Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. febr. 1946 MOSflUNBLAÐIB 7 Kosningarnar. KOMMÚNISTAR eru í öng- um sínum. Þeir geta ekki dul- ið vonbrigði sin eftir bæjar- stjórnarkosningarnar. Hvorki i ræðu nje riti. Þetta sjest á Þjóðviljanum daglega. Þetta kom þó ennþá greinilegast fram á síðasta bæjarstjórnar- fundi hjer í Reykjavík. Þar reis Sigfús Sigurhjartarson upp með miklum rosta og bar fram óhróður og slefsögur um Sjálf- stæðismenn hjer í bænum og einkum borgarstjórann. Sr. Sigfús sagði m. a. að borgarstjóri hefði misnotað Yetrarhjálpina í þágu Sjálf- stæðisflokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar. Að Sjálf stæðismenn hefðu borið fje í menn til þess að þeir greiddu D-listanum atkvæði, gaf í skyn að menn sem fá kaup úr bæj- arsjóði hefðu verið látnir vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn o. s. frv. Öllu þessu varð Sigfús að kyngja á sama fundinum. Gat ekki staðið við neitt. En sagðist hafa vottorð frá ónafngreind- um manni um að maður nokk- ur hefði lofað að greiða fje fyrir stuðning við D-listann. En ekkert orðið af. Stjórnmálamenn, sem haga sjer eins og Sigfús Sigurhjart- arson á þessum bæjarstjórnar- fundi hafa mist stjórn á geði sínu, eru komnir út úr jafn- vægi, eiga á hættu að verða sjer til minkunar, eins og dæmin sanna. Hvað veldur? REYKJAVÍKURBRJEF HVAÐ veldur þessum mikla taugaóstyrk? í öðru orðinu bera ritarar Þjóðviljans sig borgin- mannlega. Hugga sig við all- mikla atkvæðafjölgun flokksins síðan síðustu bæjarstjórnarkosn ingar fóru fram. Eins og áður hefir verið minst á hjer í blaðinu gerðu kommúnistar hjer í Reykjavík sjer vissa von um að flokks- menn þeirra væru 10 þúsun að tölu. Þeir réyndust vera rúmlega þrem þúsundum færri. Svo mjög hefir viðhorf almenn- ings til kommúnismans breyst á einu ári, á þessum eina stað á landinu Aldrei hefir stjórn- málaflokkur hjer á landi orðið fyrir eins miklu fráhvarfi fylgis manna á eins skömmum tíma og hjer hefir átt sjer stað. Kommúnistum svíður þetta., sem vonlegt er. Þeir geta ekki dulið harm sinn — vegna þess sem á undan er gengið. Vegna þess hvernig þeir töluðu og skrifuðu fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar. Þeir töldu sjer sigur vísan. Þeir ætluðu að verða hæstráðandi flokkur í Reykjavíkurbæ eftir 27. jan. þeir útbásúnuðu þessa full- vissu sína daglega viku eftir viku. Þeir þóttust vera að ganga milli bols og höfuðs á Sjálfstæðisflokknum. Frjáls- lynd umbótastefna Sjálfstæðis- manna átti að vera úr sögunni hjer. Útförin fara fram þ. 27. jan. og einræðisstefna hins aust ræna lýðræðis að koma í stað- inn. Þeir koma ekki aftur. FRÁHVARFIÐ frá kommún- istum er alveg gagngert. Hver sá maður, karl eða kona, ungur eða gamall, sem eitt sinn hefir hallast að kommúnisma, en horfið frá stefnunni, hann snýr ekki aftur til kommúnistanna. Hver sá íslendingur sem hefir kynst anda og sál hins aust- ræna lýðræðis, svo að hann sjer að hann á þar ekki heima og þessi stefna á ekki heima hjer á landi, hann verður aldrei end- urvakinn kommúnisti. Menn sem eitt sinn hafa áttað sig, láta ekki 'rugla sig í ríminu að nýju. Þetta vita kommúnistar. Þessvegna hafá þeir nú eftir bæjarstjórnarkosningarnar haf- ið upp raust sína og biðla nú af ákefð til Alþýðuflokksins. Kommúnistar tala við Al- þýðuflokksmenn á þessa leið: Hafið þið ekki veitt því eftir- tekt, góðir hálsar að Kommún- istaflokkur íslands hefir skift um nafn. Hann heitir Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósíal- istaflokkurinn. Hann ætlar und ir þessu nafni að sameina alla alþýðu á íslandi undir merki bjúghnífsins og hamarsins. All- ir verkamenn, allir launþegar og þar með öll þjóðin á að falla í faðm kommúnista, verða skrautbóla í hattbandi hins aust ræna lýðræðis í nýjum heimi. Þetta er kjarni liðsbónarinnar. Þegar litið er á sögu, lund- arfar og allar aðstæðúr íslend- inga bæði á hinu andlega og efnalega sviði, þá er einkenni- legt að nokkrum sæmilega viti- bornum manni skuli geta dott- ið í hug, að sameina íslenska þjóð til fylgis við og djúprar tilbeiðslu fyrir austrænni ein- ræðisstefnu. En þetta er reynt. Kommúnistaflokkur íslands hef ir unnið að þessu. Bæði leynt og ljóst. Á vonum um glæsi- legan árangur af þessu fífl- djarfa áróðursfyrirtæki hafa þeir bygt skýgjaborgirnar. Nú sjá þeir að dagur þeirra hjer á landi er að kveldi kominn. I skýjunum brosa borgir við bjarma frá kveldsins glóð segir skáldið. í ljósi þessa kveld roða kommúnismans rjetta kom múnistar út hönd sína til Al- þýðuflokksins og biðja hann um björg í sárri neyð. — En sólarlag hins íslenska kommún- isma verður ekki umflúið. Hin- ir prestlærðu bæjarfulltrúar austrænu stefnunnar geta ekki komið í veg fyrir þá hnignun flokks síns, frekar en þeir geti breytt gangi himintunglanna. 9. febrúar. menn eins og útvarps Björn hinn austræni og skáldið úr Kötlum, sem kyrja þjóðinni þann ,,fagnaðarboðskap“. Hinir tala fyrst og fremst um hverskonar umbætur í landinu, sem kommúnistar einir eigi að geta komið á. Kommúnistar eiga einir að geta bygt atvinnu- vegi þjóðarinnar. Enginn af forystumönnum þeirrá hefir nokkurntíma getað af sjálfsdáð um komið fótum undir neinn atvinnurekstur svo nokkuð kveði að. Þeir þykjast geta stór aukið útgerð. Þeir hafa ekki annað en „Falkur“-útgerð til sann- indamerkis. Hún sannar am- lóðahátt þeirra. Og þó þeir segist geta rekið 10 þúsund kúabú á grjótholtinu í ná- grenni höfuðstaðarins, þá treysta þeim engir til þess að reka nema skussabúskap með taprekstri. Á þeim grundvelli efnahags- starfsemi, sem þeir tala um, en aldrei geta efnt, þykjast þeir svo ætla að láta hverja menn- ingarstofnun af annari rísa upp, til öryggis mentunar og hagsbóta fyrir almenning í land inu. Alt eiga menn að geta fengið hendur, sem hjartað girnist ef þeir aðeins gera kommúnista flokknum þann greiða að ljá honum atkvæði sitt. Svo langt er gengið. éins og menn heyrðu í útvarpsræðu frk. Katrínar læknis Thoroddsen á dögunum, að Reykvíkingar áttu ekki að geta fengið almennileg lok yfir sorpílát sín, meðan „íhald- ið“ sem hún svo kallaði væri í meirihluta í bæjarstjórn. Slík endurbót á sorpílátum yrði ekki fáanleg nema Reykvík- ingar fengjust til að afneita og og snúa baki við lýðræði og persónufrelsi og tæki upp ein- dregið fylgi við einræðið. Friður. Aðferðirnar. KOMMÚNISTAFLOKKUR íslands hefir fram til þessa haft vit á því að reyna að leyna aðaláformum sínum. En þau hafa altaf verið, og hljóta að vera, að hefta lýðfrelsi þjóð- arinnar. Því frelsi sem hefir verið lífsloft íslendinga frá öndverðu. Breyta því í skefja- laust flokkseinræði að aust- rænni fyrirmynd. En þeir hafa vitað sem er. Að leiðin til áhrifa í landi hjer er ekki sú, að prjedika þessa kenningu þennan fagnaðarboð- skap fullum rómi. Það eru helst ekki nema þeir sanntrúuðustu, þeir „forkláruðu” kommúnist- ar, er hafa hálft í hvoru gleymt hverrar þjóðar þeir eru, og hvar þeir eiga heima á hnett- inum, sem í gáleysi eldmóðs- ins skýra frá .blessun einræðis ins“, sem koma skal. Það eru í ÁRÓÐRI sínum um kom- múnismann beita fylgismenn hans þeirri aðferð að benda á það friðarins ríki, þar sem aldrei eru nein verkföll nje vinnudeilur. Ríkið hirðir arð- inn af launum verkafólks og læt ur því svo eitt og annað í tje, sem valdhafarnir telja hentugt. En vandlega er þagað yfir því, hvað þeir bera úr býtum, sem vinnuna leggja fram, og mega aldrei mögla. Framfarir og íhald. TIL þess að fleka kjósendur til fylgis við kommúnistaflokk- inn, er reynt að skrýða flokk*' benna í skartflík umbótaflokka er vilji af alhug styðja að al- menningsheill og þá einkum að heill verkalýðsins. Síðan er andstæðingum kom- múnista lýst sem kyrrstöðu- mönnum, eri vilji stöðva allar umbætur í þjóðfjelaginu, hirða ekkert um hag fjöldans og vilji ekkert gera, til þess að bæta kjör þeirra sem við bágindi eiga að búa. Þar sem framfar ir hafa þróast eins ört og hjer á íslandi undanfama áratugi, er engin kyrrstaða, engin íhalds semi til, eins og sú, sem kom- múnistar þykjast sjá og finna meðal andstæðinga sinna. Hjer á landi, engu síður en í hverju öðru menningarlandi Evrópu og langtum frekar en víða meðal annara þjóða, hefir rjettur smælingjanna í þjóðfje laginu fengið fulla viðurkenn- ingu, rjettur þeirra til þess að fá aðhlynning, og skylda þjóð- fjelagsins til þess að gera alt, sem í mannlegu valdi stendur í þá átt, að allir eigi kost á líf- vænlegri atvinnu, hafi sæmi- legt húsnæði og möguleika til þess að fá almenna menntun. En sjeð sje fyrir þörfum þeirra, sem ósjálfbjarga eru. Um þetta eru menn sammála, enda var skylda þjóðfjelagsborgaranna til samhjúlpar viðurkend með- al Islendinga snemma á öldum. En menn greinir á um það, með hvaða hætti hið fámenna þjóðfjelag okkar megi fá mest- an og bestan styrkleika til þess að leysa þessi hlutverk sín af hendi. í þeim ágreiningi milli manna og flokka hefir svo skot ið upp því einkennilega fyrir- brigði, áð allstór hópur manna í þjóðfjelaginu heldur því fram, að til þess að alþýðu manna geti öðlast þessi alviður kendu rjettindi, þurfi hún að ganga í flokk með mönnum, sem hafa það efst á stefnuskrá sinni, að svifta almenning borg aralegu frelsi, með því að koma hjer á skefjalausu flokksein- ræði eftir austrænni fyrirmynd og undir handleiðslu erlendrar, okkur alóskyldrar þjóðar. — Þeir, sem einu sinni hafa sjeð í gegnum þenna svikavef kom- múnista, þótt þeir um stund hafi látið blekkjast af hinum austrænu' sjónhverfingum, þeir láta aldrei blinda sig á nýjan leik. Verkalýðsmáh KOMMÚNISTAR beita eink- um áróðri sínum meðal verka- fólks og launþega. Þeir hafa trúað því fram til þessa að þeir gætu með forystu sinni í launa málum, í kaupdeilum, með verk föllum og kröfum um launhækk anir vanið fjölda fólks á að fylgja flokki þeirra. í áróðri sínum nefna þeir það, sem hið ósvífnasta gerræði gagnvert verkalýð og launþeg- um, er sveigt var inn á þá braut hjer, á styrjaldartíma, að koma í veg fyrir verkföll með laga- fyrirmælum. Þjóðin var mót- fallin þeim hætti, þó um bráða birgða-neyðarráðstöfun væri að ræða. En hvert stefna svo kommún istar einmitt í þessu máli, menn irnir, sem telja sig mesta vini verkafólks? Er furða þó laun- þegar í landinu spvrii. Nú er spurningin að verða óþörf hjér á landi. Því allir vita, að í ríki kommúnismans, þar sem sá eini flokkur ræður öllu. þar eru öll verkföll bönnuð, en allar kröfur um kjarabætur umfram vilja valdhafanna, eru skoðaðar sem skemdarverk gagnvart vel ferð einræðisríkisins. Þetta er staðreynd sem blas ir við sjónum hvers sjáandi Is- lendings. Launafólk, sem er því andvígt að öll ráð sjeu í fram- tíðinni af því tekin, í þeirra eig in málum, verður líka fráhverft kommúnismanum fyrir fult og allt. Þó kommúnistflokkur Is- lands, er kallar sig Sameining- arflokk alþýðunnar, innbyrti Alþýðuflokkinn með húð og hári, þá myndi það í engu hagga þessum staðreyndum. Upp frá þessu fylla engir flokk kom- múnista aðrir en þeir, sem geta hugsað sjer, að einstaklingar þjóðfjelagsins verði rjettlausir þrælar í sínu eigin landi og frelsi þjóðarinnar fari sömu leið. Útúrkrókur. FORINGJUM kommúnista- flokksins er það ljóst, að ein- hliða áróður fyrir hinu aust- ræna stjórnarfari, eftir aðferð- um Jóhannesar úr'Kötlum og annarra þeirra manna, sem prjedika alsælu einræðisins, er ekki sigurvænlegur fyrir flokk þeirra. Þessvegna hafa þeir sveigt inn á braut hins frjálsa framtaks í anda íslensku þjóð- arinnar. Meðan þeir geta öðrum þræði ljeð atvinnumálum þjóðarinnar lið á þenna hátt, er rjett og sjálf sagt að þjóðinni komi þessi út- úrkrókur þeirra frá aðalstefn- unni að gagni. Samtímis sannfærast fleiri og fleiri menn um það, að hið frjálsa framtak manna eitt er þess megnugt að afla þjóðinni þeirra tekna sem nauðsynlegar eru, svo samhjálp borgaranna geti bætt úr neyð hinna bág- stöddustu, tryggt þeim vinnu- færu lífvænlega atvinnu, og risið undir því að hjer á norð- urhjaranum geti dafnað sjálf- stætt menningarríki. Elsa Sigfúss hetdur flmfudag ELSA SIGFUSS söngkona ætlar að halda næturhljómleika kl. 11,30 n.k. fimtudag og eru eingöngu nýtísku lög á söng- skránni í þetta skifti. — Fritz Weisschapel verður við hljóð- færið. Söngkonan er nú á förum til Englands Hefir hún fengið styrk í Denmörku til Englands- ferðarinnar. Er ekki að fullu afráðið hvenær hún fer. en söng konan ætlar að koma aftur til íslands frá Englandi. síjóri Veirarhjálp- arinnar höfSar mál gegn hjói- viljanum STEFÁN A. PÁLSSON■ framkvœmdastjóri Vetr arhjálparinnar hefir gert ráðstafanir til málshöfð unar gegn ritstjóra Þjóð viljans fyrir aðdróttanir og meiðandi ummœli í samhandi við úthlutun og starfsemi Vetrarhjálp arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.