Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1945, Blaðsíða 1
16 síður 82. 4rgangor. 211. tbL— Laugardagur 22. september 1945 IsaíoiáarprentsmiSja h.f. Rússar ráð- ast á Sviss- lendinga London í gærkvöldi. Linkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Eftir Michael Fry. SVISSLENDINGAR eru á- kaflega undrandi og sárir vegna ummæla útvarpsins í Moskva, sem tilkynti. að sú staðreynd hefði komið í ljós i samningum Rússa og Svisslend inga, að Svisslendingar hefðu /nisþyrmt rússneskum flótta- mönnum. Telja Svisslendingar ákaflega einkennilegt, að Rúss ar skuli. vera að ræða um þetta, þar sem ekkert hafi enn verið íátið uppi um samningana, enda verður það ekki gert, uns rússneska samninganefndin kemur aftur heim til Moskva, en hluti hennar er enn gestir Svsislendinga í besta gistihús- inu í Bern, en nokkrir af nefnd inni eru komnir til Parísar. Kramer leiddur hringinn í kringum rúsiir Belsen London í gærkvöldi. í DAG var farið með alla hina ákærðu í Belsenmálinu þangað sem rústir fangabúð- anna eru, og voru leiddir um- hverfis þær. Kramer, fanga- búðastjóri fyrrverandi, var þar iremstur í flokki, og sást hon- jum ekki bregða. Var hann hlekkjaður við annan mann með handjárnum. Kvenfanga- verðirnir voru einnig með í för inni og leið yfir einn þeirra. Var henni ekið kringum rúst- irnarú sjúkrabifreið. — Þýsk- ir hermenn eru nú að hreinsa til í rústum þessum. — Reuter. Spönsk blöð æf vegna griðabelðni Madrid í gærkvöldi. SPÖNSKU blöðin eru í dag æf vegna þess, að margir kunn ir Bretar hafa sent spönsku stjórninni beiðni um að náða tvo kommúnista, sem dæmdir hafa verið til dauða. Segja blöð in, að ekki sitji á þessum mönn um að vera að biðja glæpamönn um lífs, meðan saklaust fólk hrynji niður eins og flugur víðs vegar um álfuna. Þá scgja fclöð in, að undarlegt megi teljast, að Spánverjum skuli ekki leyfi legt að framfylgja rjettlætinu eins og' öðrum og taka dæmda afbrotamenn af lífi, því marg- ir sjeu nú skotnir, sem minna hafi gert fyrir sjer, en hinir tveir menn. — Ekkert er enn vitað um það, hvernig málum manna þessara lyktar. Fimm miljónir þýskrn flótto- Svíar svara mnnnn eru ú hernómssvæði Rússo gagnrýni Japan verður aldrei stórveldi framar — Segir Mac Arlhur Washington í -gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter, MAC ARTHUR hershöfðingi lýsti því yfir í Jápan i dag, að japanska ríkið myndi aldrei framar verða stói-veldi. — Verið væri að afvopná her þess, og flotinn myndi vera geréyðilagður, þannig, að hann yrði al-ls ekki til. Sagði Mac Arthur, að í Japan væri nú algert hrun á öllum sviðum, Japönum hafa verið settar strangar reglur um frjettaburð. Ekki að gagnrýna bandamenn. Mac Arthur hefir gefið út reglugerð fyrir japönsk blöð að fara eftir og nær hún til alls efnis þeirra, frjetta, leiðara og jafnvel auglýsinga. Er Japön- um stranglega bannað að birta nokkra gagnrýni í garð banda- manna, . nje hernámslið þeirra. Frjettir skulu allar vera sann ar og ekki rangfærðar, og ekk- ert má prenta, sem raskað geti ró almennings í landinu. Doihara skal handtekinn. Þá hefir Mac Arthur fyrir- skipað, að japanski hershöfð- inginn Doihara, sem stjórnaði herjum Japana, er þeir rjeðust inn í Manchuríu forðum, skuli tafarlaust handtekinn. Um or- sakir til þessarar fyrirskipanar er ekki kunnugt, en síðast í gær kom Doihara í aðalstöðvar Bandaríkjamanna og bauð þeim samvinnu sína. IIOLLÝWOOD: — Shirley Temþle gifti sig í fvrradag, æskukærasta sínum, sem nú er liðþjálfi í ameríska hernum. Undirrttaði upp- gjöfina ÞETTA ER SIGEMITZU, mað- urinn, sem undirritaði fyrir hönd Japana uppgjafarsamn- • ingana á Tokioflóa. Hann var þá utanríkisráðherra. en heíir ^ nýlega sagt af sjer. Pólverjar reiðir Bretum vegna dauðadóma Uppsteytur Pólverja á her- náimsvæði Brefa PÓLSKA STJÓRNIN hefir borið fram mótmæli við sendi- herra Hreta í VVarsjá vegnft. þess, að á dögunum dæmdi her- rjettur Breta 4 Pólverja tii dauða í Paderborn í Þýskalandi og 27 áðra í fangelsi, en menn þessir höfðu á næturþeli gert árás á þýskt þorp og drepið þar 7 Þjóðverja. Bretar hafa svarað því til, að Pólverjar hafi hagað sjer þannig á hernámssvæðinu hreska í Þýskalandi, að beita hafi þurft valdi til þess að koma í veg fyrir frekari niann dráp, rán og ýmsa aðra glæpi. Þá or það tekið fram, að málskjölin verði send til War sjá, og eins hitt, að pólskur Tiðsforingi hafi verið við- staddur rjettarholdin, og þakk Framhald á bls. 11 Dauðveikt og hungrað fólk þyrpist til Berlínar London i gærkvöldi. — skeyti til Morgunbl. frá Reuter. Eftir einkafregn- ritara Daily News í Berlín FLÓTTAMENN streyma enn að austan til Berlínar hundruðum þúsunda saman, og talið er, að fimm milljón- ir manna sjeu heimilislaus- ar á hernámssvæði Rússa. Oft koma allt að 10 þúsund- ir á dag til Berlínar, og þótt flóttamannastraumurinn sje nú heldur að minnka, veld- ur þetta illa farna fólk mikl um áhyggjum. Veikt fólk og hungrað. ALLFLEST er þetta fólk veikt, og er mest af því aldr- að fólk, konur og börn. Her- námsliðin í Berlín eru að reyna að gera eitthvað fyrir fólk þetta, en sökum mergð- ar þess er slíkt erfitt. — Jeg kom í dag, segir frjettarit- arinn, í byggingar nokkrar, er áður höfðu verið herliðs- skálar. Þar voru hjúkrunar- liðar og þrír þýskir læknar að reyna að gera eitt hvað fyrir þá 2.500 manns, sem streyma þangað á hverjum degi til að leita sjer einhverr ar hj ukrunar. Sögðu læknarnir, að mik- ill meiri hluti fólksins væri veikt af skyrbjúg, hungri, taugaveiki, inflúensu eða beinkröm, og deyja margir í þessari hjálparstöð dag- lega. Gjöreyðilagðir menn. TALSVERT er í þessum hópum af þýskum hermönn ium, sem Rússar hafa látið lausa, af því þeir eru ekki vinnufærir. Þessir menn eru flest allir bæði líkamlegir og andlegir aumingjar, all- flestir berfættir, eða þá þeir binda einhverjar druslur um fæturna. Þeir eru klæddir einkennisfötum sínum, sem bæði eru grútskítug og hanga í tuskum utan á þeim. Segir fregnritarinn loks, að hann hafi aldrei sjeð hryllilegra ástand á nokkru fólki, en því, sem kom í hjálparstöð þessa í dag. Rússa Stokkhólmi í gærkvöldi. EINS OG getið hefir verið í frjettum, hafa ýms rússnesk blöð, einkum þó blaðið Novoye Vremja, ráðist mjög harkalega á Svía að undanförnu, borið þeim á brýn fasistavináttu og að þeir hafi stutt Þjóðverja í styrjöldinni, ásamt ýmsu fleira,.eins og t. d. það, að þeir hafi ekki hreyft sig banda- mönnum til hjálpar, er verst hafi horft fyrir þeim. Svara Svíar því til, að verst hafi horft fyrir bandamönnum haustið 1940, en þá hafi Rúss- ar sjálfir verið í vináttu mik- illi við Þjóðverja. — Haldið var einnig fram í blaðinu No- voye Vremja, að Svíar hefðu ekki hjálpað Norðmönnum og Dönum neitt, og væru þó altaf að tala um norræna samvinnu. Svara Svíar því til, að hjer skeri reynslan úr, enda hafi nefnt blað altaf verið Svíum óvinveitt. Loks ráðast Rússar að Sví- um vegna þess, að þeir leyfa nasistaflokk í landi sínu, en Svíar svara því til, að þeir dæmi að hætti siðaðra manna menn eftir verkum sínum, en ekki skoðunum, og sje flokk- ur þessi auk þess gjörsamlega áhrifalaus. — Reuter. Reynl aS seíja við- skiffabann á Spán París í gærkvöldi. ÞAÐ ER álitið hjer í borg, að rússnesku fulltrúarnir á verkalýðsráðstefnunni, sem byrjar í næstu viku, muni styðia tillögur Mexíkómanna, um það að skora á allan verka- lýð að hafa þau áhrif á ríkis- stjórnir sínar, að þær lýsi yf- ir viðskiftabanni á Spán, til þess að neyða Franco til að láta af völdum. Talið er, að formaður bresku fulltrúanna, Sir Walther C-itrine, sje and- vígur því, að nokkrar fljótfærn islegar ákvarðanir sjeu teknar í svona máli. — Reuter. Sludebaker eykur bíiaíramleiSslu Washington í gærkvöldi. STUDEBAKER biíreicaverk- smiðjueigendurnir í I*-diana- ríki hafa í hyggju að stækka verksmiðjurnar mjög mikið, og verja munu þeir til þess alt að 16 miljónum dollara. Verða þessar stækkanir á öllum deild um verksmiðjanna, en mark- miðið er að framleiða 300.000 bifreiðar þar á ári hverju. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.