Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. jan. 1946
♦:♦ ♦:♦ ♦:•♦:♦ *:♦ ♦:*♦:♦ *:*
I
l
:
i
i
i
I
!
X.
l ilkymmig
Skiltastofunni, Hótel Heklu, hefur tekist að
ná í stórt sýnishorn af allskonar dyranafn-
spjöldum frá Danmörku, margar teg. Upp-
hleyptir stafir, krómuð nafnheiti fyrir versl-
anir, mjög falleg. Upphleypt götunöfn og
númer fyrir bæjar- og sveitafjelög. Lausir
stafir úr málmi, einnig krómaðir. Utvegum
allskonar skilti fyrir stærri og smærri fyrir-
tæki, með stuttum fyrirvara. — Gjörið svo
vel að líta inn í skiltastofuna í Hótel Heklu.
Enginn sími.
oCauiritz (J. fj/örej-enóen
.♦..♦. .». .♦. .«. .♦. ■«. .«. .». A A
♦••*••••*••*••**♦♦•♦♦•♦•••♦♦*♦♦•*♦♦♦*•*♦*♦♦♦**♦♦♦**♦•*****♦♦♦♦♦♦•*♦♦••*♦•***•**♦•♦♦*♦♦•*♦♦♦•***•♦**•♦***********♦**•**•**•**•*••********•*
U mbúðapappí r
20 — 40 — 57 cm. rúllur.
Smjörpappír
30”x40” arkir.
Pappírspokar
1 lbs. — 25 lbs.
Merkiseðlar
fyrirliggjandi.
J). Urynfóljóóon & JJu
uaraa
I
Framtíðarstaða
Landsamband ísl. útvegsmanna vill ráða dug
legan og reyndan mann til að veita forstöðu
hinni nýstofnuðu Innkaupadeild sambands-
ins.
Umsóknunum fylgi nákvæmar upplýsingar
um mentun og starfsferil og sje þeim skilað
á skrifstofu sambandsins, í Hafnarstræti,
í Hafnarhvoli, fyrir 25. þessa mánaðar.
Reykjavík, 18. janúar 1946.
f. h. Landsambands ísl. útvegsmanna
J. V. HAFSTEIN.
♦♦♦•*♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦*♦♦•♦ ♦•♦♦•♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦*♦♦*♦♦♦♦ »*♦♦•♦
••**♦•*♦*♦ ’•**♦* *♦* *♦**♦**♦**♦**♦**♦**♦**♦* ’♦**♦*
5!
♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦W»«*»A«*»«V»«W»A«*««*»«W»«*»«W«»W*
V V V *♦**•* W V •* V •* V *♦* * ****** • ♦ ♦* V v v ♦«♦♦♦♦ ♦ •
%
♦:♦
Alveg nýtt
Þurkað
Selleri — Púrrur — Hvítkál — Rauðkál
Gulrætur — Spínat — Grænkál — Laukur
lækkað verð.
X
X.
■ f
$
^**KKMXwH**HK**K**H**Hw^*^*H**^*H*'J**»**«**«*^**XMK**KuJ**t4,*,*J‘*X**H**K**i'
Á atvinnuleysið uitur að halda
innreið sína?
_ >»
Eftir Asgeir Þorsteins-
son verkfræðing
ÞESSARI spurningu varpaði
Jón Blöndal hagfræðingur ný-
lega fram í Alþýðublaðinu.
Er þetta áreiðanlega ein þýð-
ingarmesta spurningin fram
undan, og sú spurning, sem
manni verður fyrst á að hug-
leiða, eftir að kjarnamálið, út-
vegun framleiðslutækja nýsköp
unarinnar, er nú komið lang-
leiðina í örugga höfn.
Jón Blöndal slær því föstu
rjettilega, að útvegun fram-
leiðslutækjanna, þar á meðal
togaraflotans nýja, sje ekki
nægileg ráðstöfun, út af fyrir
sig, til þess að girða fyrir at-
vinnuleysið, og hann álítur, að
í stefnuskrá stjórnarinnar vanti
að útskýra, hvernig hin mikla
aukning framleiðslutækjanna
eigi að tryggja atvinnuna.
En þegar lengra líður á grein
ina, kemur í ljós útskýringin
á öllu saman, sem við mátti bú-
ast.
Það á að fela þeim flokki ráð
in yfir framleiðslutækjunum,
,,sem hefir skipulegan áætlun-
arbúskap á stefnuskrá sinni
með víðtækum opinberum
rekstri“.
Ef þessi setning er skilin blátt
áfram, er hjer greinilega átt við
Sósíalistaflokkinn, því enginn
flokkur hefir stefnuskrá með
víðtækari opinberum rekstri.
En þetta meinar Jón Blöndal
auðvitað ekki. Hann hefir orð-
að þetta dálítið óljóst. — Hann
meinar þjóðnýtingarstefnu Al-
þýðuflokksins, sem í bili stend-
ur á stigi hins víðtæka bæjar-
reksturs, vegna hinna bann-
settu, óhröktu staðreynda, að
þjóðnýting framleiðslutækja,
krefst flokkseinræðis, og brýt-
ur því í bág við vestræna lýð-
ræðið, en það lýðræði aðhyllist
Alþýðuflokkurinn núna.
En hvaða sjúkdómur er
þetta, sem menn kalla einstakl-
ingsframtak, og verið er að
hnýta aftan í hin fögru, lýð-
ræðislegu hugtök: einstaklings
frelsi og atvinnufrelsi? Jón
Blöndal getur líka skýrt þetta.
Sjúkdómurinn er íhaldsúrkynj
un, sem leiðir af sjer böl at-
vinnuleysisins.
. Ráðið er því, eins og fyrr seg-
j ir, að bæjarfjelagið taki að sjer
( á víðtækan hátt rekstur hinna
nýju togara, sem Reykvíking-
um verður væntanlega gefinn
kostur á að eignast.
1 Hvaða rök mæla með þessari
ráðstöfun, önnur en þægðin við
flokksleg sjónarmið? Jú,
reynsla Hafnarfjarðar.
Ekki vil jeg verða til þess að
kasta ómaklega hnútum að
Hafnarfirði, því á sínum tíma
var útgerðarstofnun hans lík-
lega örþrifaráð. En það er held
ur ekki rjett, eins og þráfald-
lega klingir hjá Alþýðuflokks-
mönnum, að bera Hafnarfjörð
og Reykjavík saman í tíma og
ótíma, bara af því að útgerð
Hafnarfjb. lenti í lukkupotti
stríðsins, og taka aldrei tillit
til þess, hve gjörólíkum verk-
efnum þessir tveir bæir hafa að
sinna.
En við skulum nú láta nokkr
^r staðreyndir tala.
Árið 1930 var mannfjöldi
Reykjavíkur 28304 og af þeim
lifðu 16.3% eða 1/6 hluti á
fiskveiðum.
Sama árið var mannfjöldi
Hafnarfjarðar 3591 og af þeim
lifðu 47.5% eða sem næst helm
ingur allra íbúanna á fiskveið-
um.
I Reykjavík voru 26 togarar
skrásettir, en í Hafnarfirði 8.
En 1940 er mannfjöldinn í
■ Reykjavík orðinn 38196, í Hafn
arfirði aftur á móti aðeins
3686. Fólksfjölgun í Reykjavík
því 35% þessi tíu árin, en í
Hafnarfirði aðeins 2.6%.
Togarafjöldinn í Reykjavík
þó aðeins 21, en í Hafnarfirði
orðinn 10.
Hvernig stóð nú á þessu, að
Hafnarfjörður, sem var tiltölu
lega langstærsti togarabær
landsins, og framfærði helming
allra íbúanna á fiskveiðum
þessi tíu ár, hafði ekki einu
sinni orðið aðnjótandi ' fólks-
fjölgunar af eðlilegum barns-
ifæðingum, en Reykjavík, sem
stórhrakaði að skipastóli þessi
árin, gat framfært 35% fleira
fólk en 1930? Hvaða lyftistöng
reyndist útvegurinn Hafnar-
fjarðarbæ, og útgerð hans á
þessu tímabili, að fólkið skyldi
beinlínis flýja bæinn.
Þeir sem fylgdust með út-
gerð þessi árin, eru ekkert hissá
á þessari útkomu hjá bæ, sem á
afkomu, sína svo mjög undir
því, hvernig fiskveiðarnar bera
sig. Þeir sömu muna líka,
hvernig komið var fyrir ein-
staklingum og fjelögum ein-
stakra manna, sem útgerð stund
uðu á þeim árum, og fór þá
lítið fyrir því, sem „grætt var
á vinnuafli fólksins". Þá var
einstaklingsframtakið nógu
gott til þess að taka á sig byrð-
arnar, en lítið bólaði á „skipu-
lögðum áætlunarbúskap og víð
tækum opinberum rekstri" til
þess að Ijetta af böli atvinnu-
%
leysisins.
En svo kom stríðið, og þá
lenti útgerð Hafnarfjarðarbæjar
í flokki stríðsgróðamannanna,
og allt Ijek aftur í lyndi.
En hver vill bjóða Reykja-
víkurbæ í áhættudans togara-
útgerðarinnar alt að einu, og
ótilneyddur.
Það vill Jón Blöndal gera, og
fjelagar hans, sem gera það að
kröfu sinni, að Reykjavíkur-
bær ani fram á völlinn, í fyrstu
víglínu, og taki áhættuna af
einstaklingunum í togaraút-
gerð, en hætti að vera hið breið
bakaða varalið, alt saman að
ástæðulausu fyrir atvinnuör-
yggið í bænum, en því til tjóns
meira en gagns.
Væri ekki nær að líta það
rjettum augum, á hverju fólk-
ið í Reykjavík lifir nú, og í-
huga samviskusamlega og al-
varlega, hvað gera þurfi, og
hægt sje að gera, til þess að
hindra atvinnuleysi þess fólks,
sem ekki lifir á fiskveiðum?
Ef Reykjavík fær 20 togara,
hefir það að vísu í för með sjer,
að 3 til 4000 fleira fóllt getur
lifað á fiskveiðum, ef vel geng
ur. En þetta skeður alveg án
tillits til þess, hver eignast skip
in í bænum. Ef bæjarfjelagið
aftur á móti kaupir skip, eitt
eða fleiri, bindur það stórkost-
legt stofnfje (2.5 milj. á skip),
og rekstursfje, sem fer ekki í
annað á meðan.
En svo jeg víki aftur að þvi,
á hverju fólkið í Reykjavík lif-
ir nú, segja nýjustu skýrslur
(1940) þetta: Á fiskveiðum lifa
3531 eða 9.2%, svo að 3000
manna fjölgun vegna nýju tog-
aranna gerir ekki mikið meira
en halda í horfinu við ástand-
ið 1930 (16.3%). En á iðnaði
lifa 13097, eða rúmlegai 1/3
allra íbúanna, á móti 28.1%
1930.
Nú er vitað, að iðnaður
færðist í aukanaæftir því sem
á stríðið leið. Ef atvinnuleysi
verður í þessari atvinnugrein,
sem er í langmestri hættu
stödd; hvernig má þá Reykja-
víkurbær bæta úr því, þegar
stórfje er farið í togarakaup, og
rekstursfje, — og máske í rekst
urstap, á þeim tíma, sem kall-
ið kemur, að veita atvinnugrein
unum aðstoð?
I hillingum Hafnarfjarðar
hættir Alþýðuflokksmönnum
við að gleyma því, að Reykja-
vík er einasta landshöfnin, þar
sem annað er mestöllum inn- og
útflutningi lartdsmanna og við-
gerðum allra stærri skipa lands
ins. Einnig er því gleymt, að
Reykjavík er einasta gestaheim
ili þjóðarinnar, þar sem öllum
er veitt athvarf eftir megni,
jafnt þeim, sem hafa yfirgefið
heimili sín í sveit, af vantrú á
afkomuna þar, eða látið hug-
fallast í sjávarplássum, í illu
árferði.
Við vitum það eflaust báðir
jafn vel, Jón Blöndal og jeg, að
fiskveiðarnar girða ekki fyrir
atvinnuleysið, nema óbeint.
Ef vel er að sjávarútvegn-
um búið, og þeir einstaklingar,
sem leggja út í áhættusama út-
gerð, fylgjandi kalíi hinnar stór
virku nýsköpunar ríkisstjórn-
arinnar, verða ekki fyrir tómu
ranglæti eftir á, heldur mæta
nokkrum skilningi valdhaf-
anna, en einkum skilningi fólks
ins, þá verður sjávarútvegur-
inn traustur. En af því leið-
ir, að þá er óhætt að spreyta
sig á raunhæfum viðfangsefn-
um í iðnaði til að tryggja at-
vinnuöryggið í skjóli trausts
og stórvirks sjávarútvegs. Þá
er hægt að hindra innreið at-
vinnuleysisins með samhent-
um kröftum allra landsmanna.
Munið því D-dag Sjálfstæðis-
manna.
Ásgeir Þorsteinsson.