Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 1
16 síður 63. árg'angur. 15. tbl. — Laugardagur 19. janúar 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. Þing sameinuðu þjóðanna: Deilt á neitunarvald stórveldanna íslsnskir flusnesnar í Ameríku Rætt um alþjóðaráðs- mensku yfir nýlendum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LENGSTA FUNDI á þingi sameinuðu þjóðanna til þessa lauk ekki fyr en á miðnætti í nótt. Þegar venjulegur fund- ur var á enda í dag, voru enn 17 menn á mælendaskrá og var þá gripið til þess ráðs, að halda kvöldfund. Rætt var m. a. um neitunarvald stórveldanna, sem Rússar fengu sett inn í sáttmála hinna sameinuðu þjóða í San Francisco. Ljet Peter Fraser, fulltrúi Nýja Sjálands svo ummælt, að „neit- unarvaldið væri blettur á sáttmála hinna sameinuðu þjóða“. HJER Á MYNDINNI sjást nokkrir íslenskir flugmenn, sem stunda nám í Eire í Bandaríkj- unum. Kennarinn þeirra er að segja þeim frá flugtækni. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Páll Magnusson, Jón Guðmundsson, Kristján Steindórsson og Jóhannes Markússon. Kennar- inn heitir Otto Luthringer. Á myndina vantar Gunnar Frederiksen, sem einnig stundar nám við þenna sama flugskóla. Blaðið Eire Daily News birti þossa mynd og gat þess um leið, að hinir ungu flugnemar væru duglegir námsmenn. V.R. gerir samninga við kaupsýslumenn Samræmd launakjör verslunarfólks og bætt kjör lægst launaðra SAMNINGAR voru í gær undirritaðir milli ýmissa sjergreina fjelaga kaupsýslu manna og KRON annarsveg ar og Verslunarmannafjel. Reykjavíkur hinsvegar, um kaup og kjör starfsfólks við fyrirtækin. Tildrög máls þessa eru þau, að í októbermánuði í haust leit aði Verslunarmannafjelag Reykjavíkur hófanna hjá kaup sýslumönnum um samning f. h. starfsfólksins, og þá sjerstak- lega með tilliti til samræming- ar á kjörum vefslunarfólks og einnig að fá bætt kjör þeirra, er lægst launaðir voru. Þessari málaleitan V. R. var strax vel tekið og strax hafist handa um undirbúning þessa máls. En málið var mjög yfir- gripsmikið, þar sem um var að ræða samræmingu á kaupi margra og ólíkra sjergreina, enda í fyrsta skifti, að gerður er heildarsamningur um kjör þessa starfsfólks. Það tók því eðlilega álllangan tíma að ganga frá samningum. Aðilar samninganna eru ann arsvegar: sjö sjergreinar fje- laga kaupsýslumann*. og Kaup fjelag Reykjavíkur og nágrenn- is og hinsvegar: Verslunar- mannafjelag Reykjavíkur í samninganefnd af hálfu sjergreina kaupsýslumanna voru þessir menn: Bergur Þrælahald Þjóðverja á dðfinni í Nurnberg Nurnberg í gær: — í rjettarhöldunum í Nurnberg í dag var þrælahald Þjóð- verja styrjaldarárin rætt ogj rakið. Þjóðverjar neyddu menn frá löndum þeim; sem þeir höfðu undirokað, til þess að koma til Þýskalands til að vinna í hergagnaverk- smiðjum. Var þetta bæði gert til þess að bæta við stöðugt þverrandi vinnuafl í Þýskalandi og ennfremur til þess að taka vinnuafl frá her numdu löndunum til þess að hagur þeirra yrði sem verst- ur. Gíslason stórkaupm., Gunnar Hall kaupm., Páll Sæmunds- son kaupm., Sumarliði Krist- jánsson kaupm og Sveinn Helga son stórkaupm., og fyrir KRON | Isleifur Högnasoh forstjóri. En |í samninganefnd V. R. voru: 'Adolf Björnsson bankafulltrúi, Baldur Pálmason fltr., Björg- úlfur Sigurðsson deildarstjóri, Gyða Halldórsdóttir deildarstj. og Hemming Sveins fltr. — Helgi Bergsson skrifstofustjóri Verslunarráðs íslands aðstoð- aði við samningagerðina. Samningarnir fóru fram af mikilli vinsemd og gagnkvæm- um skilningi. Fullyrða má, að ! allir aðilar una vel niðurstöð- I inni. J Samningarnir eru gerðir til eins árs. Þar sem þetta er í fyrsta skifti, sem slíkir heild-- ! arsamningar eru gerðir, þótti rjett að sjá hvernig þeir reymd- ust; þess vegna voru þeir látn- ir gilda til eins árs. Samningarnir færa mörgu verslunarfólki góðar kjarabæt- ur, einkum því, er átti að búa við lökust kjör. Verslunarmannafjel. Reykja- víkur heldur fund á morgun og þar mun samninganefndin skýra frá niðurstöðum samning anna. Er það aðilum til sóma, hversu vel tókst með þessa samninga. Má vænta þess, að eins verði í framtíðinni. Kaldasli dagur velr- arins í Englandi LONDON í gærkvöldi: — Kaldasti dagur vetrarins var í Englandi í gær. Víða er mikill snjór og hálka á veg- um, sem hefur valdið um- ferðarslysum. Spáð er áframhaldandi kuldatíð í' Englandi næstu daga. — Reuter. FriSarráðstefna undirbúin FULLTRÚAR utanríkis' ráðherra stórveldanna halda; nú fund með sjer í London. j Eiga þeir að gera uppkast að friðarsamningum á grund- velli samkomulagsins, sem varð milli utanríkisráðherr- anna þriggja á fundinum í Moskva um jólaleytið. Rætt er um nýjan utanrík isfund stórveldanna, en sam- kvæmt Potsdam samþyktinni áttu utanríkisráðherrarnir að hittast við og við, til að ræða vandamál í alheimsmálum, sem kynnu að vera á döfinni. Gæti haft alvarlegar afleiðingar. „En verst væri“, sagði Fraser „ef rteitunarvaldið verður not- að. Það gæti haft hinar alvar- legustu afleiðingar. Það myndi ekki sýna mikið traust á vilja sameinuðu þjóðanna til friðar og samstarfs. í líkan streng tók dómsmálaráðherra Kanada. — Gromyko sendiherra, fulltrúi Rússa var á öðru máli. Hann taldi að ekkert dygði að ræða um alþjóðasamvinnu nema að stórveldin væru sammála. Ráðsmenska yfir nýlendunum. Fulltrúar Nýja Sjálands og Ástralíu lýstu því yfir, að stjórn ir þeirra væru reiðubúnar til að láta ráðsmensku nýlenda, sem þeim hefði verið falin stjórn á í hendur hinna samein- uðu þjóða. Líka yfirlýsingu gaf Bevin fyrir hönd bresku stjórn arinnar í gær. Var þessum yf- irlýsingum mjög fagnað af full trúum. Stríðsglæpamenn á Spáni. Fulltrúi Rússa las upp lista yfir stríðsglæpamenn, sem hann kvað hafa fengið griðland á Spáni. Vildi hann að þess yrði krafist að menn þessir yrðu framseldir og að þeir yrðu dregnir fyrir dómara og þeim síðan hegnt sem öðrum stríðs- glæpammönnum. Skaut Þjóðverja LONDON: Nýlega kom til viðureignar á götum Berlín- ar um nótt, og var Þjóðverji einn skotinn til bana. Amer- ískur hermaður hefir verið handtekinn fyrir dráp þetta. M.s. Laxfoss komst ekki lil Vesl- mannæyja M.S. LAXFOSS kom hingað um fimm-leytið í gærkveldi, eftir að hafa orðið að snúa viy> sökum veðurs á leið sinni til Vestmannaeyja. Lagði hann af stað til Eyja kl. 10,00 á fimmtudag og lá alllengi við Reykjanes, en treystist ekki lengræ og sneri þá aftur til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.