Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1946, Blaðsíða 12
VEÐURUTUTIÐ. Faxaflói: H vass vestan og norðvestan. — Jeljaveður. SÍÐUSTU „villur“ kommún- ista. — Grein á bls. 2. Sunnudagur 10. febrúar 1946 Landstnálafjelagið Vörður 20 ára Afmælissamkoma á mið- vikudaginn kemur. A MIÐVIKUDAGINN kem- ur, þ. 13. þ. m., eru 20 ár liðin frá stofnun stjórnmálafjelags- ins Varðar. Verður þessa afmælis fjelags ins minst með samkomu, er haldin verður í Listamannaskál anum. Samkoman verður hald- in þar, en ekki í flokkshúsinu, vegna þess, að ekki er enn lok- ið við að ganga frá hinum glæsi lega samkomusal við Thorvald- sensstræti. Núverandi formaður Varðar- fjelagsins er Bjarni Benedikts- son borgarstjóri. Olafur Thors forsætisráð- herra tekur til máls á fundin- um á miðvikudaginn. Fleiri verða þar ræðumenn, m. a. fyrsti formaður Varðar, Magnús Jónsson alþm. Þau 20 ár, sem stjórnmála- fjelagið Vörður hefir starfað, hefir það verið öflugt vígi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans í bæjar- og landsmálum. Um sama leyti og þetta fjelag var stofnað, var gerð ný og ör- uggari skipun á alla flokks- starfsemina hjer í bæ. En Varð arfjelagið var miðstöðin fyrir flokksstarfsemina. Þá var Varð arfjelagið eiginlega eina flokks fjelag Sjálfstæðismanna hjer í bæ. A næstu árum fjölgaði þeim, til mikils velfarnaðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. A miðvikudaginn kemur verð ur að einhverju leyti rifjuð upp saga fjelagsins, jafnframt því sem rætt verður um þau störf, sem framundan eru. Seglskúfa S. í. 6. S, HJER BIRTIST MYND af seglskútu þeirri, sem er meðal vinn- inga í liappdrætti S. í. B. S. Skútan er bygð eftir teikningu frá Bandaríkjunum, en þessi gerð báta er algeng þar við land. Traust er hún og stöðug í sjó, þrátt fyrir mikinn reiða. Verð hennar er 15 þús. krónur. 3 menn tekur út af báti frá Vestmannaeyjum Náðusf allir aflur. Truflanir á Sogslín- unni TVÍVEGIS var bærinn raf- magnslaus í gærkvöldi. I bæði skiftin mun hafa verið um að ræða truflanir á háspennulín- unni austur við Sog. Um kl. eitt í nótt lagði af stað hjeðan úr bænum hópur starfsmanna) Rafmagnsveitunnar. Munu þeir i fara með línunni til þess að athuga truflanir þessar. Vestmannaéyjum í gærkvöldi. Frá frjetta^itara vorum. ÞRJÁ MENN tók út af vjelbátnum „Ófeigi“, frá Vest- mannaeyjum í dag, en þeir náðust allir aftur. „Ófeigur“ var í róðri er þetta skeði, en veður var hvasst. Fjekk bát- urinn áfall með þeim afleiðingum, sem fyrr greinir. Má það teljast sjerstök heppni, að mennirnir skyldu allir bjargast. „Ófeigur“ er 25 smálesta bátur. Skipstjóri *er Angan- týr Elíasson. Allir bátar, sem rjeru í dag eru komnir að, heilu og höldnu. Afli er sæmilegur eftir ástæðum, og enginn bát urinn varð fyrir teljandi veiðarf ærat j óni. Piorræn verkfræðingaráðstefna í Stokkhólmi í maí ÞRIÐJA NORRÆNA verkfræðingaráðstefnan verður hald- in dagana 27.—29. maí næstkomandi í Stokkhólmi. Er það sænska verkfræðingasambandið, sem býður til ráðstefnu þess- arar. Verða þar mættir fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm, Ðanmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Gert er ráð fyrir, að fulltrú- arnir frá Danmörku, Finnlandi, íslandi og Noregi verði um 300 og álíka margir frá Sví- þjóð. Þetta er í þriðja sinn, eins og fyrr segir, sem slík norræn verkfræðingaráðstefna er hald in. Hún var í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn 1929 og síðan í Osló 1938. Næsta ráðstefna átti svo að verða í Stokkhólmi 1943, en af henni gat ekki orð- ið þá af skiljanlegum ástæðum, og því til hennar boðað nú. Hifaveifugeymarnir læmdusf vegna raf- magnsbilunar í GÆRKVÖLDI um kl. 7, 20 bilaði háspennulína. sem lie;Kur unn að Revki um með beim afleiðine- um, að ekki var hæet að dæla heitu vatni í gevma Hitaveitunnar á Öskiu- hlíð. Voru beir orðnir tómir kl. 8,45 í eærkvöldi. Lokið var að gera við rafmaensbilunina um kl. 10,30 í gærkvöldi og bá bvriað að dæla vatni í sevmana að nviu. Er blaðið áttí tal við Helga Sigurðsson, hita- veitustióra í gærkvöldi, bað hann um að benda fólki á, ef ofnar bess hitn uðu ekki í dae, að eæta að hvort loft væri ekki í beim. bví að við bví má búast. Ölvuðum manni bjargað frá druknun ÞAÐ BAR til seint í fyrrakvöld, að tveir drukknir menn fjellu hjer í höfnina. Og var það snarræði Magnúsar Magnús- sonar, verkstjóra í Hjeðni, Laugarnes 34, að þakka, að annar þeirra, Einar J. Björnsson, háseti á mb. Kristjáni frá Akureyri, skyldi ekki drukkna. Hinn manninn mun ekki hafa sakað. Þessir drukknu menn munu hafa verið í ryskingum vestur á Ægisgarði. Ekki voru þó sjónarvottar að því. En báðir fjellu þeir af garðinum, milli skips og bryggju. Það vildi þeim til happs, að það var aft- arlega við skipið, sem þeir fjellu í sjóinn. Magnús var að vinna í vjel- arrúmi bv. Sindri, ásamt fleiri mönnum. Heyrði hann þá, að einhver gaf frá sjer hljóð. Brá hann þegar við, við annan mann upp á þiljur. Sjá þeir þá, hvar maður var um það bil að sökkva. Sást aðeins á hendur hans. Og annan mann er hjelt sjer í einn af bryggjustöplun- um. Magnús rendi sjer á kaðli niður með skipshliðinni og lagði - til sunds. Honum tókst fljótlega að ná taki á hinum druknandi manni. Með aðstoð vinnufjelaga sinna tókst hon- um að koma Einari um borð í skipið. Síðan hjálpuðu þeir hinum manninum upp. Einar var þá aðfram kominn. Hafði drukkið mikið af sjó og var kalt. Magnús Magnússon og fje- lagar hans gerðu lögreglunni þegar aðvart. Tók hún menn- ina í sínar vörslur. Var hlúð að þeim eftir bestu getu á lög regluvarðstofunni. Þeim gefið heitt að drekka, þurkaðir og síðan vafðir inn í teppi og lagð ir fyrir á bekkjum. Um nótt- ina var Einari útveguð föt og hann fluttur um borð í bát sinn. Hinn maðurinn, sem mun vera búsettur hjer í bæ, sofnaði þegar er búið hafði ver ið um hann og svaf hann þar til í gærmorgun. Þá voru föt hans orðin þur. Hefði Magnús Magnússon, sem er karlmenni mikið, ekki sýnt í>etta snarræði, hefði Einar að öllum líkiridum druknað. Kviknar í rafsiöð- inni í Vesfmanna- eyjum Vestmannaeyjar í gær- kvöldi. Frá frjettaritara vorum. LAUST fyrir kl. 6 í kvöld kom upp eldur í rafstöðinni hjer í Vestmannaeyjum. Byggingin er öll úr steini, nema þekjan, sem er úr trje, og var hún alelda, er slökkvi liðið kom á vettvang. Slökkviliðinu tókst á til- tölulega skömmum tíma að ráða niðurlögum eldsins, þótt veðurhæð væri mikil og því erfiðara um allar slökkviað- gerðir. Ekki liggur enn fyrir, hve skemdir hafa verið miklar. en Vestmannaeyjabær er nú alveg ljóslaus. Fullvíst er þó talið, að stærsta vjel stöðvar innar sje óskemd, en ekki er vitað með vissu um hinar tvær. Vonast er eftir að ljós- in verði aftur komin í lag eftir morgundaginn. — Þakið er alt skemt. Enn er ekki fullkunnugt um, hver eldsupptök eru, en haldið er að kviknað hafi í út frá reykröri. S JÁLFS VIRÐING New York: Dómari í borginni Dallas, sem varð það á að tala of hátt, sektaði sjálfan sig fyr- ir virðingarleysi fyrir rjettin- um. Nýtísku gistihús reist í Reykjavík ÁKVEÐIÐ hefir verið að reist verði hjer nýtísku gisti- hús. Hefir ríkisstjórnin forgöngu í því máli, en Reykjavík- urbær og Eimskipafjelag íslands munu verða meðeigend- ur. Gert er ráð fyrir að bygging þessi kosti 15 milljónir kr. Leggur hver aðili sínar 5 milljónir í hana. Mikil þörf er orðin fyrir slíkt hótel sem þetta, þar sem fyrirsjáanle^t er að ferða- mannastraumur muni verða mikill hingað á komandi ár- um, en gistihúsaekla er hjer mikil. Sennilegt er, að fengn ir verði verkfræðingar frá Bandaríkjunum til þess að gera teikningu að hinu nýja húsi. VILDU IIALDA REGLURNAR New York: í Tokio hleypur fólk nú sem fætur toga, til þess að halda reglur þær, sem Banda ríkjamenn hafa sett um há- markshraða ökutækja í borg- inni. Það athugar ekki að það er ekki ökutæki og hraðinn er hámarks, en ekki lágmarks- hraði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.