Morgunblaðið - 22.07.1944, Síða 12
12
Laugaídagar 22. júlí 1944.
otgttttblnfttf
SUMARHÖLL PÁFA
Á MYNDINNI sjest sumarhöll páfa, Castle Gandolfo, sem cr skammt fyrir utan
Rómaborg. — Margir ítalskir flóltamenn leituðu þar hælis, þegar barist var á þeim slóðum.
ússar tnka Ostrif
STALIX MARSKÁLKUR tilkynti í dag í sjerstakri dag-
skipan, að Rússar hefðu tekið Ostrov. Ostrov er mjög þýð-
ingarmikil borg, og hafa Þjóðverjar beðið mikinn hnekki
við missi hennar. Ostrov er á aðaljárnbrautarlínunni milli
Leningrad og Dvinsk, sem er um það l)il 30 mílur fyrir sunn-
an Pskov. Einnig er borgin mikilvæg miðstöð járnbraut-
Vainsveilan aukin
- e( hægi er
Skorað á bæiarbúa að
fara suarletra með vatnið.
Á BÆJARRÁÐSFUNDI í gær
kveldi var samþykt að fela
Helga Sigurðssyni verkfræðingi
forstjóra vatns- og hitaveit-
unnar, að athuga möguleika á
því að auka vatnsveitu bæjar-
ins úr Gvendarbrunnum.
Undanfarnar vikur hefir
vatnsskortur verið mjög tilfinn
anlegur í ýmsum hverfum bæj
arins og þessvegna endurtók
bæjarráð í gær fyrri samþykt
sína að banna bæjarbúum að
nota vatn úr vatnsveitu bæj-
arins til þvotta á gluggum, hús
um, bílum og þessháttar og til
vökvunar í görðum. Ef það
sannast, að bæjarbúar nota
vatn á þennan hátt, geta þeir
búist við að vatnsleiðslum til
þeirra verði lokað. Jafnframt
samþykkir bæjarráð eindregin
tilmæli til bæjarbúa að fara
sparlega með vatn við fata-
þvott og annað og láta það ekki
koma fyrir, að sírenslf úr vatns
veitunni eigi sjer stað í húsum
þeirra.
AuScaskamfur
af kaffibæfi
Viðskiftamálaráðuneytið hef-
ir ákveðið, að frá og með 26. þ.
m. sje heimilt að afhenda 2
stk. af kaffibæti gegn afhend-
ingu stofnauka nr. 5; af nú-
gildandi matvælaseðli.
Stofnauki nr. 3; sem gefið var
gildi 16. maí s. 1. fyrir einu stk.
af kaffibæti, fellur úr gildi að
kvöldi þess 31. þ. m. og er því
óheimilt að afgreiða út á hann
cftir þann tíma.
r
(slsndingar í af-
mælisveislu hjá
Andenen Nexö
STOKKHÓLMUR: — Hinn
danski rithöfundur, Martin
Andersen Nexö, hjelt nýlega
upp á 75 ára afmæli sitt í
Stokkhólmi. Meðal gesta voru
ekki einungis margir sænskir
vinir hans, heldur einnig full-
trúar danskra verkamanna,
Fmnar, Norðmenn, íslendingar
og innflytjendur frá Tjekkó-
slóvakíu og Þýskalandi.
—---♦ ♦ ♦
Svíi (ann upp
svifsprengjuna
STOKKHÓLMUR: „Afton-
bladet” hefir skýrt frá því. að
sænski uppfinningamaðurinn
Georg Edward Waseles höf-
uðsmaður; hafi í september
1917 sótt um einkaleyfi á upp-
fmningu, sem í mörgu tilliti
líkist svifsprengju Þjóðverja.
Silkisokkar frá Mönd-
ulveldunum.
LONDON: — Frá því hefir
verið skýrt, að eftir stríð muni
silkisokkar, framleiddirí Þýska
landi, Italíu og Japan, verða
fíuttir til landa bandamanna.
aisamgangna til Kistlands og
Ostrov er hjer um bil 10 míl-
ur fyrir austan landamæri Lit-
hauen og um það bil 25 mílur
fyrir suðaustan landamæri
Eistlands, þar sem þau liggja
næst henni.
Ný sókn Maslennikovs hers-
höfðingja á þessum norðurhluta
vígstöðvanna var fyrst tilkynt
fyrir tveim sólarhringum. Borg
in var svo tekin með kænlegrí
hiiðarsókn.
Klukkan tíu í kvöid mun
töku Ostrov verða fagnað í
Moskva með skotum úr 124 fall
byssum.
Ilerstjórnartilkynningin.
I herstjórnartilkynningu Rússa
í kvöld segir m. a. svo:
Á Kirjálavígstöðvunum fyr-
ir norðan og vestan Suojarvi
hrundu hersveitir vorar sókn
óvinanna og tóku yfir 40 bæi
og þorp.
Hersveitir vorar á Eystra-
saltsvígstöðvunum tóku í dag
borgina Ostrov með kænlegri
hliðarsókn og tóku yfir 150 bæi,
þorp og járnbrautarstöðvar.
Á Brest-Litovsk vígstöðvun-
um sóttu hersveitir vorar fram
og tóku borgirnar Diven og Vo-
lyn og yfir 100 bæi og þorp.
Þjóðverjar innikróaðir
fyrir sunnan Brody.
Fyrir suðvestan Brody unnu
hersveitir vorar að eyðingu inni
króaðra þýskra hersveita og
tóku marga bæi og þorp. Óvin-
irnir biðu mikið tjón á mönn-
um og hergögnum. Yfir 2000
Þjóðverjar voru teknir til
Lithauen.
Við Lvov halda hersveitir
vorar áfram sókn sinni með
góðum árangri. Hafa þær tekið
á þessum slóðum yfir 100 bæi,
þorp og járnbrautarstöðvar.
Ný ferðabók:
„Fjallið Evereif"
ÞESSA DAGANA er að koma
á bókamarkaðinn ný bók; sem
heilir „Fjallið Everesl“ og fjall
ar um leiðangur, sem farinn
var á þetta hæsta fjall í heimi.
Höfundur bókarinnar er bresk-
ur maður Sir Francis Young-
husband, en Skúli Skúlason rit
stjóri Kefir þýtt bókina á ís-
lensku.
Jón Eyþórsson veðurfræðing
ur skrifar framan við bókina
stutta lýsingu á- Himalayafjöll-
um og fylgja þeirri greinargerð
tvær myndir. Líklegt má telja;
að þeim mönnum5 sem gaman
hafa af ferðasögum og frækn-
um afrekum^ þyki fengur í bók
þessari.
(Jtgefandi er Snælandsútgáf-
an.
Svíi endurbætir vjel-
byssnategund.
Sænska herstjórnin hefir
gert það að tillögu sinni, að S.
W. Stenmo verði veitt 3000 kr.
verðlaun fyrir að hafa endur-
bætt vjelbyssnategund. — Hin
nýja vjelbyssnategund, M 42,
er helmingi ljettari en sú
gamla, M 36.
„Friður á jörðu"
fyrsfa „óraloríó"
r
, í NÆSTU VIKU kemur út
mikið og glæsilegt söngrit^ eftir
Björgvin Guðmundsson^ tón-
skáld, á Akureyri. Er það ,,óra-
toríó'^ eða söngdrápa; sem nefn
ist „Friður á jörðu”. Þelta verð
ur fyrsta tónverk sinnar teg-
undar( sem út kemur á íslandi.
Verkið er gert við ljóðaflokk
eftir Guðmund Guðmundsson,
og er útsett fyrir blandaðar
raddir með píanó-undirleik. Er
þefta mikil bók5 176 bls. að
stærð. Myndamótin af nótunum
eru gerð í Englandi og bókin er
prentuð þar.
Fimtarþraut meist
aramótsins
á mánudag
MEISTARAMÓT í. S. I. í
frjálsum íþróttum hefst að
þessu sinni n. k. mánudag. —
Fara þá fram boðhlaupin; 4x100
m. og 4x400 m.
I 4x100 m. boðhlaupi eru
skráðar til kepni 8 sveitir; 4
frá K. R.; 2 frá Ármanni og 2
frá í. R. — í 4x400 m. hlaupi
eru skráðar til kepni 4 sveitir;
2 frá K. R„ ein frá Ármanni og
ein frá í. R.
Næsti liður meistaramótsins
verður svo fimtarbraut. Fer sú
kepni fram 3. ágúst. Aðalhluli
meistaramótsins fer svo fram
12. og 13. ágúst; en mótinu
lýkur ekki fyr en 22. ágúst. en
dagana 21. og 22. ágúst fer tug-j
þrautarkepnin fram.
Glímufjelagið Ármann sjer
að þessu sinni um meistaramót-
ið.
Síðasta tækifæri að
sjá sögusýninguna
SÖGUSÝNINGIN í Menta-
skólanum hefir nú staðið í rúm
an mánuð. Var sýningin opnuð
20. f. m. — Alls hafa sjeð sýn-
inguna rúm 9000 manns.
Nú er ákveðið að sýningin
verði aðeins opin í tvo daga
enn, í dag og á morgun. Báða
þessa daga verður hún opin frá
kl. 1 e. h. til kl. 10 e. h.
Þar sem ekkert er vitað um,
hvort hægt verður að taka sýn-
inguna upp aftur, er nú síð-
asta tækifæri fyrir þá, sem
ekki hafa sjeð þessa stórmerki
legu sýningu, að gera það nú
þegar. — Enginn, sem unnir
menningarsögu landsins, getur
gengið fram hjá þessari sýningu
án þess að skoða hana, og gera
það vel.
Haegg seiur heims-
met í tveggja
mílna hlaupi
SÆNSKI hlauparinn Gunder
Hágg hefir sett enn eitt heims-
met. — Að þessu sinni var það
í tveggja enskra mílna hlaupi.
Hljóp hann vegalengdina á
8:46;4 mín. Fyrra metið átti
hann sjálfur,
'♦ ♦ ' ■■
Kluge segir ait
rólegt heimafyrir
London i gærkveldi.
Gúnther Weber, frjettaritari
þýsku frjettastofunnar, skýrði
frá því í þýska útvarpinu í
kvöld, að von Klúge marskálk-
ur, yfirmaður þýska hersins í
Frakklandi, hafi í dag gefið út
dagskipan til hermanna sinna,
sem var' á þessa leið:
„Alt er rólegt á heimavíg-
stöðvunum. Við hermenn höf-
um heyrt um samsærið og er-
um höggdofa af undrun og
reiði. Hvað okkur skiftir, er
ekki um að ræða neina endur-
tekningu á atburðunum 1918,
nje atburðunum í Italíu“.
„Það er aðeins eitt kjörorð
okkar hjer á vesturvígstöðv-
unum:
„Að vinna sigur yfir óvinun-
um og vera ákveðnir í trausti
á foringjanna. Lengi lifi foring
inn. Lengi lifi Þýskaland“.
Bandaríkjamenn
ganga á land á
Guam-ey
Washington í gærkveldi.
BANDARÍKJAMENN gengu
í dag á land á Guam-ey í Mar-
iane-eyjaklasanum í Kyrra-
hafi. Er opinberlega tilkynt, að
*þeir hafi náð fótfestu á eynni
og að varnir Japana hafi verið
í meðallagi sterkar.
Guam-ey er um 1200 mílur
frá meginlandi Japan og er
fyrsta ameríska landsvæðið,
sem Bandaríkjamenn ná aftur
úr höndum Japana.
Flugher Bandaríkjanna hafði
gert árásir á eyna í tvær vik-
ur áður ,en herinn gekk þar á
land. Flotinn aðstoðaði við land,
gönguna. — Reuter.