Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók á3. árgangur. 34. tbl. — Sunnudagur 10. febrúar 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. FISKIBÁTAR LEINIDA í OFSAVEÐRI Danir framleiða flugvjelar. Vjelbófi hvolfir við Garðskaga 4 menn drukna Se\ bátar ókomnir ú á miðnætti s.l. nótt VJELBÁTAFLOTINN úr verstöðvunum hjer við Faxaflóa lenti í hinu versta veðri í fyrrinótt og í gær. Einn bátur fórst og koirnst aðeins einn maður af, en fimm manns voru á bátnum. Á miðnætti í nótt voru sex bátar ókomnir að, en vitað var um tvo þeirra, sem hjeldu sjó. Veiðarfæratap var mikið hjá bátum yfirleitt og siunir kom- ust við illan leik til lands. FYRIR STRÍÐ var dönsk flugvjelaframleiðsla í miklu áliti. — Hafa Danir nú hafið flugvjelaframleiðslu á ný og munu leggja áherslu á að byggja „sport“-vjelar. Hjer sjest ein þeirra, K-Z. III. Verð þessara flugvjela er 21.000 krónur, eða.talsvert Iægra en notaðar bifreiðar hafa verið seldar hjer á svörtum markaði. I vjelinni er rúm fyrir tvo. Vjelin er 100 hcstöfl og flughraðinn alt að 165 km. á klst. Getur flogið 800 km. án þess að lenda og notar 20 lítra af bensíni á flugtíma. — Vjelin getur lent á 50 metra langri braut með um 55 km. hraða, ef skilyrði eru góð. — Javamálin enn rædd í Öryggisráðinu London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÖRYGGISRÁÐIÐ kom saman í dag og hóf á ný umræður um kæru Ukrainu um Javamálin. Fyrstur tók til máls Manuelsky, en hann er einn af fulltrúum Rússa á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Bar hann Breta þeim sökum, að þeir hefðu beitt bæði breskum og japönskum hermönnum gegn Indónesum. BÁT HVOLFIR. Vitað er um þau afdrif eins fiskibátsins, Magna, frá Norðfirði, að honum hvolfdi út af Garðskaga. Vjelbáturinn Barði frá Húsavík var þarna nálægur og tókst að bjarga einum manni af áhöfninni af Magna, en fjórir menn fórust. Maðurinn, sem bjargað- ist var vjelarmaðurinn. Hann hjelt sjer uppi á braki úr öldustokk bátsins. Þeir, sem eru ókomnir að. AF ÞEIM sex bátum, sem ókomnir voru að á miðnætti í nótt var vitað um tvo. En það eru þeir Hilmir frá Eskifirði og Hákon Eyjólfsson frá Gerðum. Þeir sögðust halda sjó og töldu að alt væri í lagi. En hinir fjórir, sem engar fregn ir höfðu borist af eru: ,.Skíði“ frá Reykjavík, Aldan frá Hafnarfirði, Geir frá Keflavík og Max frá Vestfjörðum. Slysavarnafjelagið bað skip að grenslast eftir bátunum, en togarar, sem samband náðist við sögðu að veður væri svo vont, að hver hefði nóg með sig. Hann bætti því við, að hvorki Holjendingar nje Bretar hefðu reynst þess' megnugir að bera af sjer neinar af þeim stað- reyndum, sem hann hefði lagt fram. . Finhliðá styrjöld. Vinátta Breta og Rússa, sagði hann, hefði verið mikil og auk- ist til muna í styrjöldinni. En því væri hinsvegar ekki hægt að neita, að mjög einhliða styrj öld væri nú háð á Java. Bevin grípur fram í. Bevin, utanríkisráðh. Breta, greip fram í ræðu Manuelskys, og spurði, hvað Ukrainumenn mundu hafa gert, ef eins hefði staðið á fyrir þeim og Bretum í þessu efr.i. Svaraði þá fulltrúi Rússa: „Herir okkar berjast ekki til að verja hagsmuni Shell olíufjelagsins. Þeir berjast að- eins til varnar föðurlandi sínu“. Bevin tók nséstur til máls og andmælti ræðu Manuelskys. — Kvað hann Breta vera á Java með fullu samþykki Hollands- stjórnar en ekki vegna sinna eigrn hagsmuna. Sagði hann þá ekki geta staðið aðgerðarlausa, meðan hryðjuverk væru fram- in, en Bretar bætti hann við, vildu stuðla að friðsamlegri lausn deilumálanna. Spáni neitað um þátttöku. Þing sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í dag. Var samþykt einróma sú tillaga full trúa Panama, að Spánverjum skyldi ekki veitt upptaka í bandalagið, fyr en lýðræðis- stjórn væri komin á þar í landi á ný. Noel Baker, einn fulltrúi Breta, tók til máls við þetta tækifæri. Sagðist hann harma það, að lýðræðisstjórn væri ekki enn komin á á Spáni, Lögð voru fram gögn frá pólsku stjórninni, þar sem sönn ur eru færðar á það, að stefnt hafi verið að því meðal annars, að gera viðurværi pólskra bænda ljelegra en þýskra. Sex miljón Itús eyðilögð. Saksóknarinn kvað Rússa Endurvígsla Gamla Garðs í GÆRKVÖLDI hjelt stjórn Gartlla Stúdentagarðsins hóf fyrir nokkra boðsgesti, sem að- allega voru styrktarmenn og stúdentar. Var hófið haldið að Gamla Garði, sem nú hefir ver ið gert mjög vel við eftir her- námið. Ásgeir Ásgeirsson banka- stjóri, formaður garðsstjórnar, flutti ræðu og skýrði frá hög- um garðsins. Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson ljeku són- ötu eftir Grieg og Guðmunda Elíasdóttir söng einsöng. Síðan var sest að snæðingi 1 matstofu Garðs og skemtu menn sjer þar lengi nætur. Aukinn útflutriingur. London: Bretar hafa síðustu mánuði aukið útflutning sinn á bifhjólum að mjög miklum mun. hafa orðið að þola meira af höndum nasista en nokkur önn ur þjóð. Upplýsti hann, að auk 1700 borga og 7.000 þorpa, sem gereyðilögð hefðu verið, hefðu 6.000.000 hús verið lögð í rúst- ir, ránshöndum farið um 100.000 bændabýli og hundruð kirkna eyðilagðar. Iran viðurkennir ekki sljórn upp- reisnarmanna London í gærkvöltíi. FORSÆTISRÁÐHERRA ír- anstjórnar hefir lýst því yfir, að stjórn hans muni alls ekki viðurkenna stjórn þá, sem kom ið hefir verið á laggirnar í hjer aði því í norðurhluta landsins, sem uppreisnin braust út í á dögunum. Eins og mönnum er kunnugt, töldu yfirvöld íran, að Rússar hefðu með hervaldi komið í veg fyrir það, að uppreisnin yrði bæld niður. Barst þingi Sameinuðu þjóðanna kæra frá Iranstjórn, þar sem þess var meðal annars krafist, að Rúss- ar hyrfu á brott með her sinn úr landinu. Forsætisráðherrann sagði í yfirlýsingu sinni, að það væri álit háns og stjórnar hans, að Iranbúar yrðu sjálfir að taka ákvörðun um það, hvernig stjórnfyrirkomulag væri í hin- um ýmsu hjeruðum landsins. UNGUR SKÁKSNILL- INGUR. LONDON: — Fjórtán ára gamall skáksnillingur tekur nú þátt í millilandakepninni í London. Hann er spánskur og heitir Pomar. Hann hefir þeg- ar unnið marga stórmeistara, t. d. breska meistarann Stone. Vekur frammistaða drengsins mikla athygli. Margir hætt komnir Margir bátar voru hætt komnir. Fyrsta fregnin um hrakningar kom til Slysa- varnafjel. frá „Bjarna Ólafs syni“. Freyja úr Reykjavík, 70 lesta bátur, sem riu er björgunarskip hjer í flóanum fór honum til aðstoðar og kom hann í höfn kl. 3,30. Næsta aðstoðarbeiðni kom frá Særúnu frá Siglufirði, sem var stödd 14 sjómílur frá Akranesi. Vjel Særúnar bilaði og leit svo út um tíma. sem bátinn myndi reka upp á Mýrarnar. Fjekk Slysa varnafjelagið „Ólaf Bjarna- son“ frá Akranési til að fara bátnum til aðstoðar, en skip verjum á Særúnu tókst loks að koma vjelinni í lag og náði hún höfn um klukkan 17,30. Tveir bátar hætt komnir. Tveir bátar af Suðurnesjum voru hætt komnir, Faxi frá Keflavík og Einir frá Eskifirði (sem gerður er út frá Kefla- vík). Faxi fjekk á sig brotsjó og misti m. a. afturmastrið. Var þetta mikið áfall og gliðnaði báturinn talsvert og kom að honum leki. Vjel bátsins bilaði einnig. Rak hann fyrir sjó og vindi. Freyja fór á vettvang til að reyna að koma honum til aðstoðar. Undir kvöldið tókst að komá vjel Faxa í lag og komst hann til Keflavíkur klukkan tæplega 11 í gærkvöldi Einir misti stýrið og var því hjálparlaus. Freyju tókst að Framh. á 2. síðu Núrnberg: Slæmar aðfarir Þjóð- verja í Rússlandi NÚRNBERG í gærkvöldi. SAKSÓKNARI Rússa í Núrnberg hjelt í gær áfram lestri ákæranna á hendur nasistaforsprökkunum. Lýsti hann því, hvernig Þjóðverjar skipulögðu fimtu herdeildina í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.