Morgunblaðið - 22.07.1944, Side 6

Morgunblaðið - 22.07.1944, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. júlí 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. „Hjer skeður aldrei neitt“ , JÁ, það er ekki gaman að vera í henni Reykjavík. Gal- opnir skurðirnir! Göturnar ófærar! Engin ljós! Enginn hiti! Ekkert vatn! Og ekkert gengur með neitt af því, sem gera skal! Kannast menn nokkuð við þennan són? Jú, — margur hefir heyrt þessu líkt; og þess er skemst að minnast, að síðastliðinn vetur var það eitt af „númerunum” í vinsælli „revyu” að draga upp átakanlega mynd af því, hversu alt gengi á afturfótunum hjá blessuðum bænum. Það er dásamlegt, að borgararnir hafi opin augu fyrir því, sem betur má fara í rekstri bæjarfjelagsins og heil- brigð gagnrýni er ekki aðeins góð, heldur að vissu leyti „afl hlutanna”, ef svo mætti segja. En þá kemur einnig hitt til greina, að það gerir heldur engum mein, að þess sje getið, sem gert er, enda visst óheilbrigði, — já, eins- konar óheillavænlegur doði, ef borgarnir hirða ekki að meta að verðleikum aukin þægindi og framfarir bæjar- fjelagsins. ★ Það eru e. t. v. allir búnir að gleyma nú suðinu um skurðina, — bannsetta hitaveituskurðina, — sem ginu þarna svartir og ljótir við bæjarbúum og voru jafnvel svo bölvaðir að gera sjálfum borgurunum ekki hættu- laust að komast heim til sín að nóttu til. Hvað er orðið af skurðunum? Nú hafa menn ekki áhyggjur þeirra vegna lengur, en þar sern þessi ófjeti voru áður, hvíslast nú heita vatnið úr 'iðrum jarðar inn á heimili borgaranna, færandi yl og þægindi, og þeir, sem áður steyptust í skurðina á næturrölti, geta nú þvegið af sjer óhreinindin í glóðvolgri kerlaug, þegar þeir koma seint heim. Þetta er Hitaveitan — einstakt mannvirki um víða veröld! Svo er það rafmagnið! Satt er það, að ljeleg væru ljósin í vetur og verra hitt, að iðnaðinn og fleiri atvinnugreinar vantaði orku. Svaf bæjarstjórnin, — hafði hún gleymt rafmagninu, eða hvað var að ske? Jú, — árið 1921 hafði Elliðaárstöðin byrjað með 1000 kw. orku. Síðan var afl hennar smám saman aukið upp í 3200 kw. Þá hafði Ljósafossstöðin tekið til starfa 1937 og bætt við orkuna 8800 kw. Og loks var verið að ljúka, — og nú er henni lokið, — viðbótarvirkjun við Ljósafoss, sem enn bætti við 5500 kw. orku. Rafmagnsveita Reykja- víkur með Sogsvirkjuninni gefur þá bæjarbúum alls 17500 kw. orku! Aðeins sjálf viðbótarvirkjunin nú. þessi .5500 kw„ er annað mesta rafmagnsvirki, sem gert hefir verið hjer á landi, og er þar aðeins frumvirkjun Ljósafoss stærri. Þegar Akureyri er búin að stækka Laxárvirjun- ina um 2700 kw„ sem nú er unnið að, hefir bærinn alls 4600 kw. orku. Skeiðfossvirkjun þeirra Siglfirðinga er 1600 kw. og afl rafveitunnar á ísafirði verður, eftir ráðr gerða aukningu, 900 kw. Má þá enn minnast þess, að þessi síðasta stórfelda aukning Sogsvirkjunarinnar er fram- kvæmd samtímis Hitaveitunni, sem er slíkur hitagjafi, að samsvarar að minsta kosti 30.000 kw„ ef rafmagn hefði þurft til framleiðslu þeirrar orku. Þessu er svo ekki fyrr lokið en rafmagnsstjóri er kominn á stúfana með áætlanir um gufutúrbínustöð, er framleitt geti 26000 kíló- wött og hægt ætti að vera að koma upp á tveim árum fyrir 15 milj; króna með núverandi verðlagi. Sannarlega er það glæsilegt, þegar þróunin er svo ör, að hvert stór- mannvirkið rekur annað. k Það gerist ýmíslegt fleira hjer í Reykjavík. Það er nú rætt um áburðarvinslu úr sorpi með afgangs raforku,- og nýi bæjarverkfræðingurinn hefir margt á prjónunum í sambandi við stóraukna gatnagerð o. fl. En verið alveg viss! Hvað sem skeður, vérða altaf ýmsir, sem halda áfram að tauta: „Hjer skeður aldrei neitt”. í Morgunblaðinu fyrir 25 árum LANDKÖNNUÐURINN Vil- hjálmur Stefánsson ætlaði að fljúga til Norðurpólsins. 29. júlí. ,,„Lögberg“ skýrir frá því hinn 12. júli, að Vilhjálmur Stefáns- son hafi í hyggju að takast ferð á hendur til norðurheimskauts- ins í flugvjel. Er það mælt, að hann ætli að npta til þess stóra Curtiss-flugvjel, og hafa marga menn með sjer og öll tæki, er þurfa til vísindalegra rann- sókna“. ★ OG HJER er enn kafli úr þing ræðu: 30. júlí. Eins og nú standa sakir, getur tillagan ekki haft neinn kostnað af afleiðingu sinni, þó hún fái að ganga fram ....“. . . ★ ÞA ATTI slökkviliðið að hugsa sjer, að Hótel ísland væri að brenna. 31. júlí. „Slökkviliðsæfing fór fram kl. 11 í gærkveldi. Var vjeldælum tveimur ekið upp að Hótel ís- land og átti slökkviliðið að hugsa sjer, að eldur væri kviknaður í hótelinu. Önnur vjeldælan — sú sem í Aðalstræti var, gekk vel og þeyttust fra henni vatnsgus- urnar í háaloft gegnum tvær slöngur. En sú í Austurstræti var kenjótt mjög og tók smáspretti, en stöðvaðist jafnharðan". Fangarnir fengu kampavín í stað vatns. KANADISKUR flugmaður, sem nauðlenti bak við víglínu Þjóðverja í Normandie, og sem Þjóðverjar' tóku höndum, segir svo frá, að yfirmaður Þjóðverjanna hafi sýnt sjer mikla kurteisi í hvívetna, sem endaði með því, að hann bað Kanadamanninn og fjelaga hans, að taka sig og 60 þýska hermenn, sem hann rjeði yfir til fanga. Þegar kanadisku fangarnir báðu um vatn að drekka, var þeim gefið kampavín. Þegar þýski foringinn þurfti einu sinni að komast fram hjá föngunum, þar sem þeir voru staddir í þröngri skotgröf, sagði hann: „Fyrirgefið bresku hermenn". Miklir bar_ dagar stóðu yfir á þeessum slóðum og alt í eiuu bað þýski foringinn kanadiska flug- manninn að gefa hermönnum bandamanna merki um að Þjóðver i^rnir ætluðu að gef- ast upp, —Reuter. Nýtt sænskt met í svif- flugi. STOKKHÓLMUR: — Karl Erik Oevgard setti nýlega nýtt sænskt met í svifflugi við Aalle verg. Hann var í lofti 21 klst. og 45 mín. Gamla metið var 17 klst. og 2 mín. Á fundi svifflugfjelagsins í Stokkhólmi skýrði Lennart Svedberg verkfræðingur frá því, að fjelagið hefði í hyggju að byggja flugskýli fyrir 58 þús. kr., viðgerðaverkstæði fyr ir 37 þús. og smíðaverkstæði fyrir 38 þús. ksónur. \Jíluerji álripar: %Jr tlciqíeqci Íí^inu f 1 | y 'i <r<' Greiðasala hjer á landi ÞAÐ ER tiltölulega stutt síð- an íslehdingar tóku upp á því að selja beina. Það var óþarfa atvinnugrein hjer áður fyr. Ferðamenn, sem þurftu á gist- ingu og mat að halda, fengu það á sveitabæjum. Greiðasala þekk- ist ekki fyr en landsmenn fara að safnast saman í þorp og bæi. Fyrst í stað eru það einkum Dan ir, búsettir hjer á landi, sem hafa frumkvæðið að því að koma upp gisti- og veitingahúsum, en brátt taka íslendingar þá at- vinnugrein að mestu í sínar hend ur, eins og annað.' Það er sem sagt tiltölulega stutt síðan íslendingar tóku að stunda greiðasölu, sem atvinnu. Það verður heldur ekki annað sagt, en að þroskinn fer eftir aldrinum í þeim efnum, og margt eiga veitingamenn okkar von- andi eftir að læra. e Óboðlegar veitingar og dýrar. FERÐAMENN, sem hafa ver- ið í ferðalögum víða um land, segja, að mjög sje misjafnf að koma á gistihús úti á lgndi. Sum- staðar sje framborinn gersam- lega óboðlegur og óætur matur, En eitt eiga öll veitingahús sam- eiginlegt, hvort sem þau hafa upp á að bjóða góðar veitingar eða ljelegar — það er hámarks- verðið. Það er hvergi klipið af því. Á mörgum veitingastöðum úti á landi fara menn jafngóðir út og þeir komu inn, að öðru jeyti en því, að pyngjan er Ije+tari. Það á að heita, að veitinga- menn sjeu skyldugir að hafa uppi verðskrá yfir veitingar. Þessu er óvíða framfylgt, helst í bæjun- um. Kaffisull og brauð. ALGENGASTI maturinn, sem ferðafólki er boðið upp á í ferða- mannaveitinga'stöðum við þjóð- braut er kaffisull og brauðsneið- ar. Er það mjög undir hælinn lagt, hvernig þetta er framborið, eins og gengur, því ekkert á- kvæði er um það, hvernig mat- urinn á að líta út, heldur er bara sagt, hvað „smurt. brauð“ má kosta. Ferðafólk, sem fór norður í land, kom við í veitingaskála ein um og gat ekki fengið annað en brauð og kaffi. Handa hverjum manni var rúgkökusneið gler- hörð og tvær harðar brauðsneið- ar, með einhverskonar áleggi. Fólkið hafði ekki lyst á góð- gætinu, en vegna þess, að það sá til gesta koma, beið það við borð sitt um stund. Nýju gestirnir komu og fengu samskonar „trakteringar“, og meira að segja — að því er einn maðurinn í fyrri gestahópnum fullyrti, — sömu rúgkökurnar, sem ekki gengu út í fyrra skiftið. • Erfitt að fá heitan mat. SÍÐAN að verðlagsnefnd setti hámarksverð á veitingar, hafa ferðamenn veitt því athygli, að það er svo að segja ómögulegt ai) fá heitan mat á stórum veitinga- húsum úti á landi. Menn hafa komið á staði, þar sem vitað er að nóg er af nýjum laxi og nýju kjöti og falað heitan mat. En það hefir ekki verið hægt að fá hann. Ástæðan er sögð vera sú, að veitingahúsin hafi meira upp úr að selja smurt brauð en heitan mat. fM*MiM«*********M***«*****t**«**«***4**M*M****'M5^MíM«'M5'4»******<***^ i • Lítið um „íslenskan“ mat. ÞAR SEM veitingastaðir eru í sveit, sjest varla hinn gamli, kjarngóði, íslenski matur á borð- um. Er það víst eitt tímanna tákn og ber vitni um verðlags- ákvæðaöld og uppbóta. Reykvíkingur, sem fór í hálfs- mánaðar ferðalag norður í land í sumar og kom í tugi veitinga- staða, gat ekki fengið kkyr á ein- um einasta stað. Sætsúpur og sagógrjónagrautar voru algeng- asta vökvun. Egg fást ekki néma á stöku stað og smjörlíki er al- gengara viðbit,en smjör á greiða sölustöðum. Algengustu rjettir eru niður- suða, bæði kjöt og fiskur. Ný- meti sjest varla. Fáeinar undantekn- ingar. ÞETTA eru lauslegar myndir af ástandinu í greiðasölumálum okkar íslendinga nú, sem menn fá, er þeir eru á ferðalagi um landið. Þess er þó skylt að geta, að til eru nokkrar undantekningar í þessum efnum. Það er að vísu hægt að telja á fingrum sjer þá greiðasölustaði á landinu, þar sem menn fá góðan beina, og þeir eru þektir landshornanna á milli. Hvar er nú íslensk gestrisni? ENGUM LEYNIST, að ís- lenskri gestrisni hefir farið mjög aftur víðast hvar á landinu. Þeg- ar menn ber að garði og þeir biðja um beina í veitingastöðum, sem auglýsa, að þeir taki á móti gestum, er það oft eins og fyrir einhverja náð, að menn fá af- greiðslu, en verst er, að það skuli oft vera bæði lítið og vont, sem þreyttir ferðamenn fá til að seðja hungur sitt. Hjer þarf að bæta mjög um. Það má ekki komast það orð á íslenska veitingamenn, að þeir sjeu ekki starfi sínu vaxnir og aðaltilgangur þeirra með greiða- sölunni sje að hafa sem mest fje út úr ferðamönnum, sem að garði bera. En það mál er efni í nýjar hugleiðingar. Eru þetta þakkirnar? EINKABÍLAEIGENDUR, sem lánuðu . bíla sína endurgjalds- laust við lýðveldiskosningarnar í maí í vor, fengu ákveðin loforð um, að þeiF skyldu fá auka- bensínskamt, sem svaraði því, er þeir eyddu í kosningaaksturinn. Var þetta eltki nema sanngjarnt og rjettmætt. Sjerstök nefnd manna átti að fjalla um, hvað -hver einstakur fengi stóran aukaskamt, eftir því hvað bíll hans var stór, hve lengi hann ók o. s. frv. En aukaskamturinn er ókom- inn ennþá, Vð því er einkabíla- eigendur skýra mjer frá. Hefir ekki fengist svar um það, hve- nær hann komi. Kunnugir menn fullyrða þó, að nóg sje af bensípi í landinu fyrir þessum auka- skamti, enda hafði sú hlið máls,- ins. verið athuguð áður en lof- orðið var gefið. Nú stendur svo á hjá mörgum einkabílaeigendum, sem reiddu sig á aukaskamtinn, að þeir þora ckki að leggja upp í ferðalög, sem þeir höfðu ráðgert, af ótta við. að þeir verði sviknir um aukaskamtinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.