Morgunblaðið - 12.09.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1945, Blaðsíða 2
MORGDNBLAÐID JVIiðvikudagur. 12. sept. 1945, Islensku systurnar, sem voru í verstu loftárásunum á Leipzig MEÐAL farþega með e.s. Lagarfossi frá Norðurlöndum á dögunum, voru systurnar Þór- ey og Arndís, dætur Hannesar heitins Stephensen á Bíldudal. Þær systur hafa um langt skeið dvalist í Þýskalandi, Arn- dís fór þangað árið 1937, en Þórey 1938. Fóru þær báðar til frænku sinnar Salóme Þorleifs- dóttur Nagel, sem ásamt manni sínum veitir forstöðu tungu- málaskóla í Leipzig. Þórey út- skrifaðist úr Verslunarskólan- um árið 1938 og sigldi til frek- ara náms í þýsku, en Arndís hafði stundað nám við Kvenna- skólann hjer og fór út í sama tilgangi. Tíðindamaður Morgunblaðs- ins náði tali af þeim systrum, skömmu eftir heimkomuna og spurði frjetta. — Hvernig tók þýska þjóðin stríðsyfirlýsingunni? — Það sló miklum óhug á þjóðina. Við skólann, sem við vorum í, voru bæði nemendur og kennarar af ýmsum þjóðern- um, en þeir voru látnir afskifta lausir.. Þurftu í hæsta lagi af gefa sig fram við lögregluna við og við. Við systurnar gátum farið allra okkar ferða, þótt við værum útlendingar. Frásögn Arndísar og Þóreyjar Hannesdætra /'¦, Systurnar Arndís og Þórey Hannesdætur, sem voru í Leipzig í mestu loftárásunum. var komið. Stórir hlutar jbúðar ' Jú. Eftir þessa árás var Fyrsta stórárásin á Leipzig. — Setti ófriðurinn strax mik inn svip á borgina? — Nei, maður varð eiginlega ekkert var við stríðið, nema hvað myrkvunin var hvimleið. Fyrsta stór loftárásin var gerð á Leipzig þann 4. desember '43. Þá var jeg-ekkj stödd í borg- inni — skýtur Arndís inn í. Árásinni var beint að því hverfi, sem jeg bjó í, segir Þór- ey. Þar voru engin loftvarna- byrgí, ekkert öruggt skjól að leita í. Til að byrja með vorum við nú reyndar ekki trúuð á, að um loftárás væri að ræða, því að komið hafði fyrir, að loft árásarmerki væru gefin án þess að til árásar kæmi. Það var um nótt, þegar fyrstu sprengjurnar tóku að falla. Ein sprengjan f jell á húsið okkar. braut stykki úr þakinu, fór inn um vegg á næsta húsi og sprakk þar. í húsirm okkar brotnuðu allar hurðir og rúður sprungu. Árás- in stóð yfir í ca. 20 mínútur og jeg á engin orð sem fá lýst þeim ósköpum, er gengu á, segir Þór- ey. Þegar árásinni var lokið, var ekki gefið neitt merki, því að allar loftvarnaflautur höfðu skemmst. Við reyndum nú eftir mætti að slökkva eldinn, sem kviknað hafði, en það gekk illa og þarna missti jeg allar eigur mínár, nema. hvað jeg átti dá- lítið af fötum í tösku niðri í kjallara. í þessu húsi var einn- ig íbúð frænku minnar og skól- inn sjálfur. Þetta var annars heimavistarskóli og starfrækt- ur í nokkrum húsum. ¦— Hvernig var að öðru leyti umhorfs í hverfinu eftir árás- ina? Kvenna-slökkvilið. — Það var óhugnanleg sjón, sem blastí við'mánni, þegar út og verslunarhverfanna stóðu í björtu báli. Slökkviliðið var nær eingöngu skipað konum, en þeir karlmenn, sem í borg- inni voru unnu í ruðningssveit- um öðru hvoru. — Hvað var gert til að bæta fólki tjón sitt? — Eftir loftárásir, fengu all- ir, sem misst höfðu eigur sín- ar, einhverja uppbót hjá skrif- stofum, er stofnsettar voru í þeim tilgangi að bæta úr sár- ustu neyðinni. Þar fekk jeg til dæmis skömmtunarseðil fyrir fataefni og eitthvað af pening- um. — Urðuð þið varar við and- nasistiskan áróður? Systurnar halda því fram, að pólitík hafi aldrei verið þeirra sterka hlið, en segja þó. Fjöldi manna vissi, að við vorum ekki nasistar og flestir þeirra, sem við þekktum voru það heldur ekki. — Voru svo loftárásir nokk- urn veginn stöðugar frá því í desember 1943? -— Fram að 20. febrúar var allt nokkurn veginn rólegt. Þó kunna að hafa verið gerðar einhverjar árásir, en þeim hefir þá verið beint að öðrum borg- arhlutum en þeim, er við vor- um í. En þennan dag og aðfara nótt hans, voru gerðar tvær stórárásir. Annari árásinni var beint að hverfi okkar, en hinni að verksmiðjuhverfi. í þessari árás brunnu enn tvö af húsum skólans til grunna og hús það, er við systur bjuggum í skemd- ist mikið af völdum elds. Það brann af því þakið og svo urðu eðlilega miklar skemmdir af vatni. í þetta sinn aðstoðuðu nokkrir karlmenn við slökkvi- starfið og hefur það sjálfsagt bjargað húsinu frá að brenna til grunna. Árásin stóð í eina klukkustund og við hjeldum okkur allan þann tíma niður í kjallara. Skólinn fluttur. •—¦ Var ekk'r farið að hugsa til þess að koma skólanum á óhultari stað? hann fluttur til Thúringerwald. Þangað fór jeg með skólanum, segir Arndís, en Þórey varð eftir í Leipzig. — Þjer haf'ið þá verið í Leip- zig, þegar járnbrautarstöðin var eyðilögð, Þórey? — Já, jeg var meira að segja stödd á stöðinni sjálfri, er árás in var gerð. Jeg var að leggja upp í ferðalag. Þetta var kl. 9 að morgni. Þegar jeg ætlaði að fara að stíga inn í vagninn, var loftvarnarmerki gefið. Þarna skammt frá var ágætt loftvarn- arbyrgi, en jeg leitaði ofan í kjallarann undir járnbrautar- stöðinni sjálfri. Þegar jeg kom þangað niður, hafa þar vafa- laust verið fyrir þúsundir manna. Þetta var sem sje ein stærsta járnbrautarstöð í Ev- rópu, ef ekki sú stærsta. Sprengja í loftvarnabyrgi. Kjallaranum undir stöðinni var skift niður í stóra sali, sem rúmuðu nokkur hundruð manns hver. Brátt fórum við að heyra sprengjurnar falla til jarðar og springa. Allt í einu ¦var sem okkur væri bókstaflega sópað til. Sprengjur höfðu fall- ið niður um kjallaraloftið í næstu sölum og drepið eða lim- lest fólk svo þúsundum skifti. Jeg efast um, að enn sje búið að upplýsa hvað margir ljetu lífið í þessari árás. Ljósin höfðu öll slokknað, en við urðum þess vör, að hjúkr- unarlið og aðrir björgunarliðs- menn voru að störfum þarna inni. Atburðirnir gerðust í svo skjótri svipan, að það er næst- um ómögulegt að gera sjer grein fyrir fyrir því, eftir á, hvað raunverulega skeði. Jeg sat þarna í 45 mínútur. Allan timann bjóst jeg við, að næsta sprengja fjelli niður í þann sal, sem við sátum í, en til þess kom ekki. Þegar árásinni var lokið, og fólkið ætlaði að fara að þyrpast út, höfðu útgöngu- dyrnar lokast, en tálmununum varð þó fljótlega rutt úr vegi. ¦— Það hefur líklega ekki ver ið mikið eftir 'af járnbrautar- stöðinni eftir öll þessi ósköp? — Stöðin sjálf eyðilagðist. — Þá tepptust allar járnbrautar- samgöngur í um það bil viku, en þá hafði tekist að gera við tein- ana til bráðabirgða. Allir þeir íbúar Leipzigborgar, sem því gátu við komið, reyndu eftir þetta að flytjast út í sveitina. Einnig voru margir sem dvóldu um nætur fyrir utan borgina. Þó var allt daglegt líf furðu fljótt að fá á sig vénjulegt snið. Gjöreydd borg. — Hver var síðasta stórárás- in á Leipzig meðan þjer dvöld- uð þar? — Ef jeg man rjett, þá var síðasta árásin á okkar borgar- hluta gerð þann 27. febrúar að degi til. Þá urðu enn miklar skemmdir á síðasta skólahús- inu, sem uppi stóð, en neðsta hæð þess stendur þó enn. — Mátti nú segja, að varla væri orðið líft í þessari nær gjör- eyddu borg. Það var helst í út- hve'rfum Leipzig, að skemmd- irnar voru minni. Eftir þessa árás flutti jeg ásamt frænku minni til Thiiringen, en eins og fyrr segir, fór systir mín þang- að, er skólinn fluttist. — Þið hafið þá fengið að vera í friði úti í sveitinni? — Já, fyrst um sinn. Við urð- um þó alltaf varar'við, þegar flugflotar bandamanna flugu þarna yfir. Síðustu dagar styrj- aldarinnar voru hryllilegir á þessum slóðum. — Flugvjelar bandamanna gerðu án afláts árásir á bílabrautirnar. — Til- sýndar sáum við hvar hver flugvjelin á fætur annari steypti sjer niður að brautun- um og skaut á farartækin. Mátti oft heyra sprengingarnar og oft sáum við biíreiðar standa í björtu báli á vegunum. Bandaríkjamenn koma. — Hvenær urðuð þið fyrst varar við hersveitir Bandaríkja manna? — í miðjum apríl. Þá voru loftvarnaflautur látnar hvína í fimm mínútur, en það táknaði, að þetta væri vígsvæði. Nokk- urum stundum síðar heyrðum við þarna heima hjá okkur vjelaskrölt skriðdreka og ann- ara farartækja. Á þessum slóð- um hleyptu Bandaríkjamenn ekki einu einasta skoti af. — Kona, sem við þektum í bæn- um Eisenberg, sem er á stærð við Reykjavík og er þarna í ná- grenninu, sagði okkur svo frá, að enginn hefði vitað um ferðir Bandaríkjamanna fyrr en þeir voru komnir inn í miðjan bæinn og allt var á þeirra valdi. Þeir hleyptu af nokkrum skotum, en aðeins til viðvörunar. Nokkru síðar komu þeir að skólanum og rannsökuðu þar allt hátt og lágt í leit að vopn- um. — Hvernig fjell á með Þjóð- verjum og amerísku hermönn- unum? Eftir því, sem við gátum næst komist, fjell vel á með þeim, enda voru hermennirnir mjög prúðir í framkomu. Þar með var stríðinu lokið fyrir þeim systrum, Þóreyju og Arndísi. Þær komust með að- stoð sænska sendiherrans í Lú- beck til Hamborgar, en þaðarí komust þær fyrir atbeina danska Rauða krossins til Dan- merkur. Inn yfir dansk-þýski* landamærin óku þær þann 27. júní s.l. Sv. Þ. ! Nýtt veitingahús opnað á Hverfisgötu 116 í (ÍÆE var opnað hjer í.'ar veitingar, lausamáltíðir, bænum nýtt veitingahús á kaffi og "smurt brauð. Þá| Ilverfisgötu 116, í húsi Sveins munu þeir einnig ætla sjer aðf,. Egilssonar bifreiðasala," þar'leigja húsnæðið til samkvæina,. sem norski herinn hafði áður veitingastofu. Hefir því verið valið nafnið Þórscafé. Eigend- ur.þess era hinir vel þektu veitingamenn, Kagnar Jóns- son, sem áður hafði veitinga- sölu í (-)!olfskálaniim ogBaldvin (¦uðmundsson, scm lengi var bryti á Gullfossi og síðar á Esju. Sálarkynni eru þarna sjer- staklega vistleg, björt og rúm- fíóð. Aðnlsalurinn er ca. 150 fcrmetrar og ríimar ttm 150 maims, en auk þess er annar minni salur. — Þeir fjelagar hyggjast sel ja' l>arna allskon- og fundarhalda. Sjerstök á* hersla verður lögð á vaudað* an mat og góða framreiðslu. Munu bæjarbúar almenntj fagna opnun þessa nýja glæsi*- lega veitingahúss, sem sannastj sagna er meðv sýnu vistlegrí blæ en flestar aðrar stofnauiU a£ því tagi, sem almennini'ur! hefir átt kost að kynnast h,jer« Kvikmyndir þjóðnýttaíl LONDON: Tjekkneska stjóm hefir skipað svo fyrir, að kvik- myndagerð þar í landi skuli þjóðnýtt þegar í stað, og mái enginn hjer eftir gera kvik- myndir, nema ríkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.