Morgunblaðið - 31.12.1944, Page 12

Morgunblaðið - 31.12.1944, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunr.udagur 31. des. 1944 Sjötug. L ■ Margrjet K í DAG er gamlársdagur hald- inr hátíðlegur. En á Hrefnugctu 10 er n\ ársdagur. Frú Mai - grjet K. Jónsdóttir á sjötugsaf- mæli. Á jeg von á því, að hjá henni verði harla-gestkvæmt, því marga á hún vini og kunn- ingja í öllum áttum. Og það er engin hætta á því, að þeir, sem þangað koma, hitti fyrir neitt gamalmenni, þar sem frú Mar- grjet er, því að á því heimili er það yfirleitt ekki siður að eld- ast. Frú Margrjet er hress upp á fótinn, fjörug í tali, glaðvær og hláturmild, alveg eins og jeg man eftir henni fyrst. En það var, þegar hún áiti heima á Djúpavogi, og börnin hennar voru leiksystkin okkar bræðr- anna. Var þá oft glatt á hjalla á heimili hennar, og ekki feng ist um, þótt ærsl og hávaði fylgdi slíkum samverustund- um. Einhvern veginn rámar mig i, að húsmóðirin sjálf ætti það ti'l ,,að snúa við og verða eins og barn“, og laKa þált í leikjunum með okkur. Frú Margrjet er dóttir sjera Jóns Guttormssonar í Hjarðar- holti í Dölum, og Guðlaugar Jónsdóttur konu hans.Voru þau hjón af kunnum presta- og bændaaettum á Austurlandi. Og það átti fyrir frú Margrjeti að liggja' að xlytja austur, til nágrennis við fornar ættar- slóðir. Þegar Jón læknir bróðir hennar, átt.i heima á Vopna- firði, fór hún austur til hans. Þar giftist hún Þórarni Birni Stefánssyni, er var bóndasonur úr Vopnafirði, en gekk ungur í þjonustu Övum & Wulffs versl- ananna, sem austfirðingar kalla Ömúlfsverslanir. Varð Björn verslunarstióri þeirra á Diúpa- vogi og síðar á Vopnafirði, uns þau fluttust til Reykjavíkur. Það þurfti bæði röggsemi og hö/ðingslund til að veita for- stöðu ,,faktorsheimilinu“, sem var verslunarmiðstöð stcrra b^'gðalaga. SJík heimili voru sjálfsögð gistihús, ekki síst í kauptíðinni, vor og haust. Munu þeir margir, sem á þeim tímum þáðu greiða og gistingu hjá þeim Birni og frú Mar- grjeli, enda hafa þau verið vin sæl af öllum almenningi. En frú , Jónsdóttir Mcrgcjet hefir þó ekki tak- markað starf sitt við heimilið sitt. Hún átti mikinn og góöan þátt í því að auðga fjelagslíf og /ncnnmgu taæði á Diúoavogi og Vopnafirði. Jeg man, að á Djúpavogi kendi hún söng við barnaskolann og ljek sjálf á harmonium . Mun hún feinnig hafa átt mikinn þátt í að „drífa upp" smáleiksýningar þar. þær fyrslu, sem jeg man eltir. Ann- ars var Djúpavogur lánssamur að því leyti, að þar naut síðar við annarrar kaupmannskonu, sem lagði mikið á sig við að standa fyrir leiksýningum og hvalti unga fólkið til slíks með ráðum og dáð. Það var frú Guð laug Eiríksdottir, sem nú á einnig heima hjer í bæ. Frú Margrjet er vel mentuð kona. Góða undirstöðu hefir hún hlotið í föðurhúsum, en var síðan tvo vetur á Ytri-eyj- ar-kvennaskóla. Af náinni við- kynningu við ýmsar aðrar kon- ur, sem þar nutu mentunar, skilst mjer að sá skóli hafir haft mikil og holl uppeldisleg áhrif og verið nemendunum góð hvatning til að hafa menningar áhrif á umhverfi sitt. Frú Mar- grjet hefir jafnan verið bók- hneigð. IJún er fróð um ættir, og hefir mjer virtst hún hafa áhuga á persónusögu og sjer- einkennum fólksins, engu síð- ur en nöfnum þess. Hún er hug- sjónamaður og hefir lagt mörgu góðu málefni lið, þar sem áhrif hennar náðu til. Bindindismál- um er hún einlæglega hlynt og starfaði lengi í Góðtemplara- reglunni á Austurlandi. í trú^ arefnum er hún frjálslynd og sálarrannsóknirnar hafa ávalt verið henni mikið hugðarefni. Börn þeirra Björns og frú Margrjetar eru Jón málara- meistari, Stefán Gunnlaugur, skrifstofustjóri hjá Sjóvátrygg- ingafjelagi íslands, Margrjet bankamaður, Þórarinn verslun- armaður og Guðlaug skrifstofu mær. — Hinir fjölmörgu vinir fjöl- skyldunnar munu í dag óska frú Margrjeti til hamingju og óska henni góðrar framtíðar. Jakob Jónsson. Framh. af bls. 9 um fyrir hið sama og telur þá fjárglæframenn, er eigi sjáist fyrir nje kunni fótum sínum forráð. Þá vítir blað stjórnar- andstæðinga þá ríkisstjórn, sem er nýtekin við völdum, fyrir fjárskort ríkissjóðs, sem stjórn in getur þó enga ábyrgð borið á, en jafnframt flytur Fram- ósknarflokkurinn hverja tillög una af annari um ný, stórfeld útgjöld úr ríkissjóði o. s. frv. Er slík „konungleg stjórnar- andstaða" aumari en menn eiga að venjast, enda lítið mark á henni tekið. En fyrir það er hún fremur lítið lofsverð, að þessum brögðum er beitt gegn þingliði og stjórn, sem tekið hefir upp þ_á baráttu, sem all- ir viybornir og velviljaðir menn hljóta að vona áð lánist, beinlínis vegna þess, að á því veltur að miklu um heill og velferð íslendinga um langan aldur. Stjórnarflokkarnir þykjast vita, að forystumenn Framsókn arflokksins muni halda áfram að rífast. Er það engin „ný- sköpun“, heldur gamall ,,iðn- rekstur" þessara manna, sem áreiðanlega fær ekki fullnægt þeirra flúnkunýja kjörorði: „Alt verður að bera sig“. Stjórrfarliðar ættu því að láta þetta Framsóknarfyrirtæki í friði, en einbeita getunni að já- jcvæðum átökum í þágu ný- sköpunarinnar. Það er þarfari iðja og fyrir þá, sem hugsa um heill og velferð þjóðarinnar, „ber hún sig“ líka vafalaust betur en persónulegt nagg, skætingur og skammir, þótt „konunglegt" sje kallað. STJÓRNARLIÐUM er Ijóst, að samstarfið er mörgum vandkvæðum háð. Ekki vegna þeirra málefna, sem um var amið; þau eru rjettmæt. Fyrir þeim eru flestir framsæknir menn fúsir að berjast. En auð- vitað hljóta ýmsir örðugleikar að verða á veginum jafnólík sem sjónarmið flokkanna eru 1 grundvallarefnum. Samt sem áður er þess vænst, að samstarfið fari vel úr hendi. Öllum, sem að því standa, er það mikið áhugamál. Okkur er vel Ijóst, að fari það út um þúf- ur, er óvíst eða jafnvel ólík- legt, að takast megi að mynda þingræðisstjórn í landinu, hvað þá sterka stjórn. Það vita íslendingar nú orðið hvað þýð- ir. Hjer er því í húfi eigi að- eins rjett hagnýting fjármun- anna, hjer er eigi aðeins bar- ist um velsæld eða fátækt, það er sjálf þjóðskipanin, — þing- ræðið og lýðræðið í hinu ný- endurreista lýðveldi, sem í hætlu er. Ef til vill sjálft þjóð- frelsið, ef jlla tekst til. Það er því einlægur ásetn- ingur stjórnarliða, að standa fast saman um þingræðisstjórn og framkvæmd málefnasamn- ingsins. Þessu held jeg, að megi trgysta. Hitt er svo annað mál, og þessu óskylt, að enda þótt ein- lægt samstarf ólíkra flokka á sviði stjórnmálanna verði um skeið skilyrði fyrir að Islend- ingum megi vel farnast og því gleðiefni, að til þess hefir ver- ið stofnað, þá megnar þó -eigi slíkt samstarf að tryggja þjóð- inni farsæld og velgengni. Það getur svo margt orðið á leið okkar, sem við ráðum ekki við, jafnt í atvinnu- sem fjármála- lífinu, að eigi sje um annað rætt. En altaf varðar þó miklu, hversu snúist er við örðugleik- unum, svo að jafnvel þar, sem getan er takmörkuðust, er þó samstarfið til blessunar. ★ ÞEGAR við Sjálfstæðismenn á þessum merku tímamótum lítum um öxl, höfum við mikla ástæðu til að fagna. Alt það, er við skráðum efst á skjöld okkar á landsfundin- um 1943, hefir nú ýmist ræst að fullú, eða er vel á vegi statt, Lýðveldið er endurreist. Þjóðareining hefir náðst, er nægir til þess að rjetta virð- ingu Alþingis, stjórna landinu og hrinda því í framkvæmd, er mestu varðar. Og loks þriðja höfuðmarkið: Nýsköpun atvinnulífsins nálg- ast. Sjálfstæðisflokkurinn hefir unnið heiðarlega og kappsam- lega að öllum þessum stórmál- um, og á sinn þátt í- sigrunum. Við horfum vonglöðum aug- um fram á leiðina og vonum, að góáur og einlægur ásetn- ingur stjórnarliða og gifta lands og.þjóðar sigri. Sá sigur er sigur hins end- urreista unga lýðveldis, sígur íslensks sjálfstæðis, sigur ís- lensks menningarríkis. I þeirri fylkingu vilja allir sannir Sjálfstæðismenn standa og berjast eftir því sem með þarf. ★ ÍSLENDINGAR kveðja þetta mikla ár í sögu sinni með ein- lægu þakklæti í huga. — Þær þakkir ná einnig til ríkis- og herstjórna okkur vinveittra þjóða og hinna ágætu fulltrúa, er hjer fara með umboð þeirra. Islendingar fagna endurheimlu frelsi og heita því að vernda það og styrkja eftir fremsta megni. — Þeir vona, að þeirra bíði björt framtíð og óska þess af alhúg, að á árinu, sem nú er að renna upp, megi ljetta af mannkyninu hinu ægilega böli, er hrjáð hefir það • að undanförnu meira en orð fá lýst. Þingmannakaup aukið. London: Kaup þingmanna í- neðri málstofu breska þingsins verður hækkað úr 450 stp. á ári upp í 500 stp. (Úr 11.700 ísl. kr. og upp í 13.00. Þá er aukið nokkuð kaup þeirra þing manna, sem eru í löggjafaráð- inu. Verslimin Þórelfur óskar öllum viðskiflavinum sínum <i> <*x^<í>^x$x$xí^x$^xS>^xí>^x$xJx$xíxSxíxí>^x$x$><íxíx$x$xíx$>^x$x$>^x$x^<$x$x$x»^xíx$>^xS> X-9 Effir Roberl Sform K VEAH í WMlUE VOO M£M N WER£ FUMPINÚ L9AD INTO TN£ BACK WARP, TMI6 GUV GUPPED OUT TME S\DE WAV ÁND CgÁWLED INTO . W TME CRBBK! V BLUE'JÁW’S NOT M£PE, JÁC<! ME 41UST MAVg BE£N ONE OF TME TvVO WHO 60T OFF IN THE rzm. CASZ! TMEV WON'T GET FAf?! WE MAVE TME ROAD BLOCKED AT BOTH END6 / Blue-jaw'6 MEN BOLT FPOM THE BE6IE0ED FARMUOUSE IN A DE5PERATE 0ID FOR FREEDOM, BUT ARE MET WITH A DEADLV FUSILLADE OF F.0.1. MACVWNE- - GUN FIRE.r. * AIEÁNWWiLE ...ðEVfcPAL WJNDREÐ VAPDS AV.AS w y VöU SAY ONE OF TME 6ANÖ RAN OVEf? THIS WAV, X-9? C.opr 1D4-1, Krng Foaturcs Syndicate, Inc., World rights res< 1—2) Menn Blákjamma höfðu gert örvænting- arfulla útrás úr umsátinu, en vjelbyssuskothríð lögreglumanna varð þeim mjög skeinuhætt........ Lögreglumaður: Blákjammi er ekki hjer, Jack. Hann hlýtur að hafa verið einn af þeim, sem kom- ust undan í bílnum. — Jack: — Þeir fara ekki langt, við lokuðum yeginum báðumegin. 3—4) Á meðan í nokkur hundruð metra fjar- lægð: Liðsforinginn: Þú segir að einn bófinn hafi hlaupið eitthvað hingað, X-9- — X-9: Já, á með- an menn þínir voru að hreinsa til í bakgarðinum, læddist hann út um hliðardyr og skreið upp í klettana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.