Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. sept. 1945 MORGUNBLAÐIÐ 7 Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandssíjórnin. Útdrátfur úr bók próf. Fr. v. Hayek, The Road to Serfdom. Þýtt hefir ÓJafur Björnsson dósent. í samkeppnisskipulaginu er hægt að öðlast flesta hluti fyrir peninga. Verð þeirra getur þó verið hræðilega hátt. Við verð- um að fórna eins til þess að öðl ast annað. Hinn kosturinn er þó ekki valfrelsi,. heldur fyrirskip anir og bönn, sem verður að hlýða. Það þarf ekki að láta sig undra það, þótt menn óski oft eftir því, að losna við vanda- samt val, sem lífið stundum ger ir óhjákvæmilegt. En fáir óska þess, að losna við það með þeim hætti að láta aðra velja fyrir sig. Menn óska þess hinsvegar, að komist verði hjá slíku vali. Og menn eru gjarnan fljótir til að trúa því, að í rauninni sje slíkt val ekki nauðsynlegt, held ur sje það aðeins hið sjerstaka þjóðskipulag, sem við búum við, sem skapi slíka nauðsyn. Það sem þeim er þyrnir í aug- um, er að skortur lífsgæðanna skuli eiga sjer stað. Sú blekking, að raunverulega sje ekki um neinn skort lífs- gæðanna að ræða, hefir færst í aukana vegna þess að staðhæft hefir verið, að áætlunarbúskap ur geti aukið framleiðsluafköst- in að mun miðað við afköst sam keppnisskipulagsins. Þeir, sem hugsað hafa þessi mál, hafa þó í vaxandi mæli fallið frá slíkri skoðun. Jafnvel fjöldi hagfræð- inga, sem aðhyllist sjónarmið Sósialista, láta sjer nú nægja þá von, að í skipulagi sósíalis- mans megi vænta svipaðra af- kasta og í samkeppnisskipu- laginu. Þeir mæla með áætlun arbúskap af því að á þann hátt megi koma á jafnari skiptingu auðsins. Og ekki er vafi á því, að ef við viljum ákveða, hvað hver og einn skuli bera úr být- um, þá er alsherjarskipulagn- ing atvinnulífsins nauðsynleg. En þá er bara eftir að svara þeirri spurningu, hvort slík framkvæmd rjettlætishugsjóna einhverra manna verði ekki keypt því verði, að óánægjan og kúgunin verði óhjákvæmilega meiri en nokkurntíma átti sjer stað í hinu mjög svo gagn rýnda frjálsa skipulagi. Því að taki ríkisstjórnin að sjer að sjá um skiptingu auðsins, hvaða sjónarmið ætti hún þá og myndi hún leggja til grundvallar? Er hægt að gefa nokkurt svar við h'inum óteljandi spurningum er upp kæmu um það, hvernig meta skyldi verðleika hvers og eins? Aðeins ein almenn grundvall arregla, ein einföld regla myndi geta veitt slíkt svar: þ. e. að allir fái nákvæmlega jafnt. Ef þetta væri takmarkið, þá myndi það þó að rAinsta kosti verða ljóst, hvað átt væri við með hinni óljósu hugmynd um rjettláta tekjuskiptingu. — En almenningur telur hnífjafna tekjuskiptingu af þessu tagi ekki æskilega, og sósíalisminn lofar ekki fullkomnum jöfnuði heldur „meiri jöfnuði". Slíkt stefnuatriði er þó blátt áfram enginn leiðarvísir. Það losar okkur ekki við þá nauð- syn, að gera upp á milli verð- leika hinna ýmsu hópa og ein- staklinga í hverju einstöku til- felli, og gefur enga vísbend- ingu um það, á hvern hátt slíkt skuli gert. Það eina, sem með þessu er sagt, er það, að eins mikið skuli tekið frá þeim ríku o,g hægt er. En þegar til kast- anna kemur að skipta herfang- inu, er viðfangsefnið jafnerfitt, þótt stefnuatriðið „meiri jöfn- uður“ hefði aldrei komið til skjalanna. Það er oft sagt sem svo, að pólitískt frelsi sje einskis virði án efnahagslegs frelsis. Þetta er rjett, en í alveg öfugum skiln- ingi við þann, sem skipulagn- ingarsinnar leggja í þessi orð. Hið efnahagslega frelsi,_sem er grundvallarskilyrði alls annars frelsis, er ekki það frelsi frá efnahagslegum áhyggjum, sem sósíalistar lofa okkur, og við get um aðeins öðlast með því að fórna valfrelsi okkar. Það hlýt ur að vera athafnafrelsi það, sem ásamt rjettinum til þess að velja, hefir einnig í för með sjer þá áhættu og ábyrgð, sem slíkum rjetti fylgir. Tvennskonar öryggi. Á sama hátt og hið falska „efnahagslega frelsi“ og með meira rjetti, er efnahagslegt ör- yggi oft talið óhjákvæmilegt skilyrði frelsisins. I vissum skilningi er þetta bæði rjett og mikilvægt. Sjálfstæði í skoðun- um og föst skapgerð er sjald- gæft meðal manna,, sem ^ekki geta treyst því, að þeir geti sjeð sjálfum sjer farborða. En til er tvennskonar öryggi: í fyrsta lagi trygging ákveð- inna lágmarkslífskjara öllum til handa og í öðru lagi trygg- ing til handa ákveðnum ein- staklingum og hópum fyrir því að njóta ákveðinna kjara mið- að við aðra. í þjóðfjelagi, sem stendur á því stígi hagsældar, sem vort þjóðfjelag gerir, er engin á- stæða til þess að ætla annað, en hægt sje að tryggja öllum hið fyrrnefnda öryggi án þess að almennu frelsi sje stofnað í hættu, þ. e. a. s. eitthvert lág- mark fæðis, húsaskjóls og klæðnaðar, sem er nóg til þess að heilsan megi varðveitast. — Einnig er það sjálfsagt, að ríkis valdið hjálpi til þess að koma á víðtæku kerfi almennatrygg- inga, til þess að veita öryggi gegn þeim almennu hættum, sem lífið hefir í för með sjer, en sem fáir geta mætt af eigin rammleik. Það er skipulagning til þess að tryggja öryggi af síðara tag- inu, sem hlýtur að verða frels- inu svo skaðvænleg. Það er skipulagning í þeim tilgangi að vernda einstaklinga og hópa gegn því að tekjur þeirra minki. Ef það er svo, eins og að und anförnu hefir átt sjer stað í vaxandi mæli, að þeim, er stunda hverja þá atvinnugrein, er kjarabætur eiga sjer stað í, leyfist að útiloka aðra í þeim tilgangi að tryggja sjálfum sjer allan hagnaðinn hvort sem er í formi hærri launa eða ágóða, þá lokast allar leiðir fyrir þeim sem stunda atvinnugreinar, þar sem eftirspurnin hefir brugðist, þannig að árangur breyting- anna verður stórfelt atvinnu- leysi. Það er ekki vafi á því, að hin mikla aukning atvinnuleys is og öryggisleysis á síðustu ára tugum orsákast að miklu leyti af viðleitni af þessu tagi til þess að skapa sjer öryggi. Laugaveg 11. Sími 4865. 1 illilillllllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllillllllllllllllllí Húsnæðismál og luxusbyggingar Þann 21. ágúst birtist grein á forsíðu Tímans og er þar deilt á núverandi ríkisstjórn vegna húsnæðisleysis í Reykjavik. Mörgum mun koma undarlega fyrir sjónir sá mikli áhugi, er nú kemur fram hjá þessu blaði fyrir íbúðarhúsabyggingum í höfuðstaðnum. Öðruvisi mjer áðru brá. Þeg ar Eysteinn Jónsson neitaði um innflutning á byggingarefni, meðal annars til bygginga á í- búðarhúsum í Reykjavík, yfir það fólk, er landbúnaðarpóli- tík Framsóknar hafði flæmt burt úr sveitunum. Það stæði þó sannarlega nær þessu blaði, sem þykist vöra málgagrt bænda og sveitafólks að verja rúmi sínu til þess að ræða framfara mál landbúnaðarins og bygging armál sveitanna heldur en byggingamál Reykjavíkur. En ástæðan er ef til vill sú, að einhver Tímadindill er í hús næðishraki. Einhver úr mála- liði Framsóknar í Reykjavík, er yfirgefið hefir sveitirnar, en vill nota sveitafólkið til þess að koma sjer til vegs og valda. Einhver „bændavinur", er sí- felt hampar otðunum „dreif- býli“ og talar um „fólkið í hin- um dreifðu byggðum“. En í þessum orðum hans um sveitir og sveitafólk, liggur svipaður virðuleiki og þegar bóndinn kallar á gemsana sína — „Kibba, kibba, komið þið grey- in“. í undirfyrirsögn fyrrnefndrar greinar í Tímanum segir svo — „Byggingarefninu er sóað í lúxushús í stað þess að nota það til nauðsynlegra íbúðarhúsa“. Þessi setning getur með lít- illi breytingu verið einkunn- arorð ráðamanna Framsóknar- flokksins, í landbúnaðarmálum, þ. e. fjármagninu er sóað í lúx- ushús í stað þess að nota það til nauðsynlegra framkvæmda. Forustumönnum Framsóknar- flokksins, er gjarna kalla sig „forráðamenn bænda“, virðast stefna að því að draga fjármagn ið burt úr sveitunum. Framsóknarmenn telja, ó- hæfu, að Reykvíkingar skuli leyfa sjer að byggja sumarbú- staði úti í guðs grænni náttúr- unni, en sjálfir beita þeir á- hrifum sínum í Búnaðarfjelagi Islands og á búnaðarþingi, til þess að koma því til leiðar, að fje Búnaðarmálasjóðs verði var ið til gistihúsbyggingar í Reykj avík. Þessi dámafáa ráðstöfun bún aðarþings er, ef ekki beint brot á lögunum um Búnaðarmála- sjóð, þá að minsta kosti brot gegn markmiði þeirra. Allar stjettir leitast nú við að tryggja framtíð sína. Gróða stríðsáranna er varið til þess að efla atvinnuvegina, kaupa ný framleiðslutæki til lands og sjávar. Þeir búnaðarþingsfulltrúar, er telja gistihúsbyggingu í Reykjavík næsta aðkallandi fyrir landbúnaðinn og aðrir þeir, er nota sparifje sveitafólks ins til lúxusbýgginga á möl- inni, mætti með rjettu kalla undanvillinga í bændastjett. vS. B. - Heimdallur fjelag ungra Sjálfstæðismanna, er langstærsta pólitíska æskulýðsfjelag í landinu. Þjer ungir Sjálfstæðismenn, sem ekki ennþá haf- ið gerst íjelagar, skrifið nafn yðar og heimilisfang á meðfylgjandi inntökubeiðni og leggiö í næsta næsta póstkassa (ófrímerkt). Utanáskrift fjelagsins er F.U.S. Heimdallur, Thorvaldsensstæri 2, Reykjavík. Undirritaður óskar að gerast með- limur í F.U.S. Heimdalli. Nafn ............................ " Heimilisfang .................... æðingardagur og ár ............. ? l ið fundi fjelagsins og skemtanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.