Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 10
V. 10 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 10. febr. 1946 ÁST í MEIIMUM clítir Da ío r (datdwett 14. dagur „Þú ert kjáni, Dotty mín. — Heldurðu, að þú getir hrætt mig? Ónei. Jeg ætla að vera hjer kyrr. — Jeg mun fara mjög gætilega —en jeg ætla að vera kyrr“. Nú var það hún ,sem var óttaslegin. Hún horfði á eftir honum út úr herberginu. Hann er vondur, hugsaði hún. Það er eitthvað skelfilegt í fari hans •— þrátt fyrir bros hans. II. Sleðinn þaut yfir glitrandi fannirnar og marraði undir sleða meiðunum. Hesturinn frísaði, og hafði bersýnilega mikla ánægju af glamrinu í bjöllunum, sem bundnar voru við aktýgi hans. í sleðanum sátu þeir Alfreð og Jerome. Þeir voru á leið niður í Riversend. Spölkorn frá bænum óku þeir framhjá nokkrum hrörleg um og sóðalegum verkamanna- bústöðum. Hópur af konum stóð við brunninn. Þær voru að reyna að þíða klakann af'dæl- unni. Tötraleg börn hjengu í pilsum þeirra. Jerome sá litlu fölu andlitin og sultarleg aug- un, sem litu upp, þegar sleðinn ók framhjá. „Hefir enn ekkert verið gert til þess að hjálpa þessu fólki?“ spurði Jerome. „Hafa launin ekki verið hækkuð? Hafa húsa kynnin ekkert verið bætt?“ Alfreð gaut augunum til kvennanna og barnanna. Það kom fyrirlitningarsvipur á hörkulegt andlit hans. „Þetta hyski sólundar öllum þeim pen ingum, sem það kemst yfir“, sagði hann. Jerome hafði fengið prýði- lega hugmynd, að því er hon- um fannst sjálfum. „Heyrðu — ef 'járnbrautar- fjelagið borgaði verkamönnun' um viðunandi laun, gætu þeir keypt sjer hús. Bankinn gæti veitt þeim lán, gegn vægum vöxtum. Það væri hægt að fá byggingarmeistara til þess að gera uppdrætti að húsunum — skemmtilegum og þægilegum smáhúsum. Ef hægt er að inn- ræta þessum mönnum sjálfs- traust og sjálfsvirðingu, verða þeir....“. ,,Jerome!“ hrópaði Alfreð óttasleginn. „Jeg ætla að biðja þig þess lengstra orða að láta ekki vini okkar og kunningja heyra slíkt tal! Það kynni að skjóta þeim skelk í bringu. Það er ógjörningur að segja um, hvaða afleiðingar það kynni að hafa“. Hann þagnaði. „En þú hefir vitanlega aðeins verið að gera að gamni þínu“. Jerome sneri sjer við í sæt- inu, og horfði á þessa skökku og skældu húskofa, sem áttu að heita mannabústaðir. Svipur hans harðnaði. „Já“, svaraði hann. „Jeg var aðeins að gera að gamni mínu“. I Alfreð Ijetti sýnilega, en var * samt ekki alveg rólegur. . „Jeg er hræddur um, að þú skiljir þetta fólk ekki“, sagði hann. „Ef það fær betri laun •— ef það er látið hafa meiri peninga handa á milli, verður afleiðingin aðeins sú, að aðsókn in að veitingakránum eykst. Eins og ástandið er nú, eyða verkamennirnir megninu af kaupi sínu í áfengi“. Svipurinn á andliti Jerome varð dreymandi. „Við ætlum þetta óyggjandi sannleik“, muldraði hann. Svo hækkaði hann róminn. „Það lítur út fyr ir, að þeir einir hafi rjett t.il þess að höndla hamingjuna, er hafa ráð á því, að borga fyrir hana“. „Hamingjan fellur þeim mönnum í skaut, sem eru henn ar verðugir“, sagði Alfreð á- kafur. „Orð þín eru skaðleg. Þau gætu haft ill áhrif. — Jeg verð aftur að biðja þig að vera gætnari í tali, þegar aðrir eru nærstaddir“. „Jeg finn, að það liggur eitt- hvað í loftinu, hjer í Ameríku“, sagði Jerome hugsandi. „Jeg fann það líka í Evrópu. — Jeg hygg, að kenningin um „æðri menntun“ og „menn, útvalda aí guði“, sje að líða undir lok. — Jeg held, að draumur grísku heimspekinganna sje að skjóta upp kollinum, þrátt fyrir eymd ina og vonleysið, sem ríkir í veröldinni. Andi Sókratesar líð- ur yfir jörðina, og hann sigrar að lokum. Þú getur ekkert gert, til þess að sporna við því, kárl minn. Það eru lífsskoðanir þín- ar og þinna líka, sem eru hættu legar mannkyninu. Þið fylgið helstefnunni“. Alfreð rak upp kuldahlátur. „Það er naumast, að þú talar fjálglega! Andi Sókratesar! Jeg er aldeilis hlessa“. Jerome hló, en svaraði engu. Þeir nálguðust óðum'stórt og höfðinglegt óðalssetur, sem gnæfði upp úr fönninni, vinstra megin vegarins. Hávaxinn mað ur stóð fyrir utan hliðið. „Er þetta ekki Tayntor gamli hershöfðingi?“ spurði Jerome glaðlega. „Jeg hefi ekki sjeð gamla skarfinn síðan stríðinu lauk“. Alfreð kippti í taumana. — Hann sagði kuldalega: „Jeg sagði honum fyrir nokkr um dögum, að þú hefðir í hyggju að vinna í bankanum. Hann varð mjög undrandi“. Sleðinn staðnæmdist fyrir ut an hliðið. Wainwright Tayntor hershöfðingi var fjörlegur ná- ungi, spengilega vaxinn, snögg ur í hreyfingum, leit út fyrir að vera miklu yngri en hann í rauninni var. „Er það sem mjer sýnist?“ hrópaði hann, og gekk að sleð- anum. „Jerome — blessaður drengurinnl Komdu hjerna, og heilsaðu mjer! Það er svei mjer ánægjulegt, að sjá þig!“ „Það er ekki síður ánægjulegt fyrir mig, að sjá þig, herra“, sagði Jerome, og steig út úr sleðanum. Hann var hávaxinn, en hershöfðinginn var þrem þumlungum hærri. Þeir stóðu og horfðu hvor á annan, bros- andi út að eyrum. „Góðan daginn, hershöfðingi“ sagði Alfreð kurteislega. Hershöfðinginn leit við. „Ha, Já, góðan daginn, Alfreð“. Hann sneri sjer að Jerome. „Það er.þokkalegt, sem maður heyrir um þig, þorparinn þinn — að þú sjert í þann veginn að gerast skrifstofuþræll í bank- anum! Ha, ha, ha!“ — Hershöfð inginn skellihló. Wainwright Tayntor hers- höfðingi hafði mjög svipbirgða ríkt andlit — gat stundum ver ið allt að því illilegur. Hann var oftast rauður og þrútinn, því að hann drakk býsn af viskýi. Hann var líka hneigð- ur til kvenna — því yngri sem þær voru, því betra. Ef hann hefði ekki verið auðugur, hefði Hershöfðinginn leit við. „Ha? aðgang að samkvæmum heldra fólksins. En hann var mjög ríkur — einn ríkasti maðurinn í sveit- inni. Hann var víðförull, skifti sjer talsvert mikið af stjórn- málum, hafði verið ekkjumað- ur I 18 ár og átti tvær dætur, fríðar og föngulegar, báðar ó- giftar. Samkvæmi hans voru víðfræg. Það var talinn óbætan legur skaði, að vera ekki boð- inn í þau. Hershöfðinginn hafði aldrei vanið sig á óþarfa kurt- eisi við samferðafólk sitt. En þess gerðist heldur ekki þörf, því að hann var af göfugu bergi brotinn, afkomandi gamallar aðalsættar, og gat því leyft sjer að láta eftir löstum sínum án þess.að þurfa að hugsa um al- menningsálitið. Heimili hans var mjög glæsilegt. Hann valdi þjónustustúlkurnar sjálfur og ekki af verri endanum — falleg ustu og fjörugustu stúlkurnar úr sveitinni. Hann var kvenna- gull hið mesta — var allur á hjólum, ef kvenmaður var ein- hversstaðar nálægur. Dætur hans dáðu hann og elskuðu. Alfreð Lindsey óttaðist hers- höfðingjann — og var mjög hneykslaður á líferni hans og hegðun. En hershöfðinginn var voldugur — og einn af stærsti innstæðueigendunum í bankan- um. Hann var eigandi járn- brautarinnar, átti lóðirnar und ir verkamannabústöðunum og þeir voru víst ekki fáir herra- garðseigendurnir í sveitinni, sem skulduðu honum. Alfreð hann áreiðanlega ekki fengið hypjaði sig því út úr sleðanum og stóð vandræðalegur álengd- ar og horfði á gamla hermann- inn og Jerome, sem slógu á axlirnar hvor á öðrum, skift- ust á ósiðlegum athugasemd- um og ráku upp ósæmilegar hlátursrokur. „Komið þið inn fyrir, piltar, og lítið á stúlkurnar!“ hrópaði hershöfðinginn. „Þær eru að sál ast úr löngun eftimað sjá ykk- ur. Einkum Sally. Jósefína er líka í glugganum og gónir út, en hún er bara svo hæversk, að hún segir ekkert“. Jerome vildi þiggja boðið, en Alfreð ræskti sig hæversklega og sagði: „Við erum þegar að verða of seinir í bankann, herra. Mjer hefir skilist, að þjer og dætur yðar muni ætla að heiðra okk- ur með nærveru ykkar í jóla- boðinu að Uppsölum. Við hitt- umst þá þar“. Hershðfðinginn hleypti brún- um. „Já — já, auðvitað“. — Svo fór hann að hlægja, og hnippti í Jerome. „Heyrirðu það — þú ert að verða of seinn! He, he!“ Hann sneri sjer að Alfreð. — „Það er vissara, að hafa auga með peningaskápnum! Jeg þekki þrjótinn“. Stríðsherrann á Mars ^bren cffaóaga Eftir Edgar Rice Burroufha. 134. ekki, og jeg kom inn í lítið, mjög vel búið herbergi, sem var ákaflega skrautbúið, var það að því er virtist bið- herbergi að móttökusal eða einhverjum öðrum sal hall- arinnar. Hinu megin í herberginu voru einnig dyr, sem þykk tjöld hjengu fyrir. Hinu megin við þau heyrði jeg að margar raddir voru að tala. Jeg gekk um þvert gólf her- bergisins og gægðist inn milli tjaldanna. Jeg sá up 50 skrautbúna aðalsmenn úr hirðinni. Stóðu þeir fyrir framan hásæti, sem Sálensus Oll sat í. Hann var að tala til þeirra. „Nú er hin ákveðna stund komin“, sagði hann, „og þótt fjandmenn Okar sjeu við borgarhliðin, skal ekkert breyta vilja Salensus 011. Hin mikla athöfn skal nú fara fram, en viðhöfn allri verður að sleppa, og ekki má taka fleiri menn frá vörnum borgarinnar, en hina venjulegu 50 að- alsmenn, sem eru jafnan vottar að því, er jeddak jeddak- anna tekur sjer konu, þegar ný drotning er kjörin 1 Okar.“ „Þegar að athöfninni lokinni, göngum við aftur til bar- daga, en hún, sem nú er prinsessa af Helium mun þá líta úr turni sínum á ósigur þeirra, sem voru samlandar henn- ar og vera vitni að sigri einginmanns hennar“. Síðan sneri hann sjer að hirðmanni einum, og gaf hon- um einhverja fyrirskipan í lágum hljóðum. Sá flýtti sjer út að litlum dyrum, sem voru á hinum enda salsins, opnaði þær upp á gátt og hrópaði: „Hjer kemur Dejah Thoris, tilvonandi drottning í Okar“. Um leið komu tveir varðmenn í ljós, og drógu þeir á milli sín brúðina tilvonandi. Enn voru hendur hennar bundnar á bak aftur, líklega til þess að koma í veg fyrir að hún fyrirfæri sjer. Útlit hennar bar allt með sjer, að þótt hún væri fjötr- uð, hafði hún barist af öllu afli gegn því, sem nú átti að gerast. Þingmannsefni Republicana vsfr að halda ræðu og áður en hann lauk máli sínu, spurði hann, hvort nokkur Democrati væri meðal áheyrenda. Gamall fauskur stóð upp úr sæti sínu aftast í salnum og sagði: „Jeg er Democrati“. „Og geturðu sagt mjer hvers vegna í ósköpunum þú ert Demoerati?“ spurði ræðumað- ur. „Vissulega. Jeg hefi altaf ver ið Democrati, faðir minn fylgdi þeim að málum, afi minn og langafi minn“. „Ef faðir þinn, afi þinn og langafi hefðu verið þjófar, þá mundir þú samkvæmt þessu líka vera þjófur“. „Nei“, svaraði gamli maður- inn, „jeg mundi vera Repu- blicani“. ★ Bóndi nokkur andaðist og Ijet meðal annars eftir sig 17 hesta. Hann átti þrjá syni og hafði lagt svo fyrir að sá elsti fengi helming hestanna, sá næsti einn þriðja og sá yngsti einn níunda. Maðurinn, sem fenginn hafði verið til að skifta búinu, kom á hesti sínum heim til þeirra. — Han'n komst brátt að því,- að ekki var hægt að fylgja um- mælum þess látna meðan hest arnir voru allir lifandi, og tók því hest sinn, bætti honum við hóp hestanna sautján og tók að skifta á milli bræðranna á eftir farandi hátt: Helming þeirra, eða níu, fjekk elsti bróðirinn. Einn þriðja þeirra, sex, fjekk, sá næstelsti. Einn níunda þeirra, tvo fjekk sá yngsti. Er hann lagði níu, sex og tvo saman, komst hann að raun um, að útkoman varð ekki nema sautján, svo hann tók hest sinn aftur og reið heimleiðis hinn ánægðasti. Auglýsendur affmgiðl að ísafold pg Vörður er vinsælasta og fjölbreytt- asta blaðið í sveitum lands ins. — Kemur út einu sinni í viku — 16 síður. imuiGiiumiuimiiuiiuHinHmiMmmoaiXPfliBi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.