Morgunblaðið - 07.06.1945, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.06.1945, Qupperneq 8
i 1 T? IIIORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 7. júní ; 1945. Jfkob Boðlaugsson ára ' ÍAKOB er fæddur þ. 7. júní 15®5 í Sogni í Kjós. Þar ólst héj-rn upp, og hefir altaf átt þar háima. Hann hefir búið í Sogni um 30 ára skeið. En hefir nú fyfir 2 árum síðan látið jörð- ina í hendur Kristínu dóttur sirini og manni hennar, Ólafi Ahdrjessyni. Jakob hefir næst- urp jöfnum höndum smíðað bæði trje og járn, eins og faðir háns. En hann var hinn besti srr|iður. — Smíðina hefir Jak- ob' stundað samhliða búskapn- uriá, og er hann búinn að smíða márgt og mikið, bæði fyrir sig og' sveitunga sína. Og grunur minn er sá, að Jakob hafi ekki ætíð tekið full laun fyrir verk sin. Það væri næsta fróðlegt að vita, hvað margar skeifur Jakob er búinn að smíða um dagana. Og nær er mjer að halda, að margur hesturinn hjer í sveitinni hefði orðið að ganga lengur berfættur, ef að Jakobs hefði ekki notið við. Og enn er Jakob löngum í smiðju sinni „og hamrar járnið meðan heitt er“. í dag munu sveitungar Jak- obs minnast hans með þakk- læti, fyrir hans mörgu handtök og greiðasemi, og óska honum og konu hans ánægjuríkra æfi- daga. St. G. Hljóðfæraútvegun Ténlisfarfjelagsins Sjómannadagurinn á Húsavík. Frá frjettaritara vorum Sjómannadagsíns var minst hjer á sunnudaginn og hófust hátíðahöldin með messu, er Friðrik A. Friðriksson, prófast- ur flutti. Síðar um daginn fór fram kappróður, reiptog og knattspyrnukeppni. Um kvöldið var skemmtun í samkomuhúsinu, ræðuhöld og kvikmyndasýning og síðan dans Fánar blöktu við hún. á húsum og bátum, en þeir voru allir í höfn. Herra ritstjóri! í DAG gefur að líta langa gréin í blaði yðar um starfsemi ,.Tónlistarfjelagsins“, hljóðfæra innflutning o. fl. Segir Ragnar Jónsson, að nefnt fjelag hafi nú fengið fyrstu sendingu hinna marglofuðu hljóðfæra. Sann- leikurinn mun þó vera sá, að Smjörlíkisgerðin h.f. hefir ný- lega fengið fjögur píanó frá ^Englandi, en „Tónlistarfjelag- ! ið“ ekktrt, nema það fjelag og [ Smjörlíkisgerðin h.f. sje eitt og I það sama, eins og margt raun- I ar virðist benda til. — Þessi ; hljóðfæri hafa nú verið sýnd í ! bókabúð Ragnars Jónssonar inn ^ á Laugavegi. |' Eins og blaðalesendur vila, höfum vjer fyrir nokkru skýrt | ástæðuna fyrir því, að oss var [ekki unl að gefa fyrirheit um 'hljóðfæri frá Englandi, og um leið mótmælt þeirri fölsun stað reynda, sem fram koma í aug- lýsingum og blaðaviðtölum fyr ir sjö mánuðum hjá Ragnari Jónssyni. Tíminn hefir ómót- mælanlega leitt í ljós, að ekki var mögulegt að fá útflutnings leyfi fyrir einu einasta píanói frá Englandi, þar til nú fyrir skömmu. Vjer notum hjer með tæki- fætið til þess að gefa til vit- undar væntanlegum kaupend - um hljóðfæra, að sú tegund nálg ast, og er þegar komin, að verksmiðjur þær, sem vjer höf um umboð fyrir, afgreiða hljóð færi til vor. Þetta þykir rjett að taka fram nú þegar, því að Ragnar Jónsson virðist þeirrar trúar, að hann einn sje þess Ef Loftur getur bað ekki — þá hver? mpgnugur að úlvega þessa vöru og hefir gefið ,,meðlimum sín- uta kost á að skrifa sig á lista“. Ilverjir þessir ,.meðlimir“ eru, fýsir margan að vita. Ekki eru það „meðlimir Tónlistarfjelags ins“, sem eru og verða hin post' ullega tala tólf, samkvæmt upp lýsingum formannsins, sem nú, þótt seint sje, hefir svarað þeirri spurningu til hálfs. Að lokum skal þess getið, að ákveðið var af fundi í fjelagi voru, að birta athugasemd þessa í blöðum *bæjarins. Vjer væntum þess, að allir óvilhallir lesendur fallist á, að löng reynsla, sem ávalt skilur eftir nokkra staðgóða þekkingu, verði haldbetri en hávært skrum og sannanlegar blekk- ingar, sem hafa menningu og fórnfýsi að skálkaskjóli. Reykjavík 31. maí 1945. í stjórn Fjelags íslenskra hljóðfærainnflytjenda“. Sturlaugur Jónsson. Anna Friðriksson. Helgi Hallgiímsson. Augun jeg hvfll /néB GLERAUGUM frá TÝLl MatreiSsIumann eða ráðslúmu vantar strax yfir sumarmánuðina að Kaldaðarnesi. Væri um gifta konu að ræða, gæti mað- ur hennar væntanlega fengið atvinnu á staðnum. Upplýsingar í síma 4833. Mannljón síSan innrásardaginn London í gærkveldi: I dag var ár síðan innrásin í Frakklandi var gerð, og var þess minnst með ýmsu móti. — Var meðal annars sagt frá mann tjóni bandamanna. Manntjón Breta og Kanadamanna frá inn rásardegi til stríðsloka í Ev- rópu, nam 184.592 mönnum, þar af fjellu 39599. Bandaríkja- menn mistu als 514.534 manns, þar af fjellu 89.477. Frakkar mistu als 61.247 manns, þar af 11.080 fallna. Pólverjár mistu 5.593 menn, þar af 1189 fallna, Tjekkar 590 menn, Belgir 364, Hollendingar 127. Þetta mann- tjón er ekki talið mjög mikið af herfræðingum í öðrum eins bar dögum og háðir voru. í skýrslu þéssari er manntjón flughers- ins ekki talið með. — Reuter. Flaggað fyrir Dönum. Frá norska blaðafulltr.: anum: v Fáni var dreginn að hún á ollum .opinberum byggingum 1 Noregi í tilefni þjóðhátíðar- dags Dana, 5. júní. Um alla Oslo sáust danskir fánar, og margar skrúðgöngur vovu til heiðurs Dönum. Frjetfir frá í. S. í. Frá frændþjóðunum. Þegar Danir og Norðmenn löSnuðu úr hernámsviðjum Þjóðverja, sendi stjórn í. S. í. samfagnaðarskeyti til íþrótta- sambands Danmerkur og 'íþróttasambands Noregs. Svar hefir borist frá D. I. F. (Danska íþróttasambandinu), . þar sem það þakkar fyrir vinarkveðjur og árnaðaróskir, og væntir góðrar samvinnu við í. S. í. í framtíðinni. Frá Norðmönnum hefir hinsvegar ekki borist neitt svar enn, sem mun stafa af því að margir' kunnustu í- þróttamenn Norðmanna voru teknir fastir á hernámsárun- um. Jónas Hallgrímsson og sundreglurnar. Þann 26. maí síðastl., þegar rjett hundrað ár voru liðin frá því að Jónas Hallgrímsson ljest suður í Kaupmannahöfn, fór stjórn íþróttasambands íslands ásamt stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur, stjórnum íþrótta- fjelaga og hinna ýmsu íþrótta- ráða hjer, suður í Hljómskála- garð að myndastyttu Jónasar. Þar lagði forseti í. S. í. blóm- sveig með áletrun á ' fótstall styttunnar, af hálfu íþróttasam bands Islands, með nokkrum :ávarpsorðum, þar sem hann þakkaði „listaskáldinu góða“ fyrir hinar fyrstu sundreglur, sem fyrst komu út á íslenska tungu og hann þýddi, en það var 1. mars 1836. Jónas skrif- aði skemtilegan formála fyrir útgáfunni og hvatti mjög landa sína til sundnáms og sundiðk- ana, sem þá var mjög fátíð íþrótt, þó lífsnauðsynleg sje. Að þessum sundreglum bjó þjóðin í meir en hálfa öld. 2. útgáfa kom ekki út fyrr en 1891, fyrir forgöngu Björns heitins Jónssonar ritstjóra og síðar ráð- herra. En sundbók í. S. í. kom út 1920 (1. hefti) og 1921 (2. hefti). Framkvæmdastjóri I. S. í, Þann 1. júní s. 1. rjeði sam- bandsstjórnin Kjartan Berg- mann Guðjónsson, glímukenn- ara, fyrir framkvæmdastjóra sambandsins til 1. október n. k. Skrifstofa í. S. I. á Amt- mannsstíg 1 verður opin, fyrst um sinn, • þrisvar í viku, á mánud., miðv.d. og fimtudög- um kl. 7 til 8 síðdegis. Sex keppendur eftir af áffatfu NÚ ER fjórðu umferðinni í Firmakepni Golfklúbbsins lok- ið, og lauk henni á mánudags- kvöldið. Eru nú því aðeins eft- ir ósigr.uð sex firmu, eða óleikn ar 3 umferðir. Þau firmu, sein nú eru eftir og keppa saman í 5. og næstu umferð, eru þessi: L. Storr (Asgrímur Ragnars) gegn Helgi Magnússon & Co. (Helgi Eiríksson), Hljóðfærav. Sigr. Helgad. (Sigurður Guð- jónsson) gegn Heildv. Berg (Dr. Halldór Hansen), Alm. byggingafjelagið h.f. (Hans Hjartarson) gegn Tjarnarcafé (Jakob Hafstein). Þessi umferð verður leikin í dag og á morgun, en 6. og næst síðasta umferð fer fram á föstudag eða laugardag. Úrslit- in sennilega n.k. sunnudag. Veðrið að undanförnu hefir verið sjerstaklega hagstætt fyr ir kepni þessa, enda hefir hún farið prýðilega fram og leikir yfirleitt verið mjög jafnir. Vanalega fer kepnin fram á timabilinu frá kl. 5 til 7 síð- degis, og ættu menn nú að nota tækifærið og fylgjast með úr- slitunum, sem óðum nálgast. Jón Stefánsson Framh. af bls. 5. hefði hann þó verið að því að átta sig á þeim málum, sem fyrir hann voru lögð. G. Sv. minnist á trygglyndi Jóns. Af því verður ekki ofsög- um sagt. Hvernig hann reynd- ist heilsuveilli móður sinni og öðrum skyldmennum. Og hve órjúfanleg var vinátta hans við alla þá menn, er hann eitt sinn batt vináttu við. Þessi þáttur í skapgerð hans var ekki einasta fagur. Hann mun líka hafa orðið til þess, að fram eftir allri æfi taldi hann sig svo bundinn við umönnun og umsjá með skyldifólki sínu, að hann takmarkaði verkahring sinn svo, að hann varð aldrei í samræmi við óvenjulega skarp ar gáfur hans og hæfileika á mörgum sviðum. En endurgjald var það fyrir umhyggju hans á fyrra skeiði æfi hans, hve ágæta konu hann eignaðist, sem stundaði hann með stakri alúð, þegar heilsa hans brást honum, svo hann þurfti sjálfur umönnunar við. V. St. 1—2) Grímumaður: — Hvernig kunnið þ • við gelur verið svo inndæll. Og líka hræðilegur. Það er snjóinn, herrá Condo? Jeg kann vel við hann. Hann allt undir kringumstæðunum komið. 3—4) Einn bófanna: — Stansaðu hjerna, Pem- broke! Herra Condo: — Hv-hvert eruð þið að fara rneð mig. Þið lofuðuð að sleppa mjer. Grímumaður: — Við stÖndum við Ioforð okkar . . Núna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.