Morgunblaðið - 21.11.1944, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.11.1944, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1944. íjm pappírs- og Iðsbókagjald Aust- urbæjarskólans o.fl. SKÓLASTJÓRI Austurbæjar íikólans, Sig- Thorlacius, og yf- jrkennari skólans. Gísli Jónas- íion, höfðu í gær fund með blaða mönnum og skýrðu þeim frá ýmsu við rekstur skólans, sem .sumir aðstandendur barna, er skólann sækja, virðast ekki alls V.ostar ánægðir með og þá mest megnis vegna þess, að þeir hafa c-kki kynl sjer allar aðstæður. Þá er þar fyrst til að taka pappírsgfkld og lesbókagjald. sem börnin eru látin greiða. Pappírsgjaldið er kr. 3,00 fyrir P.vert barn og með því að íi'reiða þessar þrjár krónur yfir allan velurinn, fá börnin allar stíla- og skrifbækur, sem þau þurfa. Skólinn kaupir bækur Jjessar í heildsölu og er papp- írinn ágætur. Þegar börnin aft- ur á móti hafa sjálf verið látin annast þessi kaup, hafa þau komið með margar tegundir bóka, mismunandi að gerð og gæðum, og sumar næsta alveg ónothæfar. Með þessum að- .síöðumun reyndist ekki kleift að bera saman vinnu barn- anna. Lesbókagjaldið er kr. 5,00 fyrir hvert barn. Fyrir þetta gjaid kaupir skólinn bækur við hæfi barnanna, en ríkisútgáfa námsbóka hefir ekki sjeð börn vmum fyrir nálægt því nægu lt-sefni. — Skólinn kaupir 33 eintök af hverri bók, sem ganga svq á milli bekkjanna. Er þetta stórsparnaður fyrir heimilin, 4>ví þá losna þau við þessi bóka kaup. í þessu lesbókasafni eru kátt á þriðja hundrað tegundir kóka. Alt frá Hans og Grjetu ■og Búra bragðarcf til Njálu og annara íslendingasagna. Þá hafa komið fram kvartan- ir um það, að börnum sje leyft að fara út af skólalóðinni í frí- mínútum og þau sjeu ekki lát- in ganga í röð inn i kenslustund ir. I Austurbæjarskólanum eru útgöngudyr úr skólaportinu svo rnargar og stórar að illmögu- legt yrði að sjá um að engiríh kæmist þaðan út í frimínútum, þar sem svo að segja á hverjum kiukkulíma kemur fjöldi barna í skólann og önnur fara. — Eng in þörf hefir verið talin á því, að láta börnin raða sjer upp og ganga í röð inn í hverja kenslustund, vegna þess hve leikvangur þeirra er stór og börnin dreifð um hann; einnig stórar skóladyr, svo engin hætta er á troðningi í þeim, þó í öðr- um skólum sje þetta nauðsyn- legt. Austur- og Vest- urbær gerðu jafntefli SÍÐASTLIÐINN sunnudag fór fram skákkepni milli Aust- ur- og Vesturbæjar. Leikar fóru svo, að jafntefli varð, 5 vinningar gegn 5. Teflt var á tíu borðum. Þátt- takendur voru þessir. Eru Aust urbæingar auðkendir með stafn um A og' Vesturbæingar með stafnum V. Á fyrsta borði Árni Snævarr A V-i vinning, Baldur Möller V V2 vinning. Á öðru borði Magn- ús G. Jónsson A 0 vinning, .Jón Þorsleinsson V 1 vinning. Á þriðja borði Eggert Gilfer A 1 vinning, Brynjólfur Stefánsson V 0 vinning. Á f jórða borði Guð mundur Ágústsson A 0 vinn- ing, Hafsteinn Gíslason V 1 vinning. Á fimta borði Stein- grímur Guðmundsson A V2 vinning, Sturla Pjetursson V Vz vinning. Á sjötta borgi Aðal- steinn Halldórsson A 0 vinning, Áki Pjetursson V 1 vinning. Á sjöunda borði Kristján. Silver- íusson A 1 vinning, Pjetur Guð mundsson V 0 vinning. Á átt- unda borði Hannes Árnason A 1 vinning, Ólafur Einarsson V 0 vinnihg. Á níunda borði Ingi mundur Guðmundsson A 1 vinn ing og Richard Theodórs V 0 vinning. Á tíunda borði Benóný Benediktsson APO vinning, Guð mundur Guðmundsson V 1 vinn ing. Skákkepnir þessar hafa farið fram árlega síðan árið 1938. — í þessi sjö skifti hafa leikar far ið svo, að Vesturbæingar hafa allaf farið með sigur af hólmi, nema árið 1939 og s\£p nú, en í bæði þessi skifti hafa orðið jafntefli. Annar björgunar- bátur af Goðafossi fundinn NYLECíA hefir annar björg íirbátur frá es. Cíoðafossi funcl ist hjer í Faxaflóa. — Var j>að mb. Ársæll Sigurðsson; nern fann bátinn um það bil 2í> sjóni. norð-vestur af Aka- nesni. Telja menn víst að bát- in.'inn hafi losnað eftir að tikipið var sokkið, en í hátn- lum eru loftgeymar, scm haldaj licmum uppi. Noregsfrjefiir Frá norska blaðafulltrú- anum: Brottflutningur fólks frá Bergen. FRÁ BERGEN berast fregnir um að síðustu daga hafa sjest þess merki, að flytja eigi fólk frá bænum. Frá því að loftárás in var gerð á kafbátastöðina í Laksevaag þefir verið stöðugur straumur fólks frá bænum út í sveitirnar. Sagt er aðpdirvöld in neyði fólk til að flytja úr bæjarhverfunum umhverfis Puddefjörð. Norskir embaettismenn í Norður-Noregi. Dómsmálaráðherra Noregs, Terje Wold, er kominn til Kirke nes og var norski blaðafulltrú- inn í Stokkhólmi í för með ráð herranum. Sænska blaðið ..Dagens Nyheter" segir, að dómsmálaráðherrann sje kom- inn til Noregs til að skipuleggja norska borgarastjórn í þeim hlutum Noregs, er gengið hafa Þjóðverjum úr greipum. All- margir aðrir norskir embættis- menn eru komnir til Norður- Noregs. -A- Frá Oslo berast fregnir um, að Þjóðvírjar hafi aukið örygg- islögregluna mjög upp á síð- kastið. Jóhann Magnússon sjötugur í DAG er sjötugur Jóhann Magnússon, Karlagötu 17 í Reykjavík. Hann er fæddur að Arabæ í Flóa, Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Halldórs- dóttir og Magnús Friðriksson. Er Jóhann einn ættliður hinn- ar frægu Bergsættar, og það í beinan karllegg. Það varð hlutskifti Jóhanns, eins og flestra alþýðusona á þeim tíma, að aðstoða foreldra sína við bústörfin. Þau voru þrjú systkinin, tvær systur og J Jóhann, og hann elstur þeirra. Eins og þá tíðkaðist, var Jó- i hann sendur snemma að heim- an til sjósóknar. Reri hann bæði í Þorlákshöfn og Álftanesi. Var þá ekki altaf sem bestur að- búnaður. í þeim ferðum skemd ist hann svo á fótum, að hann hefir aldrei borið þess bætur síðan. Árið 1901 kvæntist Jóhann Ólöfu Bernharðsdóttur frá Fljótshólum. Bjuggu þau lengst að H-líð á Álftanesi. Eignuðust þau einn son, Guðmund, sem nú er vjelstjóri í Hafnarfirði. Konu sína misti Jóhann í spönsku veikinni 1919. Var það honum þungt áfall, því hjónin voru ■mjög samhent og vel látin af öllum, sem þeim kyntust. Jóhann g'erðist bústjóri hjá Sveini Hjartarsyni bakarameist ara að Laugalandi 1923. Gegndi hann því starfi með dugnaði og lipurð. Var hann allra hugljúfi, dáður jafnt af undirmönnum sem eigendum. Því starfi gegndi hann í 8 ár. Síðan hefir Jóhann stundað ýmsa vinnu hjer í bænum. Jóhann er maður hár vexti og þrekinn. Ber hapn a\durinn afburða vel, þrátt fyrir ýms andstreymi og veikindi, eins og áður er minst. Jóhann er mað- ur glaðlyndur, vinavandur og vinfastur. Jeg veit ekki til, að neinn hafi borið hann nokkr- um sökum, svo vandur er hann að virðingu sinni. Jóhann er sannur sjglfstæð- ismaður. Hann hefir líka altaf óskift fylgt Sjálfstæðisflokkn- um að málum. Hann hefir sýnt það dyggilega um æfina, að hann hefir viljað vera sinnar hamingju smiður. Hinn fátæki alþýðunnar sonur trúði á mátt framtaks síns, trúlyndi og sam viskusemi. Nú er komið haust mannsæf- innar. Oll þungu og erfiðu spor in ættu nú að margfaldast í kyrð og friðsemd haustsins. — Mdgi svo verða. Heill og hamingja fylgi ó- komnum árum. X. Frú Alda Möller á leiksviði Akureyrar Tæplega 400 þús. fjár slálrað í haust SAMKVÆMT frásögn, sem höfð er efiir skrifstofu "kjöt- verðlagsnefndar, hefir í haust verið slátrað 378,870 fjár á öllu landinu í haust og er það tæp- lega 100.000 minna en í fyrra- haust. Alls nemur þungi þessa sláturfjár rúmlega 5 miljónum kg. Meðalþungi dilka á þessu hausti hefir .reynst vera 14,13 kg. eða tæplega einu kg. meiri en í fyrrahaust. Akureyri. SVO SEM kunnugt má vera, var frú Alda Möller, leikkona frá Reykjavík, ráðin af Leik- fjelagi Akureyrar á s.l. sumri til þess að koma þangað norð- ur og leika Nóru í Brúðuheim- ilinu eftir Hinrik Ibsen. Jafn- framt var leikfjelagið svo lán- samt, að leikkonan frú Gerd Grieg tók að sjer leikstjórn í leiknum. Alt gekk þetta,, sam- kvæmt áætlun“. Leikurinn var æfður af mesta kappi og vand- virkni, með leikendum frá Leikfjel. Akureyrar, auk gest- anna. Hefir þetta leikrit hins norska skáldjöfurs nú verið sýnt í mörg kvöld. Verður hjer ekki rætt um meðferð hinna einstöku leikenda á viðfangs- efnum þeirra. En þar sem frú Alda Möller ber leiksýninguna að mestu uppi, verður hennar hjer getið að nokkru. Allir leikhúsgestir Jiafa ver- ið stórhrifnir af leik hennar, og hún, sannast að segja, ynd- isleg og heillandi á leiksviðinu. Er allur leikur hennar þrung- inn af lífi og þrótti. Hin snöggu geðbrigði Nóru koma eðlilega og skýrt í ljós í framsögn, fasi og svipbrigðum, alt frá ljett- um gáska til dýpsta harmleiks. Hún er svo hrein og sterk á leiksviðinu. Og þegar tjaldið í leikslok fellur milli hennar og áhorfenda, fara þeir úr leik- húsinu snortnir af töframætti listarinnar. Elvstad, og í Pjetri Gáut, en þar ljek hún hina grænklæddu, var jeg þess fullviss, að mjer hafði ekki skjátlast“. Óskandi væri, að hin glæsi- lega, unga leikkona ætti eftir að sýna Reykvíkingum Nóru á leiksviði hjá þeim. Því það er grunur minn, að þar fengju þeir að sjá nýja hlið á leik- gáfu hennar. H. V. Alda Möller sem Nora Frú Alda Möller sem Nóra í Brúðuheimilinu eftir H. Ibsen. (Ljósm.: Edvard Sigurgeirs- son). Svo sem vænta mátti, hefir hin gáfaða, norska leikkona, frú Gerd Grieg, verið glögg- skygn, er hún íól hinni ungu leikkonu að taka að sjer þelta hlutverk, enda segir hún svo, meðal annars, í grein, er hún skrifaði í leikskrá Brúðuheim- ilisins: „Um leið og jeg sá frú Öldu Möller i fyrsta sinni, fanst mjer að hún mundi geta leikið Nóru. Til þessa hafði hún aðallega leikið ungar og yndislegar stúlk ur, en ekki hin erfiðu, örlaga- þrungnu hlutverk, sem krefj- ast mikilla tilþrifa. Og eftir að hafa starfað með henni í Hedda Gabler, þar sem hún Ijek Tea Vestur- vígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. harðnandi, og hefir sóknin því orðið örðug síðari hluta dags í dag. Hafa Þjóðverjar beitt skriðdrekum þarna, ásamt fót- gönguliði, og stundum verið bar ist í návígi. — Rjett fyrir sunn- ; an landamæri Luxemburg fóru 1 amerískar hersveitir yfir þýsku landamærin í dag. Allar líkur benda nú til þess, að Þjóðverjar yfirgefi borgina Venlo,. og hörfi algerlega yfir t Maasfljótið á þessum slóðum. Hafa Bretar mætt harla lítilli mótspyrnu nærri borginni í dag, og bakverðir Þjóðverja haft sig undan hvarvetna. En umhverfis Venlo eru enn allöfl ugar þýskar hersveitir, oem munu eiga að verja undanhald ið yfir um fljótið. — Veður er þarna nú illt, regn mikið og lágskýjað, og hefir lítið verið hægt að beita flughernum í dag. Nýjar varnarstöðvar. Herir bandamanna eru víða komnir gegnum hið gamla Siegfriedvirkjakerfi, og að nýju virkjabelti, sem talið er hafa verið gert samkvæmt reynslu þeirri, sem Þjóðverjar hafa féngið á Austurvígstöðvunum. Safna Þjóðverjar einnig að sjei’ liðsauka á þessum slóðum. Mikil skotfæraeyðsla. London: Vegna hinnar miklu skotfæraeyðslu á Vesturvíg- stöðvunum, hafa Bretar orðið að senda þangað allmikið af skotfærum, sem framleidd hafa verið á Bretlandseyjum, til þess að senda þau til Austur-Asíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.