Morgunblaðið - 22.07.1944, Síða 2

Morgunblaðið - 22.07.1944, Síða 2
2 MOt»GCNBLAÐIÐ Lauga'rdagur 22. júlí 1944. Enginn lalsmaður lyrir þýska land- herinn Eftir Guy Bettany, * fyrverandi aðalfrjettarit- ara Reuters í Berlín. ÞAÐ HEFIR vakið at- hygli kunnugra manna, sem fylgst hafa með at- burðunum í Þýskalandi s.L sólarhring, að enginn á- byrgur maður hefir talað til þýska landhersins til að hvetja hann til að sýná Hitler hollustu. Dönitz flotaforingi hjelt ræðu til , áhafna í þýska flotanum og Göring til flugliðsins, en enginn herforingi tal- aði til landhersins. Þó ekki væri annað en þetta atriði, þá sýnir það, að uppreisnin gegn Hitler er víðtæk. Ef Hitler hefði getað fengið herforingja, eins og t. d. von Rund- stedt, eða von Bock, eða Mannstein, til þess að tala fyrir sínu máli, þá hefði máljð litið öðru vísi við, því hvei* sem verið hefði af þessum mönnum hefði getað haft áhrif á þýska landherinn, hvort heldur var Iiðsforingja eða ó- breytta hermenn. Það fer ekki hjá því, að í þessi uppreisn skapi von- leysi hjá þýsku þjóðinni. Þýski herinn er óskabarn , hvers einasta þýsks borg- ara og þegar leiðtogar hersins eru ekki sammála, þá getur enginn áróður frá nasistaleiðtogunum endurreist trú þýsku þjóð arinnar á, að alt sje í lagi. Hornin i Livorno gereyðilögð RÓM í gærkveldi. BANDAMENN hafa tilkynt, að eftir að þeir náðu Livorno á sitt vald hafi komið í ljós, að höfn borgarinnar hafi verið gersamlega eyðílögð. Ekki einn einasti af hinum stóru krönum, sem þar voru, er í notfæru á- standi. Hafnarbakkarnir eru allir sundurtættir og mun taka langan tíma að byggja þá upp a nýju. Ennfremur eru allar birgðageymslur, sem voru við höfnina, algerlega ónýtar. A vesturströnd Ítalíu sækir firnti herinn að borginni Pisa og að Arno-fljótinu. Eru fram- varðársveitir hans þegar komn ar yfír fljótið. Á miðvígstöðv- unum sækir 8. herinn að borg- inni Florence og á Adríahafs- vígstöðvunum eru það Pólverj- ar, sem halda uppi hernaðar- aðgerðum. Hafa þeir unnið nokkuð á. Stóra^ sprengjuflugvjelar, sem hafa aðsetur á Italíu, fóru í dag til árása á iðnaðarhjeruð í Sudetenlöndum Þjóðverja. Voru þær varðar orustuflug- vjelum. Nokkrar þýskar flug- vjelar voru skotnar niður í þeim leiðangri. Ennfremur var ráðíst á járnbrautarbæinn .Mestre, sem er 6 km. vestur af Feneyjum. Pólverjar vilja semja við Rússa London í gærkveldi. ÁREIÐANLEGAR heimildir eru fyrir því, að forsætisráð- herra Pólverja í London, Mi- kolajczyk, er reiðubúinn til að ræða við Stalin marskálk per- sónulega um deilumál Rússa og Pólverja, ef honum gefst færi að fara til Moskva og ræða við marskálkinn. Það er talið líklegt. að um þetta hafi þeir rætt Roosevelt og Mikolajczyk, þegar þeir hitt ust í Washington í fyrra mán- uði. Einnig mun Churchill hafa talað um þetta við Mikolajc- zyk, þegar hann var kominn heim til Englands aftur. Mikolajczyk álítur, og Pól- verjar í London eru honum sammála, að samkomulag með Pólverjum og Rússum verði æ meir aðkallandi, eftir því sem Rússar sækja lengra inn í Pól- land, og að besta leiðin til að komast að þessu samkomulagi sje, að viðræður fari fram með þeim Mikolajczyk og Stalin. Nú er eftir að vita, hvernig valdamenn Rússa taka þessu frumkvæði Mikolajczyk. — Reuter. Demokralaþingið kýs Roosevelt forselaefni / CHICAGO í gær. FLOKKSÞING Demokrata- flokksins, sem haldið er þessa dagana hjer í borginni, hefir kosið Roosevelt forseta sem for- setaefni flokksins við kosning- arnar í haust. Þegar Barkley senator tilkynti þetta á þing- inu, urðu mikil fagnaðarlæti. Barkley sagði í ræðu, sem hann hjelt, „að önnur eins stjórnsemi og Roosevelt hefði sýnt í forsetatíð sinni, hefði ekki þekst í sögu Bandaríkj- anna. Wallace varaforseti ljet svo um mælt um Roosevelt: „Roosevelt er • frjálslyndari en hann hefir nokkru sinni verið. Hugsanir hans eru hrein ar. Hann hugsar hátt og sjer langt“. Allmikil átök eru á þinginu um varaforsetaefnið. Harðastur er bardaginn milli Wallace og Trumans frá Missouri. Stuðn- ingsmenn Wallace telja, að hann muni sigra vegna þess, að fulltrúar á flokksþinginu frá Illinois muni kjósa Scott W. Lucas, í stað þess að kjósa Tru- man og muni atkvæði þannig dreifast Wallace í vil. Stuðn- ingsmenn Wallace segja, að hann eigi vís 400 atkvæði af 580, sem þarf til að ná kosn- ingu. — Reuter. 1.300 fiskibátar Norð- manna í þjónustu Þjóð- verja. / STOKKHÓLMUR: — í síð- asta tölubl. blaðsins „Svenska Vestkystfiskeren“ birtist grein um fiskveiðar Norðmanna á hernámstímunum. Er þar á- ætlað, að um 1.300 fiskibátar Norðmanna sjeu í þjónustu. Þjóðverja. — Uppreiinin gegn Hifler Framh. af 1. síðu. Miskunnarlausar aftök- ur boðaðar. Þýska frjettastofan endurtók í kvöld hótanir Hitlers um, að „hreinsað yrði til í Þýskalandi" sagði frjettastofan, að óhjá- kvæmilegar afleiðingar af hinu mishepnaða banatilræði við foringjann hlytu að verða þær m. a., að hert yrði á stjórn artaumunum og að miskunnar- laust yrði gengið milli bols og höfuðs á morðingjum, skemd- arverkamönnum og uppgjafar- postulum. Það væri sama, hvaða menn þetta væru, eða hvaðan þeir kæmu. Himmler fær ein- ræðisvald. Það er bent á, að Himmler, foringi Gestapo, sem skipaður hefir verið yfirmaður ,,heima- vígstöðvanna“, hafi fengið al- gjört einræðisvald og að hann sje nú raunverulega einvaldur í Þýskalandi. Göring hefir feng ið honum sjerstakar flugsveitir til umráða. Langur undirbúnipgur uppreisnarinnar. í sambandi við uppreisnina gegn Hitler er á það bent, að hún hafi lengi verið í undirbún ingi og að nasistar hljóti að hafa búist við henni. Það fór þegar að brydda á óánægju meðal þýsku herforingjanna eftir innrás bandamanna í Frakkland og sumarsókn Rússa Rundstedt marskálkur, yfir- maður þýska hersins í Frakk- landi, yar settur af þann 6. júlí s.l. Það var vitað, að Rund- stedt var andvígur Hitler og stefnu hans. Skömmu síðar var hershöfðingja Þjóðverja í Belgíu vikið frá. Hitler fór sjálfur til Italíu fyrir nokkrum vikum og vjek þá frá von Mack ensen hershöfðingja, sem beið ósigur á Anzio-vígstöðvunum. Hitler hefir og vikið frá em- bætti fleiri hershöfðingjum upp á síðkastið, sem hann var hræddur um, að væru sjer ekki trúir. — Fall Hillers Framh. af 1. síðu. undirforingjanna og óbreyttu hermannanna í hernum, þá fer ekki hjá því, að uppreisnin hafi bein áhrif á ófriðarrekstur Þýskalands. Það getur því meira en ver- ið, að þetta sjeu úrslitin, eða að minsta kosti upphafið að end- inum og atburðirnir, sem nú hafa gerst, verði Hitler að hernaðarlegu falli. Svíar smíða 45 vjelbáta fyrir íslendinga. STOKKHÓLMUR: — Gauta- borgarfrjettaritari „Svenska Dagbladet“ skýrir frá því, að á næstunni verði nóg að gera í mörgum skipasmíðastöðvum í Svíþjóð við að smíða 45 fiski- báta, sem íslendingar hafa pantað. Af þessum 45 fiskibát- um eru 30 vjelbátar, 80 smá- lestir hver, og 15, 50 smálestir hver. Myndafriettir Blaðamaður losnar úr haldi LARRY ALLEN var ein af kunnustu stríðsfrjettarit- úrum Associated j*ress og fjekk hann Pultizer-verSlaunin 1941 fyrir frjettagreinar sínar frá Jbardögunum í Libýu. En svo fjell hann í hendur ÞjóSverja og ítala við Tobruk í september 1942. Hann gerði tvær tilraunir til að strjúka úr fangabúðum í ítalíu, en þær, mistókust. Nýlega var hann látinn laus í fangaskiftum. Þessi mynd er tekin af Larry; um borð í Gripsholm, sem hann kom með til New York. Veður hamlar hernaðaraðgerðum í Normandíe London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RIGNT HEFIR geysilega á vígstöðvunum fyrir suðaustan Caen, og eru skriðdrekavíg- stöðvarnar orðnar að aur- bleytu, svo að- ekki einungis skriðdrekarnir standa fastir, heldur kemst fótgönguliðið ekkert áfram. Ekki er skýrt frá neinum mikilvægum hernaðar- aðgerðum á vígstöðvunum í dag. Lofthernaður var heldur enginn. Herstjórnartilkynning Eisenhowers. í herstjórnartilkynningu Eis- enhowers í kvöld segir svo: „Hersveitir bandamanna hjeldu í gær áfram sókn sinni fyrir sunnan Saint Andre sur Orne þrátt fyrir harða mót- spyrnu óvinanna, sem snerist upp í gagnsókn við Saint Mart- in de Fontenay. Þessari gagn- sókn, sem gerð var með aðstoð vjelahersveita, var hrundið, og biðu óvinirnir mikið tjón. Hersveitir vorar sóttu einn- ig lítið eitt fram fyrir austan Caumont. Á vesturvígstöðvun- um unnu hersveitir banda- manna dálítið á fyrir norðan Periers og meðfram Periers-- St. Lo veginum fyrir sunnan Remilly sur Lozon. Gagnárás- um Þjóðverja við Raids var hrundið. Slæmt veður torveldaði mjög lofthernað í morgun“. Eins og kunnugt er, vap Patton hershöfðingi sviftur stjórn 7. he'rsins ameríska, eftir að hann hafði barið her- mann einn. Hjer er eftirmaður hans. Heitir sá Alexander Patch. Heppinn loftvarna- maður. LONDON: — Ben Barrie, 49 ára gamall loftvarnamaður í London, getur sannarlega kall- að sig heppinn að vera ekki lið- ið lík. Hann stóð á verði, þeg- ar svifsprengja fjell til jarðar nokkra metra frá honum. Hann ætlaði að þjóta til loftvarna- byrgis — og þrýstingurinn frá sprengingunni var svo mikill, að hann þeyttist beint inn í byrgið. Hann slapp ómeiddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.