Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardag'ur 22. júlí 1944. MORGONBL / 'IÐ 5 — KONAN, SEifl VARÐ 102 ARA „Um hjeraðsbrest ei getur, þótt hrökkvi sprek í tvent, er hríðarbylur geisar, það liggur gleymt og fennt og efns er lítill tregi og eng- in sorg á ferðum, þótt ekkja falii í valinn, með sjötíu ár á herðum“. Þessi vísa koni mjer í hug þegar jeg frjetti lát Þór- kötlu móðursystur minnar fyrir nokkrum dögum. Vísan átti vel við, að því undan- skildu að í stað 70 ár, mátti setja 102 ár, 6 mánuði og 5 daga. Það aldurstakmark ikomast fáir yfir og er því aiig I.jóst að hjer hefir sjaldgæfur atbúrður skeð, sem vert er að hugleiða. Minniiigar löngu lið- inna tíma konia í hug mjer. •leg sá þessa frændkonu mína aðeins einu sinni á æfinni. Það var um aldamótih síð- ustu, að hún kom í heimsókn til systra sinna, að Meira- (xarði í Dýrafirði, þar sem jeg ólst upp. Móðir mín, Sólveig, hafði þá nýverið misst mann sinn. á voveiflegan hátt. — (Hann drukknaði á Dýrafirði 10. okt. ^899 í viðureign við enskan togara, þegar Ilannes Hafstein var sýslumaður ís- firðinga. Sýslumaður, og tveir menn aðrir björguðust ur þess ari viðureign, en 3 di-ukknuðu. — Um þann atburð hefir ver- ið ritað ítarlega í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkr- um árum). Systir hennar kom þá um langan veg, ásamt syni sínum Guðmundi, til þess að votta henni samúð sína og veita aðstoð, ef unt væri. Man jeg að það var móðir minni til mikillar gleði, því ífð frænd- semi var góð með þeim syst- kinum öllum, þótt leiðir skild- ust á bernskualdri. — Þórkatla var um sextugt þegar hún kom að Meira-Gurði. Síðan hefir geymst í hug mjer minn ing um virðulega, roskna konu tæplega meðalháa, en þrek- vaxna og snarlega í hreyf- ingum, andlitið fremur stór- skorið en þó laglegt, hárið dökkt, brúnin nokkuð hvöss en glettni í svipnum. Þegar jeg var að rifja upp ]jau atriði úr æfi hennar, sem mjer og öðrum frændum henn ar og vinum eru kunn, þá þreytist þessi mynd á engan hátt — en skýrist. Jeg vildi gjarnan skrifa lijer nákvæma æfisögu, en til þess brestur mig heimildir. En helstu æfiatriði eru fljótsögð: Þórkatla fæddist að Lamba- vatni á Raúðasandi 27. des. 1841. Poreldar hennar voru þau hjónin Guðríður Torfa- .dóttir og Þórður .Jónsson. — ■Heyrt hefi jeg þá sögu, að 'eftir Móðuhárðindin hafi 3 'stúlkur frá Akureyri lagt af stað í vesturátt að leita sjer bjargar. Ein þeirra dó á leiðinni, en systur tvær kom- ,ust alla leið vestur á Rauða- sand og ílentust þar. Önnur •þeirra var árnrna Þórkötlu. Þórkatla missti föður sinn meðan hún var á bernsku- skeiði og ólst upp hjá móðurbróður sínum, Jóni Torfasyni á Hnjóti, dugnaðar- Minning manni, er þótti einna færastur ‘bjargmaður á sinni tíð. Al- systkini Þórkötlu, sem upp komust, voru Níels og Berg- ljót, en hálfsj'stkini, .Jón, Sól- veig og Sigríður. Voru þau börn Guðríðar og seinni manns þennar, er einnig hjet Þórður. Þórkatla var elst systkinanna, en Sigríður yngst. Foreklrar þeirra voru fátæk og fóru börnin því fljótt að vdnna fyr ir sjer. Vinnan var fyrir öllu á þeim dögum. Móðir mín-fór í vinnumensku 12 ára. ■—- Þórkatla sagðist hafa orðið að bera vatn í fjós 8 ára gömul. Ekki var um neinn bóklegan lærdóm að ræða nema lestur og kverið. Það lærðu börnin út í fjósi og var oft rekið utanundir með bókinni, ef þau kunnu ekki! Þessi systkini voru yfirleitt námfús og greind. Lærðu þau flest að skrifa og reikna, þótt ekki væri það auðvelt. Veit jeg ’fyrir víst, að þær systur, móðir mín og Þórkatla, lærðu að skrifa á snjó og sand, síð- ar kom fjöðurstafur í stað penna og blekið var sót og kálfsblóð! Pappírinn notuð umslög og ómerkilegir brjef- snepplar. Þær lærðu einnig vel að vinna, bæði úti og inni, tó- skap allskonar, vefnað og saumaskap, að þeirra tíðar- hætti. — Þórkatla þótti hin mesta hamhleypa til allrar vinnu úti og* inni, enda eftir- sótt í vistir. Bjargbændum þótti ekki ónýtt að fá hana til að plokka fugl. Ilún hafði leikið sjer að því að plokka 100 á dag. Er mjer sagt að það sje mikið .afrek í þeirri grein. Þórkatla var í vistum á ýmsum stöðurn í sveit sinni öll æskuárin. 1870 var hún á Geirseyri. Þá eignaðist hún son, Söl^-a, með Víglundi Ás- bjarnarsyni. Sölvi er þekktur borgari hjer í bæ. Ekki lágu leiðir þeirra Víglundar og Þór kötlu lengúr saman. Ilann fór til Isafjarðar og kvæntist þar. Þórkatla sá ein um uppeldi Sölva. Nokkrum árum síðar ól hún tvíbura. drengi. Annar dó strax, en hinn lifði rúm 6 ár. Þáu ár vann hún þá fyrir 2 börnum, því að lítinn styrk mun hún hafa haft frá hinum síðari barnsföður sín- um, enda alltof stórlynd til að leita hjálpar. Var það sjald- gæft á þeim árum, að einstæð- ings kvenmaður ætlaði sjer svo mikið verk, en Þórkötlu varð ekki skotaskuld úr því. Hún var afburða dugleg og kjarkmikil. Oftast mun hún hafa veriö í húsmennsku eftir að hún fór ‘að sjá fyrir börnunum. Árin 1880—1882 var hún á Sjöundá, hjá Jóni bónda Ólafssyni, afa Sigurjóns Olafssonar, form. Sjóm.fjel. Það voru hörð ár. Mislingar gengu þá líka og margir dóu. Þá missti Þórkatla yngri son sinn, Guðmud Bjarna. Eftir það fluttist hún til Geirseyrar. Þar giftist hún Þórkötlu Þórðardóttur því oftar sopa. — Geri aðiir betur!. Þórkatla Þórðardóttir er hún var 89 ára. Tómasi Sigmundssyni, gæfum manni og góðum. Bjuggu þau fyrst að llúsum við Bíldudal, en fluttust síðan að-Dufansdal. Þar varð svo heimili Þórkötlu um 30 ára skeið. ★ Þau Tómas eignuðust tvo sonu, Guðmund og Júlíus, mestu efnismenn. Sölvi var alltaf með móður sinni til 16 ára aldurs. Um það bil giftist hún, en Sölvi fór að vinna fyrir sjer hjá öðrnm. En mjög kært var með þeim alla tíð. -Fór hann síðast í fyrra vor að heimsækja móð- ur sína, þá 72 ára gamall. Hann ljet húsfreyju tilkynna komu sína. því að aðrir gátu tæplega látið gfWu konuna heyra til sín. Þegar henni hafði skilist hver kominn var, brá hún fyrir sig glettninni og sagði -. „Æt-lar hann ekki að nenna að koma inn og heilsa mjer!“ Hún þekkti Sölva strax og ljet í Ijósi á- nægju yfir að sjá hann, en um salntal var ekki að ræða. Heyrnin var því nær farin og vitundin mjög sljó orðin. I ágústmánuði 1903 varð Þórkatla fyrir þeirri sorg að missa mann sinn og yngsta soninn, Júlíus, í sjóinn. Var það mikið áfall, en- hún stóðst það eins og hetja. Var sem hún harðnaði við hverja raun. Hún bjó áfram í Dufansdal, með Guðmundi syni síiium, þar til hún var um áttrætt og búnaðist ágætlega. Ná- .grannar hennar þá töldu hana vera karlmannsígildi til verka. Hún keypti j.örðina eftir dauða manns síns, og þóttu það mikil tíðindi á þeim tíma. — Auk .sona sinna ól hún upp sonarson sinn. Kon- ráð, er var a fýrsta ári, þeg- ar Júlíus faðir hans drukn- aði, og frænku sína Krist- rúnu Ólafsdóttur, er giftist Jóni Ilallgrímssyni, leaup- manni á Akranesi. Tvær aðr- ar telpur fóstraði hún nokk- ,ur ár: Kristrúnu og Ragn- hildi, systur Kristrúnar Ól- afsdóttur. Kristrún þessi dó 7 ára gömul og syrgði Þór- katla hana mikið. ★ Laust eftir 1920 giftist Guðmundur. sonur Þórkötlu, og tók við búi í Dufansdal. Þá fluttist gamla konan á Bíldudal og var þar í hús- mensku og vann fyrir sjer. Sjálfstæðisþráin var henni svo í blóð borin, að hún vildi ekki „fara í hornið“, heldur vinna fyrir sjer sjálf, meðan auðið væri. Það gerði hún líka fram að inræðisaldri. Þá fluttist hún til Ivonráðs, son- arsonar síns. er þá var giftur Jónu .Tónsdóttur og búsettúr í Patreksfiröi. Var hún svo hjá þeim hjónum til dauða- dags, 2. þ. m. ITaföi hún leg- ið rúmföst síðustu árin. En fram að þeim tíma haföi heilsan verið svo góð sem frekast getur verið. Hún hafði engan dag legið rúmföst, nema þegar hún ól börn sín. Sjóninni hjelt hún til hins síðasta, en heyrnin löngu bil- uð. Síðustu árin var hún orð- in mikið skar, sem þurfti ná- kvæma hjúkrun og um- hyggju. Naut hún og þess í ríkum mæli hjá sonarsyni sínum og konu hans. Einkum mun húsfreyja hafa unniö ]>ar erfitt starf og á hún miklar þakkir skildar fyrir það kæV leiksverk. Iljer hafa þá verið rakin æfiatriði Þórkötlu og henni lýst að nokkru, en til við- bótar get jeg þess, að hún var jafnan glaðlynd, nokkuð stórlynd og all ráðrík. Fyrir kom, að ekki tjáði á móti henni að mæla og urðu nánustu skyldmenni stund- um fyrir því. Allt uni það var hún þó vinsæl mjög, enda „drengur“ hinn besti, raungóð, gestrisin, hjálpsöm og rausnarleg. Eitt sinn þeg- ar hún var að basla fyrir drengjum sínum, áður en hiin giftist, gaf hún bláfátæku skyldmenni sínu góða flík. 8á greiði þótti viðkomandi per- sónu svo mikilsverður, að hún arfleiddi Þórkötlu mörg um árum síðar. Annáð sinn tók hún fátæka svstur sína, er mist hafði maun sinn. og barn hennar <á heimili sitt tvö ár. ,— Þórkatla var dýravinur mikill og fór því vel með skepnur sínar. Gömul kona. sem var sam- ííðá henni á Hvallátrum í Patreksfirði. sagði nvjer ný-. ’lega s.jaldgæfa sÖgu um þetta efni: Þáð var um vor, að smal- inn á Látrum kom heirn með hálfdauðan ' tvílembing í hrakveðri. Ævin fæddi ekki og lambið var hungrað. Þá var Þórkatla með Guðmund Htla á brjósti. Tók hún þá tvílembinghni og fór að reyna að láta hann sjúga annað brjóstið á móti drengnum. Og það tókst! Lífsþrótturinn var svo mikill í lambinu, að það gat sogið. Krákkarnir horfðu undraudi á. Lambið saug svo að mjólkurfroðan vall út úr munnvikjum þess og það hrest ist á augabragði, enda var gef andinn hin ánægðasta og gaf En það sem fyrst og fremst einkendi Þórkötlu var fram- úrskarandi starfsgleði og þrek. „Hún var fyrst bg fremst vinnunnar manneskja“, sagði Sölvi sonur hennar við mig nýlega — og engin þekti hana betur. Henni slapp aldrei verk úr hendi, meðan máttur ent- isst. Það mun vera fátítt að mönnum endist vinnuþrek fram yfir níræðis aldur. Ung frændkona Þórkötlit heimsótti hana þegar hún var komin nokkuð á tíræðisaldurinn og unga stúlkan undraðisst hv'e hart sú gamla þeytti rokkinn! Og hiin mun hafa prjónað eitthvað eftir að hún lagðist alveg rúmföst og þegar mátt urinn var lítill orðinn, urðtt prjónarnir alt.af að vera þar sem hún sá þá. eða gat grip- ið fljótlega til þeirra, ef þrótt urinn leyfði! Það er til marks um vinnuákafa hennar, að þegfir hún bjó í Dufansdal og þurfti að bregða sjer í kaup- staðinn — Bíldudal — teymdi hún jafnan hest, með sjer, ert gekk prjónandi. — Þegar kunningjar spurðu hana hversvegna hún færi ekki á bak, svaraði hún því til, að þá mundi lítið ganga prjóna- skapurinn, en hinsvegar hafði hún hestinn til þess að þurfa ekki að vaða yfir ár á leið- inni og láta hann bera varn- inginn heim. Ekki hafði hún gefið sjer mikinn tíma til bóklesturs ji. seinni árum. En þegar hún las, var það helst ljett efni og skemtilegt. Þegar henni voru send blöð tók hún „Spegilinn" jafnan fyrst og hló þá hjartanlega. Af því geta menn sj.eð hve satt er að hláturinn lengir lífið og glað- lyndi gefur þrek. Þórkatla þurfti á miklu þreki að halda, því að hún varð að standast marga raun, þó mest væri sú að missa mann og son á sama degi. Mun hún þá, sem íleiri hafa leitað styrks í hljóðri bæn. En hún talaði ekki um tilfinningar sínar nje trúar- líf, Andlegan styrk sótti húu jafnan í sálma Hallgríms Pjet urssonar, er hún dáði mest allra skálda. Um Þórkötiu mátti rneð sanni segja að „þarna var ófalskt íslenskt blóð, orka £ geði og seigar táugar“, eins og Jakob Thorarenseii kveður um vestfirsku sjómennina. ★ Ætti jeg svo að lokum að svara því, sem margir spyrja um, hver væri orsök hins háa aldurs er .kona þessi iiáði, mundi jeg svara, að það væri iðjusemi hennar, vinnr.gleði, glaðlyndi og hófsemi. Húu bragðaði aldrei vín eða tóbak, og drakk ekki eiiiu sinni kaffi, nerna þá mjög ónýtt. Betur væri að þegnar hina unga lýðveklis vors öðluðust sem flestir þessa kosti Þór- kötlu gömlu í Dufansdal. Blessuð sje minning henn- ar. Ingimar Jóhannesson*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.