Morgunblaðið - 04.08.1944, Síða 11
Föstudagur 4. ágúst 1944.
MÖF. GUNBLAÐIS
11
Fjelagslíf
^ ÆFINGAR 1 KVÖLD
) Á Iþróttavellinum:
G £1. 7,30 Frjálsíþróttir.
Á Iv.R.-túninu:
Kl. 8 Knattspyrna 3. fl.
Stjórn K.R.
Sumarbústað og
bifreið í einum
drætti
ÁRMENNINGAR!
Stúlkur — Piltar!
Sjálfboðavinna í
Jósefsdal n. k. helgi.
Urinið laugardag, sunnudag1
og mánudag. Farið laugardag
kl. 2 og kl. 8. Uppl. síma 3339'
kl. 7—8 í kvöld.
FARFUGLAR!
Farin verður gönguferð um
Brúarárskörð um helgina.
Ekið verður að Úthlíð í Bisk-
upstungum á laugardag, geng-
ið upp í Brúarásskörð og
gist þar í tjöldum. Á sunnu-
dag og mánudag verður svo
gengið að fjallabaki yfir að
ITofmannaflöt og ekið þaðan
í bæinn. Þeir sem ætla að taka
þátt í þessari ferð hringi í
síma 4789 kl. 5—6 í dag, þar
sem gefnar verða allar frek-
ari upplýsingar.
I >♦♦♦♦♦»♦« >m ♦
I.O. G.T.
Þingstúka Reykjavíkur.
Skemtiför
Templarar til Isafjarðar.
Búrtför m.s. Esju ákveðin
kl, 7 e. li. annað kvöld (laug-
ardag).
Vinna
HREINGERNINGAR
Auk venjulegra hreingern-
inga tökurn við að okkur
hreinsun ST miðstöðvarher-
bergjum o. fl.
Magnús Guðmundsson
Jón og Guðni. Sími 4967.
2 STÚLKUR
vantar á myndarlegt sveitar-
heimili. Uppl. á Vinniuniðl-
,unarskrifstofunni, sími 1327.
Útvarpsviðgerðarstofa
mín er nú á Klapparstíg
16 (sími 2799). — Ottó B.
Amar, útvarpsvirkjameistari.
Kaup-Sala
KVENREIÐHJÓL
til sölu. Upplýsingar í síma
1707. milli 3—5 í dag.
MINNIN G ARSP J ÖLD
Barnaspítalasjóðs Hringsins
fást í verslun frú Ágústu
Svendsen.
MINNIN GARSP JÖLD
Frjálslynda safnaðarins fást
-'hjá prestskonu safnaðarihs á
Kjartansgötu 4, Ástu Guð-
jórtsdóttur, Suðurgötu 35, Guð
nýju Vilhjálms, Lokastíg 7,
(Rfaríu Maack, Þingholtsstræti
I- 25, Versl. Gimli Laugaveg 1
P,ókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar og Sólmundi Ein-
arssyni Vitastíg 10.
Ef Loftur jeretur það ekki
— bá hver? j*
BEST AÐ AUGLÝSA 1
MORGUNBLAÐINU.
Dregið verður 15. ágúst.
SUMARBÚSTAÐUR Frjáls
lyndasafnaðarins er nú full-
smíðaður og verður dregið um
hann og bifreið í happdrætti
safnaðarins, 15. ágúst n. k.
Sala happdrættismiða hófst
í maímánuði. Ágóðinn rennur
í kirkjubyggingarsjóð safn-
aðarins, en í honum voru um
það bil 130 þús. krónur er
sala þeirra hófst.
Blaðamönum var í gær boð-
Íð að sjá bústaðinn, þar sem
hann stendur í sunnanverðu
Vatnsendalandi, skamt frá>
„Símamannabústaðnum' ‘. —
Ilúsið stendur á skemtilegum1
stað og er í allaStaði hið prýði
legasta hús, enda hefir ekkert1
verið til þess sparað. — Bú-
staðurinn er tvö herbergi og
eldhús, forstofa og mjög góð
geymsla, með hyllum, en í
eldhúsinu eru skápar- og mið-
stöðvareldavjel.
Stærð herbergjanna tveggja
er hið sama, eða 380x360,
•eldhúsið er einnig mjög þægi-
leg stærð 230x190 og loks er
geymslan 260x70 cm. Bústað-
urinn lilaðinn úr 4” steini'
(massift), einangrun er tvö-
föld grind með pappa á'rrtilli,
á það er svo klætt trjetex.
Öll eru herbergin veggfóðruð
Ijósum lit. Frágangur á gólfi
er mjög góður, eru þau ein-
angruð með rauðamel og
þjettiefni, steypt og og dúk-
lögð. Húsið er með rauðmál-
uðu varmaþaki, einnig eru
gluggar allir málaðir í sama
lit, en húsið sjálft er skeljað
að utan.
Það má geta þess að hús,
af mjög líkri gerð var selt,
nú fyrir skömmu síðan fyrir
50—60 þús. krónur, en það’
stóð nokkru nær borginni.
Byggirigu hússins hefir
annast Halldór Björnsson,
múraram. ITáteigsveg 24.
Eins og fyr getur stendur
húsið í mjög gróðursælu landi,
en húsinu fylgir 3000 ferm.
land og eru ræktunar mögu-
leikar þar taldir góðir. Ut-
sýni yfir vatnið er mjög gott,
og annað sem er mikið atriði,
að þrátt fyrir að hús sjeu
bygð þarna á næstu grösum,
verður útsýnið ekki byrgt.
Bifreiðin er Adler gerð,
rúmar fimm mans, með bif-
reiðarstjóra. Er hún með út-
varpi og hitara, en hennii
fylgir og mikið af varahlut-
um og þrátt fyrir hjólbarða
eklu sem nú er, fylgir henni
mikið af hjólbörðum.
Svifsprengja fellur á
háskóla.
London: Tíu mínútum eftir
að 80 stúdentar við Dulwich-
háskóla voru komnir niður í
loftvarnaskýli sitt, fjell svif-
sprengja á skólann og gjöreyði
lagði aðra álmu byggingaýnn-
ar, en enginn maður beið tjón
við sprengingu þessa. Kenslu
hefir verið hætt um tíma í skól
anum, en prófum verður lokið.
Verkalýðsfjelög
segja ypp samn-
ingum
IÍNN hafa tvö verkalýðsfje-
lög sagt upp samningum við at-
vinnurekendur. Eru það Sveina
fjelag skipasmiða hjer í bæn-
um og Verkalýðsfjelag Akra-
ness. Eru samningar skipasmið
anna útrunnir 1. næsta mánað-
ar, en Akurnesinganna þann 5.
I verkamannafjel. Hlíf í
Hafnarfirði stendur nú yfir at-
kvæðagreiðsla um það, hvort
fjelagið eigi að segja upp samn
ingum sínum við atvinnurek-
endur, en atkvæðagreiðslu þess
ari er ekki enn lokið.
Ekkert er enn vitað um það,
hverng stendur í verkfalli Iðju,
eða hvort líkur eru fyrir því að
samningar takist þar.
Aukinn fiskútflutningur
frá Kanada til Bretlands
LONDON: — Lúðuútflutn-
ingur frá Kanada til Bretlands
mun á þessu ári verða um
1.000- smálestum meiri en í
fyrra. Einnig mun á þessu ári
verða flutt út til Bretlands
meira af öorum fisktegundum
en í fyrra, og einnig verður
reynt að sjá íbúunum á þeim
svæðum, sem Bandamenn hafa
tekið úr höndum Þjóðverja,
fyrir fiski.
2b,
ag
lóte
kl.
Krossviður og
þakpappi
fyrirliggjandi.
*
Tinarsson a Iuiit
ÍBÚÐASKIFTI
Ilefi 3 herbergi og eldhús með öllum þægindum við eina
af aðalgötum bæjarins. Tvær góðar, stofur móti suðri, en
þriðja herbergið er helst til lítið þar, sem tvö ungbörn eru.
Vil þess vegna skifta á 3—4 herberg.jum og eldhúsi, með öll-
um þægindum, hvar sem er í Reykjavík, nema Seltjarnarnesi,
Skerjafirði og Kleppsholti. Ibúðin er í fyrsta flokks ásig-
komulagi að öllu leyti. Þeir, sem vilja sinna þessu, sendi. til-
boð til afgr. Morgunblaðsins fyrir mánudagskvöld, mei’kt
„Vil skifta á íbúð“.
217. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 5.00.
Síðdegisflæði kl. 17.20.
Ljósatítni ökutækja frá
23.10 til kl. 3.55.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni.
Næturakstur annast Bs. Hreyf
ill, sími 1633.
I. O. O. F. 1 = 12684814 = 9. O.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Her-
dís Jónsdóttir, Meðalholti 9 og
Haraldur Árnason, Túngötu 33.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú
Hulda Hákanson og Jóhannes
Guðmundsson.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
á Austurvelli í kvöld kl. 9. —
Stjórnandi Albert Klahn.
Hestamannafjelagið Fákur
mun, ef næg þátttaka fæst, efna
til kappreiða á skeiðvelli sínum
við Elliðaár 20. ágúst og ber að
tilkynna, einhverjum innan
stjórnarinnar fyrir 12. ágúst,
þátttöku.
ÚTVARPIÐ í DAG:
8,30 Morgunfrjettir.
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Harmóníku-
lög.
20.00 Frjettir.
20.3Ö Erindi: Um Dante I. (Þór-
hallur Þorgilsson magister).
21.55 Píanókvartett útvarpsins:
Píanókvartett í Es-dúr efttir
Mozart.
21.10 íþróttaþáttur.
21.30 Hljómplötur: Sönglög eftir
Schumann.
21.50 Frjettir.
22.00 Symfóníutónleikar (plöt-
ur): a) Píanókonsert nr. 3 eft-
ir Beethoven. b) Symfónía nr.
8 eftir sama höfund.
23.00 Dagskrárlok.
Skrifstofuhúsgögn óskast
ný eða notuð
2 skrifborð, 2 stólar 1 stálskápur 1 peningaskápur,^
eldtraustur. Tilböð sendist afgr. blaðsins merkt
„Skrifstofuhúsgögn11.
Best ú auglýsa í Morgunblaðinu
Gleymið ekki
að taka með yður
| í sveitina. Borðið meiri Tómata á meðan þeir
eru á lága verðinu.
Þökkum hjartanlega atiSsýnda vináttu og hlut-
tekningu við andlát og jarðarför
ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR
Systkini og frændfólk.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlut-
tekningu við andlát og jarðarför mannsins míns og
föður okkar,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
Herdís Jónsdóttir og börn,
Öldugötu 11, Hafnarfirði.
Hugheilar þakkir vil jeg færa þeim er vottuðu
samúð sína og virðingu við andlát og jaðarför
PÁLÍNU M. JÓNSDÓTTUR
Hverfisgötu 89.
Fyrir mína hönd og annara aðstandenda.
Kristjana Norðdahl.