Morgunblaðið - 12.09.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1945, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur. 12.sept. 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) .Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Öla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þegn -skyldan ÞAÐ ER í íyrsta sinn nú á þessu ári, eftir fimm ára velgengni í atvinnurekstri landsmanna, að verulegt áfall hefir orðið. Ein höfuðatvinnugrein þjóðarinnar, síldarút- vegurinn hefir brugðist að mestu leyti, vegna aflabrests. Þetta er þeim mun tilfinnanlegra áfall, þar sem sala allra afurðanna var trygð við hagkvæmu verði og því fyrirsjáanlegur hagnaður af rekstrinum, ef sæmilega hefði aflast. í þess stað verður útkoman sú, að allsstaðar blasa við stórfeld töp. ★ Ekki er enn vitað með vissu, hve stórfeld töp útvegs- manna eru. Þau eru áreiðanlega mikil. Kunnugir telja, að hjá flestum bátunúm muni töpin nema þetta frá 30 og upp í 70—80 þúsund krónum. Þar við bætast svo töp síldarverksmiðjanna, sem hljóta að vera ákaflega mikil, því að verksmiðjurnar hafa orðið að hafa mikið og dýrt mannahald, þótt lítið hafi verið fyrir fólkið að gera, lengst af. Tekjur sjómanna og verkamanna eru yfirleitt mjög rýrar, eftir síldveiðarnar. Sjómenn höfðu að vísu kaup- tryggingu og bætir það nokkuð afkomu þeirra, en það gengur aftur út yfir útvegsmanninn, sem ber að standa skil á kauptryggingunni, þótt stórfelt tap hafi orðið á atvinnurekstrinum. Margt verkafólk, sem unnið hefir í landi, kemur heim með tvær hendur tómar, eftir síldar- vertíðina. Loks hefir þjóðarbúið í heild mist tugi miljóna í er- lendum gjaldeyri, við það að þessi atvinnuvegur brást; og ríkissjóður verður einnig fyrir tilfinnanlegu tapi, beint og óbeint. ★ Þetta stórfeida áfall hjá einum höfuðatvinnuvegi lands- manna, ætti vissulega að vera alvarleg áminning til þeirra ábyrgðarlausu manna í okkar þjóðfjelagi, sem talið hafa og telja enn höfuðverkefni sitt, að ala á sundrung og ill- deilum milli flokka og stjetta. Sem betur fer er íslenska þjóðin svo vel stæð í dag, að slíkt áfall sem orðið hefir hjá síldarútveginum á þessu sumri, ætti ekki að þurfa að skilja eftir varanlegt tjón, ef þjóðin skildi sinn vitjunartíma. Þann vitjunartíma, að standa saman. Hjálpast að því, að græða sárin, í stað þess að eyða kröftunum í illdeilur og þras. En það virðast vera álög á okkar ágætu þjóð, að hún geti ekki staðið saman. Eða svo virðist það vera, ef dæma -á eftir framkomu ýmsra stjórnmálaleiðtoga hennar. ★ Getur það verið, að þjóðin sje svo starblind, að hún sjái ekki, að hjer er hún á háskalegri braut? Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að þjóðin hafi áhuga á landsmálum og reyni að fylgjast sem best með öllu sem þar gerist. En þá kröfu verður að gera til sjerhvers einstaklings í lýðfrjálsu landi, að hann kynni sjer alia málavexti, en láti ekki pólitíska ofstækismenn leiða sig í blindni. Og sjálfur verður einstaklingurinn jafn- an að gera sjer ljóst, að hann er fyrst'og fremst þegn þjóðfjelagsins. Á þetta þykir rjett að minna nú, í sambandi við þann ábyrgðarlausa áróður, sem forkólfar Framsóknarflokks- ins reka út um sveitir landsins. Það er áreiðanlega ekki hægt að vinna íslenskum landbúnaði naeira tjón í dag, en ef það tækist að einangrs bændastjettina frá öðr- um stjettum þjóðfjelagsins. Þetta óþurftarverk eru forkólfar Framsóknarflokksins að reyna að vinna í dag. Vonandi tekst þeim það ekki. En þeir munu halda þessari iðju áfram og einskis svífast. Aldrei hefir bændastjettinni riðið meir á því en einmitt nú, að eiga gott samstarf við aðrar stjettir, Og þjóðfjelagið í heild á nú meira undir því en nokkru öðru, að allar stjettir taki höndum saman og vinni í einlægni og bróð- erni að. velferðarmálunum. , UR DAGLEGA LIFINU Aldraður póstur. ÞAÐ VAR heldur farið að slá í sum brjefin, sem bárust hing- að til bæjarins frá Englandi í gær og í íyrradag. Eitt brjef sá jeg dagsett 27. júlí s.l. og mörg brjef voru frá mánaðamótunum júlí—ágúst. Það eru 40 daga gömul brjef. Það hlýtur að vera óþægilegt fyrir menn, sem þurfa að skifta við bresk firmu, að fá þetta gömul brjef, og hætt er við, að ýmislegt fari út um þúf- ur, sem annars hefði verið hægt að hafa í lagi. Það er annars undarlegt, hve illa gengur að fá póst hingað til landsins frá útlandinu. Það er engu líkara en að póstyfirvöld- in erlendis hafi engan áhuga fyr ir að koma póstsendingum hing- að til landsins. Það hlýtur þó að vera yfir þessu kvartað frá rjett um aðilum hjeðan. Nú ætti ófriðarástand ekki að vera lengur til fyrirstöðu, að póst ur gæti borist milli landa á skemri tíma en áður. Væri.ekki reynandi að kvarta einu sinni enn og það duglega? • Bækur og bóka- íestur. EINHVERNTÍMA ekki alls fyrir löngu var þess getið í amer ísku tímariti, að hvergi- í heim- •inum mvndi vera jafnmikið af bókabúðum og í Reykjavík. Að tiltölu við fólksfjþlda væru am- erískar borgir langt á eftir hvað þetta snerti. Þessa var getið sem menningarvotts og var hól í okk ar garð. Víst mun það rjett, að hvergi í heimi er gefið úú%g les- ið jafn mikið af bókum og blöð- um og hjer á landi, þegar tekið er tillit til fólksfjölda. Við get- um verið ánægð með það, og þó éinhverntíma hafi verið sagt, að bókvitið verði ekki látið í ask- ana, þá er það ekki nema hálf- ur sannleikur. Það er gaman að koma hjer í bókabúðir og sjá, hvað er á boð- stólum. Fræðibækur og skemti- bækur, lerðasögur og skáidsög- ur, frumsamdar eða þýddar. Það er ekki hægt að búast við, að nver maður komist yfir að lesa alt, sem út er gefið af bókum, en það hefir líka hver sinn smekk og les það, sem honum fellur best. • Skemtileg bók. KÚNA eftir helgina rakst jeg á eina nýja bók í bókaverslun, sem mjer ljek hugur á að lesa. Þetta er lítil bók, sem heitir „Eftir miðnætti". Áhuga fyrir að lesa bókina fjekk jeg, er jeg las á kápunni upplýsingar um, hvað hun væri. Þetta er skáldsaga og geiúst í Þýskalandi fyrir styrj- öldina og eftir að nasistar kom- úst til valda. Jeg fjekk tækifæri til að kynnast örlítið lífinu í Þýskalandi árið fyrir stríð og mjer ijek forvitni á að sjá, hvernig því væri lýst í þessari bók. Það er best að segja það strax, að jeg varð ekki fyrir vonbrigð- um. Að vísu er tilfinningum og gjörðum manna í Þýskalandi 1 ýst nokkuð á annan veg en út- lendingar, sem komu í stutta heimsókn til Þriðja ríkisins, kyntust því. Hún Sanna litla, aðalsöguhetj- an, er bara venjuleg þýsk stúlka, sem ekki skiftir sjer af stjórn- málum. Vill helst lifa og leika sjer og elska sinn pilt, en þrátt fyrir það fer ekki hjá ]>ví, að stjórnmálin grípi inn í líf henn- ar. í skáldsögunni er þessu lýst á skemtilegan hátt, þannig, að lesandinn leggur ekki frá sjer bókina fyrr en hann er búinn að fá að vita örlög þeirra, sem við sögu koma. • Klögumál og njósnir. FRÓÐLEGT er að kynnast því, hvernig borgararnir verða í ein- ræðislöndunum. Þeir njósna hver um annan og klögumálin ganga á víxl og altaf er hægt að fá leynilögreglu ríkisins til að bíta á agnið. Ef einhverjum er illa við nágranna sinn, eða hann er afbrýðissamur út í hann, þarf ekki annað en að gefa leynilög- reglu ríkisins merki um, að ná- granninn hafi látið óvarleg orð falla í garð ríkisstjórnarinnar eða flokksins. Þar með er þeim manni komið fyrir kattarnef. Eða þá lýsingin á rithöfund- inum, bróður Sönnu, sem ekki getur lengur skrifað eins og hon um býr í brjósti, heldur verður að skrifa eftir „línu“ flokksins, ef hann vill lifa. Menn hefðu gott af að lesa þessa litlu bók sjer til fróðleiks og þeir, sem hafa gaman af skerntilegum sögum, munu nj.óta lestursins. Þessi skáldsaga, „Eft- ir miðnætti“, er ekki „áróðurs“- bók, að öðru leyti en því, sem sannleikurinn getur kallast á- róður. • Er illa við herbílana. í GÆR fjekk daglega lífið eitt reiðilestursbrjefið og tilefn- ið var hermannabílarnir, sem komnir eru í íslenska eign. Brjef ritari er síður en svo hrifinn af þessum farartækjum og dregur ekkert úr lýsingarorðunum, til þess að skýra, hvað hann mein- ar. — Það er nú orðið nokkuð seint að skammast yfir þessu. En [(að hefðu átt að vera minni lætin í að ná í þessa bíla, þegar þeir komu fyrst á markaðinn. • Slæmur umgangnr í sæluhúsum. „GAMALL KOKKUR á ferða- lagi“ sendir brjef um slæma um- gengni í sæluhúsum við fjall- vegi og tekur sjerstaklega til sæluhúsið á Holtavörðuheiði. Telur hann þar hafa verið illa um gengið, svo til háðungar sje. Víst er það til háðungar og skammar, ef ferðafólk getur ekki gengið vel og hreinlega um sælu hús í óbygðum. En það er hætt við, að ávalt verði til skemdar- vargar, sem ekki kunna að ganga um, hvort sem það er í sæluhúsum almennings, eða heima hjá sjer. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ÞAÐ MÓTAÐI fyrir fjórða þýska ríkinu á hernámssvæði Rússa í Þýskalandi í síðastliðinni viku. Rússar tilkyntu, að þeir hefðu sett á stofn fullkomna þýska stjórn á því svæði af land inu, sem þeir ráða yfir. Nýi, þýski forsætisráðherrann er Gregori Zukov marskálkur. Varamaður hans er Leo nokkur Skripzinsky, er honum lýst sem fyrrverandi verksmiðjueiganda, sem verið hafði fimm ár í fanga- búðum. Þessi maður, sem.var ó- kunnur í stjórnmálaheiminum og flokksleysingi, var studdur af kommúnistum. Tólf stjórnardeild ir voru undir yfirstjórn Zukovs marskálks, sín fyrir hverja deild rússnesku hernámsstjórnarinnar. Var þar æðstur í hverri deild liðsforingi úr rauða hernum, en næst honum kom þýskur ráð- herra, og voru þeir valdir af list um, sem hinir fjórir „andfasist- isku“ stjórnmálaflokkar höfðu lagt fram. í ráðherrastöðurnar kusu Rússarnir fimm kommún- ista, þrjá jafnaðarmenn, tvo kristilega jafnáðarmenn, eínn frjálslynðan jafnaðarmann og einn utaníTokka mann. , Fjórða þýska ríkið. Meðal Þjóðverjanna í stjórn- inni eru eftirtaldir menn: Paul Wandel, ritstjóri hins kommún- istiska Berlínarblaðs, Deutsche Volkzeitung, Willi Schröder, forð um kommúnistiskur meðlimur í landsstjórn Mecklemburg, Ed- win Hörne, lika gamall kommún- isti, sem eitt sinn átti sæti á rík- isþinginu, Eugen Schiffer, 85 ára gamall, frjálsiyndur jafnað- armaður og einu sinni fyrir löngu fjármála- og dómsmála- ráðherra, dr. Wilhelm Fitzner, jafnaðarmaður, lögfræðingur,sem .verið hafði þrjúr ár í fangabúð- um, dr. Ferdinand Fridensburg, 58 ára, kristilegur jafnaðarmað- ur, áður lögregluembættismaður í Berlin, Helmut Lehjnann, jafn- aðaiimaður, sem Rússar björguðu úr fangabúðum í apríl s.h Þeim, sem ekki geta ímyndað sjer byltingu án götubardaga, finst það, sem verið hefir að \ gerast á hernámssvæði Rússa í Þýskalandi, harla skrítið. En eitt var staðreynd: um þriðji hluti Þýskaldnds Var liú undir komm^ únistiskri stjórn. Rúsgar hafk stungið upp á mönnum fil þess að silja í alls- herjarstjórn yfir öllu Þýskalar.di. Þetta hafa þeir gert í hljóði við fulltrúa Vesturveldanna í her- námsráðinu. En Bretar og Banda ríkjamenn voru stöðugt að glíma við að finna iðnaðarmenn, við- skiftamenn og aðra sjerfræðinga í stöður á hernámssvæðum sín- um. Áður en Potsdamráðstefnan var haldin, höfðu Bandaríkja- menn sett upp stjóx-nir í ýmsum hjeruðum, komið á fylkisstjórn í Bayern. Áherslan var lögð á að nazistar kæmu hvergi til greina í neinar stöður. Stjórnmálaflokk ar, verkalýðsfjelög og stjórn- málafundir (sem Rússar hvöttu til að halda) var bannað. Nú hef- ir þessu verið breytt. í síðastlið- inni viku sagði Eisenhower hershöfðingj við blaðamenn: Þjóðverjar í sveitúm og borgum skulu fá að kjósa sjer sína eig- in embættismenn fyrir veturinn. Á hernámssvæði Bréta sagði Montgomery marskálkur: Við stefnum að sjálfstjórn hjeraða um alt Þýskaland á lýðræðis- grundyelli. En Vesturveldin höfðu 'ékfeert, sem líktigt hinni hýju, þýsku 'stjörn Rússa, og sem iFramhald 4 bls, 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.