Morgunblaðið - 30.12.1944, Qupperneq 12
12
RITSTJÓRAK Dágs á Ak-
toreyri~ hætta störfum við blað.
ið frá áramótum.
Blaðið Dagur á Akureyri,
aem ót kðm í morguny til-.
kymtti að frá 1. jan, n.k.
mynrlu hætta við ritatjörnl
hiaasins J»eir Ingiraar Eydal
o.g Júhann F'rímann. —- Mun
ITaukur Snorrason (Sigfnsson-
ar skólastjóra), sera verið hef-
ir meðritstjórir • Ðags, verða
einiiA’itstjóri biaðsíns*
Þeir Ingimar og Jóhann munu
Jk» skrifa í blaðið öðru hvoru.
Ingimar Eyttal hefir gengfc
ritstjórnarstarfi við Dag í 22
ár og segir blaðið hann jafn-
an hafa verið einn af mikil-'
vægari hlaðamönnum lambin^
ug iiumj í næsta hlaði rit-
rrta rsta r fs hans vojtða
r»ru nst.
HttWitÖtð
Frá innrásinni á Leyle
iSiróilamenn í Ól-
afsiirði byggja
sundlang
Frá aðalfundí íþrótta-
fjelagsins Sameining.
Aðalfundur íþróttafjelagsins
Sameining, Ólafsfirði, var hald
inn 10. des.
Aðalstarf fjelagsir.s á s. I. ári
iliefir farið í það að koma upp
sundlaug. Er hún vel á veg kom
in og verður fullgerð á næsta
vori eða fyrri hluta sumars. Er
í>etfca útisundlaug, 8x25 m. að
stærð og með stórum og íull-
koranum búníngs- og baðklef-
um, gufubaðstofu, ásamt kenn-
araherbergi o. fl. Er laugin og
húsín við hana alt svo vandað
sem frekast er unt og fiefir ekk
ert verið til sparað að gera það
ált sem best úr garði, Laugin
fær heitt vatn frá Hitaveitu Ól-
afsfjarðar. en það voru einmitt
íþrdttamenn sem tóku sig til fyr
ir nokkrum árum og grófu upp
og sameinuðu þær heitu upp-
sprettur á Garðsdal, sem Hita-
veitan fær vatn frá.
Aætlað er að laugín kosti upp
komín rösklega 200 þús, kr. —
Fundurinn ákvað að fjelagið
byrjaði svo fljótt sem unt væri
á að koma upp íþróttavelli, þeg
a> honum hefir endanjega ver-
ið ákveðinn staður á skipulags
uppdrætti kauptúnsins. Þá á-
kvað fundurinn að fjelagið legði
fram 25 þús. ks. til samkomu
Jiúss, sem ráðgert er að byggja
á næstunni, gegr, því að fá þar
húsnæði fyrir starfsemí sina,
inniíþróttir o. fl.
r stjórn f jelagsins voru kosin:
Fovmaður, Stefán Óiafsson og
meðstjórnendur Brynjólfur
Svetnsgon, Guðmundur Þor-
steíusson, Anna Gunnlaugsdótt
ir, Randver Sæmundsson, Sig-
valdi Þorleifsson og Ásgrímur
Hartmannsson
A eftir fundinum var kvöld-
skemtun, m. a. fimleikasýning
undir stjórn Björns Stefánsson-
ar, kennara, upplestur, gaman-
IeoI-.ur og loks dans.
FYRIH NOKKRU gerðu Bandaríkjamenn undir stjórn Mac Arthurs hershöfðingja, innrás
á Levte-e.v, Filipsíyjum. Settu þeir þar á land afar fjölment lið og er mynd þessi tekin rjett
eftir að fyrstu sveitirnar gengu á land af innrásarskipunum.
Símagjöld stórhækka eftir áramót
NIJNA UM áramótin hækka
símaafnotagjöld um 50% frá
því sem verið hefir, svo og
símtalajfjöld milli landsíma-
stöðva og símskeytagjöld inn-
an lands. Þá hækka og öll upp-
setningar-, flutnings- og við-
tökugjöld um 100%.
Undanskilin eru afnotagjöld
fyrir aukatalfæri, aukabjöllur,
tengla og miðstöðvarborð ásamt
tilheyrandi talfærum. Gjald
fyrir umframsamtöl við sjálf-
vírku stöðvarnar í Reykjavík
_og; Hafnarfirði 'verða þó 10
aurar. Þá hækka símtöl milli
landsímastöðva um vegalengd
yfir 475 km. ekki nema 25%.
Nær þetta til fjarlægustu lands
hluta, eins og t. d. Austfjarða.
Símskeytagjöld við útlönd
hækka ekki, svo og ýms smá-
útgjöld, eins og t. d. leiga á
loftskeytatækjum til skipa o.fl.
Skrifstofustjóri Landsímans,
Friðbjörn Aðalsteinsson og
Gunnl. Bríem símaverkfræð-
ingur skýrðu blaðamönnum
frá þessari hækkun í gær.
Kváðu þeir hana nauðsyn-
lega, ef síminn ætti að geta
staðið straum af rekstrarkostn
aði sínum og jafnframt komið
upp nýjum símamannvirkjum,
sem nú er mikil þörf fyrir, víðs
vegar um landið. Undanfarin
ár hefir sírninn ækki staðist
kostnað af rekstrinum. Nam sá
greiðsluhalli árið 1942 um 8Q0
þús. kr. og um 900 þús. 1943.
Vegna þessa voru tekjur land-
símans hækkaðar á fjárl. fyrir
1945 um 3 milj. kr. og er sam-
kvæmt því 13.5 milj.
1500 manns híða eftir
síma í Reykjavík.
Hjer í Reykjavík er sjálf-
virka stöðin þegar orðin alt of
lítil og eru 1500 þegar komnir
á biðlista. Er langt síðan að
landsíminn gerði pöntun á 2000
símanúmerum frá Svíþjóð.
Reynt hefir verið að fá þau
Miklar framkvæmdir
landsímans
Tilfinnanlegur efnis-
skortur
flutt þaðan, en ekki tekist enn.
Auk þeirra 1500, sem bíða eft-
ir síma, hafa margir fengið
millisambönd. sem eru til mik-
illa óþæginda og þurfa að
hverfa.
Mannvirki úti á landi.
Utan Reykjavíkur er verið
að reisa eða verður farið að
reisa mjög bráðlega ýms síma-
mannvirki. í Hrútafirði verður
reist símahús og einnig í Borg-
arnesi og Vestmannaeyjum á
næsta ári. — Þá þarf að
stækka stöðvarhúsin á Akra-
nesi og Siglufirði. Einnig verða
fjarstýrð tæki sett upp í Vest-
mannaeyjum og á ísafirði, en
þau hafa reynst vel hjer í
Reykjavík og á Siglufirði, þar
sem þau hafa verið tekin í
notkun. Eru þau höfð til þess
að losna við truflanir í bæj-
unum.
Þá verða nýjar langlínur
lagðar um Strandirnar og frá
Grímsstöðum á Fjöllum yfir
Möðrudal að Skjöldólfsstöðum
lá Jökuldal.
'
i
jTekjuaukning um helm-
iingi minni en aukin
útgjöld.
Eins og áður er tekið fram,
hefir allur reksturskostnaður
símans stóraukist. T. d. hefir
sumt efni, eins og staurar, átt-
faldast og öll vinna hefir fimm
faldast síðan fyrir stríð. Afnota
gjöld til símans og aðrar tekj-
ur hafa þó á sama tíma ekki
nema þrefaldast. Þá hefir ver-
ið ákveðið að veita ríflegra en
áður tií sveitasímanna.
Efnisskortur veldur
stórvandræðum.
Sjávarþorp og kaupstaðir,
sem þotið hafa upp á síðustu
árum, eru nú að sprengja alt
símakerfi utan af sjer. Þaðan
berast kvartanir og háværar
kröfur, en meðan slíkrur efnis-
skortur er ríkjandi hjá land-
símanum, er ekki hægt að leysa
úr þeim vandræðum. Landsím-
inn hefir ekki fengið nein ný
talsímatæki erlendis frá í meira
en hálft annað ár. Víða úti um
land eru t. d. stöðvarnar til-
búnar að öðru leyti en því, að
þau tæki vantar.
Jarðsími til Akureyrar.
Þá er þegar hafinn undirbún
ingur að lagningu jai’ðsímalínu
til Akureyrar, sem er einn lið-
ur í þeirri þróun að koma síma
lögnum um landið í það horf,-
sem til frambúðar verður. í
sambandi við þessa línu eru
símáhúsin í Borgarnesi og
Hrútafirði reist.
Albanir og Búlgarar,
London: — Fregnir frá Norð
ur-Grikklandi herma, að þang
að komi stöðugt Albanir og
Búlgarar. Eru þeir hinir her-
skáustu og ganga í lið. með
hinura ýmsu grísku skæruflokk
um. Talið er, að um 3000 Búlg-
arar sjeu þegar komnir til
landsins.
Laugardagur 30. des. 1944
Fjöfsóft knaltspyrnu
námskeið að Reykja
skóla og Hvanneyri
AXEL ANDRJESSON, sendi-
kennari L S. í. í knattspyrnu
og handknattleik, hefir nýlega
lokið tveim námskeiðum, öðru
að Reykjaskóla í Hrútafirði og
hinu að bændaskólanum á
Hvanneyri. Voru bæði vel sótt
og útiæfingar daglega.
Að Reykjaskóla voru þátt-
takendur í námskeiðinu 80, 53
piltar og 27 stúlkur. Fjell þar
ekki kensla niður einn einasta
dag, og voru hafðar stöðugar
útiæfingar. Að námskeiði loknu
var Axel haldið samsæti og
færðar gjafir; ennfremur flutti
einn nemandi skólans honum
frumsamið kvæði. Nokkru áð-
ur Hafði Axel haldið sýningu í
skólahum og komu þangað 200
manns víðsvegar að.
Að Hvanneyri voru þátttak-
endur 70, og var þar einnig æft
úti daglega, og einnig þar var
kennarinn kvaddur með sam-
sæti. —•
Næst mun Axel fara að Hól-
um, en síðan að Reykholti, og
svo er ætlunin, að kappmót
milli allra þessara fjögurra
skóla fari fram í vor að Reyk ja
skóla. Mun það verða kvik-
myndað að tilhlutun í. S. í.
Ljet bana 10.000'
andslæðingum
LONDON: — Einn af leiðtog-
um EAM og ELAS flokkanna
í Grikklandi, hefir verið ákærð
ur fyrir að hafa látið myrða 10
þúsund stjórnarandstæðinga í
hjeruðunum á Peloponnesskaga
— Einnig ljet hann drepa fólk
af borgarastjett. Maður þessi,
sem nefnist Ares Veloukhiotis,
hefir áður setið lengi í fang-
elsi fyrir misþyrmingar á
mönnum og skepnum.
Ákærurnar eru bornar íram
af embættismanni einum, Kan-
ellopoulos, sem fór huldu höfði
um hjeruð þessi, meðan ósköp
in gengu á.
(Daily Telegraph).
De Gaulle kveður
menn lil vopna
London í gærkveldi:
FRANSKA stjómin kom sam-
an á fund í dag, og var De
Gaulle hershöfðingi í forsæti.
— Var á fundi þessum tekin
ákvörðun um að kveðja til
vopna árganginn 1943, nú þeg-
ar og einnig að gera allar nauð
synlegar fáðstafanir til þess að
búa allan franska herinn nýj-
um og bétri vopnum, en hann
hefir nú.
Talið er að þessu verði flýtt
eins mikið og með nokkru móti
er mögulégt.
— Reuter.
Greifar og barónar.
Londön; — Tilkynt hefir ver
ið í Bruxelles, að Belgíustjórn
hafi skipað Robert Silvercruys
barón sem sendiherra í Was-
hington, en að þá láti af störf-
um þar sem sendiherra Robert
Vanderstraaten Ponthoz greifi.