Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 8
 ORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. febr. 1946 K. F. U. M. K. F. U. K. Æskulýðsvikan hefst með almennri æskulýðssamkomu í kvöld kl. 8,30., þar sem sjera Bjarni Jónsson talar. Síðan verða samkomur á hverju kvöldi, kl. 8,30, alla vikuna í húsi K. F. U. M. og K. á Amtmannsstíg 2 B. ^ RÆÐUMENN: Sjera Bjarni Jónsson, Sjera Sigurbjörn Einarss., dósent, Sjera Magnús Guðmundsson, Octavíanus Helgason, Ólafur Ólafsson, kristniboði, Sjera Sigurjón Þ. Árnason, Gunnar Sigurjónsson, cand. thol. Sjera í’riðrik Friðriksson. Mikill söngur og hljóðfærasláttur verður á hverri samkomu. — Allir velkomnir. Dönsk málaralist Málverkasýning verður opnuð að Hótel Borg (bak- dyr), mánu.d 11. febr., kl. 1 e. h. Þar verða eingöngu sýnd málverk eftir þekta danska málara. Sýningin stendur aðeins 3 daga. Notið þetta einstaka tækifæri. Brödrene Rasmussen Fimtugur: Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari !-X-X SVEINBJÖRN JONSSON byggingarmeistari á fimmtugs afmæli á morgun.Hann er Svarf dælingur að ætt. Foreldrar hans bjuggu að Þóroddsstöð- um í Ólafsfirði, þar ólst hann upp. Hefir hann ávalt sýnt Ól- afsfirði og framfaramálum Ól- afsfirðinga, mikla ræktarsemi. Snemma bar á áhuga hans fyrir ýmsum nýjungum í at- vinnu- og öðrum menningar- málum. Að afloknu prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar sigldi hann til Noregs. — Þar lagði hann stund á byggingar- fræði. Settist síðan að á Akur- eyri. Þar stofnaði hann R.- steinagerð, annaðist bygging margra stórhýsa. Reisti m. a. r * Kristneshæli og verslunarhus KEA á Akureyra. Gekst jafn- firamt fyrir ýmsum nýjung- um. T. d. að bygður var sund- skáli 1 Svarfaðardal er mun vera sá fyrsti hjerlendis. Hann tók fyrstur upp þann hátt við húsahitun með hveravatni, að leiða kalt vatn í heitar upp- sprettur, þegar hita þurfti hús sem stóðu hærra en uppsprett- urnar. Hann var og forvígis- maður að bygging núverandi sundlaugar á Akureyri. Meðan Sveinbjörn starfaði nyrðra reistu þau hjónin Guð- rún Björnsdóttir frá Veðramóti og hann nýbýlið Knarrarberg í Kaupangslandi. Þar annaðist kona hans garðyrkjustöð með miklum myndarskap og snyrti- mensku. Eitt helsta einkenni Svein- bjarnar er sívakandi hug- kvæmni hans. Er það líf og yndi hans að hugsa upp nýjar starfsaðferðir, ný tæki og nýtt fyrirkomulag við atvinnurekst ur manna. Eigi verður í fljótu bragði komið tölu á öll þau viðfangs- efni, er Sveinbjörn hefir valið sjer viðvíkjandi nýjungum í byggingum, í vinnutækjum og starfsháttum manna. — Hann lætur helst ekki sitja við hug- renningar einar. Hann kýs frem ur að klifa þrítugan hamarinn til þess að koma hverri hug- mynd sinni í framkvæmd, sem hann telur að geti komið at- vinuvegum landsmanna á ein- hvern hátt að gagni. Enda er hann einn þeirra manna, sem leysa vill hvers manns vand- ræði, er til hans leitar. Vikurnámi hratt hann af stað. Unnið hefir hann að vinslu þang mjöls og heyþurkunarstöðvar við hverahita. Ahald hefir hann fundið til vinnuljettis við að draga línu, er hann nefnir „dráttarkarl" og hefir fengið einkarjett á þeirri nýung. Eitt sinn gerði hann tillögur um ör- ugga geymslu saltsíldar, svo trygt væri að síldin yrði ekki fyrir skemdum. Hann var með- al stofnenda raftækjayerksmiðj unnar í Hafnarfirði. Og aðal- stofnandi Ofnasmiðjunnar, sem hann og veitir forstöðu. Margt hefir hann starfað fyr- j ir Ólafsfirðinga. M. a. unnið að undirbúningi hitaveitunnar, er þar er komin á. 1 Sveinbjörn hefir í mörg ár starfað með miklum áhuga að ýmsum fjelagsmálum iðnaðar- manna. Hefir hann óbifanlega trú á því, 3ð íslenskur iðnaður eigi mikla framtíð fyrir sjer. En það verður þó ekki síst vegna þess, að iðnaðurinn fær að njóta áhuga og elju hugvits- samra manna, sem ótrauðir brjóta ísinn og finna útvegi og framleiðsluhætti, sem öðrum hefir ekki hugkvæmst. Sveinbjörn er áhugamaður í. hverju verki sem hann vinnur. En hann hefir stundum svo mörg áhugamál, að hvert verk- efni getur ekki tekið hug hans nema takmarkaðan tíma. Þetta getur valdið honum erfiðleika og orðið upphaf að vonbrigðum í breytilegu starfi hans. Sveinbjörn er í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna. Hefir hann þar beitt sjer fyrir mörg- um góðum málefnum með áræði sínu og bjartsýni. — En þetta tvent þurfa þeir að eiga í ríkum mæli, er ryðja vilja braut nýjungum í atvinnuveg- um þjóðarinnar. Margir velunnarar Svein- bjarnar og samstarfsmenn munu í dag þakka honum fyrir hjálpfýsi hans og góðan fjelags skap, bjartsýni hans og fram- farahug og óska honum góðs gengis um langa framtíð. V. St. BUFFALO BILL CSjálfsævisagaj kemur út eftir nokkra daga á forlagi mínu Tekið á móti áskrifendum JT _ Máhaútgáia €tuSféms O. €$m<&jémss@mesr, sími 4169 ^JiiiiiiiiiniwiiuiiiiiiiiiiHiuMuiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiii iiiiiiiiiiiiiiiimrfiii!iiiimiiifiiiii:iiiif!iiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:miiiiiiii!miiiiiiii!iiiiiii:Emiiiiiiiiii!imiiiiiimiii!iiii!iiiiiii[iH» X-9 Effir Robart Sioriti HJHI!UH!iniHH!!IMIU!llliUHil]Ulli:ni!IIIHIII!!HIHIIIIIIIIIIUIIIIH!IHIillHIIII!IHIIHIIIIHIUIIHIIII iiuiuiuiiiiiiiiHuiuiiiiiuiiiHiiiiiiiiHiuiiHiniHiiiiiumiiniiuiiiiiiiHuiuiiiiHHiiiiiiiiiiiiiiniiirHs "DRÉA/tfER'', v'mean VOU'RE 6-GONNA | OFF THAT R.AU.R0AD BULL? 5, King Featurcs Synáicate, Inc.,'Wo’rlH ri^Fts reserved. önjaxari: Giamur, þú ætlar þó ekki að far^ að drepa löggann? — Glámur: Við komum ekki með hann hingað til þess að láta hann gera við vaskinn. Og þar að auki sagði jeg aldrei að jeg ætlaði að kála honum. Rokkarnir hjerna í lögreglunni eru gamlir. Jeg býst við að þessi sje frá Washington. Hann er ungur. - barið að dyrum. Þetta heyrir X-9. — um leið er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.