Morgunblaðið - 31.08.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1945, Blaðsíða 12
12 MOBGUNBLauIÐ Föstudagur 31. ágúst 1945. — Grein Ólafs Biörnssonar Framh. af bls. 5. hvernig þau verði best hagnýtt í þágu þjóðfjelagsins. Skófram lerðandinn hefir sjerþekkingu á tæknilegum aðferðum við skó framleiðslu, smekk viðskifta- vina sinna á þessu sviði o. s. frv. Vefnaðarvörukaupmaður- inn hefir sjerþekkingu á því, hvar hagkvæmast sje að kaupa slíkar vörur, og hvaða varning- ur falli best í smekk neytend- anna, og gerir sínar ráðstafanir á grundvelli slíkrar þekkingar o. s. frv. Möguleikinn á því að nota alla þessa sjerþekkingu, er taka skal ákvörðun um það, hvernig nota skuli framleiðslu- tækin, glatast að mestu, þegar allar ákvarðanir í þessu efni verða teknar af fáum mönn- um, sem ekki geta haft til að bera nema brot af þessari þekk ingu. Eins og einhver frjálslynd ur hagfræðingur hefir sagt, þá væri e. t. v. hægt að fallast á það, að fullkominn áætlunar- búskapur væri besta,skipulag- ið, ef hægt væri að koma allri mannlegri þekkingu fyrir í einu höfði, en meðan svo er ekki, er erfitt að koma auga á það, að verkaskifting sú, við ákvörð un um notkun framleiðslutækj- anna geti notið sín öðruvísi en á grundvelli sjereignarskipu- lagsins. Þá er það atvinnufrelsið í sósíalistisku skipulagi. Rök J. H. fyrir því, að atvinnufrelsi samrýmist slíku skipulagi, eru ekki sannfærandi. Það er erfitt að sjá það, hvernig hægt er að semja allsherjar áætlun fyrir þjóðarbúskapinn, ef þýðingar- mesti framleiðsluþátturinn, vinnan, á að vera óskipulagður, þ.e.a.s. hverjum einstaklingi á að vera heimilt að ákveða hvað hann vinnur, hvaða kaup hann setur upp og hvar hann vinn- ur. En jafnvél þótt atvinnu- frelsi ætti að vera að formi til, getur það aldrei orðið raun- verulegt, þegar einn aðili ræð- ur yfir öllum framleiðslutækj- unum. Þessi aðili getur altaf sagt við hvern einstakan verka mann: Ef þú ekki getur gert þjer að góðu að vinna það, sem jeg segi þjer, á þeim stað, sem jeg ákveð, og fyrir það kaup, sem jeg vil greiða, getur þú soltið. Það væri að vísu hægt að dreifa yfirráðunum yfir fram- leiðslutækjunum á fleiri hend- ur; láta hvert sveitarfjelag hafa sinn áætlunarbúskap og leyfa sjálfstæðan atvinnurekst- ur fjelaga og jafnvel einstakl- inga, og heimila þá frjálst at- vinnuval, verkfallsrjett o. s. frv. En þá yrði öryggið gegn atvinnuleysi bara litlu pða engu meira en í núverandi skipulagi. Það eru mikilvæg sannindi, sem æskilegt er að allir geri sjer ljós, að það á jafnt við í kapitalisku og sós- íalisku hagkerfi, að ríkisvaldið getur því aðeins trygt rjett til atvinnu, að einstaklingarnir afsali sjer rjettinum til þess að ákveða hvað þeir vinna, hvár og með hvaða kjörum. Að lokum má aðeins víkja að þeirri ráðleggingu J. H. til Sjálfstæðisflokksins, að hann afneiji Hayek með öllu, en velji sjer í staðinn t. d. Keynes eðá Beveridge fyrir ,,spámann“. Jeg býst nú ekki við því, að það hafi nokkurn tímann kom- ið til mála, að Sjálfstæðisflokk urinn færi að gera nokkurn hagfræðing, hversu mikilhæfur- sem hann kann að vera, að ,,spámanni“ sínum í þeim skiln ingi, að kenningum hans skuli fylgt við úrlausn allra viðfangs efna. En jeg fæ ekki sjeð, að neitt sje því til fyrirstöðu, að hagnýtt verði það í kenning- um hinna merku hagfræðinga, Keynes og Beveridge, sem að notum getur komið við úrlausn hjerlendra viðfangsefna, þótt almenningi hafi verið gefinn kostur á að kynnast hinni rök- föstu gagnrýni próf. Hayeks á sósíalismanum. Hvað Kéynes snertir, mætti þó þenda á það, að enda þótt þá Hayek greini á um ýmis fræðileg atriði, þá virðist það vera að fara ,,úr öskunni í eldinn“ að halla sjer að Keynes hvað snertir afstöð- una til sósíalismans, ef hann hefir ekki skift um skoðun síð- an hann skrifaði hina kunnu bók sína „General theory of employment etc.“ Mætti e.t.v. síðar kynna almenningi viðhorf hans í þessu efni, úr því að Þjóðviljinn virðist hampa hon- um svo mjög. Og hvað Bever- idge snertir, þá er kunnugt, að lítið fylgi hafði flokkur hans við hinar nýafstöðu kosningar í Bretlandi, þó að jeg telji að vísu, að það myndi vera bæði ósanngjarnt og heimskulegt að nota það sem mælikvarða á gildi kenninga þessa gáfaða hugsjóna- og umbótamanns. Brjef Frámhald af bls. 8 sem hægt er gagnvart hamför- um náttúrunnar. Að því miðar líka ísl. reglugerðin margnefnda og jeg tel rangt að hvika frá þeim kröfum, sem hún gerir. 4. Verð nýbygginganna er hátt, enda að sögn ekkert sparað til þess að gera skipin vel úr garði á allan hátt. Verð notaðra skipa er mjög mismunandi og skipin líka misjöfn að gæðum. Gera má ráð fyrir, að verð þeirra verði mikið lægra en nýbygginganna, enda skipin ekki sambærileg að gæðum. Hið ólíka verðlag skip- anna hlýtur að skapa ólíka að- stöðu við rekstur þeirra og tel jeg það alls ekki heppilegt. Við erum þegar bundnir við ca. 100 ciýrar nýbyggingar, sem við verð um að vera sammála um að sjá farborða. Samkepni við gömul, ódýrari skip gæti í ýmsum til- felium orðið óheilbrigð og leitt til ófarnaðar. Slíkt má.ekki ske í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem heilbrigð þróun á að vera markmiðið. Margt fleira mætti tína til, svo sem samkepnismöguleika við er- lenda keppinauta, viðhaldskostn- að nýrra og gamalla skipa, kröf- ur til þæginda og allskonar tækni, sem verður í nýju skip- unum. Jeg mun láta þetta nægja í bili. Jeg er þeirrar skoðunar, að banna beri innflutning notaðra og gamalla fiskiskipa, enda tel jeg þess enga þörf, þar sem bú- ’ð er að tryggja um 100 nýbygg ingar, sem fljótlega koma í notkun. Næsta sporið er að tryggja af- komu þessara væntanlegu nýju skipa og þeirra, sem við þegar eigum. Viðbótin og endurnýjun- in á aldrei að vera annað en ný skip. Það er þjóðarheildinni fyr- ir bestu. Við höfum ekki ráð á að kaupa skip, sem nágrannar okkar vilja losna við, til þess að geta fengið sjer betra. Við höfum aðeins ráð á að kaupa það besta og fullkomn- asta. Með því eina móti getum • ið orðið samkepnisfærir í nútíð og framtíð. 29. ágúst 1945. Kristján Karlsson. SUN FLAME-GLASBAKE Eldfasf gler Hitar fljótt Sparar rafmagn Er ljett að þrífa Sjóðið, steikið, framreiðið og geymið í Olasbake eldföstum glerbúsáhöldum. Fást í flestum búsáhaldaverslunum. í ATVlNNA Reglusamur, ungur eða miðaldra maður, getur feng- i ið framtíðaratvinnu sem pakkhúsmaður og bílstjóxú h.já iðnaðar- og heildsölufyrirtæki hjer í bæ. Umsóknir sendist blaðinu merktar: „Atvinna 17". Sendisveinn óskast. ^J‘\exuei'(óini&jan, JJt ron X Sími 3162. § ................................................................................................................................... : % l EfSir Roberf Siorm í ð'Eö ! JIM ALWA'V'ú 1 EDIT5 MV $TUFP,..AND BRAINV REVMARD CHECKE- THE U6AL . PA5S.4GE&! 7 VOUR PUBLI&HER, EH1 NOW, TELL ME — BV ANV CHANCE, DID BOTH OF THOEE MBN READ PROOF ON VOUR NEW NOVEL. PRIOR TO PUBLICATION? VOU EAV REVNARD AND ,1 PREXTON EACH HAD A MA£K LIKE THIE’/ WILDA"? WHICH OF ItíBM 15- 6M00TH-5HAVEN^ VJHV- JIM PREXTON! C£>p». iyt\ King Features Syndicate, Inc., World rights rescrved. 1) X-9: — Þú segir, að Reynard og Prexton hafi haft grímu eins og þessa? Hver þeirra er skegg- Iaus? Wilda: — Jim Prexton! 2) X-9: — Útgefandinn þinn, er ekki svo? Segðu mjer, getur það verið, að þáðir þessir menn hafi lesið bókina þína, áður en hún var gefin út? Wilda: — Já, Jim gerir það alltaf og lagfærir þá ýmislegt . . . . og Brainy Reynard sjer um, að jeg fari ekki vitlaust með lögin. 3) X-9: — Og eitt var það enn, 'og svo get jeg farið að brýna klærnar. Á annar þessara manna bíl eins og þinn? Wilda: •— Já.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.