Morgunblaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 1
M 31. árgangur. 236. tbl. — Þriðjudagttr 21. nóvember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f METZ FALLIN, BELFORT UMKRINGD FRANSKAR HERSVEITIR VID RÍN iscnhower krefst aukinnar skotfærafram- leiðslu. London í gærkveldi. EISENHOWER yfirhershöfð- ingi. flutti í morgun útvarps- ræðu til Bandaríkjaþjóðarinn- ar og ræddi um sigra banda- manna á Vesturvígstöðvunum að undanförnu, og hve her- gagnafrekir þeir hefðu verið. Sagði hann, að um miljón þýskra hermanna hefðu verið sviftir möguleikum á frekari þáttlöku í ófriðnum hingað til á Veslurvígstöðvunum. Þá ræddi Eisenhower hina óhemju miklu skolfæraeyðslu, og kvað hana hafa sparað mik- ið af mannslífum, og sagði að bandamenn vtfdu alls ekki fórna mönnum fyrir hergögn og skotfæri. Kvað hershöfðing- inn óhemju birgðir hafa verið í Bretlandi af allskonar skol- færum, er innrásin var hafin, en fljótt hefði gengið á þær, sem ekki væri furða, þar sem herir bandamanna á Vesturvíg- stöðvunum hleyptu að jafnaði af 5000 skotum á mínútu hverri. .Skoraði Eisenhower á heima- þjóðina að leggja sig alla fram við skotfæragerðina, svo sóknin þyrfti ekki að sljóvgast vegna skotfæraleysis, og mannslíf mættu sparast, og styrjöldin styttast. — Reuter. Belgisku skæru- liðarnir afhenda vopnin London í gærkveldi: Kyrrt er nú orðið að mestu í Bélgíu aftur, eftir óeirðir þær og deilur, sem staðið hafa þar að undanförnu. Hafa skærulið arnir nú samþykt, að láta af hendi vopii sín við herstjórn bandamanna í Belgíu. I gær var mikið um kröfugöngur víða í borgum Belgíu, og skor- uðu þátttakendur í þeim á Pierlot forsætisráðherra og stjórn hans að segja af sjer hið bráðast'a. — Kommúnistablöð víða ráðast mjög á Pierlot, t. d. segir blað breskra kommúnista, ,,Daily Worker", að honum beri hið skjótasta að leggja niður völd. — Reuter. Róttækar breytingar a sfjornmm i London í gærkveldi: Róttækar breytingar hafa verið gerðar á stjórn Chang Kai Sheks í Kína, enda hafði megn óánægja verið með skipan henn ar alllengi. Kom hún greinileg ast fram í september s. 1., sem þjóðfulltrúasamkundan kom saman, Qg meðlimir hennar sátu og lásu blöð eða ræddu saman, meðan Chang Kai Shek flutti setningarræðu sína. — Er hermálaráðherrann tók til máls, gengu fultrúar út. Það, sem aðallega hefir verið fundið stjórninni til foráttu, er að hún sje gamaldags í stjórn- arháttum, og sumir meðlimir hennar ekki sem áreiðanlegast- ir. Talið er óhæfa, að fjármála ráðherrann sje einnig banka- stjóri og eigandi.ýmsra fyrir- tækja. — Einnig eru ráðherrar ásakaðir fyrir að hafa grætt á hergögnum. Breytingarnar á stjórninni eru þær, að nýir menn taka við embættum hermálaráðherra, fjármálaráðherra, innanríkis- ráðherra, upplýsingaráðherra og skipulagsmálaráðherra. Þekt astur af hinum nýju ráðherrum er Tien hershöfðingi, sem verð ur hermálaráðherra. Hann hefir stjórnað kínverskum hersveit- um, síðan styrjöldin við Japana hófst. — Reuter. Áhlaup Rússa í Lettlandi London í gærkveldi: Þjóðverjar greina frá því, að Rússar hafi byrjað snarpar árás ir á stöðvar þýska hersins í Lett landi og teflt fram miklu liði. Þá segja Þjóðverjar, að orðið hafi vart mikilla herflutninga Rússa fyrir austan vígstöðvarn ar í Pólllandi og Austur-Prúss landi. Rússar segjast hafa sótt nokk uð fram í Ungyerjalandi, tekið þar ýms þorp, eigi allf jarri Budapest. Orusturnar eru sí- fellt jafnharðar á þeim slóðum. Laval er hjá Petain. London: Þýska frjettastofan sagði nýlega, að Laval byggi nú í sveitasetri einu í Suður- Þýskalandi, ásamt Petain og frú hans. Einnig segir fregn þessi, að flestir af ráðherrum Vichy- stjórnarinnar búi í borg einni þar nærri. Sfjémar sékninni að sunnan Bandamenn sækja nú harð- lega að vörnum Þjóðverja við Belfort, og er þar kominn 7. herinn ameríski, sem gekk á iand á strönd Suður-Frakk- lands. Yfirmaður hans er Jocob L. Devers hershöfðingi, sem sjest hjer á myndinni. 500 svikarar sleppa úr fangelsi í Belgíu Briissel í gærkveldi: Meolimir íír föðuriandsvina sveitunum belgísku hafa á ein um stað mótmælt fyrirskipun- um st.iórnarinnar um að þeir skuli láta af h^ndi vopn sín, með því að ráðast á fangelsi í smáþorpi einu, þar sem 500 svikarar voru í haldi. Sluppu svikararnir allir úr fangelsinu. Fiestir fanganna náðust þó aftur, eða gáfnst upp fyrir breskum hermönnum. Nokkr- um tókst þó að komast í al- menningsvagna til Briissel og er verið að leita þeirra. Þetta atvik var einn þáttjir í mótmælum um land alt gegn fyrirskipUnuni stjórnai'innar. Kínverjar í Bamau London í gærkveldi: Kínverskar hersveitir eru nú komnar inn í Bamau í Norður- Burma, en þar er mikilvæg bækistöð Japana. Var gerð hörð hríðað borginni af steypiflug- vjelum bandamanna, áður en Kínverjar ruddust inn í bæinn. Er þar nú barist ákaflega. — Annarsstaðar í Burma er lítið um að vera, sem stendur — Reuter. Fjórir herir bandamanna berjast á þýskri grund. London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. Eftir Denis Martin: SEINT í kvöld barst fregn um það hingað til London, að gjörvöll kastalaborgin Metz væri á valdi þriðja hers- ins ameríska. Hefir herinn auk þess sótt fram sunnan borgarinnar og norðan, og er nú sumsstaðar kominn yfir 3 km. inn fyrir landamæri Þýskalands. Aftur standa nú franskar hersveitir við Rín. Hersveitir þessar brutust gegn um Belfort skarðið, fóru framhjá borginni og einangruðu hana og eru nú komnar að Rín nærri Múlhausen. _________________________ Sótt inn í Saarhjeraðið. Alls standa nú hlutar fjög- urra herja bandamanna á þýskri grund. Eru það annar herinn breski, og 9., fyrsti og 3. herinn ameríski. Hafa banda menn allstaðar unnið nokkuð á síðastliðinn sólarhring, þótt mótspyrna sje víðast hörð, og veður heldur ekki sem hag- stæðast. Síðustu fregnir af vig- svæðinu herma, að bardagarn- ir fari víðaslhvar harðnandi. s til London London í gærkveldi: Hingað til London kom í dag sendiherra ítala, sem hjer mun setjast að. Er þetta kunnur stjórnmálamaður frá fornu fari, en var sviftur embættum öllum af Mussolini og mönnum hans. Hann er meðlimur eins af hinum frjálslyndu stjórnmála- flokkum á ítalíu. — Reuter. Barist suíauslur af Forli London í gærkveldi: Bardagar eru ekki miklir á Italíu, er einkum barist fyrir suðaustan borgina Forli, og tókst Þjóðverjum að ná þar aft ur nokkrum þýðingaimiklum hæðum. Flugvjelar bandamanna frá ítalíu, hafa stutt landherinn all mikið, og ^iuk þess ráðist á járn brautir Þjóðverja í Brenner- skarði og laskað þær. 9 m • Byltingartilraun í Boliviu-. London í gærkveldi: í Boli- viu, hefir verið gerð tilraun til stjórnarbyltingar, en fregnir þaðan herma, að tekist hafi að kæfa byltingartilraun þessa þegar i byrjun. — Reuter. Brasilía tekur við. London: Samið hefir verið \ um það, að herskipafloti Brasil íumanna skuli taka við varð- gæslu á Suður-Atlantshafi af flota Bandaríkjamanna, en hann hefir haft það með hönd um að undanförnu. Frakkar í Belfort. Hersveitir Frakka, sem brut- ust norður um Belfortskarðið, hafa nú einnig rutt sjer braut inn í virkisborgina Belfort. Er síðast frjettist, höfðu þeir þeg ar allmiklnn hluta af borg þessari á valdi sínu, en hún ligg ur^í skarði milli Jura- og Vog- esafjalla. Ekki er nú annað sýnna, en Þjóðverjar muni hörfa úr stöðvum sínum í Vogesafjöllunum. Hefir þegar orðið vart við hersveitir á und anhaldi eftir dölunum í fjöll- um þessum. Frakkar hafa tek- ið þar borgina St. Dyer og tvær aðrar. Taka Metz. Það voru þýskar landvarnar- sveitir og S. S.-sveitir, sem síð ast vörðust í Metz, voru þær skildar eftir þar, er meginher- inn fór. Ekki er talið að þær hafi verið fjölmennar. — Nokk- ur af virkjunum umhverfis borgina verjast hinsvegar énn. Bardagar um Metz voru aldrei mjög harðir, en eru það aftur á móti norðar, við Aix la Chap- elle, en þar hafa lengi geisað mestu orustur Vesturvígstöðv- anna. Þjóðverjar gerðu þar gagnárásir með skriðdrekum í dag. Aachenvígstöðvarnar. Þar hafa breskar hersveitir sótt nokkuð fram frá bænum Geilenkirchen, sem þeir tóku í gær, en mótspyrna Þjóðverja á þessum slóðum fer stöðugt Framh. á 2. siðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.