Morgunblaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1944, Blaðsíða 12
Frá Rolferdam Þjóðverjar eyðileggja nu mannvirki við höfnina í Kotterdam, eins mikið og þeir frekast geta, tii þess að bandamenn geti ekki skipað hergögnum sínum þar á land, eftir að þeir ná horginni. — Á myndinni sjest ein aðaígatan í Rotterdam. FiugmáiaráSsfefnan: Flufkiiif íslendinga til Kaupmannahafln- ar, Skotlands og New York. CHICAGO: — Nefnd íslendinga á flugmálaráðstefnunni hefir lagt fram tillögur um eftirfarandi væntanlegar flugleiðir Islend inga: Reykjavík til Kaupmannahafnar, um Stavanger og Gauta- borg. Reykjavík til Prestwick (í Skotlandi). Reykjavík til New York, um Grænland, Labrador, eða Nýfundnaland. 12 Ágreiningur um slaSarval bænda- skéla Suðurlands MEIRI HLUTI landbúnaðar- ij^fndar Ed. (Eir. Einarsson, Bwc'G«ðm., Þorst. Þorsteins- son og Kr. E. Andrjesson) mæl ir með frv. Eir. Einarssonar um að bændaskóla Suðurlands verði valinn staður að Skál- holti í Biskupstungum. Einn nefr.darmanna (P. Herm.) get- ur hinsvegar ekki fylgt frum- varpinu. Svo sem kunnugt er skipaði stjórn Búnaðarfjelags Islands þriggja manna nefnd til þess , að gera tillögú um stað fyrir bændaskóla Suðurlands. Sátu í nefnd þessari þeir Steingr. Steinþórsson búnaðarmálastj., Jón Sigurðsson frá Reynistað og Guðm. Þorbjarnarson, Stóra Hofi. Nefndin varð ekki sam- ms'.a. Tveir hinir fyrstnefndu beiitu á Skálholt í Biskupstung um, en hinn síðastnefndi valdi Kálfholt í Asahreppi. Svo skeður það í máli þessu, rjett i sama mund og fyrv. at- vinr.umálaráðherra fór frá vröldum, ákvað hann að bænda skóli Suðurlands skyldi reist- ur að Sámstöðum 1 Fljótshlíð. Ráðherrann ráðfærði sig ekki við landbúnaðarnefndir þings- ins, áður en hann tók ákvörð- unina, og ekki heldur við stjórn Búnaðarfjel. íslands. Fallist Alþingi á skoðun meirihl. landbúnaðarn. Ed. og s amþykki frv. Eir. Einarssonar, leiðir þar af. að ákvörðun fyrv. landbúnaðarráðherra kemur ekki til framkvæmda. Ólafur Brfem skrthfofustjóri iéfinn AÐFARANÓTT s. 1. sunnu- <iags andaðist í Landspít- aíanum Ólafur Briem, skrif- stofustjóri, til heimilis á Sól- eyjargötu 17 hjer í bænum. Ólafur Briem hafði gengið með magasár, sem gekk erfið- lega að fá bót á. Fyrir nokkrum vikum var hann lagður inn á spítala, til athugunar. Fyrir r.okkrum dögum var svo gerð- ur á honum uppskurður og virtist hann hress fyrstu dag- ana á eftir. En svö fór honum að þyngjast og var hann þungt haldinn síðustu dagana, sem hann lifði. Ólafur Briem var mikilhæf- ur maður og drengur góður. Hann var skrifstofustjóri hjá Sölusambandi ísl. fiskframleið- enda frá stofnun þess og vann þar mikið og gott starf, enda r aut hann óskifts strausts allra, er stóðu að því fjelagi. Ólafur varð sextugur á s. 1. sumri. Hans verður nánar getið síðar hjer í blaðinu. Verður breytt í farþega- skip. London: Talið er, að öll nýj- ustu flugvjelaskip Breta sjeu þannig bygð, að hægt sje með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim í farþegaskip, að styrjöldinni lokinni. Samkomulag á flugmálaráðstefnunni. Á ráðstefnunni hefir náðst samkomulag um alþjóðaflug- málaráð milli þeirra þriggja þjóða, sem áður höfðu mismun- andi skoðanir á því máli, og sem hefir verið til umræðu á ráðstefnunni. Þjóðir þessar eru, eins og áður hefir verið getið, Bandaríkin, Bretland og Kan- ada. Ekki hefir enn verið birt samkomulag milli þessara þriggja þjóða, en búist er við að tillögurnar verði lagðar fyr ir ráðstefnuna áður en þessi vika er liðin. Nefndir skila áliti. Nefndir ráðstefnunnar hafa nú sumar skilað ^lili- Hafa komið fram tillögur um stærð flugvalla, ljósmerki flugvjela og önnur öryggismál. Þá hafa komið fram tillögur frá nefnd um meðferð slysa- mála, rannsókn á flugslysum, leit að flugvjelum, sem hafa týnst og björgun flugvjela- flaka. Þá hefir og nefnd, sem fjalla átti um tollskoðun og þesshátl- ar, skilað áliti. Vestmannaeyingar koma á fól prent- smiðju V estmannaey j um: FYRIR skömmu var stofnað í Vestmannaeyjum hlutafjelag í þeim tilgangi að koma á fót og starfrækja prentsmiðju. Heitir fjelagið Eyrún. Hafa forgöngu- menn að fjelagsstofnun þessari mikinn áhuga á að gera vænt- anlega prentsmiðju sem best úr garði, og að hún í hvívetna full- nægi ströngustu kröfum sem til prentsmiðja eru gerðar. Sumt af vjelum til prent- smiðjunnar er þegar komið til landsins, en þó mun vart allar vjelar komnar fyrr heldur en í byrjun næsta árs, og getur þá væntanlega prentsmiðjan tekið til starfa í mars n. k. Stjórn hlutafj^lagsins skipa eftirtaldir menn: Magnús Bergs son, bakarameistari, Einar Guttormsson læknir, Sigurður Guttormsson, bankaritari, Sv. Guðmundsson forstjóri og Gísli Gíslason, stórkaupm. Bj. Guðm. Hjólbarða og verk- færum stolíð úr bifreiðum SÍÐASTLIÐINN föstud. var nýjum hjólbarða og slöngu stol ið úr bifreið er stóð fyrir utan Arnarhvol. Eigandi bifreiðarinnar átti stutt erindi í Arnarhvol og skildi bifreiðina eftir fyrir ut- an húsið. Er hann kom aftur, varð hann stuldsins var. Þetta gerðist um kl. 4 e. h. Ef einhver kynni að hafa sjeð til þjófsins, er hann beðinn að tala sem fyrst við Rannsóknarlög- regluna. Þá var brotist inn í þrjár bif- reiðir s. 1. sunnudag. Stóð ein þeirra við hús Sláturfjelags Suðurlands, en hinar tvær við Arnarhólstún, í Ingólfsstræti. Ur þeim síðartöldu var öllum verkfærum stolið, en þau eru nærri ófáanleg, t. d. stjörnulykl ar o. fl. — Engu var stolið úr bifreiðinni, er stóð við Skúla- götu, en ein rúða í henni brotin. Samsöngur „Fóstbræðra" annaðkvöld KARLAKÓRINN „Fóstbræð- ur“ heldur samsöngva í þessum mánuði og verður fyrsta söng- skemtunin í Gamla Bíó kl. 11,30. Stjórnandi kcVrsins er sém fyrr Jón Halldórsson. Á söngskránni eru 11 lög, öll eftir íslenska höfunda. Þar á meðal er verðlaunalag Emils Thoroddsen frá lýðveldishátíð- inni, „Hver á sjer fegra föður- land“. Einsöngvarar kórsins eru Daníel Þorkelsson, Einar B. Sigurðsson og Holger Gíslason, en Gunnar Möller við hljóðfær- ið. Þriðjudagur 21. nóv. 1944. Ársháfíð Varðarfjelagsins ÁRSHÁTÍÐ Varðarfjelagsins var haldin að Hótel Borg á sunnudaginn var. Var þar fjöl- menni mikið, eins og húsrúm frekast leyfði. Formaður fjelagsins, Eyjólf- ur Jóhannsson framkvæmda- stjóri, bauð gestina velkomna, en fyrst og fremst formann Sjálfslæðisflokksins, Ólaf Thors forsætisráðherra og frú hans. Mintist hann hins mikla hlutverks, sem Ólafur Thors hefði nú tekið að sjer, og hve vel því hefði verið tekið meðal flokksmanna hans, er m. a, kom í ljós á síðasta Varðar- fundi, er haldinn var í Lista- mannaskálanum þ. 20. okt., þar sem Ólafur gerði grein fyrir samvinnu flokkanna og stefnu hinnar nýju stjórnar. Síðan tók Ólafur Thors til máls. Þakkaði hann hlýhug þami, sem hann ætti að fagna meðal fjelagsmanna. Þá gerði hann í nokkrum orðum grein fyrir stjórnarsam- vinnunni, hvílík nauðsyn hefði verið á myndun þingræðis- stjórnar, og hve veigalítil and- staðan hefir verið gegn stefnu hennar. En menn mega ekki gleyma því, að stjómarinnar bíða mörg og mikil vandamál til úrlausn- ar, að endursemja fjárlaga- frumvarpið, finna grundvöll að aukinni framleiðslu, bættum lífskjörum. Menn mega ekki ætla, að stjórninni hafi fatast tökin þótt hún ekki megni að halda kjör- um og kaupi almennings ó- breyttu. Munurinn á stefpu stjórnar- flokkanna og andstæðingana er sá að andstæðingar stjórnar- innar krefjast tafarlaust kaup- lækkana, ella sje óvit að kaupa framleiðslutæki. Stjórnin krefst þess að fjármagnið taki þátt í nýsköpuninni, en krefst ekki kauplækkunnar fyrr en sjeð er hvort ný tækni fær ekki borið óbreytt kaup. Bregðist það að einhverju leyti verða allir þegn ar þjóðfjelagsins að færa niður kjör sín. Þá og þá fyrst er líka hægt að fara fram á það. Enda þarf ekki að efa að almenning ur verði við nauðsyninni, þegar hann veit að allt mögulegt hef- ir verið gert til að halda ó- breyttu kaupi Þessi voru nokk ur atriði af ræðu hans. Var ræðumanni tekið dynjandi lófa taki að ræðu lokinni. Er forsætisráðherrann hafði lokið máli sínu, byrjaði skemti atriði kvöldsins. Jón Norðfjörð leikari las upp kvæði m. a. Þorgeir í Vík. Lúðrasveit Reykjavíkur spilaði. Og Gísli Sigurðsson skemti með eftirhermum sínum bæði í ræð- um og söng, og var að öllu þessu hin besta skemtun. í upphafi mintist Eyjólfur Jó hannsson á hina fyrirhuguðu byggingu Sjálfstæðismanna við Thorvaldsensstræti. — Hafa flokksfjelögin þegar lagt fram álitlegar upphæðir til bygging arinnar. Haldið var einskonar happdrætti á samkomunni, við svo góðar undirtektir að þær spá góðu um framlög flokks- manna til byggingarinnar. Skemtiatriðum var lokið kl. 1 Va og síðan dansað fram eftir nóttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.