Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 16
 VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói: Sunnan og suð-vestan kaidi. — Skúrir eða smájel. Stórþjófnaður í fvrrinótt i EINN af stærri innbrots- bjófnuðum, sem framdir hafa verið um þó nokkuð langan tíma, var framinn í fyrrinótt, er brotist var inn í Blikk- smiðjuna Grettir í Brautarholti. En þar var sprengdur upp pen ingakassi og stolið úr honum um 10 þúsund krónum. Peningakassi þessi var í skrif stofuherbergi sem er til hliðar við vinnusal á fyrstu hæð húss- ins. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. orctttnbUií»iö Laugardagur 19. janúar 1946 GREIN UM NYJA kensluað- ferð, sem gefist hefir mjög vel. — Bls. 9. Jén Pá'sstm fyrv. bankðfjehirðir láfinn JON PALSSON fyrverandi bankagjaldkeri andaðist á hádegi í gær að heim- ili sínu, Laufásveg 59 hjer íí bænum, á 81. aldursári. —J Hann hafði um all-langt! skeið átt við vanheilsu að stríða. Æfiatriða þessa merka manns verður getið hjer í blaðinu síðar. Hjerna er húsaleigureiknijngurinn, Þannig hugsar Steinþór að efla fjárhag bæjarins, ef Iagsi! hann fengi að ráða. Mesf effirspurn effir skáldsögum BÆJARBÓKASAFN Reykja- víkur lánaði út samtals 118.840 bindi á árinu sem leið. Lang- flestar útlánsbækur voru skáld- rit, eða tæplega 79 þús. bindi. Lesstofu safnsins sóttu 6204 á árinu, en 4843 barnalesstof- una. Engin brcyiing í Súlu ENN er svipað vatnsmagn í Súlu og virðist lítil breyting þar á. Hefir vatnsmagnið haldist nokkuð svipað síðan um áramót. Þess var getið fyrir skömmu, að skyndivöxtur hefði komið í vestustu kvísl Skeiðth’ár. En hún fjaraði fljótt áftur og er nú ekkert óeðlilegt vatn þar. Hins vegar tók þá að vaxa í austustu kvíslum Skeiðarár, sem renna fram með Skaftafelli og er enn all-mikill vatnsflaumur þar. — Oddur á Skaftafelli telur þó, að þetta ( geti verið eðlilegt vegna úrkomu og óvenju mik- ! ilía hlýinda. “ 18 íslensk skip hafa selt ísvarinn fisk í Englandi frá áramótum ÞAÐ SEM AF er þessu ári, hafa 19 íslensk fiskiskip selt afla sinn í Englandi. Samanlagt magn aflans er 41.336 kits, er selt hefir verið fyrir samtals 155.664 sterlingspund. Aflahæsta skipið er bv. Júpiter, 2798 kits, er seld voru fyrir 11.369 sterlingspund. — Skipin eru þessi: Geir seldi 1964 kits fyrir 7. 114 pund, Grótta seldi 2604 kits, fyrir 10.493 pund. Viðey seldi 2197 kits fyrir 8.508 pund. Haukanes seldi 1483 kits fyrir 5.798. Skutull seldi 1503 kits fyrir 6.806 pund. Helgafell seldi 2636 kits fyrir 9.061 pund. Júpiter seldi 2798 kits fyrir 11.369 pund. Tryggvi Gámli seldi 1852 kits fyrir 7199. Fagriklettur seldi 1500 kits fyrir 6125 pund. Gylfi seldi 2904 kits fyrir 9.735 pund. For- seti 2585 kits fyrir 8.392. Óli Garðar seldi 2334 kits fyrir 8.616 pund. Mai seldi 2276 kits fyrir 8.882 pund. Richard seldi 1. 155 kits fyrir 4.594 pund. Þór seldi 1949 kits fyrir 7.842 pund. Skallagrímur seldi 2733 kits fyrir 8.852 pund. Júní seidi 2602 kits fyrir 9.506 pund. Ól- afur Bjarnason seldi 1771 kits fyrir 6.986 pund og Kópasker seldi 2490 kits fyrir 9.786 sterlingspund. var iangt til kosninga ÞAÐ VAR 21. jan. 1944. Þá var langt til kosninga. Hitaveitan var á tilrauna- stigi. Þá birtist í Alþýðu- blaðinu forystugrein, er nefndist „Plágur Reykvík- inga“. Þar segir svo: „Loks er það hin lagg- þráða hitaveita. Ileita vatn ið er ekki fyrr farið að streyma um bæinn, að það skapar stórkostleg vand- ræði fyrir íbúana. Hitinn verður af ákaflega skorn- um skamti. Loks hverfur heita vatnið með öllu. Það hefir alt streymt gegnum greipar verkfræðinga, án þess að sinna ætlunarverki sínu. Og það er ekkert rafmagn til að dæla vatni í geymana að nýju. Fólk situr skjálfandi í íhúðum sínum í 12—17 stiga frostí og óskar þess í hjarta sírsu, að aldrei hefði ver ið ráðist í annað eins glæfrafyrirtæki og hita veitu fyrir Reykjavík. Þetta eru plágur Reyk- víkinga“. Nýit hraðfrystihús í Neskaupstað LOKIÐ er byggingu nýs hrað frystihúss í Neskaupstað, en vjelar í það eru væntanlegar með vorinu. Áætlað er að hraðfrystihús þetta geti hraðfryst alt að 10 smálestir' fiskafla á sólarhring. Kaupdeilan í Sandgerði leyst SAMNINGAR náðust í kaup deilu þeirri, sem staðið hefir í Sandgerði, aðfaranótt s. 1. föstu dags. Verður kaup og kjör verkafólks í öllum aðalatrið- um það sama og í Keflavík. Þó er greitt fyrir vinnu í frystihús um, þegar vaktaskipti eru við- höfð, með nokkuð öðrum hætti. Grunnkaup karla hækkar úr kr. 2.10 á klukkustund í krón- ur 2.40 og grunnkaup kvenna úr kr. 1.40 á klst. í kr. 1.68. — Þá voru gerðar þær breytingar á hlutaskiptum sjómanna, að með 12 manna áhöfn er nú skipt í 24 Vz hlut í stað 25 hluta áður. Þá var" og samið um, að hluta- trygging sjómanna skyldi vera kr. 350 í grunnlaun á mánuði. Glæsileg kvöldvaka Heimdallar Æskan tryggir Sjálfstæðis- flokknum sigurinn HEIMDALLUR — fjelag ungra Sjálfstæðismanna —• efndi til kvöldvöku í Tjarnar- café í fyrrakvöld fyrir troð- fullu húsi. Formaður fjelagsins, Lúðvig Hjálmtýsson, setti skemmtun- ina og minntist á þá baráttu, sem nú stendur yfir vegna bæj- arstjórnarkosninganna 27. jan. Hvatti hann menn til þess að halda þeirri baráttu áfram að glæsilegu sigurmarki. — Þá tók Már Jóhannsson til máls, og minntist m. a. á hinar miklu hrakfarir kommúnista á æsku- lýðsfundinum s. 1. þriðjudag. Næst söng Gunnar Kristinsson nokkur lög við góðar undirtekt ir. Síðan flutti Gunnar Helga- son snjalla ræðu. Bragi Hlíð- berg ljek á harmoniku við mik inn fögnuð tilheyrenda. Að lokum talaði Jóhann Haf- stein nokkur hvatningarorð til Heimdellinga. Var honum ó- spart fagnað, og kom greinilega í ljós, að ungir Sjálfstæðismenn eru ákveðnir í því að vinna vel það hlutverk, sem þeim hefir verið falið, að tryggja bænum örugga stjórn. | Æska Reykjavíkur mun meta það við Sjálfstæðisflokkinn, að hann hefir falið henni þetta i verk og stendur nú sem einn maður að baki hinum glæsilega fulltrúa sínum, Jóhanni Haf- stein. Blaðamaður styður Morgan LONDON: Aðalfregnritari . The New York Times í Evrópu hefir stutt það álit Morgans hershöfðingj a, að ríkir pólskir Gyðingar þyrp- ; ist nú vestur á hernáms- ' svæði Bandaríkjanna. Segisfc hann hafa talað við marg i Ulíka Gyðinga þar vesturfrá. Mála miðlunTrumans í stáliðnaðardeil- unni hafnað WASHINGTON í gærkvöldi: — Málamiðlunartillögu Trumans forseta í stáliðnaðardeilunni í Bandaríkjunum var hafnað í k.völd af atvinnurekendum, eftir að verklýðsfjelögin höfðu gengið inn á hana. Er búist við að næstu daga geri 800.000 stáliðnaðarmenn í Bandaríkjunum verkfall. er að vinna stöðvist í fjölda mörgum iðngreinum sökum efn isskorts. Bifreiðaverksmiðjur verða að hætta framleiðslu svo og allar aðrar verksmiðjur, sem framleiða tæki, sem stál er í. Talið er að forsetinn muni enn gera tilraun til að koma í veg fyrir verkfallið. — Reuter. Alvarlegar afleiðingar. Verkfall í stáliðnaðipum mun hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir allan iðnað Bandaríkjanna og standi yerk- fallið lengi er ófyrirsjáanlegt hvaða afleiðingar slíkt verk- fall getur haft. Óhjákvæmilegt Listi Sjálfstæðismanna í Reykjavík er D-listi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.