Morgunblaðið - 19.07.1944, Page 12

Morgunblaðið - 19.07.1944, Page 12
Miðvikudagnr 19. júlí 19441 12 Kenslubók í íslensku fyrir enskumælandi menn UNDANFARIN 2—3 ár hefir dr. Stefán Einarssón, j)rófessor við John Hopkins háskólann í Baltimore unnið að samningu kenslubókar í íslensku fyrir enskutnælandi menn. Segir Heimskringla í W innepeg frá þessu og ltætir við, að þrjitt fvrir brýna þörf á slíkri bók ha.fi dregist að gefa hana lit. Handritið hafi verið til frá því í júlí í fyrra. En það sje ekki fyrr en nú, að bókin sje komin í prentun og sje bráðlega von á henni á markaðinn. Heimskringla bætir við: Það var American Council of Learned Societies. »sem hvatti til samningar slíkrar bókar. eftir að dr. Stefán Einarsson hafði rætt við þá um það efni. En það er atip- að en gaman að fá fræðibæk- ur gefnar út. Johns Hopkins háskóli hef- ir á margan hátt sýnt Islend- ingum góðhug. Sá skóli mun hafa verið sá fyrsti til að veita íslenskum námsmönnum ókeypis kenslu. Ilann'hefir og komið á fót h.já s.jer íslensku bókasafni og lentu bækur N. Ottensons í það. Segir Thor Thors sendiherra í Washing- ton, er upplýsingar fjekk um útgáfu bókar dr. Stefáns, að dr. Isaiah Bowman, forseti Johns Hopkins , háskóla og st j órn a n d i 1 a ndfræðifjelags Ba ndaríkjanna (American Geographical Society) hafi miklar mætur á íslenskum fræðum og s.je í miklum kunn ingsskap við Vilhjálm Stef- ánsson. Ilann lagði því og gott orð, að safn Ottensons var keypt og fylgdi því á- kveðið að kenslubók dr. Stefáns yrði prentuð. Annar maður er og nefndur, sem mikill Islandsvinur í háskól- anum, en það er dr. Kemp Malone, prófessor. Ilann var urn tíma við nám á Háskóla íslands og hefir ávalt verið unnandi íslenskra fræða. — Hann er vinur og samverka- maður dr. Stefáns Einarsson- ar og studdi óskiftur að út- gá fu kenslubókarinnar. Dýr lífguð, LONDON: — í London var nýlega sýnd stutt, rússnesk kvikmynd, sem sýndi tilraunir rýssneskra vísindamanna við Iífgun dýra. Kvikmynd þessi er ábyggilega einhver hin athygl- isverðasta, sem nokkurn tíma hefir verið gerð. Rússneskir vísindamenn höfðu sett sjer það takmark að geta lífgað dýr, og náð því. A myndinni sjest Iífgaður hundur, sem hafði verið dauður í stundarfjórðung. Súrefnisþrungnu slagæða- blóði var dælt í hundinn, og hjartað fór að slá, en veikt. — Hundurinn var í fyrstu mjög máttfarinn. En sagt er, að hann hafi síðar náð fullri heilsu. — Á myndinni sjást hundar, sem kfað hafa eðlilegu lífi í mörg ár eftir slíka tilraun og átt heilbrigða hvolpa. Snáðisin grælur láiinn vin PILTURINN hjerna á myndinni er sorgbitinn á svipinn. — Bílstjóri í New York ók yfir hundinn hans og drap hann. Pilt- urinn vildi ekki fara frá látna leikfjelaga sínum fyrr en lög- reglan kom og flutti þá báð'a í burtu. 101 nýjum vörubíl heíir verið úthlutað HINGAÐ til lands hafa kom- ið í vor og í sumar 101 nýir vörubílar frá Ameríku. Voru þetta bílar, sem viðskiftaráðið hafði fengið loforð fyrir og áttu að nægja til nauðsynlegrar end urnýjunar á vörubílum lands- manna á síðari helmingi ársins 1943. En bílar þessir komu ekki til landsins fyr en nú fyrir skömmu. Hefir þeim öllum þeg ar verið úthlutað, og er ekki von á fleiri nýjum bílum á þessu ári til landsins, eftir því sem Olafur Jóhannsson í við- i skiftaráðinu skýrði Morgunblað inu frá í gær. Til nauðsynlegra fiutninga. Bílunum hefir verið úthlut- að til sjerleyfishafa fólksflutn- inga, til opinberra stofnana og allmargir verða notaðir til mjólkurflutninga. Hefir verið reynt að úthluta bílunum með tilliti til nauðsynlegra flutn- ingaþarfa landsmanna á ýms- um syiðum. Vörubílarnir hafa komið með tveimur ferðum. í fyrri ferðinni voru 14 smábílar og 15 stærri vörubílar (1% tons). I seinni sendingunni voru 72 vörubílar. Voru flestir þeirra Chevrolet-bílar, lVz tons, 13 Fordbílar og nokkrir smærri vörubílar (Dodge). Fordbílarn ir fara allir til sjerleyfishafa. 5 fólksflutningabílar. Með síðustu skipsferð frá Ameríku komu einnig 5 fólks- flutningabílar. Þeir fara allir til opinberra embættismanna, eða stofnana. Póst- og síma- málastjóri fjekk einn, vitamála stjóri einn, Búnaðarbankinn einn og bifreiðaeftirlitsmaður ríkisins á Akureyri einn. Ein- um bílnum er enn óráðstafað, en Jón Guðmundsson, skrif- stofustjóri í viðskiftaráðuneyt- inu skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, að fimti bíllinn myndi ábyggilega fara til op- inberrar stofnunar, eða emr bættismanns, sem nauðsynlega þyrfti á bílnum að halda. Byggingarfram- kvæmdir í Eyjum Frá frjettaritara vor- um í Vestmannaeyjum: Þriðjúdagskv. 18. júlí: NOKKRAR byggingafram- kvæmdir eru nú lijer á döf_ inni. Verið er m. a. að ljúka við bygingu 10 íbúða í verka- mannabústoðunuru og kostar nú íbúðin, 3 herbergi og eld- hús, auk tveggja herbergja og miðstöðvarherbergis í kjallara 65 til 70 þús. krónur. Bygg- j ingarleyfi hafa nýlega verið ! veitt fyrir um 10 íbúðarhús- um og er byggingarkostnaður þeirra áætlaður um 1 milj. króna. Vinna er þegar hafin við þessara húsa, jafnframt er unnið að því, að fullgera hús, sem byrjað var á í fyrra. Síðustu ár hefir verið bygt hjer allmikið af íbúðarhúsum, þrátt fyrir að íbúfj^fjöldi hafi staðið í stað, og þó er skortur á húsnæði. Sement hefir verið nægi- íegt og nokkrir bátsfarmar verið seidir að Selfossi og annara staða á Suðurlands- undirlendinu, var það flutt um Stokkscyri, og nú í vik- unni var einn skipsfarmur seldur til Hafnarfjarðar. Samkomulag milli Verkamannafjelags- ins og Akureyrar- bæjar Frá frjettaritara vorum. UPPKAST að samningi hafði verið gert fyrir nokkru’ síðan milli Verkamannafjelags Akur eyrarkaupstaðar og Akureyrar bæjar, en bæjarstjórn hafði á fundi sínum hafnað einni grein samningsins og taldi Verka- mannafjelagið þá, að samning- ar væru strandaðir og tilkynti bæjarstjórn með brjefi, að ef ekki yrði gengið að þeirri kröfu, að meðlimir Verka- mannafjelags Akureyrarkaup- staðar og annara þeirra stjett- arfjelaga í bænum, sem eru meðlimir Alþýðusambands ís- lands, og aðrir þeir, er stjórn fjelagsins veitir vinnurjettindi, skuli sitja fyrir þeirra verka- mannavinnu, sem unnin er, enda sjeu þeir hæfir til vinn- unnar að mati, verkstjóra og trúnaðarmanns og sanni rjett- indi sín með fjelagsskírteini, verði vinnustöðvun hafin 19. þ. m. I gærkvöldi mættu fulítrúar frá Verkamannafjelaginu og bæjarstjórn hjá Þorsteini M. Jónssyni sáttasemjara, og varð þar samkomulag með svohljóð- andi viðbót: ,,Þó er bæjarstjórn heimilt að láta ráða utanfjelags menn til bæjarvinnu, ef hann álítur það nauðsynlegt verksins vegna eða fjárhagsástæðna manna. Akvæði þessarar grein- ar gilda ekki gagnvart þeim mönnum, er vinnumiðlunar- skrifstofan úthlutar atvinnu- bótavinnu, sem styrkt er af bæ og ríki samkvæmt lögum um vinnumiðlun“. Tvíhöfðaður hænuungi ÞAÐ SJALDGÆFA fyrir- brigði kom fyr>r í hænsnabúi hjer við bæinn í gærmorgun, að tvíhöfðaður hænuungi kom úr eggi. Unginn var að öðru leyti rjett skapaður. Höfuðin voru gróin saman í miðju. Ung inn hafði fjögur augu og tvö nef. Hann var dauður, er hann var tekinn úr egginu. Það var í hænsnabúi Valgeirs Sveinbjörnssonar að Litla Landi við Breiðholtsveg, sem þetta náttúrufyrirbrigði kom fyrir. Eggið var ásamt öðrum í útungunarvjel og er ungi kom ekki úr egginu^ins og hinum í sömu útungunarvjelinni, á rjettum tíma, braut Valgeir eggið og sá þá vanskapaða ung ann. Valgeir kom með ungann í skrifstofu Morgunblaðsins í igær, en síðan fjekk Finnur Guð mundsson hann fyrir Náttúru- gripasafnið. Finnur skýrði blað inu svo frá, að safnið myndi ekki eiga slíkan vanskapning, en safnið á hinsvegar hænu- unga, sem fæddist með fjóra fætur, og einhverja fleiri van- skapninga. Bát vantar VJELBÁTURINN AUSTRI S.U. 386 frá Eskifirði er ókom- inn að landi, eftir þriggja daga útivist, og eru menn farnir að óttast, að eitthvað muni hafa orðið að bátnum. — Hann fór í róður frá Eskifirði s.l. sunnu- dag, en til hans hefir ekkert spurst síðan. Báturinn er 10 smálestir að stærð. Eigandi er Halldór Árnason, Eskifirði. Karlöfiur væntan- legar í vikunni BÆRINN hefir verið kart- öflulaus síðan um s.l. helgi. Jón ívarsson, forstjóri Græn metisverslunar ríkisins, gaf blaðinu þær upplýsingar í gær, að von væri á sendingu um eða fyrir næstu helgi. Ástæðuna fyrir skorti þess- um taldi forstjórinn vera, að kartöflur þær, er keyptar hefðu verið til landsins og komið hefðu í júnímánuði, hefðu reynst mjög skemdar. Arne Andersson setur heimsemt í einnar mílu hlaupi Málmey í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í KVÖLD setti Arne Anders- son nýtt heimsmet í einnar mílu hlaupi, 4 mín. 1.6 sek. —• Gunder Haegg hljóp vegalengd ina á 4 mín. 2 sek. Báðir hrundu þeir fyrra meti Anders- sons, 4 mín. 2.6 sek. Bandamenn að umkringja Livorno RÓM í gær: HERSVEITIR bandamanna, sem sækja fram á vesturströnd Italíu, hafa nú sótt fram fyrir norðan Livorno og eru komnir að Arno-fljóti um 18 km. fyrir austan Pisa, og eru um 25 km. frá Livomo að austan. Fyrri fregnir hermdu, að Bandaríkja menn væru aðeins um 6 km. frá Livorno að sunnan. Virðast Bandaríkjamenn ætla sjer að umkringja borgina. Er því spáð af hernaðarsjerfræðingum, að ekki líði langt þar til Livorno falli fyrir 5. hernum. Pólverjar nálgast Ancona. Á austurströndinni hafa pólsk ir hermenn brotist í gegnum varnir Þjóðverja og nálgast nú Ancona, en það er ein af aðal- hafnarborgum ítala á austur- ströndinni, og eina góða hafn- arborgin milli Bari og Feneyja. 8. herinn. Breski áttundi herinn, sem berst á miðvígstöðvunum á ít- alíu, og sem tók Arezzo um helg ina, hefir sótt norður fyrir Arno-fljót. Hefir 8. herinn tek ið bæ einn, sem er um 8 kíló- metra nofður af fljótinu og sótt fram 20 km. á öðrum stað fyr- ir norðan Arna. —.Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.