Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 2
s MORGUNBLAÐIÐ Laugardag'ur 2. sept. 1944, 512 hús byggð í Reykja vík s.l. 2 ár íbúðum fjölgar um 715 á sama tíma September- motið hefst á morgun SEPTEMBERMÓTIÐ hefst á íþróttavellinum á morgun kl. 2 e. þ. Verður þar keppt í 8 í- þróttagreinum, en það eru 80 m hlaup kvenna, 200, 800 og 3000 m hlaup, hástökk, langstökk, spjólkast og kringlukast. Kepp- endur eru 47 frá fimm íþrótta- fjelögum, Ármanni, ÍR, KR, FH og Akranesi. í 80 m hlaupi kvenna eru 11 keppendur, þar á meðal þrjár stúlkur frá Akranesi, sem geta orðið Reykjavíkurstúlkunum erfiðar. Jafnvel er talið líklegt að Hallbera Leósdóttir frá Akra nesi hnekkir núverandi íslands meti á þessari vegalengd, Keppendur í 200 m hlaupi eru 7, þar á meðal Í.R.-ingarnir Finnbjörn Þorvaldsson og Kjartan Jóhannsson, Árni Kjarta.nsson Á, og -Jóhann Bern hard KR. í 800 m hlaupi eru 5 kepp- endur. Þar eigast m. a. við Kjartan Jóhannsson, ÍR. Brynj ólfur Ingólfsson, KR og Hörð- ur Hafliðason, Á. í 3000 m hlaupi eru 6 kepp- endur, þar á meðal Óskar Jóns- son, ÍR, Ármenningarnir Sigur geir Ársælsson og Gunnar Gísla son og KR-ingarnir Indriði Jónsson og Haraldur Björns- son. Fimm keppendur eru í há- stökki. Þeir eru Hafnfirðing- arnir Oliver Steinn og Árni Gunnlaugsson, Jón Ólafsson U f A og KR-ingarnir Jón Hjart- ar og Brynjólfur Jónsson. Met- hafinn Skúli Guðmundsson get- ur því miður ekki tekið þátt í keppninni. í langstökki eru 6 keppend- ur. Það eru methafinn Oliver Steinn, Magnús Baldvinssorh ÍR Þcrkell Jóhannesson, FH, Brynj ólfur Jónsson. KR og Ármenn- íngarnir Oddur Helgason og Árni Kjartansson. Það er nauð synlegt að langstökkskeppnin verði höfð á undan hástökkinu svo að Oliver geti óþreyttur glímt við met sitt. Sjö keppendur eru í spjót- kasti. Þar á meðal Jón Hjart- ar. KR, ÍR-ingarnir Jóél Kr. Sigurðsson og Finnbjörn Þor- valdsson og Þórður Guðjóns- son FH. í kringlukasti eru 6 kepp- endur. Skulu m. a. nefndir KR- ingarnir Gunnar Huseby og Bragi Friðriksson, methafinn Ólafur Guðmundsson ÍR, og' Jón Óiafsson UÍA. í öllum þessum greinum má búast við góðum árangri og jaínvel metum í sumum þeirra. Og fyrirfram er vitað að keppn in verður hörð og oft erfitt að spá um úrslit. Glímufjelagið Ármann sjer um mótið affþessu sinni. Þ. Stjómarskipti í Iran. Teheran: Nýlega sagði ríkis- stjórinn í Iran af sjer, og fól keisarinn hinum fráfarandi for sæíisráðherra að mynda stjórn. Hefir hann nú gert það og er aðeins 1 af fyrrverandi ráðherr um hans með honum í hinni nýju stjórn. — Reuter. A ARUNUM 1942—1943 voru bygð hjer í Reykjávík og ná- grenni 512 hús, en íbtaðum fjölgaði, á þessum tíma um 715. Segir frá þessu í nýútkominni skýrslu Sigurðar Pjeturssonar, byggingarfulltrúa Reykjavíkur bæjar. Árið 1943. Á árinu hafa verið bygðir 2.602.59 ferm. af timburhúsum og 23.819.34 ferm. af stein- húsum, eða samtals 26.421.93 ferm., 10.080-00 rúmfnetrar af timburhúsum og 170 910.00 rúmmetrar af steinhúsum, eða samtals 180.990.00 rúmmetrar. Hefir því verið bygt fyrir ca. 47.5 milj. kr. Alls hafa 354 íbúðir bæst við á árinu, þar með taldar íbúðir gem vitanlegt er að gerðar hafa verið í kjöllurum húsa án sam- þyktar byggingarnefndar. 251 hús hafa verið býgð, þar af 141 íbúðarhús, 6 verslunar- og skrifstofuhús, 22 verkstæði og verksmiðjuhús, 2 gripa og alifuglahús, 80 geymsluhús og bifreiðarskúrar. Aukningar á eldri húsum samtals 20, eru ekki lagðar við tölu húsa, en rúmmál þeirra og flatarmál er talið með í þeim flokki er þær tilheyra. Breytingar á eldri húsum, er ekki hafa haft neina rúmmáls- aukningu í för með sjer, girð- ingar um lóðir og fleira er ekki tekið með í yfirliti þessu. en til slíks hefir verið varið óvenju miklu fje á árinu. 0 íbúðarhús. Flest einlyftu húsin er bygð voru á árinu voru. steinhús. — Voru 57 einstæð steinhús, eitt tvístætt og 26 einstæð timbur- hús. Tveggja hæða hús. — Alls voru bygð 39 hús, öll úr sleini. Voru 28-þeirra einstæð, 5 tví- stæð og sambygð voru 6. Þriggja hæða hús. Fimmtán voru bygð, öll úr steini. Var eitt þeirra einstætt, en hin 14 voru öll sambygð. Fjögurra hæða. Reist voru 3 slík hús. Voru það steinhús, öll sambygð. Nokkuð var einnig um aukn- ingar á eldri íbúðarhúsum. Á timburhúsum, einhæð, voru 5 aukin og 9 steinhús. Bæði voru hús þessi einstæð. Á aðeins tveim tveggja hæða húsum fór fram aukning, voru það sam- bygð hús og á einu þriggja hæða, var það sambygging. Verslunar og skrifstofuhús. Öll slík hús, er bygð voru á árinu eru steinsteypuhús. Sex þeirra eru ein hæð og 1 þriggja hæða. Vinnustofur og verksmiðjuhús, er bygð voru á árinu, eru öll steinsteypuhús. Tólf eru ein hæð tveggja hæða átta. Eitt 3 hæðir og eitt 5 hæðir. Aukningar á eldri vinnustof um og verksmiðjuhúsum voru gerðar, á einu einnar hæðar og einu tveggja hæða. Bæði voru húsin úr steinsteypu. Tvö gripa- og alifuglahús voru bygð. Eru það timburhús. Geymsluhús og bílskúrar, er byggðir voru á árinu eru flest ir úr steinsteypu, 77 talsins og 3 úr timbri. Arið 1942. Á árinu hafa verið byggðir 9.622.04 ferm. af timburhúsum og 23.631.72 ferm. af steinhús- um, eða samtals 33.253.76 ferm. 27.310.00 rúmmetrar af timbur húsum og 165.025.00 rúmmetr ar af steinhúsum, eða samtals 202.335.00 rúmmetrar. Hefir því verið byggt fyrir ca. 45 milj. kr. Als hafa 361 íbúð bætst við á árinu, þar meðtaldar íbúðir sem vitanlegt er að gerðar hafa -verið í kjöllurum húsa án sam þykkis byggingarnefndar. 261 hús hafa verið bygð, þar af 153 íbúðarhús, 2 verslunar- og skrifstofuhús, 29 verkstæði og verksmiðjuhús, 5 gripa- og alifuglahús, 82 geymsluhús og bifreiðarskúrar. Aukningar á eldri húsum samtals 38 eru ekki lagðar við tölu húsa, en rúmmál þeirra 'og flatarmál er talið með í þeim flokki er þær tilheyra. Breytingar á eldri*húsum, er ekki hafa haft neina rúmmáls aukningu í för með sjer, girð- ingar um lóðir og fleira er ekki tekið með í yfirliti þessu, en til slíks hefir verið varið miklu fje á árinu. lbúðarhús. Einlyft hús. Als voru bygð 83 hús. Voru 38 þeirra einstæð timburhús og 10 tvístæð. Stein hús, einstæð 29 og tvístæð 6. Tveggja hæða hús.lAls voru byggð 58, þar af voru 4 einstæð timburhús. Steinhús 54 talsins, voru 43 þeirra einstæð, sex tví stæð og fimm samstæð. Þriggja hæða hús. Als voru byggð 11 slík hús, og voru þau öll samstæð, úr steinsteypu. Fjögurra hæða hús. Eitt hús var bygt, var það samstætt, byggt úr steini. Verslunar- og skrifstofuhús. Tvö einlyft hús eru byggð á árinu, voru þau bæði úr stein- steypu. Hinsvegar er mikil aukning á eldri verslunar- og vinnustofum. Eitt einlyft stein hús er aukið, tvö þriggja hæða, einnig úr steini og eitt fjögurra hæða. Vinnustofur og verk- smiðjuhús. Flest þeirra eru einlyft, eru þau 16 talsins. Eru þrjú þeirra timburhús og 13 steinhús. Tveggja hæða hús. Byggð voru á árinu 6, öll úr steini. — Þriggja hæða hús. Byggð voru fimm hús, öll úr steini, eitt fjögurra, og eitt fimm hæða hús voru byggð. Eru þau bæði úr steini. Gripa- og alifuglahús þau er smíðuð voru á árinu eru flest úr steini, eða 3 og tvö timbur- hús. Loks eru svo geymsluhús in og bílskúrarnir. Als eru bygð 82 slík hús og eru 71 þeirra úr steini og 11 úr timbri. Aukning íbúða í bænum er afar-merkilegt mál, því síðustu 10 árin áður en núverandi styrj öld hófst, var meðalaukning þeirra 200, en nú eins og fyrr ^ getur, rúmlega 350 á aðeins tveim árum. Höfðinglegar gjafir til Hallgrímskirkju í GÆR voru mjer færðar tvö þúsund krónur í byggingarsjóð Hallgrímskirkju í Reykjavík, frá bónda á Vesturlandi, sem ekki vill láta nafnS síns getið. Gjöf þessa gefur hann til minn ingar um látna eiginkonu sína og börn. Áður hafði mjer borist önn- ur stór gjöf frá „einhverjum í söfnuði yðar“, eitt þúsund krón ur, til minningar um látna ætt- ingja. Daginn, sem útiguðsþjónust- an var á Skólavörðuhæð, kom- kona með fimm hundruð krón- ur til kirkjunnar, ,,í þakklætis- skyni við Hallgrím og í þeirri von, að kirkjan komi sem fyrst“. Allar þessar gjafir — og margar aðrar — viljeg þakka fyrir hönd safnaðarins. Guð blessi gefendurna. Sigurbjörn Einarsson. Brjef: Sfofnun Isaga Hr. ritstjóri. í FRÁSÖGN yðar í blaði yð- ar hinn 30. f. m. um stofnun og tuttugu og fimm ára starf- semi h.f. ISAGA, má það teljast harla undarlegt, að ekki er get- ið annara stofnenda fyrirtækis- ins en þeirra, sem minst fje lögðu fram, svo sem t. d. Guð- mundar Hlíðdal, sem aðeins lagði eitt þúsund krónur, en hinna ekki getið, sem mest og aðalfjeð lögðu fram og þarmeð trygðu stofnun fyrirtækisins, en þessir menn voru August Flyg- enring, Jes Zimsen og Gísli J. Johnsen. Jeg óska þess að þjer leið- rjettið frásögnina að þessu leyti og það því frekar, sem eins og kunnugt er, að þessir menn áttu oft frumkvæði og lögðu fje fram til stofnunar ýmsra þarfra fyrirtækja og stefndu markvíst að margvíslegum umbótum í þjóðfjelaginu. Virðingaríylst, Gísli J. Johnsen. Hermenn fara í iðnaðinn Sidney: — Curtin 'forsætis- ráðherra Ástralíu hefir tilkvnt, að á næsta ári verði 45 000 manns úr landher og flugher Ástralíu settir til ýmsra starfa í þjónustu iðnaðarins og land- búnaðarins í landinu. Hafa þeg ar 25.000 menn verið leystir frá herþjónustu í þessu skyn.. — Reuter. Skolhríð og svif- sprengjur Þjóðverjar hófu skothríð af langdrægum fallbyssum hand- an Ermarsunds í morgun og stóð hún í fjórar klukkustund- ir samfleytt. Um 100 stór- sprengikúlum var skotið og urðu skemdir og manntjón á Doversvæðinu. — Einnig skutu Þjóðverjar allmiklu af svif- sprengjum á London og um- hverfi hennar í morgun. Tjón varð talsvert og menn fórust og særðust. — Bretar skutu á móti Þjóðverjum úr sínum, stóru fallbyssum. — Reuter. Hergagnafram- leiðsla Bandaríkj- anna minkar Vashington í gærkveldi: —t Aðstoðarhermálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Patter- son, sýndi boðsgestum í dag kvikmynd sem gefur í skyn, að hergagnaframleiðslan í Banda- ríkjunum geti varla fullnægt þörfum hermannanna á víg- stöðvunum. Kom þar fram að herirnir þyrftu á næstu sex máunðum 45% meira af þung- um fallbyssum, en á síðustn sex mánuðum. Kvaðst Patter- son vona, að hægt yrði að birgja upp herinn, en aðeins með ýtrustu áreynslu. , , Framh. af 1. síðu. að smávægilegu áhlaupi Rússa við Sarisalmi, austarlega ’ á Kirjálaeiði, hafi verið hrundið. Sjálfir kveðast Finnar hafa gert áhlaup vestarlega á Kirj- álaeiði og rjett þar við stöðv- ar sínar með því að hrekja Rússa nokkuð afturábak. —* Annarsstaðar á finnsku víg- stöðvunum er ekkert sagt hafa gerst. j i Vestur- vígstöðvarnar Framh, af bls. í. komnir á þrem stöðum yfin ána Meuse og nálgast nú! Metz, sem er eina 32 km frú landamærum Þýskalands. ; Hershöfðingi handtekinn ' Hershöfðingi 7. þýskai hersins, Eberþach hershöfð- ingi, var handtekinn í Norð- ur-Frakklandi ásamt all- mörgum foringjum herráða hans. Var hann tekinn, eii hann reyndi að komast Ú5 húsi því, sem hann hafði set- ið að morgunverði 1. Fvrstl yfirmaður 7. hersins í Norð- ur-Frakklandi, Dollmann, hershöfðingi, fjell snemma í bardögunum þar. , Hafnarborgir verjast Enn verjast þýsku setulið-* in í hafnarborgunum Brest, Lorient og St. Nazaire og ennfremur á eyju einni lit- illi fyrir utan höfnina í St. Malo, en þangað komusti nokkrar af sveitum Aulochg hershöfðingja, er St. Malo fjeii. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.