Morgunblaðið - 31.08.1945, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1945, Blaðsíða 16
16 |,n’T n jTFJTf ! . ■> I .i * ! ÍÍilJ fAndráMafíðbfl stofnað Skorar á Mentamálaráð að auka laun tónskálda TÓNSKALDAFJELAG IS- I/ANDS var stofnað í Reykja- vík 25. júlí s.l. til þess að gæta hagsmuna tónskálda. Fjelags- menn eru allir fjelagir í „Bandalagi íslenskra lista- manna“. Stjórnina skipa: Páll ísólfsson formaður, Hallgrímur Helgason/rítari, Helgi Pálsson gjaldkeri, Jón Leifs var kos- inn varaformaður. Stofnendur samþyktu með öllum atkvæðum að senda Mentamálaráði Islands svo- hljóðandi brjef: „Tónskáldafjelag Islands“ ieyfir sjer hjermeð að senda „Mentamálaráði Islands“ lög fjelagsins ásamt nöfnum fje- lagsmanna og vill um leið virð ingarfylst vekja eftirtekt ráðs- ins á kjörum íslenskra tón- skálda. Fyrst er þess að geta, að laga vernd íslenskra tónverka er, hæði á Islandi og erlendis, ófull komnari en í flestum ef ekki öllum öðrum löndum, en mögu leikar til flutnings tónverka á íslandi minni en annarsstaðar, en gjöld fyrir flutning tónverka eru aðaltekjur tónskálda. Erfið tónverk færa erlendis jafnvel þarlendum höfundum tiltölu- lega litlar .tekjur og þær venju Iega þeim mun minni, sem verkin eru veigameiri. Hæstu árslaun tónskálda á íslandi % hrokkva nú tæplega til óhjá- kvæmilegrar afritunar eins meiriháttar tónverks ásamt raddheftum, en til flutnings þarf oft þegar í fyrsta sinn alls konar fjölritun, þó að ekki sje bugsað um að prenta verkin. Ef tillit er tekið til sölumögu- leika skáldsagna, virðist síst viðeígandi, að tónskáldalaun sjeu lægri en laun rithöfunda. Þar sem laun leikara eru ekki veitt af fje til bókmenta eða rithöfunda, virðist heldur ekki rjettmætt að launum túlkandi tónlistarmanna sje úthlutað af sömu upphæð og til tónskálda. „Tónskáldafjelag íslands“ leyfir sjer því að fara þess á leit, að Mentamálaráðið ákveði við næstu úthlutun sjerstaka upphæð til tónskáida eingöngu, oe aðra upphæð til afritunar, fjölritunar eða prentunar tón- verka. Virðingarfylst Páll Isólfsson, form. Hallgrímur Helgason, ritari. Helgi Pálsson, gjaldkeri. .......... .......................... ' ' -................................................................................. Húsgöp geSin í ,1. dtuoentsyðrounRn ryifiM eílr fimm ára liersetu r B/ BRESKA SETULIDIÐ á Islandi heíir nú rýmt Stúdentagarð- , inn, og Stjójjn Stúdentagafðanna hefir aftur fengið full umráð yfir húsinu. Síðustu sjúklingarnir/voru fluttir af Garði fyrir | nokkrum dögum, og í gær flutti það, sem eftir var af starfsliði ■ hersins, í burtu. Vigerðá „Drotn- fngunni" lokið eft- fr íyo mánuSi RÍKISSTJÓRNINNI hefir bor- Tst-svar við fyrirspurn, er send var til Danmerkur, út af danska ekipinu Dronning Alexandrine-. Segir þar, að skipið hafi verið tekið til viðgerðar og muni henni ekki verða lokið fyrr en eftir tvo mánuði. — Ráðgert er, að skipið hefji síðan venjulegar áætlunarferðir, milli íslands og Danmerkur; ef um nægan flutn ing og farþega verður að ræða. Fimm ára herseta. Um rýmingu Garðs segir á þessa leið í tilkynningu frá stjórn Stúdentagarðanna: Biæska setuliðið hjer hefir notað Stúdentagarðinn sem sjúkrahús síðan það steig hjer á land í maí 1940. Það hefir eðli lega haft í för með sjer mikil óþægindi fyrir íslenska háskóla stúdenta að hafa ekki húsið til afnota, og hefir Garðstjórn gert margar tilraunir til þess að fá það rýmt, en herstjórnin hefir ekki talið sjer fært að rýma það fyrr en nú. Síðan Evrópustríðinu lauk, hafa stað ið yfir stöðugir samningar við sendiherra Brcta og bresku hernaðaryfirvöldin um að hraða rýmingu Garðs eftir því, sem frekast væri unt. Lagði stjórn ríka áherslu á nauðsyn þess, að auðið yrði að gera Garð íbúðarhæfan fyrir haustið. Setu liðið hefir nú reist bráðabirgða- sjúkrahús við flugvöllinn og hafa sjúklingarnir, sem voru á Garði, verið fluttir þangað. Viðgerð og breytingar. Garðsstjórn hóf þegar snemma í sumar nauðsynlegan undir- búning til þess að geta hafið viðgerðir á húsinu strax og það losnaði. Er viðgerð á Garði þegar hafin, því að naumur tími er til stefnu, en óhjákvæmi legt að hægt verði að búa í hús- inu í vetur, því að húsnæðis- vandræði stúdenta munu aldrei hafa verið meiri en nú. Hafa borist um 140 umsóknir um húsnæði á Görðunum. Fyrir- hugað er að reka matsölu á Gamla Garði, en hætt er við, að hún geti ekki tekið til starfa strax 1. október. Verður því lögð rík áhersla á að hraða nauð synlegum aðgerðum svo, að mötuneytið geti sem allra fyrst hafið starfrækslu, en óhjá- kvæmilegt verður að gera ýms- ar breytingar á kjallara Garðs, þar sem miklu fleiri stúdentar munu borða í mötuneytinu en gömlu matsalirnir geta rúmað. Er í ráði að gera leikfimissal- inn einnig að borðstofu. Húsið hefir eðlilega látið nokkuð á sjá, en þó síst meira en búast mátti við eftir rúmlega fimm ára hersetu. Breytingar hafa engar verið gerðar á herbergja- skipun, en nauðsynlegt verður að mála allt húsið og dúkleggja að nokkru leyti. Bretar bæta skemmdir. Bretar hafa lofað að greiða allar skemmdir, sem orðið hafa á Garði umfram eðlilegt slit. Hefir Garðsstjórn fengið dóm- kvadda tvo matsmenn, þá Björn Rögnvaldsson, byggingameist- ara, og Sigurður Jónsson, múr- arameistara. Eru þeir þegar ^ byrjaðir að meta skemdirnarj ásamt fulltrúa Breta Mr. Mas- land. Gústaf Pálsson, verkfræðing- ur, hefir tekið að sjer að sjá um allar viðgerðir á húsinu, og hefir Garðsstjórn falið honum að gæta hagsmuna sinna við matsgjörðina. Væntir Garðs- stjórn þess, að auðið verði að komast að samkomulagi við breska yfirvöld um bótagreiðsl- urnar. ^ Stúdentar munu fagna því mjög, að þetta heimili þeirra stendur þeim nú aftur opið, og blaktir islenski fáninn nú yfir Garði í fyrsta sinn eftir rúm fimm ár. Þess skal að lokum getið, að vegna hinnar miklu nauðsynj- ar að hraða sem mest viðgerð- um, er ekki’hægt að leyfa fólki aðgang að Garði til þess að skoða hann, fyrr en viðgérðum er lokið. SÍÐAN nýi stúdentagarður- inn var reistur, hefir setustofa Garðsins verið lítið notuð vegna húsgagnaleysis. Var Garðstjórn það ljóst, að það myndi kosta mikið fje að gera stofuna vist- lega og erfitt á ófriðartímum að láta gera húsgögn, sem gætu verið til írambúðar. Garðsstjórn sneri sjer því sí& astliðinn vetur til Ólafs John- son, stórkaupmanns i New York, og bað hann aðstcðar. Reyndist það'ýmsum erfiðleik- um bundið að útvega húsgögn- in, en *þó tókst að leysa málið vegna áhuga og dugnáðar Ólafs Johnson. Síðari hluta vetrar voru hiisgögnin flutt heim, stólar, borð og bekkir, og reynd ist svo, að ekki vetö.. á...hetra kosið að fegurð og styrkleika. Þau skilaboð fylgdu, að þeim hjónum, frú Guðrúnu og Ólafi Johnson, væri það ánægja að afhenda húsgögnin sem gjöf til Stúdentagarðsins. Þetta er ein hin þarfasta og höfðinglegasta gjöf, sem Nýja Stúdentagarðinum hefir borist, og hefir Garðsstjórn, fyrir hönd stúdenta, beðið blaðið að flytja þeim hjónum og Eimskipafje- laginu, sem flutti húsgögnin ókeypis heim, innilegustu þakk ir. (Tilkynning frá stjórn stúdentagarðanna). Föstudag-ur 31. ágúst 1945, Eíisch leikur fyrir melimi' Tóniislar- fjelagsins ADOLPII BUSCII hjelt síð- ustu opinberu tónleika sína í fyrrakvöld, fyrir fullu húsi áheyrenda, sem Ijetu hrifningm sína í Ijós, ekki síður en ái fyrri tónleikum. Listamannin- um bárust margir blórnvendir. Á morgun kl. 3 og á sunnu- , dag kl. 11 árd. mun P>i:seh leika fyrir styrktarmeðlimi] Tónlistarfjelagsins. — Mun strengjasveit fjelagsins og dr. Urbántschitsch aðstoða lista- manninn. — Viðfangsefnin. eru öll eftir J. S. Bach, —■ Tónleikarnir verða haldnir í Tripol i-leikhúsinu. Af óviðráðanlegunr ást.æð- um verða tónleikarnir að vera á þessum tíma, þar sem Adolph Busch mun fara hjeðan bráð- lega. Fjelagar í Tónlistafjelagimt ! eru beðnir að vitja miða. sinna hið fyrsta í Tónlistarskólaini. Sá, sssa ók á gamla Bankatnann fá iéðir í Kleppsholfi BÆJARRÁÐ hefir samþykkt að ætla Byggingarsamvinnufje lagi bankam«nna leigulóðir undir einnar hæðar- timburhús, með risi, inni í Kleppsholti. Er hjer að ræða um 25 lóðir. Kenslukvikmyndir rir bamaskólana BÆHARRÁÐ hefir heimilað fræðslumálafulltrúa Reykja- víkur að, koma upp kennslu- myncfasafhi fyrir bæjarskólana. Notkun kVikmynda í þágu kennslu í Rarnaskólum ryður sjer nú hvarvetna til rúms, og framleiddar eru nú víða kennslukvikmyndir í stórum stíl, sjerstaklega af hverskonar framleiðslu og atvinnuháttum þjóða, þjóðlífi, svo og myndir varðandi einstakar námsgrein- ar, eins og eðlisfræði, heilsu- fræði, landafræði, náttúrufræði og fleira. mn er inn að koma lil viðlals S.l. laugardag var bifreið! ekið á gamlan mann á Leifs- götn, skamt frá gatnamótuin Leifsgötu og Barónstígs. — Bílstjórinn fór með gamla •manninn á slysavarðstofuha, og er gert hafði verið að sár- uin hans, fór hann með mann- | inn heim til sín. Bílstjóri þessi | sagði gamla manninum, að j hann myndi köma til hana | daginn eftir, en hann hefug ekki látið sjá sig. Það eru vinsamleg tilmæli1 rannsóknarlögreglun nar, til hílstjóra þessa, að hann hafi hið fyrsta tal við sig. I B R æilar að byggja leikskála TENNIS- og Badmintonfje- lag Reykjavíkur hefir farið fram á, að fá lóð fyrir starf- semi fjelagsins, til þess að byggja þar leikskála og jafn- vel útivelli. Bæjarráð ákvað að ætla fjelaginu lóð í þessu skyni á íþróttasvæðinu í Laugardaln- um, eftir nánari ákvörðun síð- ar. — 10 þúsund króna gjöf til Nýa Garðs NÝJA stúdentagarðinum hef- ir borist tíu þúsund króna gjöf frá frú Ragnhildi Benedikts- dóttur, Akureyri, til minningar um bróður hennar, Einar Bene- diktsson, skáld. (Tilkynning frá stjórn stúdentagarðanna). Handknaifleiksmót Anslurlands NÝLOKIÐ er handkuatt- leismóti kvenna Austanlands, Tóku þrjú fjelög þátt í mót- inu, og sendu til þess tvo flokka hvert, fyrsta og annan flokk. Fjelögin voru þessi: —. Þróttur úr Neskaupstað, —■ Austri af Eskifirði, og Huginn frá Seyðisfirði. I fyrsta flokki fóru leikar þannig, að Huginn sigraði; Þrótt með 3—1 og Austra með. 5—‘2, en Þróttur vann Austra, Sigraði því Ilugimi í 1. fh með 4 stigum, en Þróttur hlaut 2. í í öðrum flokki sigraði Þrótt ur með 4 stigum, Huginn hlaut 2, en Austri ekker' Engir fangar í Hiroshima LONDON: Japanar hafa til- kynt,,að engir stríðsfangar frá bandamönnum hafi verið í Hir- oshima, þegar atomsprengjan fjell þar. Ekki er vitað nema einhverjir kunni að hafa farist í Nagasaki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.