Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 6
6 MUKGUNBJLAÐifc) Þriðjudagur 26. febr. 1946 TJtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. j i Hver getur treyst Tímamönnum ? ÞEIR hafa gert til þess ítrekaðar tilraunir ,.TÍma- menn“ að ginna bændur og bændafulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í fjelag við sig og ala mjög á því um þessar mundir í öllum sínum rógburði um ríkisstjórnina, að nú þurfi allir sveitamenn að hópast inn í Tímaliðið. í samvinnunni 1939—1942 fengu Sjálfstæðismenn dýr- keypta, en nauðsynlega reynslu á þessari samvinnu. Flestum þótti hún nægileg, en einstaka menn hafa viljað halda sambandinu til allra ítrustu marka og trúað því, að bændastjettin hefði eitthvert gagn af. Meðal þeirra, sem langt hafa gengið í þessu efni er Þorsteinn Þor- steinsson sýslumaður. Hann vann það til í fyrra haust, að styðja ekki þá ríkisstjórn sem formaður Sjálfstæðis- flokksins stjórnar og virðist hafa gert sjer von um ein- hverja gagnlega samvinnu við Tímamenn. Hann hefir unnið með þeim á Búnaðarþingi og í hjeraði og sýnilega treyst á þá sem heiðarlega samstarfsmenn. Hann hefir lengi verið í stjórn Búnaðarsambands Dala- og Snæ- fellsnessýslu og annast fjármál þess með miklum hygg- indum svo sem honum er lagið. Á 60 ára afmæli sínu s. 1. vetur gaf hann 30. þús. kr. til ræktunar í hjeraðinu og yfirleitt hefir hann sýnt mikinn áhuga og dugnað í málum sambandsins. En hann fjekk borgunina í sumar og hún var í fullu samræmi við framkomu Tímamanna fyr og síðar hvar- vetna á landinu. Á aðalfundi búnaðarsambandsins höfðu Tímamenn meiri hluta af einhverri tilviljun. Þeir notuðu tækifærið og feldu Þorstéin úr sambandsstjórninni. Auðvitað hafa honum ekki dottið nein svik í hug eftir hina einlægu samvinnu. En hvort hann treystir Tíma- dótinu eins vel eftir og áður verður reynslan að skera úr. Þetta dæmi getur líka verið öðrum nauðsynlegur lærdómur, þó að þá langi ákaflega mikið til að vinna með Tímaliðinu og treysti því, að einhvern snefill af heiðarlegum samstarfsvilja sje þar að finna. Slíkir menn verða að gera sjer grein fyrir því, að þó margir af kjósendum Framsóknarflokksins sjeu hinir sæmilegustu menn, þá fylgir yfirsþjórn Tímadeildarinn- ar undantekningarlaust sömu reglu sem munkarnir tákn- uðu forðum með setningunni: „Tilgangurinn helgar meðalið“. Þeirri reglu mega allir búast við að mæta, sem treysta Tímaklíkunni. Þetta sem hjer hefir verið að vikið er í samræmi við aðfarirnar gegn sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, sem voru stuðningsmenn Hermanns Jónassonar sem stjórnarformanns á árunum 1939—1942. Þó að þeir væru í einlægri samvinnu við Tímaliðið á þingi, þá ferðaðist sjálfur stjórnarformaðurinn um kjördæmi þeirra til að reyna að rægja þá frá endurkosningu. Þetta er líka í samræmi við aðfarirnar sem Hermann sýndi sam- vinnumönnum sínum í ríkisstjórn á sínum tíma og allan þann rógburð um þá út um landið og í blaði flokksins, Tímanum, sem oftast hefir stungið öll önnur blöð út með soralegum og ósönnum málaflutningi. Svo langt var t. d. .gengið þá að sjálfur forsætisráð- herrann ljet banna undirráðherra, sem fór úr stjórninni, að tala í útvarpið um ágreiningsmálin, sem ollu sam- vinnuslitum. Það er og kunnugt mál víðsvegar út um landið að starfsemi Tímamanna gegn flokkslegum andstæðingum í samvinnu ber sama svipmótið sem hinar undirbúnu ráðstafanir gegn Þorsteini sýslumanni. Flest af því er markað sama markinu, marki svika og ódrengskapar. Hver getur treyst slíkum mönnum. Svo langt var og géngið á þjóðstjórnar tímabilinu að Hermann mentamálaráðþerra gat ekki þolað einn einasta skólanefndarformann úr hópi sinna samstarfsmanna: Alt urðu að vera Tímamenn. ÚR DAGLEGA LÍFINU Benzín-hamstur. VERKFALL Dagsbrúnar- manna nær raunverulega lengra en til almennrar verka- mannavinnu. Bifreiðastöðvarn- ar hafa hætt næturakstri til mikilla óþæginda fyrir bæjar- búa. Sjerstaklega var þetta til- finnanlegt um helgina, því helst er það um helgar, sem menn eru hjá kunningjum sín- um eða á skemtunum fram eft- ir nóttu og vilja fá bíla til að aka sjer heim. Slökkviliðsstjórinn hefir að- varað menn um að geyma ekki benzín í heimahúsum, enda stafar af því mikil hætta. Ættu menn að fara varlega með benzínbirgðir og geyma það einhversstaðar, þar sem það er örugt og gæta þess að gera 'lökkviliðinu aðvart um benzín birgðir. Það er ekki að vita, hvenær slys ber að höndum og bað getur verið lífsspursmál að slökkviliðið viti um benzínbirgð ir manna, ef eldsvoða ber að Það munu margir hafa safn- að sjer nokkrum birgðum af benzíni áður en verkfallið hófst og ætti benzín-hamstur manna ekki að gera neitt til, ef allrar varúðar er gætt. • Önnur verkfalls- » vandamál. EF AÐ verkfallið stendur lengi, koma ýms vandamál á döfina og óþægindi fyrir al- menning og einstaklinga. Bif- j reiðum verður lagt upp smátt og smátt vegna benzín-vand- ræða. Skip, sem koma til lands- ins, fást ekki afgreidd og hljóta að vera takmörk fyrir, hve lengi þau geta beðið í höfn, að minsta kosti þau útlendu. Með Dr. Alexandrine er t. d. græn- meti, sem beðið hefir verið eft- ir með óþreyju. Pakkapóstur fæst ekki upp úr Brúarfossi, sem kom frá Bretlandi fyrir helgi, en varla kemur til, að al- mennur póstur verði látninn bíða í Drotningunni. Dagsbrún hlýtur að leyfa, að hann verði fluttur í land, því það getur varla haft nein áhrif til eða frá á verkfallið, þó menn fái frjett- | ir af vinum og ættingjum með póstinum frá Danmörku. En vönandi stendur þetta verkfall ekki það lengi, að það hafi lamandi áhrif á daglega líf ið okkar. • ' Þorri kveður. GOAN hófst á sunnudag. Þorrinn hefir verið mildur að þessu sinni og verður ekki ann að sagt, en að hún Góa byrji vel. Skíðafólkið á heldur erfitt, því þó veðrið hafi verið eins gott og frekast verður á kosið á þessum tíma árs til útiveru, þá vantar snjóinn tilfinnanlega. Eða það finst skíðafólkinu að minsta kosti. En samt er að reyna það. Hundruð skíða- manna fara út úr bænum og nota hverja frístund, sem gefst. — Og það sjer víst enginn eft- ir því, sem fer á fjöll á slíkum dögum, sem voru núna um helg ina. Jafnvel þótt snjórinn sje lítill. • Mikið er bygt. ÞEIR, sem ekki fara á fjöll um helgar, nota góðviðrið til þess að ganga um bæinn og það er margt að sjá í henni Reykja- vík. Altaf eitthvað nýtt, ef menn hafa augun opin. Það eru til dæmis nýju húsabyggingarn ar, sem margir hafa gaman af að skoða. Inni í Norðurmýri, Háteigs- veg og vestur á Melum og j Kaplaskjóli. Alstaðar eru að rísa upp nýjar, myndarlegar húsbyggingar. Það er bæði fróðlegt og skemtilegt að skoða bygging- arnar, sem eru að rísa upp. Menn sjá, hve smekkur manna er misjafn. Sum húsin þykja falleg, önnur herfilega ljót. • Já, altaf eru menn að byggja í bænum, eins og Tómas sagði, og ekki veitir af. Mikill áhugi fyrir ráðhúsinu. ÞAÐ VIRÐIST ríkja mikill áhugi meðal bæjarbúa fyrir ráðhúsinu fyrirhugaða, og þá einkum hvar það á að vera í bænum. — Bæjarstjórnin hefir efnt til samkepni um ráðhúsið og má búast við, að sjerfræð- ingar í skipulags- og bygging- armálum láti ljós sitt skína í þeirri samkepni. En við hinir, sem ekki gerum okkur von um nein verðlaun, viljum líka tala með og bollaleggja um það, hvar ráðhúsið eigi að standa og hvar sje besti staðurinn fyrir það. Undanfarnar vikur hefi jeg heyrt svo marga staði nefnda, að jeg ætla ekki einu sinni að reyna að koma fram með nein- ar tillögur. Það verður nógur tíminn að rífast um það, þeg- ar tillögur sjerfræðinganna eru komnar fram, verðlaunin hafa verið veitt og staðurinn ákveð- inn. Það kemur ekki til, að menn verði sammála um það frekar en annað. Það er því best að sjá hvað setur. • Gistihúsin. ANNAÐ BYGGINGAMÁL, sem er ofarlega á baugi hjá bæjarbúum, er gistihúsamálið. Það hefir verið tilkynt, að í ráði sje að byggja 15 miljóna hótel hjer í bænum, og standa um- ræður um það mál á Alþingi. Þeir, sem þykjast vita betur, segja, að fleiri aðilar sjeu að hugsa um gistihúsbyggingu, sem sjeu jafn stórhuga og hin- ir. Væri það vel, því ekki mun veita af tveimur góðum gisti- húsum í bænum í framtíðinni. Húsameistararnir íslensku eru ekki hrifnir af því, að leit- að hefir verið út yfir landstein- ana til þess að fá húsameistara til að teikna 15 miljóna gisti- húsið og er afstaða þeirra skilj- anleg. — En því mátti ekki bjóða þessa byggingu út, láta húsameistara bæði hjer á landi og erlendis spreyta sig á verk- efninu og taka svo það, sem best reyndist? — Það er ekki hægt að neita því, að margar stórbyggingar hjer hafa mis- hepnast vegna þess, að húsa- meistararnir, sem teiknuðu þær, voru ekki nægjanlega kunnugir verkefninu. Slík mis- tök mega ekki endurtaka sig. * rnmnaam m ■ ■ ■ »» * www ■ ■ ■ ■ nwtTa ■ « a Miv«rv n n ■«■■■ n ■■■■■■■ sirvnvvvvvvarrrfiRBIIinnnDSnai Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ■joiv ■irti ■■twcw.ix ^ Leyndardómur Kurileyja JAMES F. BYRNES utanrík isráðherra Bandaríkjanna, stað festi loksins gamla slúðursögu. Á ráðstefnunni á Yalta höfðu Franklin Rooseveit og Winston Churchill leynilega samþykt að borga Rússum það sem þeir settu upp fyrir að fara í stríðið við Japana, — það er að segja að láta þá fá Kurileyjarnar og suðurhluta Sakhalien til eilífr- ar eignar og ábúðar. Nei, ekki einu sinni James Byrnes, sem þó hafði verið á Yaltaráðstefnunni, gat sagt alla söguna. Hann hafði ekkert ver- ið látinn vita, fyrr en eftir upp gjöf Japana. Eins og hálf- skömmustulegur játaði hann, að hann vissi ekki um þetta sam komulag í smáatriðum, hefði ekki sjeð samninginn sjálfan, vissi ekjri einu sinni, hvar ein- tak Bandaríkjamanna af hon- um var geymt. — Höfðu Banda ríkin fengið eitthvað í staðinn? Tames Byrnes sagðist ekki vita uriri neitt landsvæði, sem Rúss- ar væru tilbúnir að láta Banda ríkin fá, þótt þau máske kynni að langa í slíkt. Daginn eftir bætti Harry Truman svolítið meiri upplýs- ingum við, — samningurinn hafði þá verið lokaður inni hjá öðrum einkaplöggum Roose- velts. En þegar blaðamenn spUrðu, hvort nokkrir aðrir leynisamningar hefðu verið gerðir í Yalta, sagði forsetinn aðeins, að því gæti hann ekki svarað, það væru altaf gerðir hinir og aðrir samningar á slík um fundum. Á meðal almenningur í Bandaríkjunum beið eftir loka sannleikanum um Yaltaráð- stefnuna, gat hann velt fyrir sjer kaupmálanum um Kuril- eyjarnar. í þeim eyjaklasa eru um átta þúsund ferkm. lands, og éru eyjar þessar eldbrunn- ar og þokur mjög tíðar. Strjál- býlar eru þær, og lítið um nátt úrugæði. En þær hafa mjög mikla hernaðarlega þýðingu. Með því að fá þær höfðu Rúss- ar komist lengra austur í Norð- ur-Kyrrahafið, og voru nú beint á flugleiðinni frá Alaska til Austurlanda frá Bandaríkj- unum. Bandaríkjamenn gerðu ^rpargar loftárásir á Paramus- hiro, japanska flotastöð. Kurileyjasamningurinn gaf byr Fseglin þeim Bandaríkja- mönnum, sem eru á því að Bandaríkin eigi hreinlega að leggja eignarhald á sumar her- stöðvar, en ekki láta samein-' uðu þjóðirnar hafa umsjón með þeim, stöðvar eins og t. d. Mar- shalleyjarnar, Mariannaeyjarn,- ar, Karólínueyjarnar og Okin»- ava, sem hefir sömu þýðingu fyrir sunnan Japan og Kurileyj arnar fyrir norðan. Þingmaður i öldungadeild- inni, Harry F. Byrd frá Vir- ginia, sagði, að það væri frá- leitt að láta hið nýja þjóða- bandalag hafa umsjón með nokkrum landsvæðum, „fyrst Rússar geta tekið þýðingarmik il svæði undir sig, því skyldu ekki Bandaríkjamenn geta það líka?“ sagði hann. — (Time).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.