al- menningsvögnum geta verið á- kaflega þreytandi og reynt á þol inmæði vagnstjóranna. Það er hagur almennings, að strætisvagnarnir gangi um bæ- inn og að ferðir þeirra sjeu þann ig, að hægt sje að reiða sig á þær og að farþegunum sje sýnd almenn kurteisi í þessum við- skiftum sem öðrum, og það má ongin ósanngirni koma til greina frá hvorugum aðila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.