Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 6
6 MORG (INBLA8IÐ Sunnudagur 10. febr. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. f lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Einræðis-kosningar ÞAÐ ER SAGT, að kosningar eigi að fara fram í Rúss- landi í dag — kosningar til Æðstaráðs Sovjetríkjanna. Einhvern tíma hefði það þótt tíðindum sæta, að kosn- ingar færu fram í einu voldugasta stórveldi heims, á tím- um umróta og óvissu í alþjóðamálum. Og víst er það, að ef kosningar væru nú að fara fram í Bretlandi eða Banda- ríkjunum, myndu þær vekja óskifta athygli allra þjóða veraldarinnar. Allt öðru máli gegnir um kosningarnar, sem nú eiga að fara fram í Rússlandi. Þær vekja ekki minstu athygli ut- an Rússlands. Enginn veitir þessum kosningum eftirtekt. Og þó að frá þeim sje sagt í blöðum eða útvarpi, hefir enginn áhuga fyrir fregninni. Hjer kemur greinilega fram hinn mikli regin munur, sem er á lýðræði og einræði. Menn vita fyrirfram, að kosningar í einræðisríkjum eru algerlega þýðingarlausar. Það er ekki vilji fólksins, sem þar kemur fram. Fólkið má engan vilja hafa. Valdhafarnir ráða einir öllu. Þeir ákveða mennina, sem í kjöri eru. Aðrir mega ekki vera í kjöri en þeir, sem valdhafarnir tilnefna eða nánasta klíka þeirra. Rjettur kjósendanna er ekki annar en sá, að greiða atkvæði með eða móti þeim eina lista frambjóðenda, sem borinn er fram af stjórnarvöldunum. Og þar sem það get- ur komið kjósendum í koll, að greiða atkvæði gegn slíkum lista, velja flestir þann kostinn að greiða atkvæði með listanum. Þetta er skýringin á því, að Hitler var stundum að flagga með einróma fylgi kjósenda með flokki nasista. Við munum aðferðina hjá Tito marskálki, einræðis- herra Júgóslafíu. Hann hafði tvo atkvæðakassa og var annar aðeins fyrir þá, sem leyfðu sjer að greiða atkvæði gegn stjórninni. Þarf ekki skýringar við þessu. Þjóðviljinn skýrir frá því í gær, að Molotoff utanríkis- þjóðfulltrúi Sovjetríkjanna hafi haldið kosningaræðu í kjördæmi sínu og sagt þar, að þessar kosningar myndu sýna hug þjóðarinnar til kommúnistaflokksins. „Sumir tnenn erlendis álitu að betra væri, að einhver annar flokkur tæki við forustunni", á Molotoff að hafa sagt, en bætti svo við: „Þeir myndu fá það svar, sem þeir ættu skilið í kosningunum“! Já, þeir geta talað djarflega einræðisherrarnir í Moskva, á meðan allir flokkar eru bannaðir, nema þeirra eigin flokkur, sem hefir stjórnartaumana í hendi sjer og ræður einn öllu. Þar skal til höggs reiða VETRARHJÁLPIN hefir nú um all-langt skeið veitt nokkra hjálp því fólki hjer í bænum, sem erfiðastar hafa ástæður. Þótt ekki hafi að jafnaði verið mikið, sem kom í hlut hvers einstaklings, má óefað fullyrða, að úthlutun Vetrarhjálparinnar hafi verið kærkomin mörgum. Vetrarhjálpin hefir aðallega bygt starfsemi sína á gjöf- um frá fyrirtækjum og einstaklingum í bænum. Hefir oft safnast álitleg fúlga til þessarar starfsemi. Reykjavíkur- bær hefir einnig styrkt þessa starfsemi ríflega. Ætla mætti, að slík starfsemi sem Vetrarhjálpin fengi að vera í friði. Hún gerir engum mein, en ljettir áhyggj- um og raunum margra, sem búa við erfiðust lífskjör í okk- ar bæ. En kommúnistar biðu ósigur í bæjarstjórnarkosning- unum. Þeir gátu ekki unað úrskurði kjósendanna. Þeir þurftu að ná sjer einhversstaðar niðri. Og þeir völdu til þess Vetrarhjálpina. Ekki gátu þeir lagst lægra. Öll starfsemi Vetrarhjálparinnar liggur opin fyrir bæj- arfulltrúum kommúnista. Þeir geta hvenær sem er, kynt j sjer allt, sem þar fer fram. En þá leið fóru kommúnistar j ekki, heldur gripu þeir á lofti slefsögur og notuðu þær til í glæpsamlegra aðdróttana á þessa samhjálp borgaranna. I Aumur er málstaður kommúnista og ekki batnar hann við þessar aðfarir. \Jilverji ilripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Drengurinn, sem gaf allt. LÍTILL blaðsöludrengur kom inn í afgreiðslu Morgunblaðs- ins á dögunum, skömmu eftir að byrjað var að safna fje til lýsisgjafa handa börnunum í Mið-Evrópu. Hann var að skila sölunni fyrir Morgunblað ið og þenna dag hafði hann ver ið sjerstaklega duglegur að selja önnur blöð líka. — Alls hafði hann unnið sjer inn 16 krónur í sölulaun fyrir blaða- sölu um morguninn.Þegar hann var búinn að gera upp við stúlk una hjá Morgunblaðinu, lagði hann 16 krónurnar sínar á borð ið og sagði: „Þetta er handa fátæku börn unum, sem þurfa að fá lýsið“. — Ætlarðu að gefa alla pen- ingana þína? spurði afgreiðslu stúlkan. — Já, svaraði drengurinn á- kveðinn. Þessi litli hnokki heitir Jón Leifur. Hann kemur stundum til að selja blöð. Onnur deili á honum vissi stúlkan ekki. Nafn hans skiftir ekki miklu máli. Hann ætlaðist ekki til að nafn hans yrði birt í blöðunum. — Hanh gaf sölulaunin sín vegna þess að hann langaði til að hjálpa fátæku og svöngu börn- unum í Mið-Evrópu. • Sólskinsblettur. ÞESSI SAGA er sannarlega sólskinsblettur í daglega lífinu. Það er gaman að heyra slíkar sögur, því nóg er af hinum, þar sem getið er um illa uppal- in börn, óþekktaranga, sem hvergi þykja í húsum hæf. En það er með þetta eins og svo margt annað. Því er betur hald ið á lofti, sem illa þykir fara, heldur en hinu, sem vel er gert. Framkoma þessa litla blað- söludrengs mætti og verða öðr um, sem betur eru stæðir til fyrirmyndar í þeirri söfnun, sem Rauði krossinn nú gengst fyrir til þess að reyna að lina þjáningar saklausra barna, sem orðið hafa vonsku mann- anna að bráð. „Rafviftusalinn á íslandi“. LESANDI Morgunblaðsins í Boston í Bandaríkjunum hefir sent blaðinu úrklippu úr amer íska tímaritinu ,,Esquire“. — Á það að vera skrítla hjá tímarit- inu og er á þessa leið: „Rafviftusali nokkur var á ferð á íslandi og kom við hjá Eskimóunum í snjókofunum þeirra til þess að reyna að fá þá til að kaupa rafviftur. En í- búarnir urðu undrandi er hann bauð þeim slíkt verkfæri til sölu og þeir sögðu: „Rafviftur? Hvað ættum við að gera við rafviftu? Það er 60 gráða frost hjerna núna“. „Mjer er vel kunnugt um það“, sagði rafviftusalinn. „En það er aldrei hægt að átta sig á veðurbreytingum. Hver veit nema það verði orðið frostlaust á morgun“. Jeg er viss um að menn þurfa að kitla sig til þess að geta hlegið að þessu. Brjef frá póstmeist- ara um frímerkja- sölu. SIGURÐUR BALDVINSSON póstmeistari hefir skrifað mjer brjef um frímerkjasöluna 'í bænum. Tekur hann í sama streng og jeg hefi gert hjer í dálkunum um að heppilegt væri að seld væru frímerki sem víðast í bænum. Er gott að fá þenna stuðning póstmeistara við málið og gefur það vonir um að úr verði bætt hið fyrsta. Brjef póstmeistara er á þessa leið: „í dálkum „Víkverja“ í „Morgunblaðinu11 hefir nokkr- um sinnum verið rjettilega á það drepið, að frímerki þyrftu að vera til sölu víðar í bænum en í aðalpósthúsinu, einkum í úthverfum bæjarins, en jafn- framt fullyrt að svo væri ekki. Þykir því rjett að upplýsa að lengi hafa verið starfræktar nokkrar brjefhirðingar í út- hverfunum og nágrenninu, s. s. í Skildinganesi, Laugarnesi, Mýrarhúsaskóla o. v. Á sumum öðrum stöðum í úthverfunum hafa brjefhirðingar ekki starf- að óslitið ýmist vegna þess að erfitt hefir verið að fá heppi- lega staði eða þær ekki verið notaðar. Nú eru starfandi bi'jefhirð- ingar á eftirgreindum stöð- um: Blesugróf, Fossvogi, Klepps- holti, Kópavogi, Laugarnesi, Mýrarhúsaskóla, Skildinganesi, Sogamýri. Á öllum þessum brjefhirðing um eru að sjálfsögðu seld frí- merki. Auk þess selur bókabúð in í Laugarnesi frímerki og búð sjúklinga á Vífilsstöðum. Frímerki í bókabúð- um. UM EITT skeið seldu sumar bókabúðir bæjarins frímerki, en munu yfirleitt hafa hætt því. Er bagalegt að allar bóka- og ritfangaverslanir bæjarins skuli ekki selja frímerki. Virðist einkar eðlilegt að svo væri. — Þeim, sem kaupa brjefs efni, kort, bækur og blöð og ætla að nota póstinn, væri að slíku mikil þægindi. Þarf að þessu að stuðla og hafa ágætir menn í stjórn Bóksalafjelags- ins heitið velviljuðum stuðn- ingi í málinu. Víðast hvar í er- lendum borgum er hvarvetna hægt að fá .frímerki hjá rit- fanga-, bóka- og blaðasölum og ýmsum fleiri aðilum, sem selja frímerkin til þæginda viðskifta mönnum. í sumum löndum hafa fleiri verslanir og stofnanir frí- merki á reiðum höndum handa viðskiftamönnum, gestum og gangandi. í Ameríku t. d. eru frímerki seld í lyfjabúðum. Er vonandi að takast megi að koma á svipuðum háttum hjer m. a. með mikilsverðum stuðningi blaðanna“. iiUHiannrmiiaati '!■ IIIWUIMIIIH Á ALÞJÓÐA VEITVANGI ««■■■■■■!■• SM! ■ «»0»• :'**r»'i5WV«aP Báqf ásfand í Austuniki í FRJETTAYFIRLITI, sem Samband Rauða kross-stofn- ana (League of Red Cross Societies) í Genf gefur út hálfsmánaðarlega, er þ. 1. jan. s. 1. sagt nokkuð frá á- standinu í Austurríki. Segir þar að ástandið í Wien sje mjög alvarlegt. í sumum hverfum borgarinnar er það oft svo að matvæla- skamturinn, sem fólkinu er ætlað að lifa á, er aðeins til á pappírhum. Grænmeti ogf ávextir hafa ekki fengist mánuðum saman. Næringar- gildi dagskamts fullorðna jafngildir 700 hitaeiningum, en dagskamtur barna undir 14 ára aldri er 940 hitaein- ingar. (En eins og kunnugt er þarfnast fullorðinn mað- ur um 3000 hitaeiningar í daglefþi fæðu sinni til þess að halda heilsu og starfs- kröftum; :og meira ef um erf iðisvinnu er að ræða). • Kartöflur eru fágætar yfir leitt og ljelagar þegar þær fást. Þurkaðar ertur og flat- baunir o. þ. h. eru tíðum með ormum. — Dánartala ung- barna er há og eru magakvef og garnabólga algengustu dánarorsakir. Lágmarkstala vanmæðra barna á aldrinum 6—14 ára er 30 af hverju hundraði. En því má þó ekki gleyma, að mikill fjöldi barna og þeirra á meðal ein- mitt þau, sem veikluðust eru, sækja alls ekki skóla og koma því ekki fram á skýrsl um þeim, sem birtar eru. Iðrakvillar hafa gengið sem farsóttir. í fullorðnum verð- ur oft vart bjúgbólgu, sem stafar af hungri; öðru hverju verður hennar einnig vart hjá börnum. í framangreindu yfirlits- riti frá 1. des. s. 1. er frá því skýrt, að síðastliðin 40 ár hafi aldrei verið jafnmikill matarskortur í Wien eins og nú. Sjúkdómar og dauðsföll meðal ungbarna eru líka tíð- ari nú en nokkru sinni áður á þessu tímabili. Árið 1943 var ungbarna- dauðinn í Wien 6,2 af hverj- um hundrað börnum. En nú er talið að tala dauðsfalla meðal ungbarna nemi að minsta kosti 15 af hundraði. Numberg-rjeHar- höldin kesid í æðri skóium London í gærkvöldi. HERYFIRVÖLD Breta og Bandaríkjamanna í Þýska- landi, eru um þessar mund- ir að athuga, hvort taka beri upp rjettarhöldin í Núrn- berg og það sem þar kemur fram, sem fastan lið í kenslu kerfi æðri skóla á hernáms- svæði þeirra. Þetta hefir þeg ar verið gert á hernáms- svæði Rússa. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.