Morgunblaðið - 31.12.1944, Page 16
1G
Sunnudag'ur 31. des. 1944
Verð á prent-
viirnu, bókhands-
linnu oy bóka-
pappír lækkar
VIÐSKIFTARÁÐ hefir á-
kveðið verðlækkun á allskon-
ar prentvinnu, bókbandsvinnu
og öllum venjulegum tegund-
um af bókapappír. Nemur lækk
un þessi á preptvinnu um 8%
og á bókbandsvinnu um 12%.
Gengur hún í gildi, að því er
snertir verk, sem afgreidd
verða frá prentsmiðjum og bók-
bandsstofum eftir 1. jan. 1945.
Lækkun bókapappírs nemur
um 18%.
í tilkynningu, sem verðlags-
stjóri hefir gefið út um þetta,
er skýrt svo frá, að grunnverð
skuli vera samkvæmt verðskrá
Fjelags ísl. prentsmiðjueigenda
frá 1. okt. 1942. Grunnverðið
skal síðan umreiknað með vísi-
tölu 226, en áður var það um-
reiknað með vísitölu 245. Verk,
sem áður hafa verið unnin fyr-
ir lægra verð, en samkvæmt
taxta, mega þó ekki hækka frá
þr sem verið hefir, án leyfis
verðlagsstjóra.
Grunnverð bókbandsvinnu
skal vera samkvæmt verðskrá
Fjelags bókbandsiðnrekenda
frá 1. maí 1942. Grunnverðið
skal síðan umreiknað með vísi-
töiu 175. Nemur sú lækkun um
12%.
Þá má verð á öllum venju-
legum tegundum af bókapapp-
*r ekki vera hærra en kr. 3.60
pc kg., en var áður 4.40 pr.
kg Sje um að ræða sjerstak-
lega vandaðar og dýrar tegund
ir af pappír, getur verðlags-
stjóri þó leyft hærra verð.
Heildsöluálagning á hvers-
i. nar pappír má ekki vera
hærri en 14%.
Við verðlagningu bóka skal
ekki taka tillit til pappírsrýrn-
unar vegna óhentugra pappírs-
stærða, nje heldur annara ó-
eðiilegra kostnaðarliða.
Hannaskiffi í vil-
skiiiaráSi
FRÁ ÁKAMÓTUM verða
mannaskifti í viðskiftaráði,
að tveir nýjir menn
Icóma í ráðið, í stað tveggja
(>: íyiir voru, sem fara.
Þessir koma inn í ráðið:
IJaukur Ilelgason. bankafull—
trúi á ísafirði og Kjartan
Ólafsson, bæjarfulltrúi í Ilafn
arfirði.
En úr ráðinu fara, ]ieir
Oíinnlaugur E. Eriem stjórnar
ráðsftilltrni og Jón Guðmunds
ron, skrifstofustjóri.
Júifus Arnasofl
kaupmaður láiirni
JÚLÍUS ÁRNASON ka«p-
maður andaðist í gærmorgun.
í sjúkrahúsinu á Landakoti
eftir ianga og stranga sjúk-
dómslegu. Þessa rnæta manns
verður nánar getið síðar hjer
í blaðinu.
14YNÐÍRNAR hjer að ofan
>i teknar í sjóorustunni miklu
V Filipseyjar, sem háð var fyr-
skemstu. Sýnir efri myndin
•eríska flugvjelaskipið Prince-
í, rjeít áður en það sökk.
itiskip er hjá,. til að bjarga
innum. — Neðri myndin sýnir
■n af björgunarbátum flug-
elaskipsins og ausa mennirnir
onum af kappi, þar sem hann
lekur.
Leikfjelag, Akureyrar
kemur í heimsókn
Brá3uheimi!ii
Reykjavík
LEIKFJELAG REYKJAVIKUR hefir booið leikflokki Leik-
fjelags Akureyrar hingað til bæjarins og mun flokkurinn leika
hjer Brúðuheimilið eftir H. Ibsen.
Stjórn Leikfjelags Reykja-
víkur skýrði blaðamönnum frá
þessari heimsókn og aðdrag-
anda að henni. Hafði Brynjólf-
ur Jóhannesson orð fyrir
stjórninni og gat hann þess, að
Leikfjelag Reykjavíkur hefði
farið margar leikferðir til
Norðurlands. Sú síðasta var
farin sumarið 1943, og var það
leikritið Orðið, er þá var flutt.
Var þá rætt um heimsókn leik-
flokks frá Akureyri til Reykja-
víkru.
I
Stjórn Leikfjelagsins hefir
nú ákveðið að bjóða leikflokki
Leikfjelags Akureyrar hingað
og mun L. R. kosta för flokks-
ins, svo og alt uppihald, með-
an hann dvelur hjer. ,
Fyrsta sýning á Brúðuheim-
ilinu er ákveðin að verði 29.
jan. n.k. Af skiljanlegum ástæð
um verða nokkrar æfingar
hafðar hjer áður.
Verður ekki hjá því komist,
að hin smærri hlutverk, þá
einkum barna, verði æfð hjer,
þar sem Akureyrarbörnin geta
ekki komið með flokknum.
Frú Gerd Grieg æfði og setti
leikritið á svið þar nyrðra og
mun hún koma með leikflokkn
um hingað. Leikendur aðalhlut
verka eru: frú Alda Möller
leikur Nóru, Stefán Jónsson
leikur Helmer, Júlíus Oddsson
leikur Rank lækni, Jónína
Þorsteinsdóttir leikur frú
Linde, Hólmgeir Pálmason leik
ur Krogstad málaflutnings-
mann, Freyja Antonsdóttir leik
ur Önnu Maríu barnfóstru og
Anna Snorradóttir leikur stofu
þernu.
Þetta- er í fyrsta skifti, að
L. R. býður leikflokki að flytja
viðfangsefni sitt á þess vegum.
— Þessu hefði ekki verið hægt
að koma í framkvæmd, sagði
Brynjólfur, ef húsvörður Iðnó
hefði ekki sýnt fjelaginu þá vel
vild að lána L. R. húsið Óskift
í eina viku. Gert er ráð fyrir,
að Brúðuheimilið verði sýnt
hjer í fimm skifti í röð.
I Þá gat Brynjólfur Jóhannes-
son þess að lokum, að næsta
viðfangsefni Leikfjel. Reykja-
víkur væri nú ákveðið. Væri
það Kaupmaðurinn Feneyj-
um, eftir Shakespeare, í þýð-
ingu Sigurðar Grímssonar. —
Brynjólfur varðist allra frekari
frjetta af leiknum, en gat þess
þó, að leikstjóri yrði Lárus
Pálsson,
— Þegar minst er á æfingar, >
segir Brynjólfur, langar mig að
geta þess, að L. R. hefir nú feng
ið nokkurt pláss í Þjóðleikhús- j
inu til æfinga, en eftir því sem ^
Iðnó verður upptekið til ann- * 1
ara nota, munu æfingar allar
fara fram í þessum nýju húsa-
kynnum, en hingað til höfum
við verið í miklu hraki með
húsnæði til æfinga. I
KAUPLAGSNEFND hefir
reiknað út húsaleiguvísitöluna
fyrir tímabilið 1. janúar 1945
til 31. mars 1945, og reyndist
hún vera 136 stig.
Húsaleiguvísitalan verður
því óbreytt fyrstu þrjá mánuði
næsta árs frá því sem hún var
síðustu þrjá mánuði þessa árs.
Sigríður Sigurjéns-
læiur ai for-
sijórasiöðu Sund-
hallarinnar
SIGRÍÐUR SIGURJÓNS-
DÓTTIR, forstjóri Sundhallar-
innar, lætur af störfum á morg
un. Hinn nýi forstjóri Sund-
hallarinnar verður Þorgeir
Sveinbjörnsson, er verið hefir
framkvæmdastjóri I. S. I. —
Hann er fæddur 14. ágúst 1905
að Efstabæ í Skorradal.
Sigríður Sigurjónsdóttir hef-
ir verið forstjóri Sundhallar-
innar í um 2 ár, en sagði starfi
sínu lausu á s.l. sumri. — Reyk-
víkingar munu sammála um,
að hún hefir leyst starf sitt af
hendi með hinni mestu prýði
og röggsemi.
(airoux sendiherra
í Moskva
CATROUX hershöfðingi hef-
ir af De Gaulle verið skipaður
sendiherra frönsku stjórnarinn
ar í Moskva, og mun innan
skams fara þangað austur. —
— Reuter.
Stjórn heimavíg-
stöðvanna sendir
nýárskveðju
STJÓRN heimavígstöðvanna
í Noregi hefir sent svohljóðandi
nýárskveðju til allra Norð-
manna, sem staddir eru ’utan
Noregs.
I tilefni áramótanna, sendir
stjórn heimavígstöðvanna kveðj
ur sínar til allra Norðmanna er
lendis, til konungsins, stjórnar-
innar, hermannanna, sjómann-
anna og allra, sem berjast f.vrir
frelsi Noregs.
Á hinu liðna ári hafa orðið
straumhvörf í styrjölóinni —
Harðstjóm Nazista hefir fengið
banasár, og flestar kúgaðai
þjóðir álfunnar hafa fengið
frelsi. Norski fáninn blaktir nú
yfir norskri grund- En miklar
fórnir hafa verið færðar til að
frelsa þann landshluta. Margir
af sjómönnum okkar, flugmönn
um og hermönnum, hafa fórn-
að lífinu í baráttunni.
Vjer heiðrum minningu
hinna föllnu og beygjum oss
í djúpri lotningu fyrir barátíu
þeirra og fórn. Nýtt erfiði og
fórnir bíða okkar, sem enn er-
um uppistandandi. Vjer viturri,
að þið, sem erlendis eruð, er-
uð viðbúnir. Vjer sem heima
erum lofum að leggja fram
vorn skerf í lokabarátlunni, —;
hvað sem það kostar, fyrir
frelsi Noregs. Og vjer erum
þess fullvissir, að á árinu 1945,
munum vjer mætast til þess
að hefja endurreisnarstarfið
fyrir frjálsri og hamingjusamii
þjóð Noregs.
Rausnarleg gjöf li!
Mæðraslyrks-
nefndar
Mæðrastyrksnefndinni barst
á laugardag eftirfarandi nafn-
laust brjef, frá konu utan af
landi:
„Mæðrastyrksnefndin,
Reykjavík.
Mig hefir oft langað til að
þakka gott og óeigingjarnt starf
yðar fyrir fátækar, umkomu-
lausar mæður.
Með yðar blessaða mannkær-
leika starfi hafið þjer þerrað
margt sorgmæddrar móður tár.
Jeg, sem er margra barna
móðir, finn þann yl, sem frá
starfsemi yðar starfar og lang-
ar nú á fimmtíu ára afmæli
mínu, að vera þátttakandi í
slarfi yðar, með þeirri upphæð,
sem hjer með fylgir.
Virðingarfyllst,
Tólf barna móðir“.
Með brjefinu fylgdu 4000
krónur í seðlum.
Mæðrastyrksnefndin þakkar
innilega þessa miklu gjöf, sem
nefndin veit ekkert um hvaðan
kemur, og hin fögru orð, sem
fylgja henni, sem munu verða
nefndinni hvatning til að starfa
sem best fyrir málefni mæðr-
anna. Það gleður nefndina al-
veg sjerstaklega að sjá þenr.a
vott um fullan skilning á því,
að slarf hennar er ekki staö-
bundið, ekki fyrir Reykjavík
eina, heldur fyrir allar íslensk-
ar mæður.