Morgunblaðið - 09.01.1946, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.01.1946, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. jan. 1946 Kommúnistar óttast árangur stefnu sinnar Aldrei hafa á einu kjör- tímabili til bæjarstjórnar verið unnin hjer í Reykja- vík jafn-mörg stórvirki bæj- arfjelaginu og borgurunum til góðs og á kjörtímabili því sem nú er að enda. Hitaveitunni hefir verið lokið. Mikið rafmagn hefir bætst við. Kappsamlega hef ir verið unnið að hafnar- mannvirkjum, einkanlega bátahöfn. Gatnagerð hefir aldrei verið meiri. Skóla- byggingar í stærri stíl en nokkru sinni fyr. Ymiskon- ar hælum og stofnunum í sambandi við framfærslu- og heilbrigðismál hefir ver- ið komið upp. Leikvöllum hefir verið fjölgað. Skemti- garðar endurbættir. Bygg- ingarframkvæmdir í bæn- um hafa aldrei verið meiri, og á bærinn sinn mikla þátt í þeim. Bæjarstjórnin hefir gert ráðstafanir í sambandi við togara- og bátakaup, til þess að tryggja framtíðarat- vinnu bæjarbúa. Hjer er aðeins stiklað á stóru og fátt eitt nefnt af því, sem bæjarstjórnin hef- ir haft með höndum. Auð- vitað er ennþá margt ógert, en verið er að undirbúa fram kvæmdir að því, sem mest er áfátt um. Framkvæmdirnar eru Sjálfstæðismönnum að þakka. Allt sýnir þetta vakandi áhuga og mikið starfsþrek hjá þeim mönnum, sem í forustu hafa verið af hálfu Sjálfstæðismanna um stjórn bæjarmálefnanna. Sjálf- stæðisflokkurinn getur þess vegna vitnað til þess, hvað unnið hefir verið og óskar þess, að almenningur dæmi um verk sín eftir því, hvern- ig þau hafa tekist. Gagnstætt þessu þá geta andstæðingarnir ekki bent á annað heldur en orða- skvaldur um sinn mikla áhuga. Að vísu reyna þeir að tileinka sjer ýmislegt af því, sem Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Rvíkur hafa beitt sjer fyrir og samþykt að gert skvldi. Andstæðing- arnir segja. að þetta hafi Sjálfstæðismenn aðeins gert tilknúðir af andstæðingun- um. f sjálfu sjer er það auð- vitað ekki umræðuvert, að andstæðingarnir, sem í minnihluta eru, tileinka sjer allt hið mikla, sem gert hef- ir verið til góðs, en kenna meirihlutanum um það, sem enrí er ógert. Slík vinnu- brögð og fullyrðingar eru of fráleitar, til þess að um þær sje ræðahdi í alvöru. Hitt kann að vera rjett, að stjórnarhæfileikar and- stæðinga Sjálfstæðismanna verði ekki dæmdir eftir at- höfnum þeirra eða orðum í bæjarstjórn Reykjavíkur, vegna þess að hjer hafa þeir ætíð verið í minnihluta og því ekki gefist kostur á að sýna, hvers þeir voru megn- ugir. Verkin skera úr Andstæðingarnir kalla það róg, ef minnst er á verk þeirra. Þessvegna er eðlilegt, og óhjákvæmilegt að taka til athugunar, hvernig stjórn- in hefir farið þeim úr hendi, þar sem þeir hafa haft völd og aðstæður til þess að koma vilja sínum fram. Að íhuga hversu stjómin hefir farið þeim úr hendi f þeim bæj- arfjelögum hjer á landi, þar sem þeir hafa með völdin farið. En ef þetta er gert, bregð- ur svo einkennilega við, að andstæðingarnir segja, að um róg og illmæli sje að ræða. Segja að það sje alls ekki sambærilegt, hvað gert sje á hinum minni stöðum við það, hvað framkvæma eigi í Reykjavík. Auðvitað er það, að eng- inn ætlast til þess, að á hin- um minni stöðum sje gert jafn mikið og í Reykjavík hefir verið gert. En þeir menn, sem alls krefjast í Reykjavík verða að sýna, að þar, sem þeir hafa með völd in farið, sje þó eitthvað gert, jafnvel í smáum stíl, af því, sem þeir telja ábótavant í Reykjavík. Þann samanburð standast þeir alls ekki, og ná ekki upp í nefið á sjer fyrir grernju, ef á hann er minnst. Hörðust hríðin er nú gerð af andstæðingum Sjálfstæð- ismanna gegn bæjarstjórn- inni af þeim sökum, að hún hafi ekki gert nógu mikið í byggingarmálunum. — En þegar þessir sömu andstæð- ingar eru spurðir um, hvað þeir hafi aðhafst í' þessum málum, þar sem þeir höfðu völdin, þá verður þeim svarafátt. AIls staðar aumir. En verst á Siglufirði í Áka-tíð. í Hafnarfirði getur Al- þýðuflokkurinn ekki bent á néin íbúðarhús, sem bæjar- stjórnin hafi látið byggja. Hinsvegar segir Alþýðubldð ið honum það helst til hróss, að hann hefir látið reisa þar bíó. Samskonar hús og Al- þýðuflokkurinn í Reykjavík vill láta banna með lögum að bygð sjeu meðan vand- ræði eru slík sem þau eru. Alveg hið sama er á ísa- firði. Þar hafa byggingar verið hlutfallslega minni en í Reykjavík, og bæjarstjórn- in sjálf ekkert gert í bygg- ingarframkvæmdum. Sjálf- stæðismenn, andstæðingar meirihlutans þar, krefjast þess nú, að athafnir bæjar- stjórnarinnar verði að koma í stað áhugaleysis. Verst af öllu stenst þó Siglufjörður samanburðinn. En þar ríkti á árunum einn af helstu mönnum kommún- ista, Áki Jakobsson atvinnu málaráðherra. Honum fór stjórnin þannig úr hendi, að Þjóðviljinn telur það vera hreinan róg um kommún- ismann, ef vitnað er til stjórnarathafna Áka á þess- um á'rum. Af íbúðarhúsum var auðvitað ekki neitt bygt af hálfu bæjarstjórnarinn- ar. En aðaláhugamál bæjar- stjórans var að hlutast til um, að hlutskifti hinna fá- tækustu yrði verra en það áður var. Andstæðingunum væri sæmra að segja satt um Reykjavík. Það er að vísu von, að þeir menn, sem slíkan feril eiga, óski ekki mjög eftir, að sam- anburður sje gerður á stjórn þeirra við stjórn Sjálfstæð- ismanna á Reykjavík. En ef þeir vilja komast hjá slíkum samanburði, þá er jafngott fyrir þá að láta af níðinu um stjórn Sjálfstæðismanna hjer og játa það, sem þeir sjálfir vita og segja annars staðar en á opinberum vett- vangi, að hvergi hjer á landi hefir jafnmikið verið gert almenningi til heilla eins og í Reykjavík, og að það eru einmitt Sjálfstæðismenn, sem forustuna hafa í þessu haft. En alveg eins og andstæð- ingar Sjálfstæðismanna, og þá einkum kommúnistar, vilja forðast með öllu um- ræður um stjórn á þeim bæj arfjelögum, er hafa orðið svo ólánsöm að komast und- ir þeirra yfirráð, á sama hátt vilja kommúnistarnir nú koma sjer hjá umræðum um stjórnarfar í því eina ríki, þar sem kommúnisminn ræður. Vilja ekki ræða um komm- únismann í framkvæmd. Þeir segja, að Sjálfstæð- ismenn haldi uppi f jandskap gegn Rússum og að ólíklegt sje, að þeim hafi tekist að eyða hinu mikla rússneska ríki. Það er vissulega rjett, að Morgunblaðið mun ekki eyða Rússaveldi, enda ætla Sjálfstæðismenn sjer ekki þá dul og hafa enga löngun til þess. Rússar eiga að sjálf sögðu að hafa það stjórnar- far,^ er þeir sjálfir kjósa sjer og íslendingar geta látið sjer það í Ijettu rúmi liggja, hvern hátt þeir vilja þar á hafa. — Rússavinirnir geta sannarlega sofið rólega fyr- ir fjandskap Sjálfstæðis- manna gegn Rússum. Slík- ur fjandskapur er ekki til. Það, sem máli skiftir fyr- ir íslendinga, er, að einn stjórnmálaflokkur hefir ætl að að gera sig gildan hjer á íslandi með því að vitna til, að hans stefna hafi ráðið í einu ríki Veraldarinnar og þar sje velsæld almennings og framfarir miklu meiri en nokkursstaðar annarsstað- ar. Þetta hefir verið reynt að hamra inn í fólkið lát- laust í útvarpi og blöðum nú árum saman. Af þessum sökum er það óhjákvæmi- .legt, að íslendingar verða að fá rjetta vitneskju um, hvernig kommúnisminn er í framkvæmd. Kommúnistar hjer hafa að vísu í öðru orðinu afneit- að því, að þeir væru nær því að koma á kommúnismanum hjer á landi, þótt þeir fengju meirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur. Allir viti born ir menn gera sjer þó grein fyrir því, að þetta fær ekki staðist. — Kommúnistar mundu fá mjög bætta að- stöðu til slíkrar valdatöku, ef þeir ynnu bæjarstjórnar- kosningarnar hjer. Ekki síst vegna þess, að helstu for- ustumenn þeirra hafa sagt, að valdataka þeirra mundi ekki falla saman við venju- legar kosningar til-þings. — Ef þeir væru búnir að fá meirihlutann í bæjarstjórn Reykjavíkur, er ljóst, að sýnu meiri hætta væri á því, að þeir hrifsuðu til sín völd- in, en nokkru sinni áður. Reykvíkingar unna frelsinu Nú er það auðvitað sjálf- sagt, að ef meirihluti Reyk- víkinga og íslendinga aðhyll ist stefnu kommúnista í framkvæmd, þá á sú stefna að verða hjer ráðandi. En jafnvíst er hitt, að íslend- ingar munu aldrei aðhyllast þessa stefnu, ef þeir kynnast eðli hennar og þcim árangri, sem af henni hefir orðið. þar sem hún hefir orðið ofan á. Þessvegna verða allir þeir sem ætla að ráðstafa málum bæjarins með atkvæði sínu, að kynna sjer þessa stefnu og gera upp hug sinn um, hvort þeir vilji fylgja henni eða ekki. Og það tjáir ekki lengur neinum. þó að Þjóð- viljinn reyni að fá menn til þess, að kjósa kommúnista, þrátt fyrir það þó maður sje ekki kommúnisti, vegna þess að kommúnistaflokkur- inn sje frjálslyndur umbóta- flokkur. Það er einmitt það, sem umræðurnar um lýð- ræðismálin í haust hafa sannað, að kommúnistar eru ekki. Þessvegna verða menn nú að velja um hina frjálslyndu framfarastefnu Sjálfstæðis- manna og hina steinrunnu einræðisstefnu kommúnista. Það er þetta, sem valið stendur um. Og það er vegna þess, að þetta val hlýt ur að vera einfalt í augum allra góðra Reykvíkinga, sem sigur Sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosning- arnar 27. janúar næstk. er alveg öruggur. Van Moogk í London London í gærkveldi: VAN MOOCK, landstjóri IMlendinga í Austur-Indíum, kom í dag með flugvjel til London. Mun hann dveljast í borginni til laugardags og ræða við bresk stjórnarvöld um ágreiningsmálin í Austur" Indíum og væntanlegar að- gerðir í sambandi við þau. Reuter. Franboðslistar v!ð kosningamar í Ólaisvík Frá frjettaritara vorum ’í Ólafsvík, niánudag: LISTAR til hreppsnefndar* kosningar hafa nú verið lagði ir fram, bæði í Ólafsvíkur- hreppi og „Neshreppi, utau Ennis. í Ólafsvík komu framj tveir listar: Sjálfstæðismenn og Frjálslyndir vinstrimenn, •— Efstumenn á lista Sjálf- stæðismanna eru: Böðvar 'Bjarnasonj ;smjðUr, Magnúsj Guðmundsson, sóknarprestur, og Guðbrandur Yigfússon,. verkamaður. — Efstumenn áj lista Frjálslyndra vinstri- manna eru: Jónas Þorvalds- son, skólastjóri og Guðmund- ur Jensson, formaður. í Neshreppi komu fram, fjórir listar. -— Listi SjáM- stæðismanna skipaður þessurn mönnum: Kristján Gunnars- son, skólastjóri, Björn Krist- jánsson, sjómaður og Hjörtur Jónsson, verkstjóri. -—• Á lista Framsóknarmanna: Friðþjóf- ur Guðmundsson, Pjetur P.jet- ursson, verslm. og Sumarliði Andrjesson, verkamaður. — Á lista Álþýðuflokksmanna: Júlí us Þórarinsson, verkamaður, ‘Snæbjörn Einarsson, verka- maður og Guðmúndur P. Ein- arsson, verkama^ur. — óg listi Sósíalista og óháðra: Hjálmar Elíasson, sjómaður, Eggert Eggertsson, vjelamað- ur og Kristjón Jónsso-n, sjó- maður. Ilúsavík, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum: TVEIR listar komu fram til hreppsnefndarkjörs í tlúsa- vík. A-listi studdur af Alþýðu- flokknum, Framsóknarflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum og B-Iisti frá Sósíalistum. A-lista skipa eftirtaldir meun: Karl Kristjánsson, oddviti, Einar J. Reynis, pípulagning- armaður, Ingólfur Helgason, trjesmíðameistari, Jón Gunn- arsson, verkamaður, Júlíus Havsteen, sýslumaður, Þórhall- ur Sigtryggsson, kaupfjelags- stjóri, Þorgrímur Jóelsson, sjó maður, ITelena Líndal, frú, Þorvaldur Árnason, forstjóri, Ásgeir Eggertsson, skipstjóri, Jóhann Sigvaldason, skipa-i smiður, Einar Sörensen, út-< gerðarmaður, Páll Kristjáns-( son, kaupmaður og FriðþjóN ur Pálsson, símstjóri. Sjö efstu menn á B-lista eru| þessir: Ásgeir Kristjánsson, sjómað- ur, Þór Pjetursson, útgerðari maður, Páll Kristjánsson, for- stjóri, Geir Ásmundsson verka maður, Björn Kristjánsson* sjómaður og Friðfinnur Árna- son, forstjóri. Lítið um karlmenn LONDON: Af öllum íbúumj Berlínar, eru nú 67 % kven- fólk, en aðeins 33% karl- menn, að því er komið hefir í ljós við manntal, sem nýlegaj var tekið þar í borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.