Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 12
12 Laugardagnr 2. sept. 1944, Landsbankmn vill tryggja sölu á 14,5 milj. innanlands- lánum bæjarins BÆJARSTJÓRN REYKJA- VÍKUR hefir samþykt að taka innlent skuldabrjefalán til end urgreiðslu á sænska Sogslán- inu frá 1935, að upphæð rúmar 7 milj. ísL krónur. Þá hefir bæjarstjórn í huga, að taka 7.5 milj. króna skulda brjefalán til hitaveitunnar. A fundi bæjarráðs í gær var lagt fram brjef Landsbanka Is lands, þar sem bankinn býðst til að tryggja sölu á öllum skuldabrjefum beggja lánanna, gegn 1% ómaksþóknun. Mun málið koma til ákvörð- unar bæjarstjórnar á fundi hennar næsta fimtudag. Gjaldskrá Hilaveil- unnar BÆJARRÁÐ hefir ákveðið að fela hitaveitustjóranum að semja frv. til breytinga á gjald skrá hitaveitunnar þess efnis, að fella niður hið svonefnda fastagjald, en hækka því að sama skapi gjald fyrir notkun vatnsins skv. mæli. Er ætlast til að hin nýja gjaldskrá komi til framkvæmda frá álestri um mánaðarmót sept.— okt., en sumarverð á heita vatninu gildi til þeirra tímamóta samkv. gildandi gjaldskrá. Fyrirhugað að byggja ofan á ieik- fimishús Miðbæjar- skólans BÆJARRÁÐ hefir fyrir sitt levti samþykt að íela húsameist ara bæjarins, að byggja hæð ofan á leikfimishús Miðbæjar skólans. Er ætlað að hafa þar lækningastofur og aðra starf- semi * skólastjórnarinnar, en ekki kenslustofur. Hjálparstarfsemin reyndisf yfirskin Úr danska útvarpinu hjer: Yfirrjettarlögmaðurinn, Max Rothenburg, sem flýði til Sví- þjóðar frá Kaupmannahöfn, þar sem hann átti heima, en var sendur heim aftur, ákærður fyrir svik, var í gær dæmdur í bæjardómi Kaupmannahafnar fyrir fjársvik, sem námu 400000 króna. Var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Málshöfðunin gegn Max Rothenburg hefir valdið mörg- um undrunar og utan Dan- merkur hjeldu menn að ákæran væri á röngum forsendum bygð þar sem hugsast hefði getað, að Rothenburg hefði verið að koma undan peningum fyrir flóttamenn. Hinn dæmdi hefir alltsf verið mjög hjálpsamur, sjerstaklega við flóttamenn frá Þýskalandi. Hann var af Gyð- ingaæltum og var oft ráðist ó- þyrmilega að honum í blöðum danskra nasista. Lundúnabúar skemfa sjer í loftvarnabyrgi LUNDÚNABÚAR hafa á ný neyðst til að hafast við í loftvarn abyrgjum vegna árásar Þjóð- verja með svifsprengjunum. Myndin hjer að ofan er tekin í neðanjarðarbyrgi í Lundúna- borg. Lundúnabúar virðast taka lífinu með ró og reyna að ske meta sjer eftir bestu getu. Alþingi kemursam- an í dag ALÞINGI kemur saman í dag kl. 13.30 til framhaldsfundar samkvæmt forsetabrjefi, gefnu út 17. f. m. Páfi segir: Mannkynið vænfir betri tíma London í gærkveldi: Páfi flutti útvarpsræðu í kvöld og sagði, að mannkyn- ið vonaðist eftir betri tímum, að afstöðnum yfirstandandi styrjaldartíma. Sagði Páfi, að samviima; yrði að verða kjörorð manna eftir að friður væri aftur kominn á, stríðið hefði um- rótað öllum lífsviðhorfum, fært með sjer eimd, hungur og siðspillingu, og til þess að hæta úr þessu þyrfti hin ó- skaplegustu átök allra manna. Allar styrjaldarþjóðirnar vonuðust eftir því að hljóta eitthvað fyrir hið mikla erfiði, baráttu og fórnir, sem þær hafa á sig lagt í fimm löng ár, sagði Páfi og kvað kristileg- ar hugsjónir nú verða að ríkja eftir að óveðrinu væri slotað' og hver um sig mætti til með að rjetta hinum bágstaddari hjálparhönd. Að lokum kvaðst Páfi vona það, að sú fórnarlund, sem þjóðirnar hefðu sýnt í myrkr- um styrjaldarinnar, mætti einn ig blómgast á ljósum degi friðarins, — en 'forðast kvað hami að verða að láta öfg- arnar ráða að ófirðarlokum. — Reuter. Nýtt heimsmel í 10 km hlaupi Berlínarfregnir herma í gær, að hiún frægi finski hlaup- ari, Viljo Ileino sem nú er á förum til Svíþjóðar að keppa þar, hafi hlaupið 10 km. vega- lengd á 10 sek. skemri tíma en Máki, eða 29 mín. 42 sek. Afrek þetta, sem er nýtt heims met var unnið í Ilelsingfors- s. 1. miðvikudag. Metið var sett í þurru og heitu veðri. Heino er liðþjáífi í finska herrram og hefir verið í fremstu víglínu, en er nú í leyfi vegna Svíþjóðarferðar- innar. — Einnig setti Heino met í 5 og 6 mílna hlaupum. Arásk á samgöngu- leiðir London í gærkveldi: Mikill fjöldi af breskum sprengjuflugvjelum og amerísk um, fóru í dag frá bækistöðv- um á Ítalíu og gerðu atlögur að samgönguleiðum í Ungverja- landi og Balkanskaga, til þess að gera Þjóðverjum erfiðara um undanhald sitt úr Rúmeníu og frá Búlgaríú. Var sprengjum einkum varpað á jár-nbrautir og brýr, einnig.á flugvelli og þar eyðilögðust þýskar flugvjel ar, einkum á rúmenskum flug völlum. — Reuter. Frú Guðný Jóns- dótiir látin NÝLÁTIN er hjer í bænum frú Guðný Jónsdóttir, ekkja Brynjólfs Gíslasonar frá Skild- inganesi, móðir sjera Eiríks að Útskálum, sr. Gísla að Kirkju- bæjarklaustri og þeirra syst- kiná. Ný löggjöf um byggingarmálefni Reykjavíkur BORGARSTJÓRI hefir sam- ið frv. til nýrrar löggjafar um byggingarmálefni Reykjavík- ur. Skýrði hann frá efni frv. á bæjarráðsfundi í gær, og sam- þykti bæjarráð að mæla með frv. að aðalefni til. Siyrklarsjóður Margrjetar Th. Bjarnadótlur Rasmus ,,Zonta“-klúbburinn hjer í Reykjavík, sem er klúbbur kvenna á borð við Rotaryklúbb karla, hefir að tilhlutun „Inter- national Service Committee“, stofnað sjóð til styrktar mál- lausurn. Hefir klúbburinn á- kveðið, að sjóðurinn skuli bera nafn frú Margrjetar Th. Bjarna dóttur Rasmus, sem er einn meðlimur klúbbsins. Frú Mar- grjgt var og gerð fyrsti heið- ursfjelagi klúbbsins. Þeir, sem vildu styrkja þenn an sjóð, ættu að koma fram- lögum sínum til frú Önnu Frið riksson, Hljóðfærahúsinu, — Bankastræti og frú Hólmfríðar Baldvinsdóttur, Tízkuhúsinu, Laugavegi 5. Byrja að brugga aftur. London: í haust munu brugg unarstöðvar í Skotlandi, 18 að tölu, byrja að framleiða whisky aftur, en vegna skorts á korni, hefir það ekki verið gert um nokkurn tíma. Ekki er vitað enn, hve framleiðslan verður mikil, því enn er korn af skorn um skamti, en framleiðslan mun hefjast í byrjun desember. B. S. R. B. vill verkfallsrjefl til handa opinberum starfsmönnum Fjölmennur fundur í gærkveldi > BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja efndi til fundag í Listamannaskálanuni í gær-i kvöldi. Var fundurinn mjög fjölsóttur. Meðal fundarmannaj voru nokkrir alþingismenn, en þingmönnum hafði verið; boðið á fundinn. Á fundinum voru samþykt- ar tvær eftirfarandi ályktan- ir: „Almennur fundur, haldinn, að tilhlutun B.S.R.B. í Listaa- mannaskálanum í Reykjavíkj föstudaginn 1. sept. 1944 lýs« ir yfir vanþóknun sinni á ái kvæðum laga nr. 33, 3. nóv, 1915 um verkfall opinberra' starfsmanna og telur að opin- berum starfsmönnum heri rjetfc ur til að semja um launakjöri sín til jafns við aðra vinnandij stjettir. Fyrir því skorar fundurinni á Alþingi að taka tjeð lög' til endurskoðunar og færa tili samræmis við gildandi lög umj stjettarfjelög og vinnudeilur; eftir því sem við á“. „Almennur fundur haldimí að tilhlutun B.S.R.B. í Listai manaskálanum í Reeykjavíkl föstudaginn 1. sept. 1944 ger-< ir svohljóðandi ályktun uní launamál starfsmanna ríki3 og bæja: Gildandi launalög í landí eru úrelt og ófullnægjandi og ósamræmi og órjettlæti í launa. greiðslum langt úr hófi. Laun opinherra starfsmannai hafa verið uppbætt með 30 og 25% á sama tíma og gnmnj kaup verkafólks og iðnaðan manna í Reykjavík hefin hækkað nm 42 til 120%. Ríkisstarfsmenn hafa dregi ist langt aftur úr, vegna bess einkum að setið er á rjett? þeirra í skjóli ranglátrar lagai setningar, sama er uni hæjai starfsmenn þar eð bæjarstjórní ir flestar haga launagreiðsl-. um í samræmi við ríkk Fyrir því heitir funduriiui á Alþingi og ríkisstjórn að( koma fastri skipan á launa-i greiðslur ríkis og ríkisstofm ana með því að setja launalög, er taki gildi um næstu árai mót og ákveði ríkisstarfsi mönnum rjettlát laun inn-t hyrðis og í samanhurði vifjj launþegar". Meðal ræðumanna voru Sigi 'urður Thorlacius, Kristjánl Arinbjamar hjeraðsl æknir, Kristmundur Þorleifsson, skril ari, Rannveig Þorsteinsdóttiú skrifari, Haraldur Norðdahl, tollvörður og sjera Jakobj Jónsson. t Fundarstjóri var Ágúsfi Jósefsson heilbrigðisfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.