Morgunblaðið - 09.01.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.01.1946, Qupperneq 12
12 / MOEGUNBLAÐIÐ Mrðvikudagur 9. jan. 1946 3* Brjef um knattspyrnumá Herra ritstjóri! |í maí—júní-hefti íþrótta- blaðsins er fyrirspurn frá ,,ís- firðing“ um: Hvað skal gera, ef markmað- ur sparkar í leikmann í þann fót, sem hann stendur í og fót- brýtur hann, innan vítateigs? Á að vera vítaspyrna eða á að henda knettinum upp? Frímann svarar fyrirspurn- inni fyrir blaðið, en þar sem mjer finnst svarið ekki gott, þá langar mig að biðja blaðið fyrir þetta svar: I. Aðalatriðið er, sparkaði markmaðurinn viljandi eða ó- viljandi í mótherja sinn, en það skiptir engu máli, hvort knött- urinn hefir verið rjett hjá þeim eða ekki, heldur aðeins var hann í eða úr leik. II. Hafi markmaðurinn spark að viljandi í mótherjann, þá er best að víkja honum úr leik, og hafi knötturinn verið í leik skal einnig taka vítaspyrnu, nema knötturinn hafi, þrátt fyrir leik brot markmanns, farið í mark, þá er að sjálfsögðu mark, því mark má ekki ógilda, en taka vítaspyrnu í staðinn. III. Hafi þetta nú verið ó- viljaverk, þá skal dómarinn helst ekki stöðva leikinn fyr en knötturinn er úr leik, til dæm- is farið í mark (þá er það mark) eða þá farið út fyrir enda eða hliðarlínur. Nú, en að sjálfsögðu getur dómarinn stöðvað leikinn þeg- ar hann telur þess þörf. — Ef dómarinn þarf að stöðva leik- inn áður en knötturinn hefir orðið úr leik, þá skal hann láta hann falla (en ekki kasta hon- um -upp) til jarðar þar, sem hann var þegar hann gaf merki um að stöðva leikinn. Að lokum vil jeg k'oma með þá tillögu að Knattspyrnudóm- arafjelag Reykjavíkur sje feng- ið til þess að svara þeim spurn- ingum sem íþróttablaðinu ber- ast um, hvernig beri að skilja knattspyrnulögin, því K. D. R. tel jeg kunnugast þeim málum, og svar blaðsins verður að vera rjett svar. Þessa grein sendi jeg íþrótta- blaðinu 1. sept. 1945, en blaðið ekki sjeð sjer fært acibirta hana enn. Jeg taldi mig vera að gera bæði lesendum og ritstjóra blaðsins greiða, með því að senda blaðinu þetta svar, enda var jeg að nokkru leyti að leið rjetta svar þess við fyrirspurn- inni, og taldi jeg þvf víst að svar mitt mundi, lesendanna vegna, birtast við fyrsta tæki- færi. En því miður hefir það farið á annan veg. Að gefnu til efni vil jeg þó taka fram við knattspyrnurit- stjóra Iþróttablaðsins, Frímann Helgason, að þrátt fyrir það þótt þessi grein sje búin að liggja þetta lengi hjá blaðinu, þá vonast jeg þó til þess, að blaðið sjái sjer fært að lokum að birta hana. Rvík, 4. jan. 1946. Sigurjón Jónsson. Listi Sjálistæðis- manna á EskHirð! Frá frjettaritara vorum á Eskifirði. mánudag. SJÁLFSTÆÐISMENN hafa nú tilkynt lista sinn við hrepps nefndarkosningarnar, sem fram eiga að fara hjer hinn 27. þ. m. Sjö efstu menn listans eru þessir: Eiríkur Bjarnason, út- gerðarmaður, Ingólfur Hall- grímsson, framkv.stjóri, Frið- rik Árnason, hreppstjóri, Árni Jónsson kaupm.. Hallgrímur Guðnason, afgreiðslum., Eyjólf ur Magnússon, útgerðarmaður og Baldur Óli Jónsson, tann- smiður. Enginn friður NEW YORK: í bænum Des Moines var gestur einn á næt- urklúbb kærður fyrir að spilla friði í klúbtínum Hann var sýknaður með þeim forsendum að í nefndum klúbb hefði eng- inn friður verið til að spilla. Tvö nöfn fjellu niður úr lista Sjálfstæðismanna á Akranesi, er skýrt var frá honum hjer í blaðinu í gær. Efstu menn list- ans eru þessir: Ólafur B. Björnsson, Jón Árnason, Þor- kell Halldórsson, Sturlaugur Böðvarsson, Þorgeir Jósefsson, Einar Helgason og Oddur Hall- bjarnarson. Yfirvofandi verkfall 800 þúsund stál- iðnaðarmanna Washington í gærkvöldi. UM ÞAÐ BIL 800 þúsund stáliðnaðarverkamenn í Banda ríkjunum munu hefja verkfall næstkomandi mánudag, ef ekki takast í þessari viku samning- ar við atvinnurekendur um kaup og kjör þeirra. Horfur eru ekki miklar á því, að samkomu lag náist. — Þá hófu í dag 7000 starfsmenn símaþjónustunnar Western Union verkfall vegna ágreinings um kaup og kjör. Er verkfall þetta sjerstak lega bagalegt, því að stofnun þessi annast mikinn hluta allr- ar símaþjónustu í Bandaríkj- unum. — Reuter. - Þing Sameinuðu þjóðanna Framh. af bla. 1. til matinn. Meðal víntegunda verður „Krug 1928“, en það er kampavínstegund sem geymd hefir verið í vínkjöllurum 3uckinghamhallar síðan fyrir stríð. Þjónar allir verða í gull- purpurarauðum, settum gull- bryddum einkennisbúningum, bryddingum og bláum, settum gulli. Konungur hefði helst kosið að ráðherrar hans kæmu í ein- kennisbúningum sínum, sem eru rauðir, settir gullbrydding- um, hindarskinnsstuttbuxum, hvítir silk.isokkar og lágskór. En einkennisbúningar þessir kosta sem'svarar rúmlega 3000 krónum og verkamannaflokk- urinn er við völd. Á boðskort- unum stendur þetta um klæðn- aðinn: „Samkvæmisföt, .eða venjuleg föt“. MÁIiFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar' B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Minningarorð um Snorra Bjarnason F. 29. nóv. 1898. D. 30. des. 1945. 9 ÞEGAR jeg frjetti lát Snorra Bjarnasonar, %rifjuðust upp fyrir mjer ýmsar endurminn- ingar frá liðnum árum af þeim kynnumi, er jeg hafði af hon- um ungum og upprennandi og af heimili foreldra hans Bjarna 'Sigurðssonar, er þá var út- gerðarmaður og hreppsstjóri á Eskifirði og konu hans Þór- unni Eiríksdóttur frá Vattar- nesi. Jeg var um/ alllangt skeið tíður gestur á heimili ‘þeirra hjóna og bar margt til þess: Sameiginleg störf, sam- eiginleg áhugamál og síðast en ekki síst, hinn ágæti heim- iiisbragur er þar ríkti, glað- værð og samheldni, samfara stjórnsemi og vinnusemi. Þeg- ógæftir og straumar bönnuðu sjósóknina var unnið ótæpt að jarðrækt, gróðurlausum mehrm breytt í frjósamt land. sem borið hefir ávöxt síðan. I þessu umhverfi ólst Snorri hitinn upp, uns hann flutt- ist til Reykjavíkur fyrir 20 árum, með foreldrum sínum, er faðir hans gerðist starfs- maður á skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins. — Jeg minnist, Snorra frá þessum tírna,' sem hins prúða og dagfarsgóða unglings, sem snemma var þroskavænlegur og gerðist at- orkumaður er fram liðu stund- ir, eins og hann átti kyn til. Vandist hann snemma öllum algengum störfum til sjós og lands. Þótti það rúm jafnan vel sett er hann skipaði. Hitt var þó ekki minna um vert, að hann kunni þá list, sem ekki er á allra færi, að um- gangast samferðamenn sína þannig, hvar sem hann fór, ð öllum varð hlýtt til hans. Snorra heitnum var ekki tamt að láta mikið á sjer bera í lífinu. Ilonum var nóg að vinna verk sín með trúmensku og láta gott af sjer leiða. Nú er Jiann horfinn á" besta skeiði og er eftirsjá og söknuður að slíkum mönnum. En sárast eiga þó aldurhnignir foreldr- ar hans um að binda, þó það sje nokkur harmabót að það Snorri Bjarnason. er óvenjulega bjart yfir minningunni um soninn, þenn- an prúða drengskaparmann. Veit jeg einnig, að hinir rnörgu vinir þeirra munu komast við af raun þeirra og hugsa til þeirra með samúð og hlýju á þessum sorgartímum. M. Cr. — Á innlendum vetlvgngi Framhald af bls. 8 nöfnum foreldra þeirra. Þess vegna voru nöfn þeirra Qndir tilkynningunni. En höfundur nefndrar reglugerðar þóttist vita betur en allir viðskifta- mennirnir. Og um þá vitsmuni hnaut hryggur, gamall maður, og varð fyrir óvæntri móðgun. En það er ekki einungis þarna, sem firrur og kenjar koma fram hjá þessu einráða útvarpi. Þar er líka lagt blátt bann við því að minna á fund. Það á að vera hlutdrægni að minna á áður auglýstan fund. Fróðlegt væri að fá skýringu á því, hvar hlutdrægnin felur sig, ef allir stjórnmálaflokkar fá heimild til að minna á fundi sina. Og fleira er hjer athuga- vert. Mjer skilst því, að útvarps- stjóri og aðrir viðkomendur ættu að endurskoða reglugerð sína og draga úr henni firrurn- ar, hótfyndnina og kenjarnar. Bjarni Sigurðsson. Eflir Roberf Sform ! I X-9 £ ' WELU i V0U COULD 7AK5 A MA4M1ER AND 60 AROUND TAPFIN6 v.'MEcLC>...7HAT'D GIVE VOU TME FREEDOM Of TME YARD! Meanwmile MM/.l. I WONDER IF VOU COULD GWc MS <?OM£ 50RT OF /JENIAL TA&K IN TME VARD, g>0'& I COULD p-J * LOOK ARO'JND... Má J P0DNUM5, IT'S PAVDAY AT TME OLD CORRAL! TME GLAD6Q/VIE 6UV WlTM THE AtiNT AIOOLAH IS MERE...I SOLD TME TIRES AT TORTV BUCKÖ________. b A COPY! -________ Stöðvarstjórinn: Hjer er listi yfir þá starfsmenn, sem vita hvaða vörur það eru, sem fara hjer í gegn um síöðina daglega. Ágætt. Mjer líst ekki sem best á vagnaeftirlitsmanninn. X-9: Hm, hvernig væri ef jeg fengi einhverskonar smáatvinnu hjer á stöð- inni svo að jeg geti litast um. — Stöðvarstjórinn: Ágætt, taktu þjer hamar í hönd og reyndu járn- brautarhjólin. Með því getur þú farið um alla stöð- ina: Á meðan á þessu stendur: í stigamannahreiðr- inu: Glámur: — Jæja, piltar, það er útborgunar- dagur, auranáunginn er hjer á ferðinni . . . jeg seldi hjólbarðana á 40 dali stykkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.