Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 2
o MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. febr. 1946 ,/Villur// konrHnLÍnista Kjósendur leiðrjettu atkvæðatöluna i. í í FYRRADAG birti Þjóð- I viljinn svæsnar skammir um Gunnar Thoroddsen prófessor. I gær birtist svo leiðrjetting í Þjóðviljanum. Þar var tekið ' fram, að skammirnar hafi alls ( ekki átt að vera um Gunnar, | heldur alt annan mann. „Prent * villan“ var þó ekki vegna þess, j að nöfnin væri sjerlega lík. Því l að sá, sem Þjóðviljinn segist j hafa átt við, er Jóhann Haf- ’ stein! A. m. k. sagði blaðið svo i í gær. E.t.v. kemur þó ný „leið- rjetting“ í dag, þannig, að í Ijós komi, að átt hafi verið við annan mann. Þessi „mistök“ eru ekki þau einu, sem Þjóðviljamenn hafa hent síðustu dagana. II. Við fjárhagsáætlun Reykja- * víkur fluttU kommúnistar breyt ingartillögu um að hækka einn lið áætlunarinnar úr 200.000 kr. upp í 400.000 kr. Sá galli 1 var á þessu, að sjálfur hljóðaði ■ liðurinn ekki um 200.000 kr., 1 heldur aðeins 20.000. Frá þessu * reyndu kommúnistar að bjarga sjer með því að segja, að þeir hefðu ætlað að flytja tillögu um alt annán lið en þann, sem þeir höfðu tiltekið. Sá liður, sem þeir síðar nefndu, hljóð- aði um 200.000 kr. og gat til- laga kommúnista því átt við hann! III. Enn þá klaufalegar tókst til um tillögu kommúnista varð- andi farsóttahús. Skv. henni átti að hefja undirbúning að byggingu farsóttahúss, en sá undirbúningur átti „einungis“ að vera fólginn í því að velja húsinu stað og gera af því teikn ingu. Sjálfstæðismenn fluttu hinsvegar tillögu um, að verja til nýs farsóttahúss 300.000 kr. á árinu. Þegar bæjarsljórnar- fundurinn hafði staðið í tíu : klukkustundir, stóð Gunnar Thoroddsen upp og benti á, | hversu kommúnistar væri hjer að baki Sjálfstæðismönnum í um framkvæmdavilja. Gall þá ; sjera Sigfús slefberi við og j sagði, að ,,prentvilla“ væri í í tilíögu kommúnista, þar ætti ’ að standa „einkum“ en ekki „einungis“. Var þá gáð í frum- ritið* sem frá kommúnistum kom, og var þar skýrum stöf- um skráð „einungis". Eftir nokkurt fum hljóp sjera Sigfús upp að borði forseta með blað, þar sem hann sagði að á væri letrað orðið „einkum“! IV. A þessum bæjarstjórnar- fundi lentu kommúnistar í enn einni „villu“. Þjóðviljinn birti á fimtudagsmorgni áskorun til lesenda sinna um að fjölmenna á bæjarstjórnarfundinum. Um miðnættið gat borgarstjóri þess í ræðu, að áskorun þessi hefði litinn árangur borið, því að eng an Þjóðviljamann væri að sjá meðal áheyrenda utan frjetta- ritara Þjóðviljans einn. Fór þá Steinþór Guðmundsson að ó- kyrrast. Sú ókyrð bar og sýnu meiri árangur en áskorun Þjóð viljans. Því að eftir 2 tíma birt ist í fundarsalnum sonur Stein- þór með 2 eða 3 ungkommún- ista í fylgd með sjer. V. Steinþór hefir auðsjáanlega talið þeim mun meira við liggja um að láta spá Þjóðvilj- ans um áheyrenda-fjölda úr kommúnista-herbúðunum ræt- ast að einhverju, þar sem Stein þór sjálfur hafði áður orðið sekur um verstu villuna. Því að þegar talning atkvæða var að hefjast á kosningadag- inn, gekk Steinþór um meðal manna á göngum barnaskólans og fræddi þá á því, að nú ættu kommúnistar nær 10.000 at- kvæði í atkvæða-kössunum. Ekki skeikaði þar nema um 3000. Þar af kemur fumið nú og allar villurnar. Vonbrigði kommúnista eru síðan svo mik il, að þeir vita hvorki hvað þeir segja nje gera. VI. Af þeim dæmum, sem nú hafa verið nefnd, er Ijóst, að ómögulegt er að vita, þegar Þjóðviljinn pys svívirðingum á tiltekinn mann, hvort blaðið á við þann mann eða einhvern alt annan. Jafn-erfitt er að átta sig á, þegar þeir ætla að leggja gjöld á borgarana, hvort þeir eiga við þá upphæð, sem þeir nefna eða aðra tíu sinnum hærri. Og þegar þeir flytja til- lögu um framfaramál, er ekki nokkur leið að giska á, hvort þeir vilja hraða framkvæmd þess eða reyna að draga það á langinn. Alt er á sömu bókina lært. Tómar ,,villur“, hvert sem lit- ið er. Engin furða er, að kjós- endur „leiðrjetti“ atkvæðatöl- una hjá þeim flokki, sem svona kemur fram. / — Q ^ »------ - Hrakningar fiski- bálanna Pramh. af 1. síBn. koma í hann dráttartaug og dró h^nn til Keflavíkur. Vestfjarðabát vantar. Frá Vestfjörðum vantaði tvo vjelbáta í gær, Ægi og Max. Um 9-leytið í gærkvöldi- kom tilkynning til Slysavarnafje- lagsins um að Ægir væri kom- inn að landi, en ekkert hafði frjest af Max um miðnættið í nótt. Góðar veðurhorfur. Bátar frá verstöðvunum við Faxaflóa rjeru í fyrrinótt, því veðurfregnir voru góðar. Tveir vjelbátar frá Keflavík og tveir frá Sandgerði sneru þó við, er þeir höfðu siglt um 2Vz klst. og áður en þeir lögðu línur sínar, því veður tók að vernsna með suðvestap stormi, er leið á nóttina og veðurútlit þá orðið slæmt. Kadruka? FYRIR MÖRGUM árum kom hingað austurrískur sölumað- ur. Hann hafði lagt leið sína um fjarðabæi og fiskiþorp á Noregsströnd. Hann hafði með ferðis mikið af ýmiskonar vegg myndurrp A afskektum stöðum meðal frændþjóðar okkar mun hann hafa selt eitthvað af mynd um þessum, er hann taldi fólki trú um að væru listaverk. En óvíða þó eða hvergi eins mikið og hjer. Ef ske kynni, að gerð yrði tilraun til þess að koma hjer í verð erlendum myndum, undir því yfirskyni, að um listaverk væri að ræða, ættu bæjarbú- ar að fara gætilegar í sakirnar en þeir gerðu fyrir 20 árum, þegar hjer var á boðstólum söluvarningur hins austurríska Kadruka. Óeirðir í Egypta- landi London í gærkvöldi. TIL ÓEIRÐA kom í gær í Kairo í Egyptalandi, er stór hópur háskólastúdenta efndi til kröfugöngu um götur borg- arinnar. Varð lögreglan að sker ast í leikinn og dreifa mann- fjöldanum. En til uppþots þessa mun hafa komið vegna veru Breta í landinu, en stú- dentarnir krefjast þess, að þeir hverfi þaðan þegar í stað. Mik ið bar á hrópum, eins og „Nið- ur með Breta“ og „Burt með Breta“. — Reuter. Mið-Evrópusðfnun R. K. í. MORGUNBLAÐINU bárust í gær eftirtaldar gjafir til Rauða Krossins: G. Lárusson 100 kr. Áslaug 25 kr. N. N. 50 kr. Þrír feðgar, Tjarnargötu 47 100 kr. Þ. Þ. 50 kr. H. H. 100 kr. R. 20 kr. B 30 kr. Erla 20 kr. Kristnir vinir 1000 kr. J. R. S. 50 kr. M. S. 100 kr. Stúlka frá Tungu 100 kr. Ónefndur 20 kr. Fjölskylda J. G. 100 kr. Sigga 50 kr. Þ. J. 25 kr. H. P. 100 kr. Svanlaug, Guðný og Sigríður 200 kr. G. H. 50 kr. N. N. 35 kr. M. B. 50 kr. Magnús Jóhannesson 100 kr P. P. 30 kr. Guðjón í. Jónsson 60 kr. Jóhann Sigurðsson 50 kr. H. B. 20 kr. J. G. 50 kr. Nokkr- ar stúlkur 100 kr. B. K. 50 kr. Drengur 10 kr. Ónefndur 100 kr. Trausti Ólafsson 100 kr. E. 100 kr. í. Z. 200 kr. N. N. 50 kr. A. B. 200 kr. Lára Ásgerður 50 kr. R. M. 10 kr. Ragnhildur Pjetursdóttir og barnabörn 100 kr. N. N 10 kr. H. Á. Þ. 100 kr. Ónefnd 20 kr. H. N. Þ. 15 kr. K. J. 50 kr. Frá gamalli konu 100 kr. Inga og Gústi 100 kr. Gyða 10 kr. Safnað meðal starfsfólks Landssímans 1250 kr. Inga og Sigurður 50 kr. D. D. 100 kr. Ásta og Ólafur 50 kr. Alli 10 kr. Davíð Björnsson 20 kr. Þorl. Gunnarsson 500 kr. N. N. 50 kr. Þ. Þ. 40 kr. Sverrir 10 kr. Eiríkur Stefánsson, Grjótag. 4 50 kr. Frú Helga Zoega Minnin garorð Kvæðamannafjelagið Iðunn heldur kaffikvöld laugardaginn 16. þ. m. í Aðalstræti 12. FRÚ HELGA ZOEGA, ekkja Geirs Zoega kaupmanns og út- gerðarmanns, andaðist að heim ili sínu „Sjóbúð“, við Vestur- götu þ. 4 þ. m. 86 ára að aldri. Þar hafði heimili hennar verið í 54 ár. Þ. 22. febrúar 1892 giftist hún Geir Zoega, er þá var, sem kunn ugt er, öndvegisborgari Reykja- víkurbæjar, rak hjer mikla út- gerð og verslun og var forgöngu maður margra nýmæla og framfarafyrirtækja. Hún var þá 33 ára að aldri en maður henn- ar 62 ára. Frú Heiga var fædd 3. nóv. 1859 að Ármóti í Flóa. Foreldr- ar hennar voru Jón Eiríksson og Hólmfríður Árnadóttir. Þau bjuggu að Ármóti því nær allan sinn búskap. Þar ólst frú Helga upp. Hún var elst systkinanna. Bræður hennar, sem eftir lifa eru sr. Halldór á Reynivöllum og Sigurjón verslunarstjóri hjer Við Zoega verslun. Þriðji bróð- ir hennar var ‘Kristján lækn- ir, er ungur fór til Vesturheims og ruddi sjer braut í Iowaríki, en dó á besta aldri, elskaður og virtur af öllum. Helga frá Ármóti naut ekki mikillar mentunar í uppvext- inum frekar en títt var um bændadætur á þeim tímum. En henni notaðist öll fræðsla sem hún fekk bæði til bókar og handa. Hún var um tíma hjá Guðm. Thorgrímssen verslunar stjóra á Eyrarbakka, til þess að kynnast þar ýmsu, er að hús- stjórn laut. Mikill kunningsskapur var milli Geirs Zoega og heimilis- ins að Ármóti. Þegar Kristján læknir var í skóla studdi Geir hann til náms. Árið 1889 misti Geir konu sína Guðrúnu Sveinsdóttur. — Þrem árum síðar brá hann sjer austur að Ármóti og gekk að eiga heimasætuna þar Helgu, er þá hafði um nokkur undanfar- in ár staðið fyrir búi föður síns. Hafði Geir fullan kunnleik á því hver kvenkostur hún var og myndarleg við heimilisstörf- in. Þó aldursmunur væri þetta mikill milli þeirra hjóna, var sambúð þeirra hin ástúðugasta. Það var bæði mikið og vanda samt stai*f alla tíð að vera hús- móðir á heimili Geirs Zoega. — Margt fólk var þar ávalt og mikil búsumsýsla. En þar við bættist móttaka gesta sem bar að garði. Um áratugi var heim- ili Geirs Zoega athvarf margra skólapilta. En allir, sem nutu þar gestrisni og umönnunar á unga aldri hjeldu sambandi sínu við heimilið í Sjóbúð alla æfi. Þar var athvarf þeirra hve nær sem þeir komu til Reykja- víkur. Auk þess þurfti daglega að taka þar á móti fjölda manna er höfðu meiri og minni við- skifti við húsbóndann. Og áð- ur en spítalinn í Landakoti kom til sögunnar, tóku Zoega-hjón- in oft sjúklinga á heimili sitt, er hingað komu til bæjarins til að leita sjer lækninga. í öllu starfi sínu var frú Helga manni sínum hinn styrk- asti og besti lífsförunautur. Öll heimilisstörf rækti hún með hinni stökustu reglusemi, fyrir- hyggju og dugnaði. En hún leit- aði sjer ekki verkefna utan vje- banda heimilisins. Þó Geir væri kominn yfir sex tugt, er hann gekk að eiga Helgu frá Ármóti, lifði hann það lengi að þau gátu haldið silfurbrúðkaup sitt. En Geir andaðist í mars 1917, þá 86 ára að aldri. Hafði haft fulla heilsu fram til síðustu stundar. Frú Helga Zoega var fram- úrskarandi trygglynd kona. — Hún ljet að jafnaði lítið yfir sjer, var fáskiftin í framkomu við ókunnuga. En þeir, sem nutu vináttu hennar fundu hve mikinn hlýhug hún jafnan bar í brjósti til þek*ra, er hún átti skifti við. Vinnugefin var hún svo, að henni fjell naum- ast verk úr hendi allt fram á síðustu ár. Frú Helga og Geir Zoega eign uðust 5 börn. Fyrsta barn þeirra Geir, dó á þriðja ári. Hin börn- in fjögur eru Hólmfríður, kona Geir G. Zoega vegamálastjóra, Kristjana, ekkja J. Fengers stór kaupmanns, Geir Zoega útgerð armaður í Hafnarfirði og Guð- rún gift Magnúsi Jochumssyni póstfulltrúa. Hafa þau hjón ótt heimili í Sjóbúð með frú Helgu og gert henni hin síðustu æfi- ár, hennar hin ánægjulegustu. Með þessari tápmiklu og vel gefnu húsmóður hverfur einn af fulltrúum hins merka tímabils í sögu höfuðstaðarins, er Reykja vík var að vaxa upp úr fiski- þorpi í borg. Lengi verður hins mikla framfaramanns minnst í sögu höfuðstaðarins, Gamla Geirs, er hann lengi var nefnd- ur. Hinni mikilhæfu konu hans, Helgu frá Ármóti, verður held- ur ekki gle^mt alla þá stund, sem eiginleikar góðrar eigin- konu og húsmóður verða metn- ir að verðleikum. V. St. HVER SINN SKAMT London: Franska stjórnin hefir fyrirskipað, að veita skuli dansmeyjum og málarafyrir- rayndum aukaskamt af kolum, vegna þess hversu þessar pers- ónur þurfi að vera fáklæddar við vinnu sína. DRESDEN-POSTULIN AFTUR London: Hin heimsfræga postulínsverksmiðja í Dresden hefir aftur byrjað framleiðslu, og það þrátt fyrir að Rússar hafi rænt hana 90% af öllum vjelum og verkfærum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.