Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30, des. 1944 iittMftfrtfe Útg.í H.f Árvakur. Reykjavík. i Frámkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar:' Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjetlarilstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræii 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. // Samsonar “ — hárið MENN MINNAST ÞESS að í síðustu eldhúsumræð- um var Hermanni Jónassyni ekki lítið skrafdrjúgt um sundurlyndi, sem nú ætti að ríkja innan Sjálfstæðis- flokksins, er marka mætti af því, að 5 þingmenn flokks ins væru ekki beinir stuðningsmenn stjórnarinnar. •— Þetta skraf varð að vonum ekki til annars en vekja enn frekari athygli en áður á þeim átökum og innbyrðisúlf- fúð forystumanna Framsóknarflokksins, sem einkennt hefir flokkinn síðustu árin og er nú orðið tærandi átu- mein hans. ★ í Tímanum 22. des. gerir þetta átumein eftirminnilega vart við sig, þar sem fyrverandi formaður flokksins er gerður að umtalsefni. Þar segir svo m. a.:, að skrif Jón- asar Jónssonar í blaði hans Ófeigi, beri þess glögg merki, „að Jónasi Jónssyni er meira áhugamál að troða illsakir við Framsóknarfl. og ýmsa forystumenn hans, en að fylkja liði gegn ríkisstjórninni og stefnu hennar, enda þótt hann vilji láta kalla sig „eina stjórnarandstæðing- inn á Alþingi“. Þetta seinasta Ófeigshefti má heita fleyti fullt af óhróðurssögum um Framsóknarflokkinn eða ein staka Framsóknarmenn og ber langt af hinum fyrri heft um Ófeigs í þeim efnum, þótt slíkur söguburður hafi síst verið skorinn þar við nögl“. Eftir þessa harmtölu reynir Tíminn að vísu að bera sig borginmannlega. — þessi skrif J. J. geri svo sem ekki hundi mein. Það hefir líka verið rjettilega sagt, segir blaðið. „að það fari líkt fyrir Jónasi, er hann beinir vopnum gegn Framsóknarflokkn- um, og Samson, þegar haijn misti hárið. En jafnt leiðin- legt er það samt að sjá þennan forna stríðsmann gegn í- haldi og kommúnisma, leitast við að ljá þessum óhappa- öflum vopn í hendur gegn sínum gamla flokki. Munu all ir gamlir samherjar Jónasar vænta þess, að hann megi komast undan þvílíkri óheillastjörnu sem fyrst“. •k Það er þá orðið svo, að á máli Tímans er Framsóknar flokkurinn orðinn hinn „gamli flokkur“ Jónasar Jónsson ar, og Framsóknarmenn hinir „gömlu samherjar“ hans. Það kann að vera rjett, að J. J. sje búinn að missa sitt pólitíska „Samsonar“-hár, og krafturinn þar með allur á þrotum. En þeir flokksbræður hans við Tímann, sem kalla hann að vísu nú sinn „gamla samherja“ ættu að huga að því, hvort ekki sje þá um leið farið að sjá í póli tískan skalla á Framsóknarflokknum í heild. ★ Þessi flokkur hefir nú orðið að einskonar steingerfingi í pólitísku lífi þjóðarinnar, þegar stærst viðfangsefni bíða hennar á örlagaríkustu tímum í sögu þjóðarinnar. Þar er hreinlega komið rot í ,,Samsonar“-hárið. ★ Það verður nú hlutverk þessa flokks, þegar nýjá árið fer í hönd, og stjórnin og stuðningsflokkar hennar munu einbeita sjer að viðfangsefnum framtíðarinnar, að verða öllum til leiðinda með ómerkilegri stjórnarandstöðu, sem leggur af daun þeirrar innri rotnunar, sem flokkurinn er nú haldinn af. , ★ Meðan þjóöin væntir sjer mikils af viðleitni stjórnar- innar'og stuðningsflokka hennar til atvinnulegrar ný- sköpunar í þjóðlífinu á komandi ári, eru ráðamenn Fram sóknar að bera saman bækurnar um það, með hverjum hætti þeim megi takast að hindra þessi áform. ★ En „Samsonar”-hárið er farið að fúna. Einu sinni var. Einu sinni flaut þessi flokkur á sjerrjettindum og forrjett indum á afli hins póíitíska ,,Samsonar”-hárs, er fjell um herðar flokksins og gæðinga hans. Nú dugar ekki lengur • slíkt flokkslegt undraafl. Raunveruleikinn segir til sín. Þjóðin þarfnast alhliða viðreisnar, sem byggist á heill al- mennings, en ekki flokkslegum sjónarmiðum. Getur valdið I þriggja nránaða ítöí LONDON: irerfræðingar í I Washington álíta, að sókn' Rundstedts hafi yerið mjög' djarft fyrirtæki, en einnig hættulegt. og gæti ekki rask- að áætlun bandamanna um, • meira en þriggja mánaða, skeið. Talið var að Þjóðverj- ar ætluðu sjer að sækja framj um 75—90 km. með skrið- drekum sínum, en svo gæti far ið, að þeir hefðu ekki annað upp úr sókninni, en að gefa bandamönnum færi á að um- kringja framsveitir sínar. (Dally Telegraph) Funtlur Suðurnesjamanna FJELAG Suðurnesjamanna í Reykjavík hjelt almennan fje- lags- og skemtifund í Tjarnar- café fyrir nokkru síðan. Er það annar skemtifundur fjelagsins á þessum vetri, og var húsið fullskipað. t Að loknum almennum fund- arstörfum skemtu þeir bræð- urnir Ársæll og Magnús Árna- synir með upplestri og franri- sögn. Síðan fór fram samleik- ur þeirra Þórhalls Árnasonar á celló og Eggerts Gilfer á pí- anó. Var skemtiatriðunum tek- ið með miklum fögnuði. j Þá fór fram bögglauppboð og gekk það mjög vel og var andvirðinu varið til stofnunar Framkvæmdasjóðs fjelagsins, jer nota á í framtíðinni til ým- issa menningarmála á Suður- nesjum, er síðar verður tekin nánari ákvörðun um. Fjelagið ráðgerir að halda jólatrjesfagnað fyrir börn fje- lagsmanna hinn 3. janúar n.k. í Tjarnarcafé. Nýársfagnaður fjelagsins 'verður haldin nað Hótel Borg laugardaginn 13. janúar n.k. (\Jíl?vet'ji ólnjar: i jr ilcitjleqa Ííjina Skipafjón Norð- Samgöngurnar við * Ameríku. SAMGÖNGURNAR við Amer- íku eru hið mesta vandamál, sem enn hefir ekki verið leyst úr. Vöruflutningar þaðan og þang að ganga að vísu greiðlega og er það að þakka því, að Eimskipa- fjelaginu hefir tekist að fá leigð aukaskip. En skip til farþegaflutnings vantar svo að segja algjörlega og því miður lítil líkindi að úr ræt- ist fyrst um sinn. Ekkert hefir heyrst um það, hvernig ríkis- stjórninni gengur að fá bætt úr vandræðum, sem af þessu stafa, en hún mun hafa haft málið til rækilegrar athugunar. manna Frá norska blaða- fulltrúanum. „ORUSTAN um Atlantshafið er unnin“, ritar Arne Sunde, siglingamálaráðherra Norð- manna. „Fiestar skipaleþtir komast nú leiðar sínnar án nokkurs tjóns. Sex fvrstu mánuði þessa árs misti norski verslunarflotinn alls fimm skip og sex Norðmenn fórust. Að því er vitað er hefir tjómð sex síðari mánuði ársins | aðeins verið tvö skip og þrír I menn. En fyrr í stríðinu höfðu 1 Norðmenn beðið mikið afhroð j hvað kaupskipaflotr.num snert- ir: 1940, eflir innrásina 9. apríl var tjónið 650.000 smálestir,1 1941 6Q0.000 smál., 1942 1.000. | 000 og 1943 400.000 smál. Fyrstu. 8 mánuði ársins 1942, i þegar kafbátahernaðinum var aðallega beint að ströndum Ameríku, mistu Norðmenn eilt skip annan hvern dag. Á árijn- I um 1941—1943 mistu þeir einn ■ m?nn á hverja 1000 smál, Heppilegasta lausnin. HEPPILEGASTA lausnin væri vafalaust, að komið yrði á föst- um flugsamgöngum milli íslands og Ameríku og til þeirra ferða yrðu notaðar flugvjelar, sem gætu bæði flutt póst og farþega, því póstflutningarnar eru enn í mesta ólestri og verða, þangað til komið verður á flugpósti á milli landanna. Því verður vart lengur trúað, að íslenskir ráðamenn hafi algjör lega vanrækt, að reyna að fá fast ar flugpóstsamgöngur milli Bandaríkjanna og íslands og er þá næst að halda, að Bandaríkja- stjórn hafi ekki sjeð sjer fært að verða við óskum íslendinga í þessum efnum. Að sjálfsögðu getum við ekkert heimtað í þess- um efnum og verðum að hafa það, ef Islendingar eru settir skör lægra, en aðrar þjóðir, sem notið hafa um lengri tíma og njóta enri flugpóstsamgangna við Banda- ríkin. • í strætisvögnunum. NOKKRAR umræður hafa orð ið um hegðun fólks í strætisvögn um bæjarins. Maður nokkur hef ir ásakað unglinga fyrir slæma framkomu og ljótann munnsöfn uð á ákveðinni strætisvagnaleið. Einn af unglingunum hefir svar að og telur riianninn fara með ýkjur. Til þess að kynnast þessu af eigin reynd, tók jeg mjer far með strætisvagni austan úr bæ. Valdi ferð af handahófi og skifti síðan um vagn í miðbænum og ók vest ur í bæ. Árangurinn af þessum ferðum var alt annað en glæsileg ur og því miður ekki æskunni okkar í vil. • Illa uppalið smáfólk. SMÁFÓLKIÐ í strætisvögnun- um hegðaði sjer ekki þannig að til fyrirmyndar væri. Strákar innan við fermingu ruddust upp í vagnanna á millistöðvum, stund um nokkuð háværir og með galsa. En það var ekki það versta. Þeir kunnu stundum fæst ir fótum sínum forráð, og kom það all-óþyrmilega niður á fót- um hinna eldri ferðalanga. — Strákarnir tróðust áfram yfir hvað sem var og hlömmuðu sjer niður í auð sæti, ef nokkur voru. Varla kom það fyrir á þessari ferð gegnum endilangan bæinn, að unglingur stæði upp úr sæti fyrir eldri konu, eða karlmanni. Var raunalegt að sjá fullfríska unglinga sitja makindalega í stólum strætisvagnanna, en gamlar og stundum augsýnilega veikburða konur, hanga utaní stólum og kastast til, er vagninn beygði, eða hossaðist á ójöfnum götunum. Hitt verð jeg að segja, að ekki varð jeg var við ljótt orðbragð samferðamanna minna, hvorki ungra nje gamallra. • Ekki börnunum að kenna. EN ÞAÐ er ekki rjettmætt að skamma unglingana fyrir fram- ferði þeirra í strætisvögnunum, |nje annarsstaðar á almannafæri. Börnin læra málið af því að það , er fyrir þeim haft. Það er upp- j eldinu, eða uppeldisleysinu einu um að kenna, ef börnin haga sjer öðruvísi, en þau ættu að gera. Frekja barna og unglinga og virðingarleysi fyrir hinum full- orðnu stafar af því, að börnin hafa ekki lært annað og telja að sjer leyfist sú framkoma, Eigi einhver skilíð skammir fyrir framkomu barna, sem ekki I kunna almenna mannasiði, eru , það foreldrar og kennarar þeirra. • Óþrifaleg meðferð matvöru. MIKIÐ HEFIR færst í betri átt öll meðferð matvöru hjer í þess- um bæ hin síðari árin. Þarf ekki annað en að sjá aðbúnaðan all- an í betri matvörubúðum bæj- arins og bera saman við gömlu verslanirnar, þar sem öllu ægði saman, ætu og óætu. Hin síðari ár hafa verið settar hjer á stofn matvörubúðir, sem eru okkur Reykvíkingum til sóma og sem standast ströngustu kröfur nútímans, hvað hreinlæti og smekkvísi snertir. En því miður eimir sumsstaðar eftir af hinum gamla sóðaskap. (Eitt dæmi um það sagði mjer húsmóðir hjer í bænum á dögun- um. Hún átti erindi í fiskverslun eina austur í bæ. Er hún kom inn í verslunina, sá hún unglings- pilt, sem var að skola af gúmrní vaðstígvjelunum sínum í keri einu miklu á gólfinu. Frúnni fanst ekkert athugavert við það í sjálfu sjer. Það var ekki um að ræða, að nýr fiskur væri á boð stólum og húsfreyjan bað því ura útbleyttan saltfisk. | En ekkert varð úr kaupum, er hún sá að unglingurinn, sem ; hafði sýnt hreinlæti sitt við gúmmístígvjelaþvottinn veiddi 1 saltfiskinn upp úr kerinu, sem hann hafði notað við stígvjela- þvottinn. Þó að saga þessi sje eins- dæmi, því flestar fisksölubúðir eru nú orðnar hreinlegar, þá er slíkur sóðaskapur augsýnilega til ennþá. — Og ljótt er að heyra. íslensk framleiðsla ódýrari erlendis. FYRIR SKÖMMU hitti jeg Lundúnabúa, sem hjer er stadd- ur. Hann fór að tala við mig um 1 íslensk börn, sem hann var mjög j hrifinn af og í því sambandi mint ! ist hann á barnapokana úr gæru ! skinni, sem hjer má sjá svo að segja í hverjum einasta barna- ! vagni. — Þessir gærupokar fyrir ung ' börn eru skemtilegir, sagði hann. Jeg er viss um að þeir gætu orð ið hin besta útflutningsvara fyrir ykkur íslendinga. Það er ábyggi j lega góður markaður fyrir þá í Englaftdi“. En síðan bætti hann . við: „Jeg var að hugsa um að kaupa slíka poka hjer fyrir ' venslafólk. mitt, en komst að raun um, að þeir eru dýrari hjer, en í London, en þar er nýbúið að opna verslun, sem selur íslensk skinn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.