Morgunblaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 2
2 MOi*ÖDNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. júlí 1944 Vinnuheimili berklosjúkiingn kostnr 4 millj. krónu VINNA við Vinnuheimili Sambands ísl. berklasjúklinga hófst í byrjun þessa mánaðar. Byggingarnefnd S. í. B. S. bauð blaðamönnum að skoða land það, er heimilið á að rísa upp í, í gær. Svo sem kunnugt er keypti S.Í.B.S. spildu af landi Reykja í Mosfellssveit s.l. vetur. Ligg- uj: það milli Skammadalslækj- ar og Varmár og er það mjög beppilegt í alla staði. Oddur Olafsson berklalækn- ir, sem er formaður byggingar- nefndar, hafði orð fyrir nefnd- inni. Skýrði hann í stuttu máli frá gangi þessa merka máls alt frá því, að á þingi Sambands ísl. berklasjúklinga 1940, er -iamþykt var að einbeita kröft- tim sambandsins - að stofnun Vinnuheimilisins. I sjóði voru þá 5000 krónur, og var jafn- framt ákveðið að leita til allra landsmanna um fjárhagslegan stuðning við stofnun þess. „ A miðju ári 1944 voru í bygg ingarsjóði um 900 þús. krónur, og vil jeg nota tækifæriS, sagði læknirinn, og þakka öllum þeim, er á einn eða annan hátt hafa lagt af mörkum. — En kostnaður við að fullgera Vinnu h.eimiiið mun verða því sem næst áætlaður 4 milj. kr. Etns og skipulagsuppdrátt- urinn ber með sjer, á að rísa Vinna hafin við byggingu þess erfitt er að fá múrara, hefir vinna við að hlaða upp húsin ekki getað hafist. Nú vinna 16 úrvals menn undir ágætri stjórn Þorláks O- feigssonar 48 tíma í dagvinnu og 10 stundir í eftirvinnu á viku, og hefir þeim orði mik- ið ágengt á þessum stutta tíma. íbúðarhúsinu eru ætluð fjór- upp mikið þorp, 25 íbúðarhús, um mönnum að búa í, og verða 6 vinnuskálar og loks verður . þau búin'nýtísku þægindum. aðjlbygging. Þá verða og gróð- J Eins og uppdráttur af húsinu urhús, leikvellir, og loks er fyr ber með sjer, eru f jögur íbúðar- irhugað, að þar verði bygð sund laug, sem reyndar sjest ekki á uppdrættinum. I aðalhúsinu, sem ekki er enn búið að gera uppdrátt að, er fyrirhugað að verði: íbúðir fyr ir -starfsfólk, röntgendeild og lækningastofa, samkomusalur, borðsalur fyrir um 100 til 150 manns, og þá eldhús, sem bú- ið skal öllum nýtísku þægind- um, tvær dagstofur, tvær les- stofur, tvær vinnustofur, og mun ætlunin, að þær sjeu fyr- ir þá vistmenn, sem erfitt eiga um hreyfingu. Ut frá aðalbyggingunni koma svo vinnuskálarnir. Einn alls- herjar gangur liggur um alla skálana, og þurfa því vistmenn ekki að fara út úr heitu húsi, þegar kuldar eru, til þess að kornast á vinnustað. í haust er ákveðið, að 10 íbúðarhús verði komin undir þak, ef ekkert óvænt kemur fyr ir, en þegar er búið að steypa 3 grunna. En sakir þess, hversu herbergi í húsinu. Tvö herbergj anna eru ætluð einum að búa í og eitt tveim. Þá er loks dag- stofa. Herbergin eru reyndar ekki mjög stór, en það bætir dagstof an upp. Þá er og gert ráð fyr- ir eldunarplássi, geymslu og baði. Verkfræðingarnir Gunnlaug- ur Habdórsson og Bárður ís- leifsson hafa gert uppdrættfna og leyst það verk mjög vel af hendi. Ætlunin er, að strax og hús- in eru orðin íbúðarhæf, verði sameiginlegt eldhús, dagstofa, borðsalur og vinnustofa í bráða birgðahúsi, en vinnuvjelar fyr- ir ljettan iðnað eru komnar eða á leiðinni til landsins, fyrir trje smíði, saumaskap og járnsmíði Öllum er Ijóst, að hjer er um að ræða eitt af mestu framfara málum á sviði heilbrigðis- og menningarmála. Hjer þarf hver einasti Islendingur að hjálpa til, svo að Vinnuheimili Sam- Skipulagsuppdráttur S. I. B. S. bands ísl. berklasjúklinga geti orðið sem allra best úr garði gert. Og treystir því S.Í.B.S. á alla þjóðina að styrkja starf- semi þess í þessu máli. Fjölsótt lýðveldishá- tíð Vestur-Barð- strendinga í gær Frá frjettaritara vorum. SÍÐASTLIÐINN sunnudag var haldin lýðveldishátíð fyrir Vest ur Barðastrandarsýslu að Sveinseyri í Tálknafirði. Há- tíðin hófst um hádegi með skrúðgöngu frá Sandodda að ræðupalli. Þar fluttu eftirtaldir menn ávörp og ræður: Guðmundur Jónsson^ Sveinseyri, sjera Ein- ar Sturlaugsson; Jóhann Skafta son sýslumaður, Jónas Magnús son skólastjóri. Milli ræðanna söng 50 manna blandaður kór frá Palreksfirði undir stjórn Jónasar Magnússonar skóla- stjóra. Þá hófst sundsýning sund- nema; sem höfðu lokið sund- prófi daginn áður; eftir fjögra vikna nám? undir stjórn Magn- úsar Guðmundssonar sundkenn ara. Keppt var í handknattleik kvenna og frjálsum íþróttum og að lokum var dansað. Veður var hið besta. og munu 600—700 mann hafa sótt há- tíðýra. Grunnmynd af íbúðarhúsi vinnuheimilis S.Í.B.S. Miljón rottur drepnar í London. LONDON: — Nálega miljón rottur hafa verið drepnar í skolpræsum í London. Herferð- in gegn rottunum hófst í des- ember s.l. ár, og unnu að henni 1500 menn.Herferðinni var hag að þannig: í fjóra daga var á hverjum stað í skolpræsunum komið fyrir ýmsum uppáhalds- mat rottnanna, svo sem pyls- um og brauðmolum. Fimta daginn streymdu rotturnar til veislunnar, en þá var maturinn eitraður. Alitið er, að með þessu móti hafi hjer um bil all- ar rottur í 3.500 mílna löíigum skolpræsum Lundúnaborgar verið drepnar. Uppástunga, að Danir fái Sljesvík- Holstein Frá danska blaðafulltrúanum. í BRESKA ÞINGINU vakti liðsforingi einn í flotanum máls á því nýlega, að Danir ættu skilið að fá Sljesvík-Holstein eflir styrjöldina, að launum fyr ir frækilega andstöðu gegn Nasistum. Gerði ræðumaður fyr irspurn um þetta mál til aðstoð- arutanríkismálaráðherra. sem þar var viðstaddur. Hann svar- aði því, að of snemt væri að lala um ráðstafanir á þýskum landsvæðum. Það er ekkert undarlegt þó slík rödd komi fram frá breska flotanunij því Bretar hafa altaf verið því mótfallnir; að Helgo- landsflói gæti orðið bækistöð fyrir flotaveldi á meginlandinu. Annað mál er það, að Danir liafa allt frá 1864 haft þá stefnu að vilja ekki yfirráð yfir öðrum landsvæðum en þar sem íbúar væru danskir. Á hinn bóginn geta Danir ekki annað en glaðst yfir því; að í breska þinginu komi fram raddir um að danslca þjóðin sje verðug launa fyrir frammistöðu sína. K. R. meisfari í boð- hlaupunum BOÐHLAUP Meistaramóts Í..S. í. fóru fram á íþróttavell- inum í gærkveldi. Var það 4x100 m. og 4x400 m. Úrslit urðu þessi: 4x100 m.: 1. A-sveit K. R. 45.7 sek. 2. Sveit í. R. 45.8 sek. 3. A-sveit Ármanns 48.0 sek. Tslandsmeistararnir eru þess- ir: Jóhann Bernhard, Brynjólf- ur Ingólfsson, Hjálmar Kjart- ansson og Sveinn Ingvarsson. 4x400 m.: 1. Sveit K. R. 3:38,8 mín. 2. Sveit í. R. 3:42,4 mín. 3. Sveit Ármanns 3:43,8 mín. íslandsmeistarar eru þessir: Jóhann Bernhard, Páll Hall- dórsson, Svavar Pálsson og Brynjólfur Ingólfsson. Kappreiðar hesta- mannafjelagsins á Akureyri Akureyri í gær 24. júli • Frá frjettaritára vorui»| Á SUNNUD AG1NN efncli Hestamannafjelagið Ljettir » Akureyri til kappreiða á skeið velli sínum í Stekkjarhólma' Á mótinu kepptu 10 hestai’ í 300 metra hlaupi, 5 úr Eyja- fjarðarsýslu, 2 úr Húnavatns- sýslu, 2 úr Skagafjarðarsýslú .og 1 íir Borgarfjarðarsýslu. 1' verðlaun hlaut Ilaúkur, skag' firskur, eigandi Gunnbjörn Arnljótsson, Akureyri, 2. verð laun Fálki, eigandi Jón Krist- insson, Möðrufelli, 3. verðlaun Litli Rauður, borgfirskur, eig" ancli frú María Ragnars. í 250 metra hlaupi kepptú 7 hestar úr Eyjafjarðarsýslu' og Ilúnavatnssýslum. Illut- skavsastur varð Bóatýr, eig- ancli Gunnbjörn ArnljótssoiP Annar Sjúss, eyfirskur, eig- andi Tómas Jónsson. Ilafði hann sama tíma, en var Þ° sjónarmun á eftir Bótý. ÞriðjU' verðlaun hlaut Þytur, eyfirsk- ur, eigandi Sigurður Jónson, Torfafelli. Sigurður Jónsson, Akur- eyri, sat báða hestana, se® fyrstu verðlaun hlutu. Mótið sóttu um 700 manns* Veður var ágætt. — Hiller Framh. af bls. 1. ráðinu og Korten, formaðuí herforingjaráðs þýska flug- liðsins. Það var hann, sein skipulagði loftárásina á Coven ti'y og síðar loftárásirnar a London 1941. ^ Hitler missti buxur.nar sínaf Frjettaritarar hlutlausra þjóðu í Berlín hafa nú fengið að símu blöðum sínum nánari atvik að því, er banatilræðið var geB við Hitler. Er vitanlega ekki hægt að segja með neinni vissn> hvort rjett er hermt. En Þeir segja svo frá: Sprengingin varð í skrifstofn Hitlers. Hafði sprengjunni ver- ið komið fyrir undir skjal3' möppu á skrifborði Hitlers. Um meiðsli Hitlers er sagt- að hann hafi særst á handleg£ og hárið í hnakka hans hafJ sviðnað. Loftþrýstingurinn af sprengingunni svifti Hitler bu* unnm, segja frjettaritararnir- Ný fyrirmæli væntanleg. Þýska frjettastofan skýrir frá því í k*völd, að margt bendi til þess, að þýska stjórnin muní gefa út ýms ný fyrirmæli- Ei skýrt frá grein, sem Sundei- mann, aðstoðar-blaðafulltrúj þýsku stjórnarinnar skrifar 1 Völkischer Beobachter í dag- Þar segir hann, að þýska þjóð- in sje reiðubúin að fórna sínum síðustu kröftum í baráttunni- Einkunnarorð þýsku þjóðarinn ar sjeu nú: Það verður að geia alt til að vinna að sigri- Aú- sem ekki miðar að því, verður að víkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.