Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 2
HUUQ CiNBLaÐIW Laugardagur 22. sept. 1945 Loftárásir og setulið á Borgundarhólmi f Stutt samfal við Steingrím Matthíasson i_ • STEINGRÍMUR MATTHÍAS SON læknir kom inn á skrif- stofu blaðsins í gær. Tíu ár eru liðin síðan hann fór til Dan- merkur. Hann er nú 69 ára að aldri, en hefir lítið breytst síð- an hann fór, glaður og reifur að vanda. Jeg átti við hann stutt sam- tal. Hann hefir nú verið ein sjö ár á Borgundarhólmi, er prakti serandi læknir í Nexó. Áður var hann víðsvegar um Danmörku, þjónaði læknaembættum í for- föllum ýmsra lækna. Uns hann staðnæmdist þarna. Hann hefir hjer aðeins stutta viðdvöl, — kvaðst ekki geta verið lengi í burtu frá starfi sínu, býst ekki við að fá tíma til þess að heim- sækja fornar slóðir Norðan- lands í þetta sinn. — Urðu ekki.miklar skemdir í Nexö í loftárásum Rússa í vor? — Jú. Mörg hús hrundu al- veg. Fleiri löskuðust. Þakið fór af mínu húsi og gaflinn hrundi. En samt slapp jeg tiltölulega vel. Því hægt var að gera við húsið. Það er jafngott og það var. — Fórust margir? — Nei. Einn maður særðist svo mikið, ao hann beið bana af. Fleiri fórust í Rönne. — Hvernig kom til þessara átaka eftir að Þjóðverjar höfðu gefist upp annarssíaðar? — Mikið þýskt lið kom til Borgundarhólms rjett síðustu dagana fyrir vopnahljeið. Þeir komu frá Danzig-hjeraði. Þeir voru með alvæpni. Rússar sendu njósnara til að vita hvað um væri að vera þarna. Þjóð- verjar rjeðust á rússnesku flug vjelarnar, þó þeir væru hættir bardögum annarsstaðar. — Her stjóri eyjarinnar í Rönne neit- aði að gefast upp. Þá gerðu Rússar árás á bæina, þar sem setulið Þjóðverja var, aðallega Rönne og Nexö. Fyrsta loftárás in þarna var ekki mikil — Þá flýðu menn í kjallara sína. Er hún var úti, flýðu allir úr bæjun um, út á víðavang. Þá byrjuðu árásirnar fyrir alvöru. En mann tjón var ekki mikið þá, vegna þess að fólkið var farið úr hús- unum. Með loftárásum í 2 daga, neyddu Rússar hið þýska lið, sem á eynni var, til uppgjafar. Þá voru bæirnir orðnir illa út- leiknir. En fólkið kom aftur, þegar hættan var liðin hjá. — Það hangir í lengstu lög við heimili sín þó lítið sje eftir af þeim. — Hvernig kann fólkið við Rússana? — Við höfum lítið af hinu rússneska liði að scgja. Þcir hafa komið sjer fyrir í skógum og á víðum völlum. Þeir skifta lítið við Borgundahólmsbúa. — Þeir eta úr sinni skrínuog skifta sjer af fáu. Þeir segjast fara þá og þegar. En fólk vantreystir því. Ekkert bendir til þess. Þeir hreiðra um sig. Eru vel vopnum búnir. Hafa með sjcr hcsta og kýr og hvaðeina. Menn spyrja hvað sje erindi þeirra, með all- an þennan viðbúnað, þegar hætt er að berjast. Kanske fara þeir einn góðan veðurdag, kanske kemur einhver skýring á dvöl þeirra þarna. — Var mikið um erjur á Borg undarhólmi meðan á styrjöld- inni stóð. ■—Nei. Það get jeg ekki sagt. Þar mun hafa verið rólegra en víðast annarsstaðar í Danmörku Fáir Nasistar. Og frelsisvinir ljetu ekki mikið til sin taka. — Stríddu Þjóðverjunum smá- vegis. Okkur vantaði kaffi, te og tó- bak. Annars leið okkur bæri- lega. -—• Sjaldan frjettir að heim- an? — Jeg fjekk frjettabrjefin, sem sendiráðið í Höfn sendi út á 2—3 mánaða fresti. Þau komu sjer vel. Annars ekkert. — Engir aðrir Islendingar á Borgundarhólmi? — Nei. Ekki núna. Jeg fer við og við til Rönne og hitti þar ekkju Jóns Benediktssonar tann læknis. Hún var hjer í 9 ár. Fer þangað til þess að tala íslensku. Og svo er hægt að skreppa til Hafnar við og við til að hitta landa að máli. Meðan Steingrímur er hjer í bænum, dvelur hann hjá dóttur sinni og tengdasyni, Árna Kristjánssyni píanóleikara. V. St. VopnaburSur bann- aður í Indo-Kína London í gærkvöldi. ALLMIKILL breskur her bíð ur þess nú á Malakkaskaga að vera fluttur í flugvjelum til franska Indo-Kína. Bretar í Indo-Kína hafa bannað þar al- gjörlega allan _ vopnaburð. Má enginn bera þar vopn, annar en breskir hermenn, og er sama hvers kynþáttar menn eru eða hver staða þeirra er. — Ekki hefir borið neitt að ráði á óeirð um í landinu að undanförnu, og ekkert er vitað um lýðveldi það, sem innlendir menn lýstu yfir fyrir nokkru, að stofnað væri. — Reuter. Umbætur í Tjarn- argarðinum G ARÐ YRK JURÁÐ UN AUT - UR bæjarins, Sigurður Sveins- son, gaf bæjarráði í gær skýrslu um ýmsar aðgerðir og umbóta fyrirætlanir í Tjarnargarðinum. Hann hefir gengist fyrir því, að framræsla hefir þar verið aukin, og eins hefir hann látið flytja gróðrarmold og áburð í ný trjábeð og blómareiti. Hann lítur svo á. að gróður hafi dafn- að svo illa í garðinum sem raun er á, vegna þess, hve framræsla hefir verið lítil, jarðvegurinn blautur, og jarðvegur víða Ije- legur, aska og gjall o. þessh. —- Auk þess er skjólleysið þar mjög bagalegt. Sigurður ætlar nú, í samráði við skipulagsnefnd bæjarins að gera ákveðnar tillögur um til- högun gróðurs og gangstíga í garðinum. Hann er því mjög mótfallinn að garðurinn verði í framtíðinni notaður sem úti- samkomustaður. Til þess sje hann ekki. í hvert sinn sem sam komur eru þar, hljóti gróður þar að spillast mjög. Eldsneytisvandræði í Bandaríkjunum Washington í gærkvöldi. TALIÐ ER, að hjer í Banda- ríkjunum geti orðið veruleg- ur eldiviðarskortur í vetur. Var það verkamálaráðuneytið, sem spáði þessu í kvöld og kennir um verkföllum þeim, sem nú standa yfir. Ljetu talsmenn ráðuneytisins svo um rríælt, að illa myndi til takast, ef verk- fallsmenn hverfi ekki snarlega aftur til vinnu. — Verkfalls- menn krefjast 30% launahækk unar. Eins og er, lítur mjög illa út með það, að samkomulag takist í vinnudeilum þessum. — Reuter. Birgir Halldórsson syngur á Akureyri VESTUR-ÍSLENDINGUR- INN Birgir Halldórsson hjelt söngskemtun á Akureyri s. 1. miðvikudag við mikla aðsókn og fádæma góðar viðtökur á- heyrenda. Birgir varð að syngja aukalög og endurtaka mörg lögin á söngskránni. Bárust honum blómvendir og yfirleitt var söngskemtunin hin ánægju legasta fyrir áhorfendur og söngvarann sjálfan. í gærkveldi söng Birgir á Siglufirði. Þegar söngvarinn kemur að norðan mun hann hafa í hyggju að halda hjer söngskemtun. Reyfcjavík og íjsróltasjóður BÆJARRÁÐ samþykti í gær að fela borgarstjóra að sækja um það fyrir bæjarins hönd, að veittur yrði styrkur úr í- þróttasjóði ríkisins til fram- kvæmdanna á íþróttasvæðinu í Laugadalnum. Úr sjóði þessum hafa alls verið veittar kr. 1.600.000. En af því fje hafa 100 þúsund kr. runnið til Reykjavíkurbæjar. „Hlíf“ tekur þátt í rekstri góðtemplara- hússins í Hafnarfirði SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var haldinn fundur í Verka- mannafjelaginu Hlíf í Hafnar- firði. Á fundinum voru rædd ýms hagsmunamál hafnfirskra verkamanna og gerðar álykt- anir í þeim. Fara hjer á eftir nokkrar tillögur, sem sam- þyktar voru á fundinum: Tillögur varðandi vetrarstarfið. Fundur haldinn í Verka- mannafjelaginu Hlíf 19. sept. 1945 samþykkir að taka tilboði Góðtemplarareglunnar um hlut deild Hlífar 1 rekstri G. T.- hússins hvað skemtanir snert- ir á komandi vetri og samþykk ir fundurinn að fela 5 manna nefnd að annast rekstur skemt ana í G. T. húsflnu af hálfu Hlífar. Fræðslustarfsemi. Fundur haldinn í Verka- mannafjelaginu Hlíf 19. sept. 1945 telur, að þrátt fyrir hina neikvæðu reynslu, sem fjekst í fræðslustarfsemi fjelagsins veturinn 1943—-44 vegna þátt- tökuleysis, þá sje vegna nauð- synjarinnar á aukinni fræðslu fyrir verkalýðinn rjett að hald ið sje áfram og reynt að halda uppi fræðslustarfsemi og þá á annan veg en áður hefir verið gert. Samþykkir fundurinn að fela 5 mapna nefnd að -reyna að koma á stað kvöldskóla fyr- ir verkamenn á, hinum komandi vetri, sem hafi það hlutverk með höndum að fræða verka- menn um ýmis hagnýt efni og atriði, er þýðingu hafa fyrir þá, er taka að sjer starf í verka lýðshreyf ingunni. I skemtinefnd voru kosnir: Olafur Jónasson, Jens Runólfs- son, Kristinn Torfason, Sigurð- ur P. Guðmundsson, Kristján Gamalíelsson. I fræðslunefnd voru kosnir: Sigurður T. Sigurðsson, Helgi Jónsson, Eggert ísaksson, Þor- geir Einarsson og Hermann Guðmundsson. Húsbyggingarmál. Tillaga varðandi húsbygg* ingamál verkalýðsfjelaganna: Fundur haldinn í Verkam,- fjelaginu Hlíf 19. sept. 1945 lætur í ljósi ánægju sína yfir þeirri ráðstöfun fulltrúaráðs verkalýðsfjelaganna að taka á leigu lóð þá, er bæjarstjórnin hafði gefið verkalýðsfjelögun- um kost á undir væntanlegt hús verkalýðsfjelaganna. Lítur fundurinn svo á, að að- kallandi sje að hafist sje ■ nú þegar handa og komið upp svo fljótt og verða má veglegu húsi yfir starfsemi verkalýðs- fjelaganna og þátttaka V.m.f. Hlíf í slíkri viðleitni sjálfsögð og eðlileg. Felur fundurinn 7 manna nefnd að annast undirbúning og fleira varðandi húsbygging- armál verkalýðsfjelaganna, af hálfu Hlífar. í húsbygginganefnd voru kosnir: Sigurbjörn Guðmunds- son, Grímur Kr. Andrjesson, Óskar Guðmundsson, Þorleifur Guðmundsson, Bjarni Erlends- son, Guðjón Sigurfinnsson og Hermann Guðmundsson. Dýrtíðarmál og samningar. Þá gerði fundurinn ályktan- ir í sambandi við dýrtíðarmál- in, sem fólu í sjer mótmæli gegn því, að hækkun á neyslu- vörum sje ekki látin hafa á- hrif á vísitölu framfærslukostrí aðar. Ennfremur var gerð á- lyktun í sambandi við samn- inga Hlífar við atvinnurekend- ur. í fundarlok flutti Hermann Guðmundsson erindi um heim- sókn til verkalýðssambanda I Svíþjóð. Tvöfeldni og hræsni Tímamanna gagnvart bændum ÞAÐ ER KUNNUGT nú, að gagnvart bændum er tvöfeldni og hræsni Tímamanna einstök í sinni röð. Afstaða til höfuð- mála fer oft eftir því hvernig á stendur. Hvort þeir eru við völd eða í andstöðu, hvort þeir eru að tala til sveitamanna eða Reykvlkinga í kosninga bar- áttu og jafnvel eftir því hvort kosningar eru fram undan eða ekki. Hjer verður sagt frá einu mjög sláandi dæmi um þetta varðandi afurðaverðið, sem nú er mest um talað af Tímalið- inu: Daginn, sem síðustu bæjar- stjórnarkosningar fóru fram í Reykjavík, þann 15. mars 1942 kom út stórt og feitletrað blað af Tímanum. Þar segir m. a: „Jón Pálmason og Þorsteinn Þorsteinsson hvetja bændur til þess að skora á verðlagsnefnd- jna, að hækka verðlægið“, og ennfr. segir: „að lágt verð land búnaðarafurða sýni að Fram- sóknarflokkurinn sje andvígur sveitunum“. Svo koma þessar eftirtekta- verðu setningar; „Verðlag land búnaðarvara væri nú langtunx hærra, ef Framsóknarmenn hefðu ekki staðist þcssi yfir- boð lýðskrumara íhaldsins í Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.