Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.01.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. jan. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 Sigfús og Jón Axel gefast upp — Kronbíiarnir í notkun — Sigrar alþýðunnar — Koestler fyrrum og nú — Þeir mega ekki missa Rússland ALDREI HAFA kosningabomb- ur nokkurs flokks mishepn- ast eins gersamlega eins og skýjaborga bomba Sigfúsar Sigurhjartarsonar, er hann varpaði frá sjer í september. Lúrði síðan sjálfur á, í bæj- arráði, þangað til í janúar og kom með á síðasta bæjar- stjórnarfundinn, og kvartaði þá yfir, ,að borgarstjóri skyldi ekki hafa tekið af sjer ómakið með framsögu í mál- inu. Því hann, sjálfur flutnings- maðurinn, hefði þar engu við að bæta, frá því, sem hann hafði áður sagt. ★ HONM HEFIR VERIÐ bent á, að svo mikið væri bygt í bænum, að ekki væri hægt að byggja meira. Til þess vantaði fólk. Að úrræði hans um innflutning erlendra verkamanna myndi ekki mælast vel fyrir. Og að bær- inn ætti heimtingu á, að ríkið legði til fje í stórfeldar byggingarframkvæmdir handa fólki því, sem vantar i húsnæði. Að bygging hins fyrirhugaða bæjarhverfis myndi stöðva byggingar hinna hálfbygðu húsa o. s. frv. Sigfús var sjálfur orðinn sannfærður um að „bomba“ hans kom honum og flokki hans að engu gagni. Það var auðheyrt á honum á bæjar- stjórnarfundinum. ★ (JÓN A. PJETURSSON átti ekkert annað eftir í húsnæð- ismálunum, er á bæjarstjórn arfundinn kom, en að óska þess að bæjarstjórn samþykti fyrir sitt leyti, uppkast að samningi við iðnaðarmenn um að þeir ljetu vinnu við íbúðabyggingar sitja fyrir. Þegar Gunnar Thoroddsen bar fram tillögu um að nefnd manna yrði látin athuga hvernig skipulagning vinn- unnar yrði best hagað, þá gat Jón ekki andmælt þeirri tiHögu með neinum rökum. Þegar Jón sagði sjálfur á fundinupn, að nú væri verið að bæta við íbúðarhúsin í Reykjavík, er nægja myndi til margra ára, þá hafði hann mist fótfestu í áróðri sínum. En eftir að hann hjelt því fram, að nú störfuðu of margir að byggingum í Reykjavík, þá hafði hann ekki önnur ráð en að þagna fyrir fult og alt. ★ í HÚSNÆÐISTILLÖGUM Sig- fúsar og Jóns, kommúnista og Alþýðuflokksins, varð því einskonar bræðrabylta í bæj arst j órninni. Enda gátu þeir ekki annað en viðurkent, að hinar raun- hæfu tillögur Sjálfstæðis- manna, sem samþyktar voru á fundinum, fela í sjer lausn þessara mála. ★ ÍSLEIFUR HÖGNASON í Kron vill ekki kannast við að bílar fjelagsins hafi verið notaðir til þess að flytja meðlimi hinnar svonefndu „æskulýðs fylkingar“ á þriðjudagsfund inn, sem haldinn var í sam- komuhúsi Sjálfstæðisflokks ins við Austurvöll. Engu er líkara en honum finnist það vera skömm fyr- ir fyrirtæki hans að ljetta undir með hinu fótfúna „æskuliði“ flokksins. Það fer að kárna um fylgið hjá kommúnistum, þegar sjálfur höfuðpaurinn í Kron vill ekki lengur við þá kannast. ★ ÞJÓÐVILJINN getur ekki orða bundist út af þessu „bíla- máli“ kommúnista-,,æskunn ar“, og segir í gær, að ekki þýði fyrir ísleif að þræta. Því að minsta kosti einn „Kron“-bíll hafi verið not- ^ aður til liðflutninganna þetta kvöld. k KOMMÚNISTAR þrástagast á því í blaði sínu, að alþýðan eigi að sigra í kosningunum þ. 27. þ. m. í hvert einasta skifti, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefir unnið bæjar- stjórnarkosningar hjer í Reykjavík, hefir alþýðan sigrað. Því eftir almennri málvenju er alþýða manna og almenningur í bænum eitt og hið sama. Þar sem er frjáls kosningarjettur og ó- hindraðar kosningar fara fram, þar er það altaf al- þýða manna sem ræður. ★ HVAÐ VILJA ÞEIR, sem vinna að því að koma á hinu aust- ræna stjórnskipulagi? Um það spyr alþýðan í Reykja- vík þessa daga. Og hún hefir fengið alveg skýlaus svör. í$><^§><§><§><$»<$><^3><S>3><^<^<§><§><§><3><§><§><§><$><$><§,<$><§><$<$><$><§><$><$,<$><$><$><$><$><§,<^<$><§><$>^<$>^<§><§><§>^ Fyrirliggjandi Umbúðateygjur í 3 stærðum. JJ. Cdlajóóon ds? Ídemliöjt Símar: 2090, 2790 og 2990. Hún hefir fengið alveg óyggj andi vitneskju um það, hvernig stjórnarhættir kommúnista eru, þar sem þeir fá völdin. Þar ræður mjög fámenn klíka manna yfir öllum athöfnum, lífi og eignum alþýðunnar. Frjálsbornir íslendingar vilja ekki harðstjórn komm únista. íslendingar hafa skömm á blekkingum komm únista, og undirlægjuhætti þeirra gagnvart erlendu valdi. ★ ÓHEPPNIN HEFIR ELT komm únistaflokkinn alt frá því hann hóf kosningaundirbún- inginn að þessú sinni. Þó er talið að í einu hafi þeir verið hepnir. Fyrir nokkru síðan fengu þeir í hendur bók eftir Arthur Koestler, þann, sem rjettast- ar og nákvæmastar fregnir hefir flutt um kommúnism- ann í framkvæmd. Þessa bók ætluðu kommúnistar að þýða og fá útgefna til framdrátt- ar fyrir stefnu sína. En bók- in varð síðbúin. Nú munu þeir horfnir frá að láta opin- berlega í ljós þá skoðun, að Arthur Kostler sje merkur rithöfundur. •k EINN AF REYNDUSTU flokks mönnum kommúnista sagði nýlega við kunningja sinn: Við vitum að fregnirnar frá Rússlandi, sem Koestler skýrði frá í bók sinni, eru rjettar. En við megum aldrei viðurkenna það. Við megum ekki missa af því, að telja flokksmönnum okkar trú um, að í Rússlandi sje sælu- ríki alþýðunnar. Þeir, sem komast að raun um, aðjiessi kenning okkar er röng, þeir snúa við okkur bakinu. ★ ÞESSI VELUNNARI KOMM- ÚNISTA, sem svona talar, hefir meira raunsæi til að bera en margir starfsbræður hans. Hann veit, að þeir hafa haft mjög takmarkaðan tíma til þess að vinna fylgi með- al íslendinga. Sá tími er nú liðinn hjá, um leið og almenningur fer að sjá og heyra hvernig kommúnisminn reynist í framkvæmd. + ÞAÐ ÞARF EKKI annað en líta í Þjóðviljann til þess að sjá, hvílíkur taugaæsingur hefir gripið alla þá, sem í það blað skrifa nú. Þar sjást naumast greinarnar fyrir gleiðletruðum fyrirsögnum. Vanstilling og skap- vonska Þjóðviljamannanna er fyrirboði ósigurs þeirra við bæjarstjórnarkosning- arnar. Kjósið D ■ listann Aðalfundur Vörubílstjórafjelagið Þróttur, heldur aðal- fund sunnudaginn 20. jan. 1946, í Nýju Mjólk urstöðinni og hefst kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. -— Sýnið skírteini. STJÓRNIN. Aðalfundur Fasteignaeigendafje- lags Reykjavíkur verður haldinn að Röðli (Laugaveg 89), mánu daginn 21. þ. m., kl. 9 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fjelagsmenn, fjölmennið! % STJÓRNIN. Pantograph Tökum upp í dag nokkur stykki af Panto- graph, einnig nokkra reiknistokka (Loz- Loz- Duplex-Frig). l\ajtcel?jaueról. cJijós JJiti Laugaveg 79. — Sími 5184. ♦ > 4”» ♦ > «> *> > ♦% «> « > ♦% ♦> JJancísJincj Jöltjóauamajjelat^ó Jólandó ♦♦♦ ' ❖ Akveðið hefur verið að næsta Landsþing Slysavarnafjelags íslands, verði sett í Reykja % vík 3. apríl n. k. — Fjelagsdeildirnar eru á- * mintar um að senda fulltrúa. | Stjórn Slysavarnafjelags íslands. ‘♦X**X**X^:**X*4X^X^X^X4*:**X**X^X^X^X44X4*X^X44:-MX^*X*4X**X*<4<^X4^ l t 1 Y t t i Hefilbekkir Danskir hefilbekkir væntanlegir. móti pöntunum. i Tekið á t r t 1 t i X, ARINBJÖRN JÓNSSON, heildverslun — Laugaveg 39 — Sími 6003 Atvinna Ungur maður getur fengið atvinnu við versl- un, nú þegar. Þarf að hafa unnið við versl- unarstörf áður og geta unnið að nokkru leyti sjálfstætt. Umsókn, merkt: „Atvinna 737“, sendist í Post Box 671, fyrir 23. þ. m. <^»^><$><^<$><$><$><$>^><^<^<^<$h^^><$K$.<§><$><$><$><$><S><^<$><^^k^<V§><^><$><$K$><$><^><^><^<$><^<§><5»^<$>^>^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.