Morgunblaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1945, Blaðsíða 6
'f^ MORGUNBLAÐIÖ Föstudagur 22. júní 1945. 4>*0twM&&ito Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettariistjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. . Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. lO.Oa utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Bakkabræðra-skrif SKRIF Alþýðublaðsins um útsvörin í Reykjavik minna á sögur Bakkabræðra, svo skemtilega einfeldnisleg eru þau. Alt sem máli skiftir varðandi útsvörin liggur opið fyrir öllum og staðreyndirnar eru þessar: Niðurjöfnunarnefnd notar við álagningu útsvaranna sama útsvarsstiga og í fyrra.Þegar niðurjöfnuriarnefnd hafði í fyrra lokið starfi sínu, ákvað bæjarstjórn að hækka heildarupphæðina um 10%. Var sú viðbót lögð ofan á útsvar hvers gjaldanda, nema lægstu útsvörin; þeim var slept. Við álagningu útsvaranna nú var engri hækkun bætt við eftir á, eins og gert var í fyrra. Og útsvarsstiginn, sem var hinn sami og notaður var í fyrra (áður en hækk- unin kom þá), nægði til þess að ná þeirri heildarupp- hæð, sem jafna þurfti niður að þessu sinni. Af þessu leiðir, og er það ljóst hverjum heilvita manni, að útsvarsstiginn er nú raunverulega lægri en í fyrra. En afleiðing þess er vitanlega sú, að útsvar hvers einstaks gjaldanda verður lægra nú en í fyrra, miðað við cbreytt- ar tekjur og að ástæður sjeu hinar sömu. Þetta getur ritstj. Alþýðublaðsins ómögulega skilið og af þessu stafa Bakkabræðra-skrif hans. Alþýðublaðið er altaf að stagast á því, að útsvarsupp- hæðin í heild hafi verið 2.2 milj. kr. hærri nú en í fyrra, rjett eins og þetta hafi skeð meðan niðurjöfnunarnefnd var að leggja á útsvörin. En þetta vissu allir, því að ákvörðun um þetta var tekin í bæjarstjórn'snemmá s. 1. vetur, þegar gengið var frá fjárhagsáætluninni. Og það situr síst á Alþýðublaðinu að vera með hnútur til meiri hluta bæjarstjórnar fyrir þetta, því að skjalleg gögn eru til fyrir því, að útsvörin hefðu hækkað miklu meira, ef flokksmenn Alþýðublaðsins hefðu fengið að ráða. Vitan- lega skorast meiri hluti bæjarstjórnar ekki undan því að taka á sig ábyrgðina á þeirri heildarhækkun útsvararina, sem ákveðin var s. 1. vetur. En fram hjá hinu verður þá ekki komist, að þessum sama meiri hluta ber að þakka það, að útsvörin urðu ekki miklu hærri, eins og flokks- menn Alþýðublaðsins lögðu til. • Nú hefir hinsvegar það fyrirbrigði skeð, að þrátt fyrir að heildarupphæð útsvaranna er um 5 milj. kr. hærri en hún var í fyrra, áður en 10% hækkunin kom til greina, gat niðurjöfnunarnefnd notað sama útsvarsstigann'og þá. Fjölgun gjaldenda og betri afkoma almennings og fyrir- tækja yfirleitt gerði þetta kleift, enda þótt útsvarsstiginn væri raunverulega lægri nú en í fyrra. Þetta er vissu- lega fagnaðarefni. • Alþýðublaðið var um margra ára skeið aðalmálgagn andstöðunnar í bæjarstjórn Reykjavikur. Hver áhrif blað- ið hafði á þeim vettvangi má best marka á því, að st.yrk- leiki Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur fór jafnt og þjett minkandi, og nú er svo komið, að áhrifa flokksins gætir þar mjög lítið. En þrátt fyrir þessa ömurlegu útkomu, virðist Alþýðu- blaðið ekkert hafa lært. Blaðið hagar sjer nákvæmlega á sama hátt nú og það gerði fyrir 10—15 árum. Og að- ferðin er þessi: Þeear fjárhagsáætlun bæjarins er til meðferðar í bæjarstjorn, krefst Alþýðublaðið stórfeldra hækkana á útgjotaum bæjarsjóðs og eys skömmum yfir meíri hluta bæjarstjórnar, þegar hann telur að nóg sje komið og stöðvci. iieKari hækkun. En þegar svo kemur að skudadögunum, pegar niðurjöfnunarnefnd fer að leggja á útsvörm og í Ijós kemur, að útsvörin höfðu hækkað, þá rís Alþýðublaðið upp með ógnar vandlætingu og sakar nú meiri hluta bæjarstjórnar um bruðl og óhóf á bæjarins fje! Þessi bardagaaðferð er ómerkilegri og vesælli en svo, að hún sje svarávérð. Hvert mannsbarn sjer 'hræsnina og yfirdrepsskapinn, ená kjölfar hennar fylgir tap á tap ofan. wínar ikritar: ÚR DAGLEGA LÍFINU í sínnni "iimlii búning. JEG VEIT, að fólki, sem geng- ur niður að höfninni þessa dag- ana, og sjer Lagarfoss gaml%,. hlýnar um hjartaræturnar. Nú er hann aftur kominn í þann bún ing, sem öllum íslendingum var svo kær. Aftur er reykháfurinn orðinn blár og hvítur, svo að lýs- ir af honum langa vegu. Aftur prvðir éitthvert fegursta reyk- háfsmerki í heimi islenskt skip, sem í óveðri styrjaldarinnar urðu að sigla grá fiins og herskip um höfin, lítt þekkjanleg frá skip- um styrjaldarþjóða. En nú er styriöldin liðin h.iá, og alt fer að færast í sitt gamla og góða horf. Og eitt af því, sem við fögnum mest, er að skipin Eimskipafje- lagsins skuli aftur vera að verða eins og öll þjóðin vill hafa þau, svo fögur, að þau vekja athygli hvar sem þau fara um heims- ins höf. En flotinn þessi þarf bara að stækka, og nú mun vera fullur hugur á þvi að stækka hann. Vonándi gengur ]>að að óskum. • Atvinnurógur. NEYTANDI skrifar mjer: „Herra Víkar! Mig langar til að senda yður talsverða lang- loku um mál, sem er víst tals- vert viðkvæmt, en það er hug- takið atvinnurógur. Ef jeg kaupi vöru, sem er algjörlega ónýt til þess, sem á að nota hana, og þá' auðvitað til alls, þá skilst mjer, að hægt sje að stefna mjer fyrir atvinnuróg, ef jeg segi þetta op- inberlega. Jeg er að vísu enginn lögfræðingur, en jeg held, að þetta sje rjett skilið hjá mjer. Sama er um afgreiðslu alla, að mjer finst. — Nú, hjer um dag- inn keypti jeg ekki merkilegri vöru en vökva, sem maður ber í andlit sjer eftir rakstur.' Þegar til átti að taka var þetta svo ó- nýtt, að jeg hefði alveg eins get- að notað kalt vatn, en svona nokkuð á fyrst og fremst að minka sviða og mýkja húðina. Jeg stundi við og keypti daginn eftir aðra tegund, sem einnig var framleidd hjer innanlands. Hún var ágæt. — Nú skilst mjer, hr. Víkar, að ef jeg fengi birt nafn fyrirtækisins, sem þessa ónýtu vöru framleiðir og selur, myndi mjer verða stefnt fyrir atvinnu-1 róg. Jeg nota vöruna að vísu' ekki framar, en aðrir vara sig' ekkert á því, hvernig hún er. Finst yður þetta ekki talsvert vandamál? — Svo er hitt, að það eru allir með opinn munninn, ef maður finnur eitthvað að því, sem manni er látið í tje við fullu verði, en er ^alls ekki fyrsta flokks. þá muldra þeir eitthvað um atvinnuróg. Eru' ekki lögin um þetta frekar til þess að halda hlífiskildi yfir fúskurunum, en til hins, að vernda góða fram- leiðslu. En að vara aðra við ó- þverranum, er „atvinnurógur". Fúskararnir hafa þá sama rjett fyrir lögunum og einokunar- kaupmennirnir dönsku, sem seldu mönnum maðkað mjöl og annan óþverra, og svo voru ís- lendingarnir hýddir, ef þeir vog- uðu að kvarta. Því skipulagi skul um við ekki halda áfram og ekki vernda það á nokkurn hátt". • Einkennilcgur versl- unarmáti. KONA SKRIFAR: — „Nú fyr- ir skömmu auglýsti verslun ein hjer í bænum, að þeir, sem keyptu fyrir svo og svo mikið í versluninni, gætu setið fyrir kaupum á nauðsynjavöru, sem lengi hefir verið ilt að fá. Nú spyr jeg: Er svona nokkuð heim- ilt? Er það leyfilegt að nota sjer skort kaupendanna á vissri vöru, til þess að pranga út í þá alls- konar skrani, kannske, kannske góðri vöru, sem þeir hafa ekk- ert að gera með í augnablikiriu. Er það mögulegt, að svona sje ekki refsilegt, að setja fólki stóra kosti, ef það á að fá nauðsynja- vöru. Hvað segir Verðlagsstjóri og viðskiftaráð við þessu? Hvað segja skoðanir almennings við slíkum viðskiftaaðferðum? Mjer finst hjer um hreint okur að ræða, að jeg segi ekki meira". • GRÍMUR SKRIFAR: — .„Kæri Víkar! Um daginn fjekk maður að vita um seinaganginn hjá þeim, sem eiga að ákveða launa- uppbætur til starfsmanna bæj- arins. Nú hefir maður frjett af öðru fyrirtæki, þar sem ástand- ið er engu betra. Mjer finst rjett, að það komi líka fyrir sjónir al- mennings. . Sjúkrasamlagið er enga upp- bót farið að greiða sínu fólki enn þá. Þar kvað vera svo hlálegt, að stjórn Sjúkrasamlagsins og TVyggingarstofnunarinnar eru íarnar að stimpast á um kaupið til starfsfólksins. Tryggingar- stofnunin á víst að ákveða það, en þorir svo ekki þegar til kem- ur og sendir plöggin í Stjórnar- ráðið, fyrst í eitt ráðuneyti og síðan í annað. Þau eru núfimm og ætti þetta þá með sama áfram haldi að taka hálft ár. Hvert þá verður reynt að senda plöggin, er ekki gott að. giska á. Verst væri, ef þeir fyndu upp á því að senda þau á söfnin, t. d. nátt- úrugripasafnið, þjóðminjasafnið, forngripasafnið, landsskj alasafn- ið og fornbrjefasafnið. Þá væri varla að búast við að þau kæmu aftur, ef það væri bá nokkuð eftir.af þeim". Á ALÞJÓÐA VETTVANGI TVÆR MILJÓNIR New York búa mynduðu þrjátíu og sjö mílna heiðursfylkingu til þess að fagna Eisenhower hershöfðingja, er hann kom til borgarinnar síð- astliðinn þriðjudag. Voru móttök urnar enn stórkostlegri en í London, París og Washington. Aldrei hafa neinum manni ver ið veittar glæsilegri móttökur þar í borg. Hleypt var af 17 fallbyssum, þegar flugvjelin, sem Eisenhow- er kom með, lenti á La Guardia flugvellinum. í fylgd með flug- vjelinni voru orustuflugvjelar. La Guardia borgarstjóri fagn- aði Eisenhower fyrstur manna. Geysilegur mannfjöldi var sam- ankominn á flugvellinum. Flestir skólar og verslanir borgarinnar voru lokuð hálfan daginn. Þepar Eisenhpwer hafði heils- að fjöida manna, steig hann upp í bifreið og ók síðan um flestar aðalgöturnar í Manhattan. Menn eru sammála um það, að viðtökurnar hafi verið glæsi- legri en áður hefir þekst þar í borg. Aðeins eitt vantaði. Yfir- völdin höfðu beðið menn*að gera svo vel að rífa ekki sundur síma- skrár til þess að láta síðan snepl- unum rigna yfir Eisenhower of- ah úr skýjakljúfunum. A íárhbrautarstöðinni fagnaði frú La Guardia frú Eisenhower, t-n¦ hún kom með manni sínum frá Washington. En frúin lagði fljótlega af stað áleiðis til ráð- hússins til þess að vera þar við móttökuathöfn ásamt manni sín- um. Kvöldið áður en Eisenhowers var von til borgarinnar. byrjaði fólk að safnast saman við ráð- húsið, og um hádegi nam mann- íjöldinn að minsta kosti hundr- að þúsundum. La Guardia sæmdi Eisenhower heiðursmerki úr gulli og lýsti því yfir, að hann hefði verið gerður heiðursborg- ari i New York. Eisenhower hjelt stutta ræðu við þetta tækifæri, og sagði m. a.: „Það er ekki nóg, að við ger- um alt, sem í okkar valdi stend- ur til þess að skapa frið í heim- inum. Við yerðum sjálf að vera styrk. Ef við eigum að lifa frið- arár, þá verðum við að vera styrk og vinna saman af umburðar- lyndi og skilningi". Eisenhower sagðist samgleðj- ast New York búum yfir því, að borg þeirra skyldi vera sú fyrsta, að Washington einni und- antekinni, sem ekki bæri ör styrjaldarinnar. „Betur, að áldrei hefði til styrjaldar komið", sagði hann. Lúðvíg Guðfnunds- son fagðnr af siað LÚWVÍO CHIÐMIJNI)SSON; skóJast.jóri fói: í l'yrrada.g með flu^vjel til Bretlands. Þaðan mun hann fara til megfnlands-' ins, svo f'Jjótt seni kqstur cr. Eins og ]esen<:lum blaðsíns mun kunnugt fjekk Kauoi Kross Islands Lúðvíg til þesa að talíasf i'öi' á Ininur til meg- jnJíini'sins. til þess að Jiðsinna íslendivigiun þar á Jtaiin hátt, amn hægt et'. Júgóslavia Framh. af 1. síðu. Hafa mál um 10.000 þeirra ver ið rannsökuð. Dr. Zivkovic sagði, að þessi háa tala stafaði af því, að fleiri óvinaþjóðir en ein hefði haft her í landinu. Ógurleg hryðjuverk. Dr. Zivkovic sagði, að ógur- leg hryðjuverk hefðu verið íramin í landinu. Til dæmis hiefðu um 68 þúsund lík fundist í einangrunarfangabúðum við Donjica.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.