Morgunblaðið - 31.08.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1945, Blaðsíða 2
2 MORG GNBLAÐIÐ Föstudagur 31. ágúst 1945. Þjóðin verður að sfanda vörð um Eimskip MÁÉGÖGN Framsóknar- flokksin* hafa á undanförnum mánuðuíh birt hverja greinma eftir aðra, þar sem ger# er á- kveðin tilraun til að sanna, að Eimskipafjelag Islands hafi brugðist öllum þeim vonum, sem bundnar voru við fjelagið við stofnun þess. Jafnframt því að bera fjelagið þessum þungu sökum hafa þessi blöð ekki átt nógu sterk orð yfir því sinnu- leysi, sem síðasta Alþingi hafi sýnt, er það hafnaði tillögu frá nokkrum Framsóknarmönnum siðastliðinn vetur, er miðaði að þ\ í að gefa ríkinu Eimskipafje- Jngið. Ein ritsmíðin af þessu tagi birtist í Tímanum þriðjudaginn 3. júlí síðastliðinn. I þessari grein eru endurteknar allar fyrri ásakanir í garð Eimskipa- fjelagsins, þ. e. að stjórn fje- lagsins sje fámennur hópur úr höfuðstaðnum og misbeiti valdi sínu, að fjelagið starfi ekki með hag alþjóðar fyrir augum, að fjelagið hafi trassað að- vera sjer úti um skipakost og fleira. Ríkisrekstur. í NÁLEGA hverju blaði, sem út kemur af málgögnum Fram- sóknarflokksins, er rjettilega bent á margvíslegar hættur, sem sjeu því samfara að taka athafnafrelsið af þegnunum. I sömu greinum er jafnframt oft bent á hættuna af ríkisrekstri í fjölmörgum efnum. Nú er það viðurkent af öllum, nema fá- einum mönnum í insta hring Framsóknarflokksins, að Eim- skipafjelag Islands var upphaf lega stofnað af þúsundum manna í þessu landi til að leysa mest aðkallandi mál þjóðarinn- ar á öllum tímum, siglingamál- in. Ekkert fyrirtæki í landinu getur fremur kallast fyrirtæki þegnanna en Eimskipafjelagið. Þúsundir manna hafa lagt þar hönd á plóginn og styrkt fje- lagið í marga áratugi, ekki til að safna veraldlegum auði á því í eigin vasa, heldur til að styrkja mikilvægasta þáttinn í sjálfstæðisviðleitni þjóðarinnar, samgöngumálin. En Tíminn virðist vera alt annarar skoðunar hvað snertir þegnana og ríkið, þegar Eim- skipafjelagið á í hlut, en þeg- ar um önnur mál er að ræða. Þeir nálega 13.000 íslendingar, bæði hjer heima og vestanhafs, sem eiga Eimskipafjelagið og stofnuðu það með miklum dugn aði fyrir meira en 30 árum, eiga að vera algerlega rjettlausir gagnvart ríkinu. Tíminn átelur Alþingi harðlega fyrir, að skylda ekki Eimskipafjelagið til að láta af eignum sínum í hendur ríkissjóðs „viðbótar- hlutafje að því marki, að ríkið ætti jafnt í fjelaginu og ein- staklingar“, eins og Tímanum farast orð í fyrrnefndri grein sinni um þessi mál. Hinar sí- endurteknu tilraunir Fram- sóknarmanna bæði á Alþingi og í málgögnum sínum, til að koma Eimskipafjeláginu undir beina yfirstjórn ríkisins, eru í fylsta máta hjáróma hinum hávaðasömu skrifum sömu að-i ila um hættuna, sem stafi af ríkisrekstri og Tíminn ávítar Rógskrif blaða aðra flokka fyrir að hafa á stefnuskrá sinni. Útvegun skipa. EITT ásökunarefnið af mörg um í garð Eimskipafjélagsins er, að fjelagið hafi vanrækt að nota einhver tækifæri til að afla sjer skipa. Telur Tíminn, að þessum málum myndi verða mun betur borgið í höndum rík isins en í höndum Eimskipafje- lagsins. Eins og kunnugt er, voru Framsóknarmenn sjálfir í rík- isstjórninni fyrir styrjöldina. Fjármálaráðherra flokksins frá þeim tíma hefir ekki látið eitt einasta tækifæri ónotað til að sýna og sanna, hversu gjaldeyr isástand þjóðarinnar hafi þá verið með öllu óviðunandi. Þjóð in rjett gat dregið fram lífið, ef ífrustu sparsemi . var gætt. Það var líka útkoman hvað Eimskip snerti á þessum árum, að fjelagið fjekk naumast nóg- ar yfirfærslur til að greiða nauðsynlegar flokkunaraðgerð- ir á skipunum. Fjelagið sótti auk þess um gjaldeyri til að geta bygt þótt ekki væri nema eitt skip, en sú viðleitni fje- lagsins bar engan árangur' af þeirri einföldu ástæðu, að fjár- málaráðherra Framsóknar- flokksins, Eysteinn Jónsson, taldi ríkið ekki hafa neinn er- lendan gjaldeyri, sem mætti eyða frá daglegum nauðsynj- um, til jafn peningafrekra hluta, sem skipabygginga. Síðan styrjöldin hófst er hins vegar fróðlegt að bera saman skipakaup og útveganir sjálfs ríkisins og Eimskipafjelagsins. Skipaútgerð sú, er ríkið rekur, hefir styrjaldarárin orðið að notast við óteljandi smáfleytur til að dreifa nauðsynjum lands- manna á hafnir á ströndinni. Ef það væri rjett, sem Tíminn heldur fram, að það sje sinnu- leysi einu saman að kenna, að Eimskipafjelagið hefir ekki eignast ný skip styrjaldarárin, hvers vegna hefir þá ekki sjálf íyrirmyndin, ríkið, sýnt meiri hyggindi í þessum efnum? Á- stæðan er einfaldlega sú, að ekki hefir verið neinn vinnandi vegur að fá keypt eða bygð skip, meðan styrjöldin hefir staðið. í þeim efnum hefir gilt nákvæmlega það sama um rík- ið og Eimskip og þessvegna hef- ir hvorugur aðilinn fengið ný skip. Trúir enginn Tímanum? TÍMINN heldur því fram, að hluthafar utan af landi sæki ekki aðalfundi Eimskip, vegna þess, að þeir telji þar ekki eft- ir neinu að sækjast hvað snert- ir völd og vegtillur. Það veit hver maður, að þetta er helber blekking og í sjálfu sjer held- ur lítið hrós fyrir Tímann sjálfan. Helsta röksemdafærsla Tím- •ans fyrir því, að Eimskip sje orðið fyrirtæki fárra manna hefir altaf verið sú, að vegna þess, hversu fjelagið sje ríkt og voldugt, hafi nokkrir menn í höfuðstaðnum brotist þar til yfirráða, og þá að sjálfsögðu til j'oss -aðýéfla sinn hag og sína pigin aðstöðu. Og í ritsmíðum Tímans um Eimskipafjelagið hefir vissulega ekki verið dreg- ið dul á, hvað fjelagið væri mikilvægt og auðugt. Flestufn mun verða á að spyrja: Trúir enginn Tímanum, sem les ritsmíðar hans um Eimskipafjelagið, úti á lands- bygðinni? Það er ekki unt að komast að raun um annað, ef staðhæfing blaðsins um aðal- fundina og hversvegna þeir eru fámennir, er rjett. Jú, hluthaf- ar Eimskipafjelagsins hafa aldrei verið í vafa um gildi fjelagsins að einu eða neinu leyti frá því það var stofnað. En þeir vita annað auðsjáan- lega betur en Tíminn, sem sagt það, að það hvílir engin leynd yfir rekstri Eimskipafjelagsins. Árlega eru reikningar fjejags- ins birtir opinberlega o.g jafn- framt alt um stjór.n fjelagsins í heild, það hvílir því engin leynd yfir starfsemi þess og hluthafarnir úti á landsbygð- inni fylgjast áreiðanlega með athygli með hinum opinberu skýrslum, sem árlega eru gefn- ar út af fjelaginu. Einmitt þe^s vegna hefir Tímanum ekki nje öðrum aðilum, sem við öll möguleg tækifæri hafa haft horn í síðu fjelagsins, tekist að skaða fjelagið í áliti, eins og tilgangurinn með slíkum skrif- um þó er, fyrst og fremst. Þjóð- in stendur utan um Eimskipa- fjelagið eins og hún hefir gert síðastliðin 30 ár, frá því að hún stofnaði það og það mun hún vissulega gera enn um langan aldur. Hinsvegar geta verið márgar ástæður fyrir því, að allir hluthafar Eimskip geti ekki mætt á sama aðalfundin- um. Sumir geta komið þetta árið og aðrir hitt árið, og þar fram eftir götunum. Samt sem áður mu’nu aðalfundir Eim- skipafjelagsins vera með fjöl- mennustu aðalfundum, að full- trúatölu, sem þektir eru hjer á landi. hættúlegá auðsöfnun, sem hefði verið misbeitt af stjórnendum Eimskipafjelagsins, fann neinn hljómgrunn hjá meirihluta þing heims,. enda mun öllum hafa verið ljóst, að ekkert svigrúm var þá fengið til að nota það fje, er safnast hafði, t. d. til skipakaupa af styrjaldarástæð- um. Síðan löndin opnuðust er hinsvegar vitað, að Eimskip hefir ekki látið neitt tækifæri ónotað í þessum efnum og hef- ir orðið þar mun betur ágengt heldur en jáfríveí bestu vónir stóðu. til. Rfeisfekstraráróður_ Fram- sóknáfmanna ■ í' sambándi við Eimskipafjelagið mún því ekki að neinu leyti verða fjelaginu til tjóns, en hinsvegar eru slík skrif verst fyrir þá, sem bera ábyrgð á þeim og eru hvað eft- ir annað staðnir að því að fara með markleysu eina. Það er hætt við, að mönnmu finnist slíkur málflutningur verð- skulda lítið lof, heldur al- menna fyrirlitningu. Hluthafi úti á landsbygðinni. Aðrir og þriðju hljóm- leikar Adolfs Busch Hversvegna þessar árásir? EN ÞAÐ ER hinsvegar rjett að gefa þessum árásum á Eim- skipafjelagið fullkomnar gæt- ur, ekki síst þegar farið er að hamra á því við hvert tæki- færi, að nauðsynlegt sje að auka yfirráð ríkisins yfir fje- laginu. Það er alment vitað, að Al- þingi getur hvenær sem er haft mikil áhrif um stjórn Eimskipa fjelagsins með lagabreytingum viðvíkjandi fjelaginu. Síðast- liðinn vetur kom til mikilla umræðna um fjelagið á fund- um Alþingis. Framsóknarmenn kröfðust þess, að skattfríðindi fjelagsins yrðu minkuð og á- hrif ríkisins yfir Eimskip auk- i.n til mikilla muna. En meiri hluti þingheims ansaði ekki þessum kröfum af þeirri ein- földu ástæðu, að þingmenn skildu rjettilega, að fjelagið hafði ekki neitt til saka unnið, er rjettlætti slíkar ráðstafanir. Hvorki skrif Tímans nje ræð- ur Framsóknarmanna um Á ÓÐRUM hljómleikum Ad- olfs Busch (s.l. mánudag) voru . flutt: Partita E-dúr fyrir ein- leiksfiðlu eftir Bach, Phanta- sie op. 131 eftir Schumann og fjögur forn-ítölsk tónverk — eftir Corelli, Gemignani, Vi- valdi og Mestrino — auk nokk- urra „tjekkneskra“ og „slaf- neskra“ dansa eftir þá Smet- ana og Dvorak. — Efnisskrá þriðju hljómleikanna (s.l. mið- vikudag) náði frá Ðach (part- ita d-moll fyrir einleiksfiðlu) og Handel (sónata A-dúr) yfir Schubert (Rondo brilliant) og Paganini (2 Caprices) til Tsjai- kofsky (Valse/Scherzo op. 34), Robert Kahn (Scherzo) og Max Reger (aria úr op. 103). Eins margþætt og verkefni þessi reyndust, þá var þó ekk- ert á meðal þeirra, sem átti ekki skilaboð til hins alvarlega hlustanda— ekkert, sem fiðlu- leikarinn hefði valið einungis til þess að sanna vald sitt á hljóðfærinu, eins og títt er á slíkum hljómleikum. Hámark efnisskránna þótti undirrituð- um flutningur partítanna eftir Bach. Hin bjarta, fjörlega E- dúr-partíta og hin volduga, nærri hrikalega d-moll-partíta sýna Jóhann Sebastian Bach á leiðum, þar sem fáir stjettar- bræður hans hafa getað náð fótfestu — enda ekki ýkja margir, sem reyndu. Hin sjaldflutta „Phantasie" eftir Schumann mun tæplega njóta sín til fullnustu nema í búningi fyrir fiðlu og hljóm- sveitarundirleik. Schumann fet ar þar víða í spor Mendelssohns, vinar síns, án þess þó — eins og hann— að geta steypt hinu ríka iefni í eina sannfærandi heild; lenda er verkið samið á þeim tíma, sem höfundurinn missti andlega heilsu (1853—54). — Nokkurs óróa og ofnotkun ped- dals gætti í undirleik Árna Kristjánssonar við flutning þessa verks sem og annarsstað- ar, og mun það hafa stafað af ónógum fyrirvara til æfinga. •— (Annars virðist undirrituðum hinn nýi Bluethner-flygill ekki að öllu leyti gæddur þeim eig- inleikum, hvað viðvíkur hljóm mýkt og resonanz, sem hefði mátt vænta af slíku hljóðfæri). í seinni hluta þriðju hljómleik- anna var Árni aftur sjálfum sjer líkur; reyndist hann örugg- ur aðili í leik ,Rondo brilliant“ eftir Schubert og veitti hinni fögru aríu Regers blæbrigða- ríkan bakgrunn. Leikur Adolfs Busch var — sem ávallt — hreinn og tær og laus við allan ilmvatnskeim; stingur hið þýða, nærri spar- sama vibrato hans unaðslega í stúf við þá erótik-hlöðnu tón- myndun, sem margur fiðluleik- ari er stoltur af að geta ráðið ýfir. | Salurinn var þjettskipaður áheyrendum, en á meðal þeirrá sáust flestallir fiðluleikarar þessa bæjar, sem þökkuðu Busch fyrir stórkostlega kenslu stund. Róbert Abraham. Aukinn fími íþrótta- manna í sundhöll- inni ÍÞRÓTTAFJELÖGIN í bæn- uum hafa farið fram á að fa aukinn æfingatíma í Sunhöll- inni fyrir sundfjelög bæjarins, þar sem setuliðið er svo til hætt að nota tíma sína í Sundhöll- inni. Tilvera sundfjelaganna er að langmestu leyti undir því komin, að hve miklu leyti Sund höllin getur leyst úr æfingaþörf fjelaganna. Bæjarráð vísaði mál inu til borgarstjóra til af- greiðslu í samráði við forstjórsi Sundhallarinnar. — Japan Framh. af bls. 1. arnir verða undirritaðir á orustuskipinu Missouri á sunnudaginn, verður hafður þar við hún sá Bandaríkja- fáni, sem fyrstur blakti við Japansstrendur, en það var. 1861, er Bandaríkjamenn neyddu Japana til þess, að leyfa erlendum þjóðum versiun við landið. — Þessi gamli fáni hefir verið flutt- ur alla leið frá Hollandi, til þess að mætti nota hann við, þetta tækifæri. Talið er að mikill breskur floti sje í þann veginn að koma til Hong Kong. 4^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.