Morgunblaðið - 09.01.1946, Qupperneq 8
8
MOKGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. jan. 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með liesbók.
Sælu -dra um urinn
í HINNI merku bók Koestlers, sem birtir voru kaflar
úr í Lesbók Morgunblaðsins, er getið um „fyrsta miljóna-
mæring öreigaríkisins“, Rússlands. Blöð ráðstjórnarinnar
íögnuðu honum af mikilli hrifningu árið 1943.
„Miljónamæringur í ríki öreiganna“! Hljómar þetta
ckki einkennilega? Hvernig má það vera, að stjórn ör-
eigaríkis leyfir slíka auðsöfnun? Og ekki nóg með það,
heldur lætur blöð sín sjerstaklega heiðra þann mann,
sem fyrstur verður til þess að ná markinu!
Það er fróðlegt að kynnast nánar þessum miljónamær-
ing öreigaríkisins. Auðvitað haldið þið að hann sje stór-
atvinnurekandi, verksmiðjueigandi eða eitthvað því um
líkt, eins og þið hafið oft heyrt frá „kapitalisku" löndun-
um. Nei, hann var ekkert af þessu, því að allur einka-
rekstur er bannaður í ríki öreiganna, eins og þið vitið.
★
Þessi fyrsti miljónamæringur í ríki öreiganna er „fje-
lagi“ Berdyebekov. Hann er framkvæmdastjóri „fyrir-
myndarbúsins“ í Kasakstan, sem er „alræmt fyrir að vera
eitt af allra fátækustu hjeruðum Ráðstjórnarlýðveld-
isins“. Þessi maður hlaut nafnbótina „fyrsti miljónamær-
ingur öreigaríkisins“ og var sjerstaklega fagnað í blöð-
um ráðstjórnarinnar! ^
Og það er eftirtektarvert, að auðsöfnun þessa manns átti
ekki rætur sínar að rekja til hagnaðar af eigin atvinnu-
rekstri, eins og tíðkast í „kapitalisku“ löndunum, heldur
voru það launin ein, sem söfnuðu svona ríflega í pyngju
i ans. „Fjelagi“ Berdyebekov veitir forstöðu sameignar-
bús og hefir fjölda verkafólks í þjónustu sinni. Þetta fólk
verður að þræla myrkranna á milli, en fær þetta frá 100
og allt að 300 sinnum lægra kaup en yfirmennirnir! —
Þetta myndi vera kallað nauðungarvinna, ef það ætti sjer
stað í öðrum löndum. En upp úr þessum jarðvegi spratt
hann „fyrsti miljónamæringurinn11 í ríki öreiganna!
★
'Uíluerji ihripar:
ÚR DAGLEGA
LÍFINU
Heiðarleg stjórn-
má'.abarátta.
FYRIR NOKKRUM dögum
var að því vikið hjer í dálkunum,
„að stjórnmáladeilur fyrir kosn
ingar væru nauðsynlegajr og
þarflegar, en aðeins ef þær eru
heiðarlegar í alla staði. — Þær
mega ekki fara út í öfgar. Það
má ekki skrökva upp sögum um
menn og málefni". Þessi orð
virðast hafa farið illa í taugarn
ar á „hálf-starfsbróður“ mín-
um, Örvaroddi Þjóðviljans. —
Hann er ósköp hneykslaður sá
góði herra. Hugsa sjer að láta
sjer detta aðra eins vitleysu í
hug og það að stjórnmálabar-
át'ta eigi að vera heiðarleg! Og
honum nægir ekki að segja
þetta heldur sannar hann með
því að tyggja upp gamla gróu-
sögu, að hann vill að blaðamenn
eigi að skrökva upp sögum um
menn og málefni. Gróusaga
hans er borin til baka í eftirfar
andi brjefi, seni ívar Guðmunds
son sendi Örvaroddi í gær í til-
efni greinarinnar.
«
Brjefið til Örvarodds.
BRJEF ÍVARS er á þessa
leið: „Herra Örvaroddur: — I
grein yðar í Þjóðviljanum í
morgun (8. jan.), þar sem þjer
eignið mjer ummæli Víkverja
um heiðarleik í stjórnmálabar-
áttu, segið þjer m. a.: „ívar Guð
mundsson (sá er fór förina til
Þýskalands forðum í heimboði
nasista) ....“.
Þar sem jeg þykist mega
ganga út frá því, að þjer sem
heiðarlegur blaðamaður, sjeuð
Víkverja sammála um að stjórn
málabarátta eigi að vera heiðar
leg“ og ekki megi skrökva upp
sögum um menn og málefni“,
eins og Víkverji tekur rjettilegá
til orða. Tel jeg því víst að yð-
ur sje ljúft að leiðrjetta í dálki
yðar þá rangfærslu, sem stolist
hefir inn í grein yðar, „að Ivari
Guðmundssyni hafi verið boðið
til Þýskalands af nasistum“. —-
Jeg fór þá ferð sem blaðamaður
— þá íþróttafrjettaritari Morg-
unblaðsins — og mest fyrir til-
stuðlan Knattspyrnufjelagsins
Víkings, en við vorum tveir, fyr
ir utan fararstjórann, sem ekki
vorum keppendur í þessari
ferð. (Hinn maðurinn var Ólaf
ur Sigurðsson, þáverandi for-
maður Vals, sem fór fyrir til-
stuðlan þess fjelags).
Þar sem það er orðin fastur
liður í blaði yðar (Þjóðviljan-
um) fyrir hverjar kosning-
ar, að minnast á þessa Þýska-
landsferð mína og geta þess um
leið, að greinar mínar úr ferð-
inni hafi verið lofsöngur um nas
ista, vil jeg leyfa mjer að vara
yður við þeirri villu, ef ske
kynni að þjer hafið lagt trún-
að á það slúður blaðs yðar. Yð
ur er velkomið að lesa greinarn
ar hjer í skrifstofunni hjá mjer
til þess að fullvissa yður um
hvað þær fjalla um. Skylduð
þjer ekki nenna að leggja það
á yður, þá má geta þess til gam
ans, að rjetttrúaðir nasistar og
vinir þeirra á þeim tíma, ssm
þetta gerðist voru síður en svo
ánægðir með skrif mín, að svo
miklu leyti sem þær fjölluðu
um hernaðarbrjálæði nasista
en greinarnar voru að mestu
um ferðalag íslénska knatt-
spyrnuflokksins.
•
Tvær vinveittar
þjóðir.
MEÐ ÞVÍ að fletta upp göml
um blöðum í málgagni flokks
yðar munuð þjer komast að raun
um, að um það leyti, sem ís-
lenski knattspyrnuflokkurinn
kom heim var síður en svo am-
ast við þessari ferð. Það stóð
líka þannig á, að um þetta leyti
(í ágústmánuði 1939 og þar á
eftir) var Hitlers-Þýskaland
ekki illa sjeð í dálkum blaðs
yðar. Það bar við á meðan að
íslensku knattspyrnumennirnir
voru í Þýskalandi, að Þjóðverj
ar og Rússar gerðu með sjer vin
áttusamning. Það var einmitt
þá, að flugstöð ein í Moskva
var skreytt hakakrossfán-
um og að Moskvabúar
heyrðu í fyrsta sinni leikinn
Horst Wessel sönginn til heið-
urs von Ribbentropp og von
Papen. Skömmu síðar bar það
við, að rauðir fánar og haka-
krossfánar prýddu eina af járn
brautarstöðvunum í Berlín og
að þar var leikinn „Internatio-
nale“ af þýskri herlúðrasveit,
til heiðurs Molotoff. Hvort þess
ir atburðir urðu til þess að
milda hug blaðs yðar gagnvart
Hitlers-Þýskalandi, vitið þjer
betur en jeg.
En leiki yður, herra Örvar-
oddur, hugur á að vita meira
um för íslensku knattspyrnu-
mannanna til Þýskalands, ætti
yður að vera hæg heimatökin,
því það vill svo vel til, að í-
þróttaritstjóri Þjóðviljans, hr.
Frímann Helgason vár frjetta-
ritari blaðs yðar í förinni til
Hitlers-Þýskalands 1939.
Virðingarfyllst.
Ivar Guðmundsson“.
Lýðveldishátíðar-
kvikmyndin.
EINN AF meðlimum þjóðhá-
tíðarnefndarinnar hefir beðið
mig að geta þess, til að fyrir-
byggja misskilning, að nefndin
hafi á sínum síma gert ráðstaf
anir til að fá erlenda kvik-
myndatökumenn til að taka
kvikmynd af hátíðarhöldunum.
Var leitað bæði til Englands og
Bandaríkjanna, en árangurs-
laust.
Þá má og geta þess í þessu
sambandi, að ljósmyndadeild
hersins tók kvikmyndir á breið
filmu af hátíðahöldunum. Var
ríkinu gefið eintak af kvikmynd
þessari, en hún þótti ekki nógu
góð til þess að hún yrði sýnd
opinberlega.
Talsvert umtal virðist vera
um lýðveldiskvikmyndina og
nú, er almenningi gefst kostur
á að sjá hana, geta menn sjálf-
ir dæmt um, hvernig hún hef-
ir tekist.
Sennilega hefir þessi einstaka þróun í ríki öreiganna
orðið til þess að kveikja löngunina hjá komma-brodd-
unum hjer, þeim Sigfúsi Sigurhjartarsyni og Steinþóri
Guðmundssyni. Þeir höfðu hjer fengið sönnun þess, að
það er hægt að safna miklum auði með því einu, að veita
forstöðu ríkis- eða bæjarfyrirtæki, án þess að leggja nokk-
uð í sölurnar og án allrar áhættu. Þess vegna heimta þeir
nú bæjarútgerð á togurum, í von um að verða þar fram-
kvæmdastjórar á sama hátt og ,,fjelagi“ Berdyebekov —
og svo máske miljónamæringar eins og hann.
Margt bendir til þess, að það sje einmitt þetta, sem
vakir fyrir þeim fjelögum, Sigfúsi og Steinþóri. Við mun-
um hvað Steinþór sagði á bæjarstjórnarfundinum, þegar
mál þetta bar fyrst á góma. Hann bar fram tillögu um
að bærinn keypti 10 þogara og ræki þá. Hann var þá
spurður, hvort þetta ætti að vera viðbót við þá 20 togara,
sem sótt hafði verið um til bæjarins, eða þeir væru inni-
íaldir í þeim. Þá sagði Steinþór þessa eftirminnilegu
setningu: „Mjer er alveg sama“!
★
Já; þeim var „alveg sama“ um það, kommúnista-brodd-
unum, hvort til bæjarins kæmu 10 togarar fleiri eða færri.
Hitt skifti öllu máli í þeirra augum, að bærinn gerði út
togarana, en ekki einstaklingar! Það gaf vonir um hátt
iaunaðar framkvæmdarstjórastöður, sem á sínum tíma
gat gefið sama árangur og hjá „fjelaga“ „Berdyebekov,
framkvæmdarstjóra „fyrirrnyndarbúsins“ í Kasakstan.
Hvað var því til fyrirstöðu,- að þeir Sigfús og Steinþór
yrðu fyrstu miljónamæringarnir í öreigaríkinu íslandi,
eins og „fjelagi11 þeirra við sameignarbúið í Rússlandi?
★
En íslenski verkalýðurinn verður erfiðari viðureignar
en sá rússneski. Hjer er verkalýðurinn frjáls, en í Rúss-
landi er hann kúgaður og undirokaður. Þessvegna er.hætt
við, að sæludraumur komma-broddanna rætist seint.
\ ipu ■■ bji ■ ir ■ ■■« ■■■«»■■ iwmasa «n ■ nnrv
b *■ * irainnrarcm ■■wmona
Á INNLENDUM VETTVANGI
Hr. ritstjóri!
JEG VARÐ fyrir því áfalli
a3 missa son minn hinn 20. f.
m. Það er nú að vísu ekki ann-
að en það, sem fjöldi samferða-
mannanna veröur að sætta sig
við. Lífið er fallvalt og við það
verður að una.
Hins mætti vænta, að opin-
berar stofnanir móðguðu ekki,
alveg að ástæðulausu, hina
syrgjandi og viðskiftamenn
sína.
Grandalaus og hryggur kom
jeg í auglýsingaskrifstofu út-
varpsins til þess að tilkynna
í vinum mínum og ættingjum lát
‘ sonar míns. Tilkynninguna
' samdi jeg án „formúlu“, eftir
! eigin geðþótta, og gat ekki fund
ið að hún meiddi neinn, væri
' fyllilega skiljanleg og án óþarfa
endurtekninga.
Tilkynningin hljóðaði þann-
ig:
,,'Sonur okkar og bróðir
Snorri Bjarnason, Þverveg 6 er
dáinn“. Undir þessari tilkynn-
ingu voru svo nöfn okkar for-
eldranna og eftirlifandi sona
Kenjar útvarpsins
okkar, Eiríks, Einars, Sigurðar
og fósturdó4tur okkar, Bjarnýj-
ar.
En þá segir ungfrú á skrif-
stofunni, að þetta komi í bága
við reglugerð útvarpsins og
svona megi tilkynningin alls
ekki vera, þá verði hún ekki
tekin til flutnings. Þessi at-
hugasemd ungfrúarinnar snerti
mig illa. Jég var reiðubúinn til
þess að borga hvert orð, sem
í tilkynningunni stóð, og mjer
fanst jeg mega semja hana
sjálfur, án íhlutunar útvarps-
ins. Mjer var ekki unt að sætta
mig við það, að jeg þyrfti að
fara í ófullkomna smiðju út-
varpsins til þess að semja svo
einfalda tilkynningu. Enn síður
gat jeg sætt mig við það, að út-
varpsstjóra, eða öðrum vald-
höfum þar, væri fengið vald til
þess að setja mig á knje sjer og
kenna mjer, hvernig jeg ætti
að orða svo einfalt mál. Jeg
var svo yfir mig hissa á þessu,
að jeg gat ekki stilt mig um að
láta orð falla um þetta í eyru
ungfrúarinnar. Bið jeg hana
afsökunar á því, þar sem þetta
snerti hana alls ekki, heldur að
eins mjög ófullkomið andans
fóstur, sem mun vera kallað
reglugerð. Ungfrúin ýtti því til
mín, meðal annars til þess að
afsaka sig. Og þar stóð þetta,
að bræður og systur mættu
ekki, ásamt foreldrum sínum,
tilkynna lát bróður síns. Því-
líkar kenjar!
A sama tíma, sem þessu er
neitað, eru dag eftir dag lésn-
ar í útvgrpinu jóla- og nýárs-
óskir frá heilum fjölskyldum
undir ýmsum nöfnum, t. d.
Gógó, Stellu, Bobba, Gunna,
Diddu, Buddu, Öddu, Böddu,
Lúllu, Júlla o. s. frv. Kennir
hjer grasa af ósamræmi og
skilningsskorti, ásamt tilfinnan
legri vöntun á almennri kurt-
eisi gagnvart viðskiftamönnum
útvarpsins.
Synir mínir og fósturdóttir,
sem voru útilokuð frá því að
tilkynna lát bróður síns, áttu
hvert fyrir sig hóp vina, sem
ekki múnu hafa áttað sig á
Framh. á 12. síðu.